Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 20
au vafasömu samtök Ku
Klux Klan hafa fram aö
þessu aðeins starfað og
boðað hugsjónir sínar í Banda-
ríkjunum. En nú er búið að stofna
deild í Ástralíu. Er hún stofnuð til
höfuðs frumbyggjum landsins,
sem hafa látið æ meira að sér
kveða á síðustu árum og eru nú
farnir að gera landa- og náma-
réttindakröfur á hendur yfir-
völdum. Þetta hugnar Ku Klux
Klan ekki, eins og við var að búast.
Formaður Ástralíudeildarinnar
nýstofnuðu heitir David Jennings
og hefur unnið sér það helzt til
frægðar að hann var neyddur til
að hætta í lögreglunni vegna
tengsla sinna við Ku Klux Klan í
Bandaríkjunum. Þess má geta að
Frumbyggi búinn í dansi árs-
leigan nemur tíu milljónum dala
Ku Klux Klan
færir út kvíarnar
Jennings var ekki kjörinn
formaður Ástralíudeildarinnar,
hann skipaði sig sjálfur ... Hann
kveður samtökin lítil enn sem
komið er aðeins nokkur hundruð
manns og þau dreifð um land allt,
en segist aftur á móti eiga mikið
fylgi í frumbyggjamálinu. Mjög
mörgum þyki stjórnvöld hafa sýnt
frumbyggjunum allt of mikla
linkind.
Frumbyggjar eru taldir nálægt
140 þúsundum, ekki nema eitt
prósent þjóðarinnar. Hins vegar
eru þeir nærri 25% íbúa norður-
héraðanna, þar sem mikið
úraníum hefur fundizt í jörðu.
Frumbyggjar á þessum slóðum
Brennivínið!
Hér eru nýjar fréttir úr
baráttunni gegn áfengis-
bölinu: tveir bandarískir
vísindamenn, Brandon Center-
wall og Michael Criqui, báðir
starfandi við læknadeild
Kaliforníuháskóla í San Diego,
halda því fram að það sé þjóðráð
að blanda þíamíni, þ.e. Bl-víta-
míni, út í allt áfengi sem selt er í
Bandaríkjunum. Þetta mundi
koma í veg fyrir þíamínskort í
drykkjusjúklingum og sjúkdóm
sem af honum leiðir, svonefnda
Wernicke-Korsakoffveiki sem
hefst með visnun eða lömun og
leiðir til minnisleysis. Engin
lækning er kunn við þessu, en
veikin er útbreidd meðal
drykkjusjúkra.
En af þessu tilefni hefur
þeirri merkilegu röksemd skotið
upp að það kynni að auka
drykkjuskap að mun ef farið
yrði að bæta vítamíni í áfengið.
Álit manna á áfengi kynni að
breytast og jafnvel yrði farið að
telja það meinhollt. Þeir Center-
wall og Criqui bera ekki á móti
því að eitthvað kunni að vera til
í þessu. Þeir benda hins vegar á
það, að svo ólánlega vilji til, að
margar milljónir manna í
Bandaríkjunum fái daglegar
hitaeiningar sínar mestan part
úr áfengi.
Hugmynd þeirra Centerwells
og Criquis hefur raunar verið
prófuð að nokkru leyti. Það eru
sem sé til töflur, kállaðar
„Alco-vit“, sem í eru B-víta-
mínin, C-vítamín og snefilefni
svo sem sink, sem fara öll
forgörðum þegar líkaminn
brenni alkóhóli. Þessar töflur á
að taka eftir drykkju. Len
Mervyn, sá er fann upp á þessu
heldur því fram að töflurnar
dragi úr timburmönnum; aftur á
móti auki þær ekki drykkjuþol
manna. Skoðanir manna á
þessum töflum eru nokkuð
skiptar og líkt og um hugmynd
þeirra Centerwells og Criquis.
En málsvari Johnny Walker,
sem spurður var um málið lýsti
því yfir stutt og laggott, að
„þetta mundi ræna mann allri
ánægju af drykkjunni. Það yrði
eins og að taka inn meðal...“.
- REUTER.
Vítamín út í
áfengisbölið?
hafa verið atkvæðamestir og þeim
hefur líka orðið mest ágengt í
baráttu sinni. Þeir eru búnir að
komast að samningum við nokkur
námafyrirtæki og eiga að fá
jafnvirði 10 milljóna bandaríkja-
dollara á ári eftirleiðis, í leigu og
fyrir réttindi ýmiskonar. Svo-
kallað Landareignaráð hefur farið
með samningsmál allra ættflokka
á þessum slóðum. Byrjaði það á
því að ráða bandarískan lögmann,
Stephen Zorn, sem sótt hefur mál
svipaðs eðlis fyrir indíána í
Bandaríkjunum, og hefur sú ráðn-
ing bersýnilega borgað sig, enda
eru frumbyggjar í öðrum lands-
hlutum nú líka risnir upp og
krefjast hlutar síns.
