Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 22
o c*
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
Jóhann Hjálmarsson:
Það sem veruleikinn vrkir
Um Ivar Lo-Johansson
Það er að mörgu leyti táknrænt fyrir
menningarleg samskipti okkar við Svía
að eftir meiriháttar höfund eins og Ivar
Lo-Johansson skuli aðeins vera til ein bók
í íslenskri þýðingu. Þessi bók er Kungs-
gatan (1935) eða Gatan sem kom út í
þýðingu Gunnars Benediktssonar 1944.
í kringum 1930 komu fram í Svíþjóð
höfundar sem kallaðir voru öreiga-
höfundar. Þeir voru úr alþýðustétt,
óskólagengnir, viðfangsefni þeirra yfir-
ieitt heimur fátæks fólks og undirokaðs.
Ásamt Moa Martinson og Jan Fridegárd
gerðist Ivar Lo-Johansson snemma mál-
svari þess fólks sem nefndist statare, í
senn vinnumenn og leiguliðar efnaðra
bænda. I skáldsögum sínum lýsir Ivar
Lo-Johansson þessu fólki á mjög raunsæ-
an hátt og vakti fljótt athygli fyrir
djarflegan frásagnarmáta. Fyrsta bókin í
þessum flokki er Godnatt, jord (1933).
Kungsgatan á líka heima þar og einnig
má nefna smásagnasöfnin Statarna I—II
(1936—37) og Jordproletárerna (1941)
sem gefin voru út í safnritinu
Statarnoveller (1945). Ekki skal heldur
gleymt að minna á Bara en mor(1939).
Fyrsta bók Ivars Lo-Johanssons var
Vagabondliv i Frankrike (1927). Eins og
fleiri öreigahöfundar stundaði hann
fjölmörg störf, oftast erfiðisvinnu. Hann
fór til útlanda 1925 og flæktist víða
einkum um Frakkland, Ítalíu og Spán, en
dvaldist einnig á Englandi. Fyrstu
bækurnar eru svipmyndir frá þessum
ferðum og er einkennandi fyrir þær hve
mikla áherslu höfundurinn leggur á að
segja frá þeim sem bágt eiga, eymd
fátækrahverfanna, námuverkamönnum,
sígaunum. Ivar Lo-Johansson hefur ekki
einungis í skáldsögum sínum tekið upp
hanskann fyrir fólk sem á í vök að
verjast, hann hefur verið ótrauður
baráttumaður þess í ræðu og riti og ýmsu
góðu komið til leiðar með eldmóði sínum.
Meðal annars hefur hann skrifað mikið
um málefni aldraðra.
Ivar Lo-Johansson hefur í rauninni
alltaf verið að semja sjálfsævisöguleg
verk. Á sjötta áratugnum sendi hann frá
sér Analfabeten (1951) með efni úr
bernsku sinni, einkum lýsingu á föður
sínum. Meðal þessara bóka er Författar-
en (1957) og Socialisten (1958). Lokabind-
ið er Proletárförfattaren (1960).
Á sjöunda áratugnum hefst nýr kafli á
höfundarferli Ivars Lo-Johansson. Þá
semur hann skáldsöguna Lyckan (1962),
bók um hamingju kynlífsins. Hann hélt
áfram að skrifa um mannlegar kenndir
og ástríður og meðal þeirra bóka eru
Passionerna (1968) og Vállu-
stingarna(1970).
Það má skipta verkum Ivars
Lo-Johanssons í nokkur tímabil. Hann er
sífellt að endurnýja skáldskap sinn þótt
yrkisefnin séu yfirleitt hin sömu. Pubert-
et (1978) eða Gelgjuskeið sem er fyrsta
bindi minninga hans hefur nú hlotið
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Það ætti engum að koma á óvart. Að
þessu sinni verður ekki hægt að segja að,
höfundur fái verðlaun vegna þess að hann
er gamall og virtur og verið sé að heiðra
hann á efri árum. Menn eru sammála um
að Pubertet sé ein besta bók Ivars
Lo-Johanssons, ef til vill sú besta, og er
þá mikið sagt.
Sænskir gagnrýnendur hafa dáðst að
minni Ivars Lo-Johanssons. Allir eru
einhuga um að hann fari rétt með
heimildir. En Pubertet reynir ekki í einu
og öllu að líkja eftir raunveruleikanum.
