Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
Umsjón: Séra Jón Dalbú Hróbjarisson
Séra Karl Siyurbjörnsson
Siyurdur Pálsson
DROTTINSDEGI
Jesús og heimilið
<s;
4
Pistill; Róm 12, 6—15: ... Vér höfum
margvíslegar náöargjafir (hœfileika)
eftir þeirri náð, sem oss er gefin.
Guðspjall: Jóh. 2, 1—11 Brúðkaupið í
Kana. Þetta var fyrsta táknið, sem
Jesús gerði, og opinberaði dýrð sína, og
lærisveinarnir tru'ðu á hann.
Olíulampinn erfráfornufari táknfriðar og öryggis heimilisins. Lifandi Ijós hefur
löngum táknað þrá mannsins eftir Ijósinu eilífa,friði sem heimurinn fær hvorki
gefið né tekið.
Bamauppeldi
réttindi, skyldur, ábyrgð
Mörgum finnst út í hött þegar
talað er um „réttindi" uppaland-
ans og finnst betur við hæfi að
spyrja um rétt barnsins og hvað
því er fyrir bestu. Auðvelt er að
benda á dæmi um uppeldishætti
foreldra sem skaða börn sín og á
sama hátt má benda á vafasama
uppeldishætti eða uppeldiskrófur
einstakra þjóðfélaga. Það er því
síður en svo óeðlilegt þegar minnt
er á að rétturinn er barnsins
fyrst og fremst. En þá er staðið
frammi fyrir annarri spurningu.
Hvað vill barnið? Engum dettur í
hug að það sé barninu fyrir bestu
að sleppa því lausu án allra
skilyrða og leyfa því að arta sig
eins og því sjálfu sýnist. Afleið-
ingar slíks eru svo augljóslega
skaðlegar barninu, bæði í lengd
og bráð. Lausnin er heldur ekki í
því fólgin að láta hjá líða að taka
afstöðu til mikilvægra spurninga
um það sem kann að hafa eða
ekki hafa gildi fyrir barnið og
láta það sjálft taka afstöðu þegar
aldur og þroski leyfir. Sé slíku
gildismati slegið á frest er líklegt
að það hafi þær afleiðingar einar
í för með sér að barnið verði
„þroskaheft" á þessu sviði. Gild-
ismat þess verður brenglað.
Þekking á börnum og þroska
þeirra er næg til þess að fullyrða
megi að börn eru ekki fær um að
meta hvað þeim er fyrir bestu.
Hver á þá að meta það og segja
til um það? Sumir vísa til
barnasálfræðinganna, sem hafa
sérhæft sig í sálarlífi og þroska
barna. Aðrir vísa til uppeldis-
fræðinganna sem ráða yfir hluta
af þekkingu hinna fyrrnefndu en
vita auk þess sitthvað um hvernig
uppfylla má þarfir barna á
ýmsum sviðum. Ekki er nokkur
vafi á að þessir fræðingar standa
meðalmanninum framar í þess-
um fræðum og full ástæða til að
leggja áherslu á að þekking
þeirra sé nýtt börnum til heilla.
En þegar til þess kemur að túlka
hinar ýmsu niðurstöður kannana
og þegar til þess kemur að velja
uppeldinu markmið og með
hverjum hætti markmiðum verði
náð þá virðist sem sérfræðing-
arnir verði leikmenn við hlið
annarra leikmanna. Það er að
segja, val þeirra markast af
persónulegu gildismati eða skorti
á slíku. Það er hægt að segja um
foreldra að þá vanti fræðilega
þekkingu. (Slíkt skyldi þó fullyrt
varlega nú á dögum þar sem
margir foreldrar hafa aflað sér
nokkurar fræðilegrar þekkingar
á þessu sviði). Flestir foreldrar
hafa nokkra augljósa kosti um-
fram sérfræðingana:
Foreldrarnir eru tengdir börn-
um sínum sterkum tilfinninga-
legum böndum sem ógjarnan
rofna meðan lífið endist.
Foreldrarnir þekkja barnið
betur en aðrir. Jafnvel þótt þessi
regla sé ekki án undantekninga
er ástæðulaust að gera lítið úr
þessari þekkingu foreldranna.
Sálfræðingurinn getur verið í
tengslum við barnið eitt árið en
horfið á braut hið næsta og
uppeldisfræðingurinn tekið við,
en foreldrarnir eru að öðru jöfnu
á sínum stað. Foreldrarnir eru og
verða foreldrar, búa með börnum
sínum og deila kjörum með þeim
o.s.frv.
