Morgunblaðið - 21.12.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.12.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Önnur f járlagaumræða á laugardaginn: Óvissan um stjórnarsam- starfið torveldfaðimjög störf fjárveitinganefndar sagði Pálmi Jónsson Önnur umræða um fjár- lagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar fór fram í samein- uðu Alþingi á laugardag- inn. Geir Gunnarsson, for- maður fjárveitinganefnd- ar, gerði fyrst grein fyrir þeim breytingatillögum er nefndin flytur við frum- varpið, en þær eru yfir 130 talsins. AÖ lokinni ræðu Geirs tók Lárus Jónsson (S) til máls, oggeröi grein fyrir afstöðu minnihluta fjárveit- inganefndar. Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþþýðuflokks- ins, gerði grein fyrir fyrirvara Alþýðuflokksins í nefndaráliti meirihluta fjárveitinganefndar við aðra umræðu fjárlagafrumvarps sl. laugardag. Hann sagði fulltrúa Alþýðuflokksins í nefndinni hafa tekið fullan þátt í störfum hennar; þeir hefðu staðið að þeim ákvörð- unum, sem þar hefðu verið teknar, og bæru í því efni jafna ábyrgð og aðrir nefndarmenn. Alþýðuflokkurinn hefði að auki kynnt í ríkisstjórn tillögur í frumvarpsformi um jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum og sam- ræmdar aðgerðir í verðbólgumál- um. Aiþýðuflokkurinn hefði lagt áherzlu á að tekin væri afstaða til efnisþátta í þessu frumvarpi áður en fjárlagafrumvarpið verður end- anlega afgreitt, enda væru í því atriði sem beinlínis vörðuðu fjár- lagastefnuna. Öll væru þessi atriði sótt í þegar samþykkta stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum er tekin hefði verið upp og tíunduð í greinargerð með stjórnarfrumvarpi, sem nú hefði hlotið samþykkti Alþingis. Um þau ætti því ekki að vera ágrein- ingur í ríkisstjórninni. Við hefðum kosið að hægt hefði hefði verið að bíða með aðra umræðu fjárlaga unz hæstvirt ríkisstjórn hefur tekið afstöðu til frumvarpstillagna okkar. Þar var þó ekki hægt, tímans vegna. Við viljum því ekki leggja stein í götu þess að fjárlagafrumvarpið fái þinglega meðferð hér við aðra umræðu. Við munum fylgja þeim tillögum, er við höfum verið með í að móta, en láta afgreiðslu málsins að öðru leyti fram hjá okkur fara. Endanleg afstaða okkar, við lokaafgreiðslu fjárlaga, mun síðan mótast af því, hver verður afstaða ríkisstjórnar og samstarfsflokka til efnisatriða í frumvarpstillögum okkar um efnahagsmálin. Bragi Sigurjónsson (A) talaði næstur, og hóf mál sitt á því að segja að fyrirvari þeirra Sighvats væri útskýrður í áliti þeirra, og einnig í ræðu Sighvats á undan. Sagði Bragi að ekki hefði verið staðið við það heit fjárlaganna að þau virkuðu letjandi á verðbólg- una, þá hefði ekki verið tekið tillit til óska Alþýðuflokksins um að hætt yrði við framleiðsluhvetjandi áætlanir og aðgerðir í landbúnað- inum. Þá gagnrýndi Bragi það einnig, að fjárveitinganefnd skyldi ekki hafa vitað það fyrr en eftir dúk og disk, hvaða tekjumöguleik- ar ríkisins væru fyrir hendi. — Því væri alltaf byrjað á útgjaldalið- unum við gerð fjárlaga. Undir lokin hefði það svo bæst við, að ýmsir liðir á tekjuáætluninni hefðu verið ofreiknaðir, meðal annars vegna þess að þjóðin keypti ekki nægilega mikið af brennivíni. Þá ræddi Bragi einnig um ýmsa liði sem mætti skera niður, og þannig minnka útgjöld ríkisins, meðal annars kvaðst hann telja að