Morgunblaðið - 21.12.1978, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.12.1978, Qupperneq 48
r 0 dagá til jóla dfutll & &ilfur Laugavegi 35 fMtamtiiltfafrft ( Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. iJÉít Skipholti 19. BUÐIN sími ---y 29800 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1978 Ekki aukning í sildarstofninum — Árgangarnir frá 1976 og 1977 lofa góðu RANNSÓKNASKIPIÐ Arni Friðriksson kom í Kær úr síldarleiðangri og var Jakob Jakobsson leiðangursstjóri í ferðinni. Fyrstu niðurstiiður þeirra rannsókna sem gerðar voru í ferðinni benda til þess að aukning hafi ekki orðið á síldarstofninum frá því sem var í fyrra. en um þetta leyti árs frá 1973 hcfur vcrið farið í slíka rannsóknarleiðangra. En þó stofninn virðist hafa staðið í stað. þá benda rannsóknir í haust og vetur til þess að klak sfldarinnar hafi tekizt mjög vel 1977 og 1976 og þeir árgangar geti orðið sterkir. — Boðorðið varðandi síldina hlýtur að vera að flýta sér hægt og það kæmi mér mjög á óvart ef Hafrannsóknastofnun legði til að veiðar yrðu auknar á næstu síldarvertíð, sagði Jakob Jakobsson í gær. I haust var leyft að veiða 35 þúsund tonn af síld við Suðurland, en mikil gagnrýni hefur komið fram á hringnóta- veiðarnar. Sagði Jakob að í haust hefðu allt of margir bátar fengið leyfi til hringnótaveiða og sömu- leiðis hefðu bátarnir verið mjög misvel búnir til veiðanna. Sagði Jakob að á næstu síldarvertíð þyrfti að skipuleggja hringnóta- veiðarnar mun betur en gert hefði verið í haust. Síldarleiðangurinn nú tók hálfa þriðju viku, en slæmt veður var mikinn hluta þess tíma. Þegar gerði gott veður þjappaðist síldin saman við Hrollaugseyjar og var þar á afmörkuðu svæði, en t.d. í fyrra var síldin á miklu stærra svæði í Meðallandsbug. Sagði Jakob að þarna hefðu verið allir árgangar síldar, allt frá tveggja ára síld og upp í 7—10 ára. Nú væri verið að vinna að því að aldursflokkagreina síldina, en fyrstu niðurstöður bentu til að síldin væri svipuð að magni og í fyrra og ekki væri um neina verulega aukningu að ræða. Þess- ari síld þyrfti að gefa betra tækifæri til að vaxa og betra tækifæri en árgangarnir hefðu fengið í haust. Ekki er hægt að gera mælingar á árgöngunum fyrr en þeir verða 1 til 2 ára. í þessum leiðangri sagði Jakob að vart hefði orðið við mikið af smásíld og þá aðallega tveggja ára. Það benti til að klakið 1976 hefði tekist vel. Þá hefði orðið vart við mikið af ársgamalli síld á rækjuslóðum við Norðurland í vetur og það benti til að að stofninn frá 1977 lofaði sömuleiðis góðu. — Ef við horfum lengra fram í tímann þá held ég að útlitið sé langt frá því að vera dökkt, en við verðum að hugsa okkar gang í sambandi við nýtinguna á stofnin- um, sagði Jakob Jakobsson. Við sfldarrannsóknir um borð í Árna Friðrikssyni, Guðbjartur Gunnarsson stýrimaður og fiskifræðingarnir Jakob Jakobsson og Sveinn Sveinbjörnsson. (Ljósm. óskar Sæmundsson). Nýjar upplýs- ingar í Lands- bankamálinu? RANNSÓKN Landsbankamálsins er á lokastigi og er stefnt að því að senda málið til ríkissaksókn- ara fyrir áramótin. að því er Ilallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri tjáði Mbl. í gær. Eins og fram kom í Mbl. s.l. sumar taldi Hallvarður rannsókn- ina þá komna á lokastig. Hins vegar hefur dregizt að rannsókn- inni lyki og Mbl. er kunnugt um að undanfarið hafa farið fram yfir- heyrslur í málinu og hefur Haukur Heiðar fyrrverandi forstöðumaður ábyrgðadeildar Landsbankans m.a. verið kallaður til yfirheyrslu. Má af þessu ætla að nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu síðla sumars, sem þótt hefur ástæða til þess að rannsaka frekar. Nú er rétt ár liðið síðan fjársvikamálið í Landsbankanum kom upp. Rannsókn málsins hefur verið mjög umfangsmikil og í henni kom fram að forstöðumað- urinn fyrrverandi hafði dregið að sér a.m.k. rúmar 50 milljónir króna. Flokksstjórnarfundinum var ekki lokið á miðnætti Norglobal kemur ekki NORSKA skipið Norglobal, sem verið hefur hér við land á undanförnum vetrarloðnu- vertíðum kemur ekki hingað í vetur. Norglobal hefur verið afkastamikið í bræðslu loðnu, en það hefur mætt andstöðu verksmiðjueigenda, sem telja að skipið taki atvinnu frá verksmiðjum sinum. Vegna þessarar andstöðu og eins vegna þess að líklegt er að takmarka verði loðnuveiðarnar á einhvern hátt næsta vetur hefur verið ákveðið að fá skipið ekki hingað í vetur. Jón Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri í Isbirninum, tjáði Morgunblaðinu í gær að ekki væri Ijóst hvaða verkefni Norglobal fengi í vetur, en unnið væri að því að kanna möguleg verkefni. ísbjörninn á 10% í Norglobal. „VIÐ bara sitjum í okkar stúku og bíðum eftir því hvort kratarnir draga sviðstjöldin frá eða fyrir.