David Jennings er vel kunnugur
frumbyggjum. Hann var árum
saman lögregluþjónn í afskekktri
sveit þar sem frumbyggjar eru
margir, og hafði mikið saman við
þá að sælda. Kveður hann m.a.
einn þeirra hafa bjargað lífi sínu;
segist Jennings hafa orðið fyrir
slysi 40 kílómetra frá byggðum og
frumbygginn hafi hlaupið allan
þennan veg eftir hjálp. Svo lauk þó
þjónustu Jennings í lögreglunni
þarna að hann var fluttur til
Darwin fyrir það að hann hlekkj-
aði unga frumbyggja, sem gerzt
höfðu sekir um ólæti og
skemmdarverk, á fótum og rak þá
þannig til þrælkunarvinnu. Hann
kveður það líka höfuðmarkmið
samtaka sinna að standa vörð um
réttindi hvítra manna; yfirvöld
gangi sífellt meir á rétt þeirra í
undanlátsseminni við frumbyggj-
ana.
Það er harla ótrúlegt, að
Jennings takist að afla sér svo
mikils opinbers fylgis að hann og
samtökin komist til verulegra
áhrifa í þjóðmálum. En því miður
er víst, að fjöldi hvítra manna í
Ástralíu er svipaðra skoðana um
frumbyggjana þótt ekki þori þeir
að játa þær opinberlega.
- GRAHAM LEES.
Svíþjóð/Skattar
Velferðarríkið sænska er
frekt á fé þegnanna. Menn
verða að láta aftur meira en
helming þess sem þeir vinna sér
inn. Og nú á enn að herða sóknina.
Svíar hafa kannski haldið að búið
væri að skattleggja flest. En það
reyndist ýmislegt eftir. Nú á að
fara að auka skatt af bílaleigu,
hækka stimpilgjöld af fasteignaaf-
sölum, hækka náttúruverndar-
gjöld og hækka skatt af fótbolta-
getraunum. Ef þetta skyldi ekki
duga á líka að skattleggja frí-
stundagaman á borð við fiskirí,
siglingar og hestamennsku...
I síðustu skýrslu sem Efnahags-
samvinnu- og þróunarstofnun
Evrópu, OECD, er skýrt frá því, að
skattar séu nú orðnir hærri í
Svíþjóð en nokkurs staðar í
heiminum, hvorki meira né minna
en 53.3% að meðaltali og nema
þeir u.þ.b. 90% ríkisteknanna.
Einhver mun líka hafa komizt svo
að orði, að enginn vanalegur
maður kæmist sæmilega af í
Svíþjóð nú orðið nema hann væri
alger bindindismaður á tóbak og
áfengi, notaði ekki orku nema svo
sem til einnar ljósaperu og ofns, og
ætti þá hvorki bíl né sjónvarp.
Það er engin furða, að æ fleiri
hátekjumenn, einkum kaupsýslu-
menn ýmiss konar og tannlæknar,
hafa flúið land og setzt að í
„skattparadísum“ svonefndum, —
Sviss, Liechtenstein og öðrum
löndum þar sem ríkið er ekki líkt
því jafn-heimtufrekt. Þá er og til
þess tekið, að bækur um aðskiljan-
legar aðferðir til þess að fara
kringum skattalögin seljast æ
betur í Svíþjóð og hafa jafnvel
orðið metsölubækur.
Við vinnuna
Nýlega lauk í Genf mikilli
ráðstefnu um streitu á
vinnustöðum. Hún var
haldin á vegum fjölþjóðlegs sam-
bands verkamanna í iðnaði og
tekur það samband til einna 65
landa.
Á þessari ráðstefnu yar því
haldið fram m.a., að nærri
fjórðungur allra vinnandi manna í
iðnríkjum væri haldinn streitu,
vitandi eða óvitandi, og ætti þetta
fólk á hættu alla mögulega sem
ómögulega kvilla af völdum
streitunnar — drykkjusýki,
ófrjósemi o.s.frv...
Charles Levinsson, aðalritari
iðnverkamannasambandsins,
komst svo að orði í erindi, að menn
hefðu vanmetið áhrif vinnustreitu
á líkamann mjög. „Menn þreytast
á vinnustað, sumum gefst aldrei
tími til að hvílast eins og þeir
þyrftu, líkaminn fær aldrei tíma
til að jafna sig. Þar af leiðir, að
hormónar, sem líkaminn framieið-
ir við streitu, safnast fyrir og taka
að verka eins og hvert annað eitur.
Menn fá svo magasár, of háan
blóðþrýsting og alls kyns sjúk-
dóma aðra“. Gat Levinson þess, að
streita hefði amk. 12 sinnum
valdið múgæði í verksmiðjum í
Bandaríkjunum frá því 1974, og
hafði þar fyrir sér skýrsiu sem
tekin var saman á vegum Sam-
einuðu þjóðanna.
Levinson kvað helztu orsakir
streitu vera næturvinnu og vakta-
vinnu. Þess háttar vinna raskaði
svefntíma og matmálstímum og
gæti sett allt fjölskyldulíf úr
skorðum. Hávaði er líka ein
algengasta orsökin; það er talið af
hálf önnur milljón manna í
Bretlandi hafi beðið tjón á heyrn
sinni á vinnustað en nærri 16
milljónir í Bandaríkjunum. Þá
taldi Levinson ýmis efni sem valda
eða talin eru valda krabbameini,
og þyrfti jafnvel ekki annað til en
orðrómur kæmist á kreik um það,
að eitthvað efni, sem unnið væri
með, kynni að valda krabba. Slíkur
orðrómur ylli oft mikilli streitu á
vinnustað. Loks taldi Levinson
atriði á borð við almenn leiðindi,
Einn af hverj-
um fjórum er
haldinn streitu