Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIð! SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
47
Sýning á Akranesi
Sigurður Þórir Sigurðsson
opnaði s.l. laugardag sýningu á
grafíkmyndum í Bókhlöðu Akra-
ness kl. 2. Hann sýnir þar alls um
50 myndir. Sýningin verður opin
til 21. janúar kl. 2—22 um hlegar
en frá kl. 17—22 á virkum dögum.
Þetta er sjöunda einkasýning
Sigurðar.
Gasolíuverðið
ÞAÐ SKAL tekið fram vegna
fréttar Mbl. í fyrradag um fyrir-
hugaðar olíuhækkanir, að verð á
gasolíu frá dælu er 79 krónur
lítrinn.
Fasteigna-
gjalda-
seðlarnir
sendir út
GJALDHEIMTAN í Reykjavík
byrjaði á föstudag að senda út
tilkynningar um fasteignagjöldin í
fáein hverfi borgarinnar en eftir
helgina verður síðan haldið áfram
að bera tilkynningarnar út, að
sögn Guðmundar Vignis Jóseps-
sonar, gjaldheimtustjóra. Greiðsla
gjaldanna er með sama hætti og í
fyrra, þ.e. að gjalddagar eru þrír
— 15. janúar, 15. marz og 15. apríl.
Leiðrétting
RANGHERMT var í frétt í blað-
inu s.l. föstudag um nýútkomna
ljóðabók Gylfa Gröndals, að
Kristín Þorkelsdóttir hefði teiknað
bókarkápu. Sigríður Bragadóttir
auglýsingateiknari hjá Auglýs-
ingastofu Kristínar teiknaði hana.
Kristnilíf í
Sovétríkjunum
JOHANN Jund, þýski kristni-
boðinn sem ferðast hefur um
ísland að undanförnu og fjallað
um kristnilíf í Sovétríkjunum,
heldur síðustu samkomu sína
í kvöld. sunnudag, hjá Kristilegu
sjómannafélagi á Fálkagötu 10
kl. 15.30. s
Johann starfar í samtökum er
nefnast „Boðskapur friðarins" sem
vinna að eflingu Kristins kirkju-
lífs í Sovétríkjunum og sýnir hann
á samkomum sínum kvikmynd
tekna í Sovétríkjunum á síðasta
ári. Þar er sýnt frá lífi „útlaga" í
Síberíu en þeir hafa allir fengið
dóm vegna trúar sinnar. Einnig
sýnir myndin þegar sovéska
lögreglan handtekur ungt fólk á
kristilegri samkomu.
Gomolt
fóik gengurÆ hœgar
Það er margt
sem þér líkar vel
, iþeim
nýju amerisku
Sparneytin 3.8 lítra 6 cyl. vél.
Sjálfskipting
Vökvastýri
Styrkt gormafjöðrun að aftan og framan
Transistorkveikja
Aflhemlar
Urval lita, innanogutan
Og f leira og f leira
Chevrolet Malibu 4 dr. Sedan kr. 5.200.000.
Þetta er það sem þeir nýju
frá General Motors snúast allir um
Méilibu Classic 4dr. frá kr. 6.100.000.- Innif. 51ítraV8 vél.
by General Motors
CHEVROLET
PONTIAC
OLDSMOBILE
BUCK
CADILLAC
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900
BfP.MRNY
Drifkeöjur frá Vestur-þýzka fyrirtækinu
Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar og margar stæröir.
Einföld og tvöföld tannhjól
í stæröum frá 13—76 tommu.
Geriö
verðsamanburð
VARAHLUTAÞJÓNUSTA
K>PTF»(
Sundaborg 25, Reykjavík,
sími 36699.