leggja ætti Bifreiðaeftirlitið niður. Ræðu sinni lauk þingmaðurinn á því að lýsa þeirri skoðun sínni, að fjárlögin ættu að vera eitt helsta vopnið gegn verðbólgunni. Einar Ágústsson (F) kvaðst ekki vera neitt yfir sig hrifinn af þeim fjárlögum sem verið væri að fjalla um. Hins vegar sagði Einar að það væri ósk sín að hér yrði rætt um fjárlagafrumvarpið en ekki eitthvað allt annað, og sagðist hann alls ekki hafa skilið hvað Sighvatur Björgvinsson hefði ver- ið að fara. Þá minnti þingmaðurinn á byggingu sundlaugar við endur- hæfingardeildina á Grensási, og sagði hann að þar væri á ferðinni brýnt hagsmunamál fatlaðra sem þingmenn mættu ekki láta sér sjást yfir. Einnig minnti Einar á framlag Islendinga til þróunarlandanna, og taldi hann ekki vera unnt að samþykkja fjárlög með aðeins 40 milljóna fjárframlagi til þeirra mála. Þessa upphæð yrði að hækka verulega, meðal annars svo að unnt yrði að standa við 25 milljón króna fjárframlag til Grænhöfða- eyja (Cap Verde), eins og áætlað hefði verið. Sagði Einar Ágústsson að heiður íslands á erlendum vettvangi væri í veði. Vilmundur Gylfason (A) sagðist hafa ætlað að flytja tillögu um niðurfærslu fjárlaganna við þessa umræðu, en kvaðst ekki gera það fyrr en milli annarrar og þriðju umræðu. Síðan ræddi hann um efnahagsmálafrumvarp Alþýðu- flokksins, og sagði hann, að ef tekið yrði undir meginstefnuna þar, þá lækkuðu fjárlögin. Þakkaði Vilmundur forsætisráð- herra sérstaklega fyrir góðar undirtektir við það frumvarp, og viturleg ummæli er hann hefði látið um það falla á Alþingi er það bar á góma í umræðum utan dagskrár. Þessi viðbrögð forsætis- ráðherra væru auðvitað merki þess, að óhætt hefði verið að láta aðra umræðu fara fram, enda væri hún fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Sagði Vilmundur að það væri greinilegt, að forsætisráð- herra. Ólafi Jóhannessyni. likuðu þessi vinnubrögð Alþýðuflokks- ins, það hefði mátt ráða af ummadum hans á Alþingi daginn áður. Steingrímur Hermannsson (F) sagðist vilja taka það fram, vegna ræðu Braga Sigurjónssonar, að þegar hefði verið skorið niður um 10% framlög til jarðræktar og framleiðsluráðs landbúnaðarins. — Yrði reynt að draga úr fram- leiðslu í landbúnaðinum. Þá sagði Steingrímur einnig, að það lækk- aði ekki fjárlögin, að leggja niður Bifreiðaeftirlit ríkisins, enda stæði sú stofnun undir sér fjár- hagslega með gjöldum er þangað kæmu. Matthías Bjarnason (S) flutti breytingatillögu ásamt tveimur öðrum þingmönnum Vestfjarða, um hækkun á framlagi til Heilsu- gæslustöðvarinnar á Hólmavík um 12 milljónir króna. Sagði þingmað- urinn að þetta væri í fyrsta sinn er hann flytti tillögu til hækkunar á fjárlögum, en hér væri um brýnt verkefni að ræða. Þá vék Matthías að ræðum þeirra Einars Ágústssonar og Sighvats Björgvinssonar, og sagði það vissulega leitt til afspurnar, að stjórnarþingmenn skyldu ekki hverjir aóra. Þá ræddi Matthías einnig um hrifningu forsætisráð- herra á frumvarpi Alþýðuflokks- ins sem Vilmundur hefði talað um, og spurði Matthías hvort þeir Vilmundur væru sammála um að gerbreyta stefnunni eftir áramót- in, í miðjum janúar, og hvers vegna þá væri yfirleitt verið að pæla í gegnum þessi fjárlög ef svo væri? Að lokum sagðist Matthías vera sammála í mörgu í ræðu Braga Sigurjónssonar, einkum er hann ræddi um sparnað, en ekki yrði þó séð að mikið væri