Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 Þeir Sverre Hartmann sagnfræðingur og Erik Egeland blaða- maður Aftenposten komu hingað til Reykjavíkur í október s.l. til að ræða við Egil Holmboe. Egeland lýsir honum sem virðulegum öldungi, sem þrátt fyrir háan aldur virðist halda andlegu atgervi sínu óskertu, en Holm- boe er 82 ára þegar viðtalið fer fram. Það vekur athygli gest- anna hversu ríkmannlega búið heimili Holmboes er, en eftir stríð var hann dændur í sex ára fangelsi fyrir landráð. I forstof- unni hanga forfeðramálverk, og glitofnar voðir, ítölsk renessans- verk, rússneskir íkonar, dýrl- ingamyndir úr kirkjum frá barokktímanum og önnur verð- mæt listaverk frá ýmsum tímum sóma sér vel í stofunum, sem búnar eru ekta empire-húsgögn- um, segir í greininni í Aftenpost- en. Torkild Hansen lýsir Egil Holmboe sem dæmigerðum lit- lausum embættismanni, en þeir Hartmann og Egeland sjá hann í öðru ljósi. Þeir eru sannfærðir um að hann hafi í raun og veru Knut Hamsun á blada- mannaþinginu í Vínarborg daginn áöur en hann flaug ásamt Egil Holmboe til fundar viö Hitler. Obersalzberg, og það eitt að dr. Dietrich, einn nánasti sam- starfsmaður Goebbels, og Walther Hewel, sérstakur tengi- liður Ribbentrops utanríkisráð- herra við Hitler, voru viðstaddir, sýnir að hér var ekki um neina venjulega kurteisisheimsókn að ræða, heldur mikilvægan og stórpólitískan fund. Að minnsta kosti einn maður til viðbótar var viðstaddur fundinn, Ernst Zuchner úr starfsliði Goebbels, sem með þýzkri nákvæmni ritaði allt, sem þeim Hamsun og Hitler fór á milli. Það er skýrsla Zuchners, sem Torkild Hansen styðst við í verki sínu, en hún hlýtur að teljast hin merkasta heiipild um fundinn. Holmboe staðfestir það í „ Túlkurinn ” stjórnaði samtali Hamsuns og Hitlers stjórnað samtali Hamsuns og Hitlers og hafi þannig gegnt langtum mikilvægara hlutverki í Obersalzberg en því að þýða ummæli milli aðalpersónanna. Þar að auki er ljóst að þeir Egil Holmboe og dr. juris. Hermann Harris Aall, sem meðal annars var svo innundir hjá Hitler að hann var boðinn í fimmtugsaf- mæli foringjans og dæmdur var í 20 ára fangelsi í Noregi eftir stríð, hafa lagt línurnar fyrir samtalið, og að Hamsun hafi þar einungis verið notaður sem verkfæri þessara norsku nazista til að komast í návígi við Hitler. Til þess að skýra þetta nánar er nauðsynlegt að segja frá því hvernig stóð á ferðum Knut Hamsuns í þessum júnímánuði 1943. Hann var boðinn sem heiðursgestur á þing svonefnds blaðamannasambands, sem í rauninni starfaði sem tengiliður ýmissa áhrifamanna í öllum löndum, sem Þjóðverjar höfðu sölsað undir sig í stríðinu. Þingið var haldið í Vínarborg, en árið 1942 hafði Egil Holmboe verið útnefndur ritari sambandsins, sem á norsku er nefnt Presse- unionen. Sem ritari sambands- ins komst Holmboe í náin kynni við sjálfan Goebbels og var til að mynda gestkomandi á heimili hans. Ritaraembættið í Presse- unionen var ástæðan fyrir því að Holmboe, sem um þessar mundir og um árabil var skrifstofustjóri í norska utanríkisráðuneytinu, var falið það verkefni að fylgja Knut Hamsun á þingið í Vínar- borg og vera túlkur skáldsins þar. Holmboe var ófáanlegur til að segja frá því hver eða hverjir hafi falið honum þetta verkefni. Holmboe hefur líka verið falið það verkefni í Vín að skýra Hamsun frá því að Adolf Hitler óskaði eftir því að skáldið kæmi á sinn fund í Obersalzberg að þinginu loknu. Hann segir Ham- sun ekki hafa sýnt þess nein merki að