Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
Á göngum í fordyri og í
bókasafni Norræna hússins
hanga til sýnis þessa dagana
grafíkmyndir, er verðlaunaðar
voru í Norrænni samkeppni,
sem danska stofnunin „Kunst í
skolen“ gekkst fyrir á liðnu
hausti.
Það merkilega við þessa sýn-
ingu er, að allir verðlauna-
hafarnir 10 eru frá Danmörku,
— landinu, er stóð fyrir sam-
keppninni og kemur það
óneitanlega skrítilega fyrir
sjónir. Hér eru engin tök á því
að dæma um réttmæti verð-
launadreifingarinnar. þar sem
möguleiki til samanburðar er
enginn, en þess verður að gæta,
að langflestir þátttakendurnir
voru einmitt frá Danmörku, eða
76. Tíu sendu inn verk frá
Svíþjóð, fjórir frá Finnlandi,
þrír frá Islandi og tveir frá
Noregi (!). Hin slælega þátttaka
annarra en Dana vekur hér
nokkra athygli og veit ég ekki
ástæðuna. Öll Norðurlöndin eiga
gnótt frambærilegra grafík-
listamanna og mér hefði t.d.
fundist eðlilegt, að einungis frá
íslandi hefðu 10 sent inn
myndir.
Vafalítið hefur það örvandi
áhrif að efna til slíkra verð-
launasamkeppna, — en ef þetta
er þverskurður á gæðum grafík-
-listar á Norðurlöndum, þá
verður vissulega að álíta, að
norræn grafík þurfi á öflugum
vítamínsprautum að halda. Sem
betur fer er þessu ekki svo farið,
auk þess sem ýmsir verðlauna-
hafar, sem ég kannast við hafa
að mínu mati gert stórum
áhugaverðari verk, t.d. Vera
Myhre.
Nú er það svo, að val til
verðlauna á slíkum samkeppn-
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
um er að öllu jöfnu spegilmynd
skoðana dómnefndar og má slá
því föstu, að engar tvær dóm-
nefndir myndu skila sama álit
— niðurstaðan verður alltaf
önnur og þannig séð orkar
tilgangur verðlauna á þessu
sviði tvímælis.
Undirritaður hefur sjaldan
verið með öllu sammála dóm-
nefndum á stórum alþjóðlegum
grafík-sýningum — og hann
hefur, sem fleiri, tekið eftir því,
að hafi einhver einu sinni fengið
verðlaun á slíkri sýningu hefur
hann margfalt meiri möguleika
á verðlaunum aftur en þeir, sem
aldrei hafa verið verðlaunaðir.
Líkast sem að dómnefndir taki
mið af því, hvort kandídatarnir
hafi fengið verðlaun áður — svo
menn séu vissir um að hafa hér
Ole Sporríng: Jutta í eldhúsinu, dúkskurður, 1978.
V erðlaunamyndir
fast undir fótum og renni ekki
blint í sjóinn!
Þetta eru annars mjög þokka-
legar myndir, sem hanga uppi í
Norræna húsinu, og tæknin er
vissulega ágæt hjá listamönn-
unum — einkum þurrnálsmynd-
ir Paul Skov Sörensen, Tréristur
Ole Sporring og dúkskurðar-
myndir I.P. Groth Jensen.
íslenzkir grafík-listamenn geta
hér ýmislegt lært og er þá
tilganginum væntanlega náð
með þessari sýningu.
Þar sem þetta telst nokkur
viðburður, þykir mér að æski-
legt hefði verið, að fyrri upplýs-
ingar hefðu fylgt um samkeppn-
ina — t.d. hverjir hafi verið í
dómnefnd — stutt æviágrip
listamannanna, er verðlaun
hlutu, a.m.k. að þess sé getið,
hvaða ár þeir væru fæddir.
Til nokkurs var að vinna, hvað
verðlaun áhrærir, eða um
650.000 ísl. kr. fyrir svart-hvitar
myndir og um 800.000 fyrir
litgrafík. Get ég ekki með
nokkru móti skilið, hvaða
forsendur liggja fyrir þessum
mismun, þar sem það er a.m.k.
jafnerfitt að gera góða mynd í
svart-hvítu og í lit. Margar
mestu perlur grafík-listarinnar
gegnum aldirnar eru einmitt í
svart-hvítu.
Ég hefði óskað, að þessi
sýning hefði verið sett upp í
sérstökum salarkynnum, t.d.
Bogasal eða jafnvel FÍM-saln-
um, því að mér skilst, að hún
hafi verið grisjuð vegna rúm-
leysis.
Ég vil ljúka þessum línum
með þeirri frómu spurningu:
„Skyldi ekki vera tímabært að
stofna eitthvað í líkingu við
LIST í SKÓLUM á íslandi?"
Bragi Ásgeirsson.
Útsala
— Bútasala
Gluggatjaldaefni verö frá: kr. 700 -
Stóresefni verö frá: kr. 500.-
Eldhúsgardínur verö frá: 3.600-
Blómastórisar verö frá: 3.600-
Handklæöi
Úlpur verö frá: kr. 8.000-
Dömupeysur verö frá: 3.500.-
Barnapeysur verö frá: 3.500.-
Notið tækifærið og gerið góð kaup.
Opið 9—12 á iaugardögum.
GumetiweuHndtin
Iðnaðarhúsinu SÍmÍ 16 2 59.
___ v Ingólfstræti __j
Steerline
stýrisdemparar
J. Sveinsson & Co.
Hverfisgötu 116, Reykjavík.
Símar 15171 og 22509.