“ sagði einn af þing- mönnum Alþýðubandalagsins f samtali við Mbl. í gærkvöldi og einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins kvaðst vel geta tekið undir þessi orð. Flokks- stjórnarfundur Alþýðuflokksins hófst klukkan 20i30 í gærkvöldi og átti að taka ákvörðun um afstöðu flokksins til afgreiðslu fjárlaganna. Fundurinn stóð enn, þegar Mbl. hafði síðast fréttir af honum. Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun fóru ráðherrar Fram- sóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins fram á það við ráðherra Alþýðuflokksins aö þingflokkur Alþýðuflokksins hleypi fjár- öflunarfrumvörpum ríkisstjórnar- innar til efri deildar, en þing- flokkurinn hafnaði þeirri mála- leitan með tilvísan tii fyrri samþykktar um frestun. Tillaga Ólafs Jóhannessonar um ráðherranefnd til að semja frum- varp um stefnuna í efnahagsmál- um til tveggja ára var ekki afgreidd á ríkisstjórnarfundinum i gærmorgun og geta alþýðubanda- lagsmenn ekki fellt sig við að Alþýðuflokkurinn sé einn stjórn- arflokka nefndur á nafn. „Ef á annað borð á að skipa slíka nefnd er eðlilegt 'að hún vinni á grund- velli tillagna fleiri stjórnarflokka en Alþýðuflokksins og að það verði þá orðað þannig í samþykktinni," sagði einn af þingmönnum All þýðubandalagsins og þingmaður Framsóknarflokksins sagði „ástæðulaust að gleyma því, að framsóknarmenn hefðu líka sínar tillögur varðandi skipan efnahags- málanna". Bæði framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn lögðu áherzlu á að margir í þeirra röðum væru búnir að fá sig fullsadda á „upphlaupum í Alþýðuflokknum" en hins vegar hefðu menn talið það of mikinn ábygrðarhluta að bíða ekki eftir flokksstjórnarfundinum hjá Alþýðuflokknum og láta hann taka af skarið. Útflutningsbætur á landbúnaðarvörur: Sambandið hefur fengið 80 milljónir af bótunum FRAM hefur komið í fréttum, að Steingrímur Ilermannsson land- búnaðarráðherra upplýsti á Al- þingi að Samband íslenzkra samvinnufélaga fær umboðslaun af útflutningsbótum á landbúnað- arvörur. Samkvæmt upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk í gær Gjaldþrotaskipti ^Vir Viking á lokastigi: í>rotabúið átti 134 millj. upp í332milljóna kröfur GJALDÞROTASKIPTI flugíé- lagsins Air Viking eru á lokastigi og hefur frumvarp að úthlutunar- gerð vcrið lagt fram í skiptarétti Reykjavíkur. Hafa aðilar málsins hálfan mánuð til þess að gera athugasemdir við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum Unn- steins Beck skiparáðanda námu kröfur í þrotabú flugfélagsins tæpum 332 milljónum króna. Gjaldþrotaskipta var krafizt 3. marz 1976 og eru kröfurnar allar á verðlagi þess tíma. Yrði upphæðiri allmiklu hærri, ef hún yrði hækk- uð til verðlags í dag. Samkvæmt upplýsingum Unn- steins átti þrotabúið jafnvirði rúmra 134 milljóna, aðailega í flugvélum, útistandandi skuldum og vörulager. Nægja eignir félags- ins til þess að greiða allar forgangskröfur, sem eru veðkröfur að upphæð rúmar 66 milljónir og launakröfur og launatengd gjöld að upphæð 35,5 milljónir króna. Almennar kröfur námu 229 millj- ónum og greiddust upp í þær 32 milljónir eða 14%, en upp í heildarkröfur greiddust rúm 40%.. frá landbúnaðarráðuneytinu eru umboðslaun þessi 2% og sam- kvæmt upplýsingum fjármála- ráðuneytisins hefur þegar á þessu ári verið greitt í þessar bætur 3.985 milljónir króna. Af því hefur því Samhandið fengið 79,7 milljónir króna. I þessu sambandi vaknar spurn- ing hvort heildsöluálagning á iandbúnaðarvörur er reiknuð af framleiðsluverði áður en niður- greiðsla ríkissjóðs kemur til eða af verðinu til neytandans. Morgun- biaðið spurði Guðmund Sigþórsson í landbúnaðarráðuneytinu að þessu og kvað hann þá vera um að ræða krónutöluálagningu, sem reiknuð væri í sláturkostnaði, en ekki prósentuálagningu. Álagning í smásölu er einnig reiknuð sem krónutala. farið upp í 45% eftir aðgerðirnar. Hið sama gerist með heildsöluna, álagning er metin í krónutölu. Krónutalan er ákveðin á þann hátt að metið er hvað kaupmaðurinn þurfi fyrir að selja kjötið. Lagður hefur verið grundvöllur að slíku verði og í honum er t.d. 60% laun og 40% rekstur smásöluverzlana. Ef laun hækka um 10%, þarf að hækka viðmiðunarverðið um 6% til þess að ná launahlutanum inn. Ef tekið er dæmi um kindakjöt, sem kosta á 1.800 krónur og síðan koma ráðstafanir í efnahagsmál- um, þannig að verðið fer niður í 800 krónur. Ef kaupmaðurinn hefði haft 20% álagningu fyrir aðgerðirnar, hefði álagning hans Kratar höfnuðu tilmælum um að afgreiða málin til efri deildar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.