hugsað um aðhald eða sparnað í stjórnarher- búðunum! Því væri ekki unnt að taka þessi ummæli alvarlega, ekki á meðan svo væri ástatt sem raun bæri vitni. Þá gerði' Matthías að umtals- efni, að skorin skyldu niður útgjöld til Byggðasjóðs um 1130 milljónir, sem kæmi illa niður á ýmsum framkvæmdum. Einnig ræddi þingamðurinn um símamál, en á þeim vettvangi sagði hann að víða væri brýnt að gera ráðstafanir, til dæmis væri það varla líðandi að mörg hundruð manna á höfuðborgarsvæðinu gætu ekki fengið síma, og þá minnti hann einnig á það óörugga símasamband sem víða væri úti á landi. Friðjón Þórðarson (S) flutti breytingatillögu um að sett yrðu á fjárlög útgjöld til framkvæmda við hafnarmannvirki og lendingar- bætur í Stykkishólmi, 65 milljónir króna, og ásamt Jósef H. Þorgeirs- syni um að fjárveiting til Sjúkra- húss St. Franciskusarreglunnar í Stykkishólmi, byggingarstyrkur, verið hækkuð um helming, úr 5 milljónum króna í 10. Jósef H. Þorgeirsson (S) flutti breygingartillögu ásamt Friðjóni Þórðarsyni, um að fjárveiting til Fjölbrautaskólans á Akranesi verði hækkuð úr 30 milljónum í 50 milljónir. Pálmi Jónsson (S) sagði, að nú ríktu sérkennilegar aðstæður við afgreiðslu fjárlaga. Þingmenn vissu ekki hvort stjórnarsamstarf- ið héldi áfram eða ekki, og hefði þessi óvissa meðal annars torveld- að mjög öll störf fjárveitinga- nefndar, og þá ekki síður það, að tekjuöflunarfrumvörpin skyldu ekki hafa komið fram í þinginu fyrr en degi fyrir fjárlagaumræð- una. „Enn er allt á huldu, og einkennilegt er allt háttalag ríkis- stjórnarflokkanna," sagði Pálmi. Þá vék hann að ræðu Sighvats Björgvinssonar, og sagði að það væri erfitt að henda reiður á því sem hann segði, en helst mætti skilja það á þann veg að hann ætlaði sér að sitja hjá. Þá sagði Pálmi, að það væri einkennilegt, að þingmenn stjórnarinnar skyldu sjá ástæðu til þess að gefa út sérstakar yfirlýsingar þess efnis að þeir ætli ekki að tefja af- greiðslu fjárlaga með málþófi! — Einkennilegt væri allt þetta mál, og líjslega einsdæmi á Alþingi. Pálmi fjallaði einnig um ýmis mál í hans kjördæmi, Norðurlandi vestra er væru þess eðlis, að þau ættu erindi inn á fjárlög. Ekki kvaðst hann þó flytja neinar breytingartillögur við þessa um- ræðu, en boðaði að hann flytti breytingatillögur við þriðju um- ræðu. Albert Guðmundsson (S) sagðist harma það, að þingmenn úr minnihlutanum kæmu fram með breytingartillögur, hann hefði vonast til að þeir gerðu það ekki, þannig að stjórnarflokkarnir yrðu einir gerðir ábyrgir fyrir þessu frumvarpi. Þá gerði þingmaðurinn verð- bólguna að umræðuefni, og sagði hann, að augljóst væri að hún bitnaði á öllum landsmönnum, atvinnurekendum og launþegum. Þá sagði Albert að allar þær tillögur er ríkisstjórnin hefði flutt væru skattpíningartillögur, til þess fallnar að draga úr athafna- vilja þjóðarinnar. Sagði hann að dauðans hönd færðist yfir at- vinnulífið í landinu með þessari skattpíningarstefnu ríkisstjórnar- innar. Friðrik Sophusson (S) spurðist fyrir um á hvern hátt ætti að standa að lánasjóðum náms- manna. Sagði Friðrik að gert væri ráð fyrir að veita 2,2 milljörðum á fjárlögum til lánasjóðs, en þá vantaði 700 milljónir til að unnt væri að standa við „85% regluna". Oskaði hann eftir því að fjármála- ráðherra svaraði því, hvort staðið yrði við fyrirheit um þessa lánveit- ingu. Þá beindi