Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 45 VELVAKANDI % SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ‘jnvuMam'-an'inx MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF • Lýsingar í kirkjugörðum borgarinnar Mig langar til aö spyrjast fyrir um það af hverju ekki eru Ijós í kirkjugörðum Reykjavíkur yfir jólin eins og var t.d. í Fossvogskirkjugarði. Það er á flestum stöðum í nágrenni borgar- innar en hvers eigum við Reykvík- ingar að gjalda? Frá byrjun hafa kirkjugarðarnir verið upplýstir um jólin og mér finnst það hálfhart að hætt skuli hafa verið við það: Það er lítið varið í að hafa aðeins jólatré í görðunum eins og er nú í Foss- vogskirkjugarðinum og ég vil skora á þá sem séð hafa um að lýsa upp kirkjugarðana að taka til við það aftur. Móðjr. HÖGNI HREKKVlSI aeha mb"" hlaut að vera í Svíþjóð að eftir nærri 2000 ár skyldi loksins finnast eini sannleikurinn um Krist. Þegar hafa margir Svíarnir getað gert sér mat úr hinum helgu fræðum. Þegar nú trúaráhuginn á Islandi virðist vera allur hjá sósíalistum þá legg ég til að þeir taki að sér trúboðsstarfið í Konsó því þá geta þeir líka kynnst því hvað stóra blessun sósíalisminn hefur fært þeim innfæddu þar í landi. Húsmóðir Hafið ávallt nauðsynlegustu varahluti í bílnum. Dömutweed- ullardragtir með vesti. Fást aðeins í Garbo Austurstræti. Verð kr. 59.800.- Austurstræti 22 2. hæö simi 28155 Þessir hríngdu . . . • Þakka þjónustu Ibúar að Furugerði 1, sem er leiguhúsnæði, sem borgin hefur komið upp fyrir roskið fólk, komu að máli við blaðið og báðu fyrir alúðarþakkir til verzlunareigenda í Austurveri. í hverri viku kemur stór bíll frá Austurveri, nær í þá, sem þurfa að komast í verzlun og flytur þá fram og til baka. Margt af þessu fólki hefur enga aðstöðu til slíkra verzlunarferða nema þá með því að taka leigubíl, en það getur verið dýrt fyrir þá sem gamlir eru orðnir og hafa ekki úr miklar að spila. Þá vill fólkið þakka fyrir þá miklu alúð, sem það nýtur hjá afgreiðslufólki og öllum, sem það hefur skipti við í þessum ferðum. VELVAKANDI fékk þær upp- lýsingar hjá kirkjugörðum Reykjavíkur að garðarnir hefðu aldrei verið upplýstir á vegum borgarinnar heldur hefði það verið einkaframtak þegar þeir á sínum tíma voru upplýstir á jólunum. • Framhaldssagan Sigríðuri „Mig langar til að spyrja um það hvort ekki sé hægt að láta framhaldssögu Morgunblaðsins, „Fjólur, mín ljúfa“ enda á heilli málsgrein í hvert skipti. Það er óskaplega leiðinlegt að les." þar sem hún endar inni í miðri málsgrein oft og þá er auðvitað ekki hægt að skilja setninguna til fulls fyrr en daginn eftir." VEGNA plássins sem sögunni er ætlað í hvert skipti er ekki hægt að láta hana enda á punkti á hverjum degi, samkvæmt þeim upplýsingum sem Velvakandi fékk í tæknideild Morgunblaðsins. Stærðin er ákveðin fyrirfram og sögunni sniðinn stakkkur þar eftir. Því kemur það fyrir að sagan endar ekki á heilli málsgrein ef plássið ieyfir það ekki. Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Sao Paulo í Brazilíu í ár kom þessi staða upp í skák þeirra L.D. Evans, Bandaríkjunum, og Van Riemdyks, Brazilíu, sem hafði svart og átti leik. Eru líka reimar á bíium? Kanntu aö binda slaufu? SKÁK f Laga reimina á bílnum | mínum ) m m 35. ... Re3+! og hvítur gafst upp. Hann verður mát eftir 36. Dxe3 — Bh3+. Smyslov, fyrrum heims- meistari sigraði á mótinu, hlaut 9V4 v. af 13 mögulegum. Næstur kom landi hans Dorfman með 9 v. Jólagjöf sem gleður St. 28—35 verð 11.150.- St. 36—41 verð 13.100.- St. 42—43 verö 14.140- Póstsendum samdægurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.