Það sem sagt er frá í bókinni hefur fyrst
og fremst gerst í huga höfundarins.
Hvergi er leitast við að skrifa eins konar
skýrslu um það sem á dagana hefur
drifið. Við verðum að gera okkur grein
fyrir að minningar eru það sem við
munum hvort sem það er rétt eða rangt.
Og ekki sístokkar skilningur á mönnum
og málefnum. Sumt er að vísu nauðsyn-
legt að halda í heiðri, en ég held að fáar
minningar sem vert er um geti sneytt hjá
því að vera á mörkum skáldskapar og
veruleika. Pubertet er listaverk og háð
lögmálum slíks verks. En höfundurinn
sjálfur og þeir sem best þekkja verk hans
eru sammála um að í bókinni takist
honum betur en nokkru sinni fyrr að lýsa
sjálfum sér.
Ivar Lo-Johansson er epískur höfundur
stíll hans margorður, persónur margar,
hver atburðurinn rekur annan. Pubertet
er 450 bls. og full af lífi án þess að
höfundurinn þurfi að grípa til listrænna
bragða. Ýmislegt úr fyrri bókum þekkjum
við aftur, en hér birtist það okkur á
hófstilltari hátt en áður. Sumt er nýtt
eins og frásögnin af átökum móður og
sonar. Segja má að skáldskapur lífsins
sjálfs hafi völd, veruleikinn er þess
umkominn að breytast í skáldskap vegna
þess að höfundurinn hefur fullkomið vald
á því efni sem hann glímir við. Hér er
komin sú yfirsýn sem nauðsynleg er til að
geta horft aftur í senn úr nálægð og
fjarlægð. Ivar Lo-Johansson er ekki einn
um að geta þetta. En minningar hans eru
einkar lærdómsríkar fyrir þá sem vilja
velta fyrir sér þeim vanda sem fylgir því
að semja æviminningar. Ætli sá vandi sé
ekki hvað mestur þegar mikill rithöfund-
ur á í hlut.
Um ýmis túlkunaratriði höfundarins
geta menn verið ósammála eða það hvort
lýsingarnar í Pubertet séu sannari en
aðrar sjálfsævisögulegar bækur Ivars
Lo-Johanssons. En milli venjulegra
æviminninga og minninga í skáldsögu-
formi er bilið ekki eins breitt og margur
heldur. Það ætti Pubertet að leiða í ljós.
L,josm. Kristján
Stjórnarmenn FRV ásamt stjórnarmönnum FIDIC, sem hingað komu, og aðalframkvæmdastjóra félagsins.
Stjórnarmenn Alþjóðafélags ráð-
gjafaverkfræðinga gista Reykjavik
Þrir af stjórnarmönnum FIDIC,
Aiþjóðafélags ráðgjafaverkfræð-
inga, komu til Reykjavfkur á
föstudaginn en fara aftur heimleið-
is f dag. H.C. Frijlink, forseti
félagsins frá Hollandi, J.P.
Gourdeau, varaforseti frá Kanada,
og K. Grinde frá Noregi auk
aðalframkvæmdarstjóra FIDIC
komu hingað til að ræða undirhún-
ing næsta stjórnarfundar FIDIC
sem verður f Kaupmannahöfn eftir
5 mánuði. Einnig munu þeir í
leiðinni heimsækja Félag ráðgjafa-
verkfræðinga, FRV, sem er aðildar
félag að FIDIC.
Félag ráðgjafaverkfræðinga var
stofnað árið 1961 fyrir forgöngu
Sigurðar Thoroddsen verkfræðings
sem var formaður félagsins fyrstu
árin. Núverandi formaður FRV er
Svavar Jónatansson en fram-
kvæmdastjóri þess er Sigurbjörn
Guðmundsson. Félagsmenn FRV eru
71 frá 23 verkfræðiskrifstofum.