Hvort sem þessi staða foreldr-
anna þykir af hinu góða eða ekki,
þá verður ekki fram hjá því
gengið að foreldrarnir hafa feng-
ið þetta hlutverk og þessa ábyrgð
frá Guði og saga mannkyns
undirstrikar það að foreldrar á
öllum tímum hafa gert sér
hlutverk sitt ljóst. Að þessu
sögðu er ekki hægt að mæla með
því að sérfræðingar af neinu tagi
fái það vald að skera úr um hvað
barninu er fyrir bestu. Það vald
eða þann rétt hafa foreldrarnir.
En það sem baráttan fyrir
áhrifavaldi sérfræðinganna hefur
fætt af sér og er óumdeilanlega af
hinu góða er það að lögð hefur
verið þung áhersla á að uppeldið
er vegna barnsins en hvorki
vegna foreldranna né samfélags-
ins.
Trú og skírn
í skírninni hlaustu dýrmæta gjöf: Eilíft líf með Jesú
Kristi. En þá gjöf verður þú að taka á móti í trú. Hún er
þér eins og inneign á sparisjóðsbók, sem þú verður að taka
út til að hún komi þér að notum. En skírnin þín minnir þig
á, að eilíft líf og sáluhjálp byggir ekki á því, sem þú getur
gert eða látið ógert, hlýðni þinni, ákvörðunum, reynslu og
upplifunum, heldur á því, sem Jesús Kristur gerði fyrir þig.
Að trúa er að játast því, sem Jesús gerði fyrir þig á Golgata
forðum, og þegar þú varst skírður. Trú er semsagt ekki
fyrst og fremst eitthvað, sem þú þarft að kunna, skilja. Trú
er að koma til Jesú og taka á móti honum. Sbr. Jóh. 6,35:
Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur og þann aldrei
þyrsta sem á mig trúir. Gg Jóh. 1,12: En öllum þeim, sem
tóku við honum gaf hann rétt til að vera Guðs börn, sem
trúa á nafn hans. Og Mark. 10,15: Hver sem ekki tekur á
móti Guðs ríki eins og barn, mun alls eigi inn í það koma.
Biblíulestur
Sunnudagur U. jan. Jóh. 2:1—12
Mánudagur 15. jan. Jóh. U: 5—26
Þriðjudagur 16. jan. Lúk. 19: 1—10
Miðvikudagur 17. jan. Lúk. 5:27—39
Fimmtudagur 18. jan. Lúk 6:1—16
Föstudagur 19. jan. Lúk. 6:17—31
Laugardagur 20. jan. Lúk. 6: 32—&9
Fræð þú hinn unga um veginn, sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum
víkja. (Orðskv. 22.6).
Vandi kennarans
Eftir því sem fjölbreytileiki í
trú og lífsskoðun eykst í þjóðfé-
laginu verður spurningin um
uppeldisréttinn brýnni. Hún
skiptir meginmáli þegar tog-
streita verður milli þess úppeldis
og þess gildismats sem heimilið
hefur annars vegar og þess sem
kennarinn hefur hins vegar.
Uppeldisrétturinn á að ráða
afstöðunni þegar kennari stendur
frammi fyrir foreldrum sem
kjósa að gefa börnum sínum
annars konar uppeldi en það sem
kennaranum finnst rétt. Hvernig
á kennari að bregðast við undir
slíkum kringumstæðum?
Fyrsta regla kennarans er sú
að honum ber að virða sjónarmið
og uppeldishætti foreldranna.
Önnur reglan er sú að hann ræði
opinskátt við foreldrana um það
sem greinir á milli. Bendi hann á
það sem honum finnst miður fara
ber honum að gera það af fullri
virðingu fyrir rétti þeirra og fyrir
þeim sem manneskjum.
Togstreita af þessu tagi leiðir
ekki alltaf til uppgjörs milli
foreldra og kennara. Þegar um
trú og lífsskoðun er að ræða
hefur kennari mörg tækifæri til
að hafa áhrif sem stríða gegn
vilja heimilanna og viðhorfum.
Hér reynir á heiðarleika kennar-
ans og virðingu. Barnið er ekki í
skólanum til að hann geti mótað
það að eigin vild, heldur vegna
þess að skólinn hefur tekið að sér
að aðstoða foreldrana við þeirra
uppeldi.