þetta boð kæmi róti á tilfinningar hans til eða frá, og Eins og Morgunblaðið skýrði frá nýlega er Egil Holmboe, Norðmaðurinn, sem var túlkur á fundi Knut Hamsuns og Hitlers í Þýzkalandi 26. júní 1943, nú íslenzkur ríkisborgari og hefur verið búsettur í Reykjavík um þriggja áratuga skeið. Torkild Hansen taldi er hann samdi verk sitt „Réttarhöldin yfir Knut Hamsun“, sem út kom í haust, að túlkurinn, Egil Anker Morgenstierne Holmboe, eins og hann heitir fullu upphaflegu nafni, væri ekki lengur í tölu lifenda, frekar en aðrir þeir, sem þátt tóku í þessum fundi. Skömmu eftir að verkið kom út brá hins vegar svo við að norska blaðið Aftenposten birti greinaflokk, sem byggður var á viðtölum við Holmboe, eftir að hafa sent á hans fund blaðamann og sagnfræðing þar sem hann byggi í „felum einhvers staðar í Evrópu“. Viðtalið veitti Holmboe gegn því skilyrði að Aftenposten kæmi ekki upp um núverandi nafn hans eða dvalarstað. Terboven tekur á móti Hamsun á Fornebu í Ósló eftir fundinn kveður það hafa komið sér nokkuð á óvart. Þegar hér var komið sögu kom Henrik Aall á vettvang, og segir Holmboe að í sameiningu hafi þeir Aall skipulagt til hins ýtrasta hvað rætt skyldi á fundi Hamsuns og Hitlers. Hafi þeir síðan lagt tillögur sínar fyrir Hamsun, sem sagt hafi já og amen við öllu. Holmboe kveðst hafa lagt þetta uppkast að samtalinu á minnið frá orði til orðs, enda hafi þeir Aall ekki treyst Hamsun of vel til að halda sér við efnið þegar á fundinn kæmi. Síðar kom raunar í ljós að þetta vantraust var ekki út í bláinn. Hinn 26. júní fljúga þeir Knut Hamsun og Egil Holmboe til fundar við Hitler í einkaflugvél Foringjans. Hitler beið þeirra í viðtalinu við Aftenposten, að Hamsun hafi komið sér beint að efninu, og ekki haft fyrir því að fara að Hitler með erindið eins og köttur í kringum heitan graut. Hann réðst umbúðalaust á Terboven, og auðsýndi alls ekki þá vinsemd, sem nauðsynleg var „til að fá einhverju áorkað“, eins og Holmboe orðar það. Hann segir að samtalið hafi við þetta beinzt inn á afar óheppilegar brautir, og að hér hafi hann sjálfur, þ.e. Holmboe, tekið af skarið og vikið talinu að öðru. Þarf því ekki frekar vitnanna við um það hlutverk, sem Egil Holmboe hefur gegnt á þessum fundi, og að hann hefur verið allt annað en sá litlausi fulltrúi skrifstofuveldis, sem Torkild Hansen telur. En hver var þá tilgangurinn með því að setja á svið þennan skrípaleik þar sem heyrnarsljór öldungur með Nóbels-nafnbót og ritsnillingsorðstír var notaður eins og lykill að Hitler? Tilgang- ur þeirra Aalls og Holmboes og samverkamanna þeirrá var að draga úr völdum og áhrifum Terbovens, hins illræmda ríkis- stjóra þýzka hernámsliðsins í Noregi, en auka í staðinn veg- semd Quislings. Var ætlunin sú að ryðja Terboven helzt úr vegi, en ef það reyndist ómögulegt að setja þá Quisling að minnsta kosti yfir hann. Það er án efa rétt að Hitler firrtist við óskammfeilni Hams- uns, um leið og ljóst er að þessi fundur hefur þrátt fyrir allt haft pólitískar afleiðingar. Hamsun var meðal annars ætlað að stuðla að því að Þjóðverjar létu áf hendi við Norðmenn skjöl varðandi hlutleysi Norðmanna þar til landið var hernumið, en sú vitneskja styður enn frekar þá kenningu Hartmanns að hlutverk Holmboes hafi verið allt annað og langtum mikilvæg- ara en það að sjá til þess að tungumálaörðugleikar stæðu ekki í vegi fyrír því að þeir Knut Hamsun og Adolf Hitler gætu skipzt á skoðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.