FIDIC setur þær reglur fyrir
aðildarfélög sín, að félagsmenn
þeirra séu ráðgjafaverkfræðingar
með 3—5 ára reynslu af rekstri eigin
verkfræðiskrifstofu en þeir verða
auk þess að vera sjálfstæðir og
óháðir á ráðgjafasviði sínu. Aðildar-
félög FIDIC eru í 32 löndum og eru
félagsmenn tæp 17 þÚ3und. Innan
FIDIC mynda ýmis félög, sem hafa
svipuð áhugamál og starfa við
svipaðar aðstæður, með sér sérstök
félög og á FRV aðild að Renord sem í
eru félög ráðgjafaverkfræðinga frá
Norðuriöndum.
8 menn mynda stjórn FIDIC og fer
mikill hluti af starfi stjórnarmanna
í að kynna starf ráðgjafaverkfræð-
inga fyrir alþjóðastofnunum og gæta
hagsmuna þeirra á þeim vettvangi
en aðildarfélögin gæta líkra hags-
muna á heimavígstöðvum.
Á blaöamannafundi sem stjórn og
framkvæmdastjóri FRV héldu ásamt
þéim mönnum frá FIDIC, sem
hingað komu, kom það fram hjá
framkvæmdastjóra FRV að hann
áliti að útflutningur ráðgjafaverk-'
fræði væri álitsverð og mikilsverð
gjaldeyrisöflun hérlendis. Starfssvið
ráðgjafaverkfræðings er að undirbúa
gg sjá um verkframkvæmdir sem
lúta að hans sérsviði og eins og
komið hefur fram í fréttum hafa
nokkrir Islendingar haft með hönd-
um þess konar störf erlendis, m.a. í
Sómalíu.
Enn aukast ferða-
lög íslendinga
FARÞEGUM til íslands með skipum og flugvélum fjölgaði um
rúmlega 12 þúsund á síðasta ári frá því sem verið hafði árið á undan.
Alls komu í fyrra 155.973 til landsins, 80.273 íslendingar en 75.700
útlendingar. Fyrir árið 1977 voru þessar tölur 70.992 íslendingar og
72.690 útlendingar, samtals 143.682. Árið 1976 komu til landsins
130.059 farþegar, 59.879 íslendingar, 70.180 útlendingar. Samkvæmt
þessum tölum aukast ferðalög íslendinga með hverju árinu og að sama
skapi koma hingað sífellt fleiri útlendingar þó svo að sú aukning sé
hlutfallslega ekki eins mikil.
Flestir erlendu farþeganna koma frá Bandaríkjunum eins og
undanfarin ár, en í fyrra komu hingað 23.512 Bandaríkjamenn. Frá
V-Þýzkalandi kom hingað 11.841 i'arþegi, frá hinum Norðurlöndunum
eins og áður mikið af farþegum, hingað komu 7210 Danir, 5863 Svíar,
5003 Norðmenn og 1118 Finnar. Frá Stóra-Bretlandi komu 5529
farþegar, 3438 frá Frakklandi, 2413 Svisslendingar, 1994 Hollendingar,
1186 Belgar, 1056 Kanadamenn og 976 Austurríkismenn svo getið sé
þeirra þjóða, sem áttu flesta fulltrúa hér á landi á árinu. Á síðasta ári
komu hingað 2 farþegar frá Sómalíu, Senegal, Ky Panama og Equador,
en 1 farþegi frá Afghanistan, Burma, Dominikanska lýðveldinu, Guyana,
Mónacó, Nicaragua, Sierre Leone og Surinam.
Leita verkefna fyr-
ir þotur Arnarflugs
ARNARFLUG hefur innt af hendi fullkomna þjónustu í Guatemala og vél
þeirra Boeing 720 reynst mjög vel í áætlunarflugi fyrir Aviateca að því er
Luis Vasquez stöðvarstjóri þess sagði í samtali við blaðið EI Grafico.
Alls flutti vél Arnarflugs 8.500 farþega í desembermánuði milli Miami og
Guatemala City og hafa nú bætzt við áætlunarferðir milli New Orleans og
Merida, og munu þessi verkefni Arnarflugs þar syðra standa yfir til næstu
mánaðamóta. Að sögn Halldórs Sigurðssonar sölustjóra Arnarflugs er nú
verið að leita verkefna fyrir þotur Arnarflugs og er hugsanlegt að önnur
þeirra verði áfram bundin við flutninga í Guatemala, en einnig er verið að
leita hófanna um verkefni í Afríku.