Friðrik einnig máli til Ragnars Arnalds menntamáláráð- herra og minnti hann á, að áður en hann varð ráðherra, þá hafi hann lofað námsmönnum 100% lánum. Nú væri Ragnar í aðstöðu til að standa við stóru orðin, en hvar væru efndirnar? Tómas Árnason (F) fjármála- ráðherra sagði að umræðurnar hefðu að sínum dómi verið efnis- legar og heiðarlegar, en margir óvissuþættir hefðu vissulega gert erfitt fyrir. Sagðist hann ræða fjárlögin nánar í þriðju umræðu. Varðandi umræður um Byggða- sjóð sagði ráðherrann, að ríkis- stjórnin hefði að þessu sinni heimilað Byggðasjóði að taka 1130 milljóna króna lán, til að endur- lána orkusjóði þar til aðrir aðilar tækju við rekstri rafmangslín- anna. Sagði Tómas að það kynni að vera álitamál hvort þessi stefna væri æskileg, en hún hefði verið nauðsynleg. Þá sagði hann einnig, að þingmenn mættu gjarna velta því fyrir sér í þessu sambandi, hvort væru meiri byggðamál, orkumál eða vegamál. Ráðherra vék einnig að ræðu Friðriks Sophussonar og sagði, að stefnan væri sú að standa við 85% regluna. Sagði hann að við þær 2200 milljónir sem gert væri ráð fyrir að lánasjóðurinn hefði til umráða, þá bættust 400 milljóna króna lán sem heimilt yrði að taka, auk þess sem inn á lánsfjár- áætlun kæmu 700 milljónir. Lána- sjóðurinn hefði því 1,1 milljarð til ráðstöfunar í viðbót við þá 2,2 milljarða sem gert hefði verið ráð fyrir. Fyrirspurn á Alþingi: Könnun á persónulegum hög- um og viðhorfum nemenda Itagnhildur Helgadóttir (S) hefur borið fram fyrirspurn til menntamálaráðherra um víðtæka könnun á persónulegum högum og viðhorfum nemenda í 8. bekk grunnskóla, sem fram fór vetur- inn 1975—1976 hér í Reykjavík og hefur verið umræðucfni æ siðan, án þess að viðhlítandi upplýsingar þar um hafi fengist. Fyrirspurn Ragnhildar er svo- hljóðandi: „Veturinn 1975—76 fór fram víðtæk og ítarleg könnun í Reykja- vík á persónulegum höguni og viðhorfum nemenda í 8. bekk grunnskólans. Niðurstöður könnunarinnar hafa verið nýttar í prófritgerðum íslenskra sálfræði- stúdenta frá Árósaháskóla og hafa ritgerðirnar að geyma ályktanir um atferli unglinga, sem talsverða athygli hafa vakið. Fyrir nemend- urna var lagður langur spurninga- listi, sem svarað var í allt að þremur kennslustundum sam- fleytt. Þar sem hér var um að ræða víðtæka könnun meðal þorra nemenda eins árgangs á skyldu- námsstigi, er eftirfarandi spurn- ingum beint til hæstvirts mennta- málaráðherra og óskað skriflegra svara, er lögð séu fram á Alþingi: • 1. Hve margir nemendur í Reykjavík tóku þátt í könnuninni og hve stór hundraðshluti nemenda í Reykjavík á því námsári? • 2. Hve stór hundraðshluti nemenda þessa árgangs á hverjum stað annars staðar á landinu tók þátt í könnun- inni? • 3. Hverjir stóðu að umræddri könnun, stjórnuðu henni og framkvæmdu hana? • 4. Hverjir leyfðu könnunina? • 5. Hverjum öðrum en börnun- um sjálfum var sýndur spurningalistinn? • 6. Var leitað samþykkis for- eldra til þátttöku barna þeirra í könnuninni? • 7. Hvernig var börnunum gerð grein fyrir spurningunum? • 8. Hvernig hljóðaði skjalið með spurningunum og skýr- ingum, sem lagt var fyrir börnin? • 9. Var unnið úr upplýsingun- um í tölvum erlendis? • 10. Hvenær barst ráðuneytinu skýrsla um framkvæmd könnunarinnar og úr- vinnslu úr henni og hvernig hljóðaði skýrslan?"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.