Morgunblaðið - 06.01.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1979
5
„Á leið í Paradís”
Alþjóðleg ljósmyndasýning á Kjarvalsstöðum
A Kjarvalsstöðum verður í da«
opnuð alþjóðloR ljósmvndasýning
sem gengur undir nafninu „A leið
í Paradís“. Þetta er 3. alþjóðlega
ljósmyndasýningin en sú 1. sem
kemur hingað til landsins. Mynd-
irnar á sýningunni er 422 og eru
valdar af þýzka tímaritinu
„Stern“. 95 myndanna eru í litum
en 170 ljósmyndarar frá 86
löndum hafa tekið myndirnar
sem á sýningunni eru.
Nafn sýningarinnar, „Á leið í
Paradís“, á að tákna þróun mann-
kynsins. Mikill hluti myndanna
sýnir styrjaldir, hungursneyð,
fólksfjölgunarvandamál, náttúru-
hamfarir og ofbeldi auk annars
sem nú hrjáir mannkynið. Ein
mynd er á sýningunni frá Islandi
en hún er af eldgosinu á Heimaey.
Myndin er tekin af erlendum
ljósmyndara en enginn íslenzkur
ljósmyndari á myndir á sýning-
unni, sem stendur til 20. janúar.
Starfestúlkur á sjúkrahúsinu á Akranesi:
Hafa boðað verk-
fall 15. janúar nk.
Á MILLI 60 og 70 starfsstúlkur á Sjúkrahúsinu á Akranesi hafa boðað
til verkfalls 15. þessa mánaðar hafi þær ekki fyrir þann tíma fengið
aðild að Starfsmannafélagi Akraness, STAK, eða sambærileg kjör við
félagsmenn þar. Viðræður hafa farið fram á milli deiluaðila, sem eru
Verkalýðsfélag Akraness fyrir hönd stúlknanna og Akraneskaupstað-
ar. Fundur verður haldinn í deilunni fljótlega eftir helgi.
Magnús Oddsson bæjarstjóri á
Akranesi sagði í samtali við Mbl. í
gær að hann gerði sér vonir um að
samkomulag næðist án þess að til
vinnustöðvunar kæmi. Magnús
sagði að erfitt væri fyrir Akranes-
kaupstað að greiða hærri laun en
gert væri á sams konar stofnunum
ánnars staðar og benti hann í því
sambandi á sjúkrahús í Reykjavík.
Magnús sagði að 15. desember
hefði verið undirritaður samning-
ur milli Reykjavíkurborgar,
Vinnumálanefndar ríkisins og
Starfsstúlknafélagsins Sóknar
fyrir starfsfólk við samsvarandi
Út í óvissuna
sýnd í BBC
í gærkveldi
Frá Þórleifi Ólafssyni,
fréttaritara Mbl. í Englandi.
FYRSTI hluti sjónvarpsmyndar-
innar Running Blind eða Út í
óvissuna eftir sögu Desmond
Bagley verður sýndur í brezka
sjónvarpinu t' kvöld.
Eins og kunnugt er kvikmyndaði
BBC-sjónvarpið þessa sögu á
íslandi sl. sumar. Þar leikur
Ragnheiður Steindórsdóttir eitt
aðalhlutverkið í myndinni en með
önnur aðalhlutverk fara þeir
Stuart Wilson og George Sewell.
Running Blind verður sýnd í
þremur hlutum. Verður fyrsti
hlutinn sýndur kl. 9.25 á rás BBC,
en hinn næsti að viku liðinni á
sama tíma og hinn þriðji að
tveimur vikum liðnum, einnig á
sama tíma.
Brezka sjónvarpið hefur mikið
auglýst þessa mynd að undanförnu
og alltaf tekið fram að myndin sé
tekin á íslandi sl. sumar.
störf og þessar 64 stúlkur ynnu á
sjúkrahúsinu á Akranesi. Þar
hefðu stúlkunum verið boðin þessi
kjör, en þær hefðu ekki viljað
sætta sig við þau.
Bjarnfríður Leósdóttir for-
maður Verkalýðsfélags Akraness
sagði að stúlkurnar hefðu lengi
beðið eftir að við þær yrðu gerðir
samningar. Þær vildu helzt ganga
beint inn í STAK og fá sömu laun
og réttindi og aðrir í því félagi,
sem vinna sambærileg störf og
stúlkurnar. Á mánuði munaði nú
25 þúsund krónum á launum
stúlknanna og lægsta taxta STAK.
I vaktaálagi munaði allt að 270
krónum á klukkustund og í orlofi
allt að 10 dögum. Stúlkur sem
störfuðu á dagheimilum og leik-
skólum á Akranesi væru í STAK
og nú síðast hefðu starfsstúlkur á
Höfða verið teknar inn í STAK.
— Annars sýnir þetta mál allt
saman fyrst og fremst hve hróp-
lega ilja launaðar starfsstúlkur í
Sókn eru, sagði Bjarnfríður Leós-
dóttir. Hún sagði ennfremur að
reiknað hefði verið út að ef
stúlkurnar fengju greidd laun
samkvæmt lægsta taxta bæjarins
munaði það Akranesbæ 35—40
milljónum króna á ári.
Benedikt boðið
til Svíþjóðar
BENEDIKT Gröndal utanríkis-
ráðhcrra hefur þegið boð Hans
Blix utanríkisráðherra um opin-
bera heimsókn til Svíþjóðar. Mun
hcimsóknin standa yfir dagana
15., 16. og 17. janúar nk. í för með
ráðherra verður Hörður Helga-
son skrifstofustjóri.
Barnaguðsþjónusta í
Dómkirkjunm á morgun
Á morgun, sunnudag kl. 11,
verður barnaguðsþjónusta í Dóm-
kirkjunni. Skólakór Garðabæjar
syngur við messuna undir stjórn
Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Mar-
teinn H. Friðriksson verður við
orgelið.
Þetta er fyrsti sunnudagurinn á
ári barnsins og því er boðað til
barnaguðsþjónustu. Jafnframt er
þess vænst, að eldra fólkið, bæði
foreldrar og afar og ömmur, komi
með börnunum, og að sjálfsögðu
eru allir velkomnir, hvort sem þeir
hafa börn til að koma með eða
ekki.
Eitt af hlutverkum barnaársins
hlýtur að vera að færa fullorðna
fólkið og börnin nær hvort öðru, og
ég hygg, að fátt stuðli þar betur að
en sameiginleg kirkjusókn. Við
þekkjum það mörg, sem vaxin
erum, að meðal ánægjulegustu
minninga okkar frá bernskudögum
eru minningar frá messuferðum
með fullorðna fólkinu.
Það er svo mikið til af trúarþörf,
en af því að henni er ekki alls
staðar svarað á réttan hátt, þá fer
líf of margra aðrar brautir en ella.
Þetta er hægt að fyrirbyggja með
því að hlynna að bænalífi heima
fyrir og ræða við börnin um
trúmál.
Sameiginleg kirkjuganga er
örugglega gott innlegg í slíka
lífsstefnu. Á það viljum við minna
með barnaguðsþjónustunni í
fyrramálið kl. 11. Við stöndum
báðir að þessari messu prestarnir
og erum svo lánsamir, að hafa
fengið hinn vel þekkta Skólakór
Garðabæjar til að syngja. Hann
mun flytja messusvör og leiða
almennan söng, en einnig syngur
kórinn sjálfstætt nokkur lög í
kórdyrum.
Eg vona, að sem flestir komi og
hjálpi okkur við að skapa ánægju-
lega stund í Dómkirkjunni í
fyrramálið.
Þórir Stephenscn.