Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsíngar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 125 kr. eintakiö. Alþýðubandalagið hefur orðið að athlægi vegna þess upphlaups út af Fær- eyjasamningunum, sem þeir Lúðvík Jósepsson og Olafur Ragnar Grímsson stóðu fyrir. Langt er síðan stór- pólitísk „aðgerð" af þessu tagi hefur mistekizt jafn kyrfilega. Þessir talsmenn Alþýðubandalagsins hafa lýst því yfir, að samningur- inn við Færeyinga væri „ávísun á atvinnuleysi". Sú yfirlýsing verður enn hjá- kátlegri, þegar í ljós kemur, að fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í utanríkisnefnd Alþingis, Gils Guðmunds- son, hefur lagt til í umræð- um innan nefndarinnar áð- ur en samningaviðræður hófust, að Færeyingar fengju leyfi til að veiða — ekki 17000 tonn af loðnu eins og samið var um — heldur 25000 tonn. M.ö.o. sá fulltrúi Alþýðubandalags- ins, sem flokkurinn hefur tilnefnt til þess að vera ráðgjafi utanríkisráðherra í málum af þessu tagi, vildi gefa út enn stærri „ávísun á atvinnuleysi" heldur en utanríkisráðherra, — að dómi formanns Alþýðu- bandalagsins. Upphlaup þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar beinist því m.a. að Gils Guðmundssyni, þing- manni Alþýðubandalagsins. Þegar betur er að gáð kemur í ljós, að líklega hefur þetta upphlaup Lúð- víks og Ólafs Ragnars frem- ur verið liður í innanflokks- átökum í Alþýðubandalag- inu en þáttur í stríði þeirra gegn Alþýðuflokknum. Hlutur ráðherra Alþýðu- bandalagsins í þessu máli er nefnilega mjög sérstæður. Benedikt Gröndal, utan- ríkisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið í fyrra- dag: „Ég bar þetta mál upp í ríkisstjórninni fyrir all- löngu síðan og þá höfðu ráðherrar ekkert um það að segja annað en það, að þeir töldu eðlilegt að það væri borið undir utanríkismála- nefnd.“ Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Ég ber algjörlega ábyrgð á þessum samning- um við Færeyinga, eins og utanríkisráðherra, enda hafði hann samráð við mig um gerð þeirra og málin höfðu verið rædd í ríkis- stjórninni. Það sem utan- ríkisráðherra hefur sagt um máiin er rétt.“ Með þessum orðum hefur forsætisráðherra staðfest, að málið var rætt í ríkis- stjórninni og að hann telur sig ábyrgan fyrir þessum samningum. Það er ljóst, að utanríkisráðherra hefur fjallað um málið í ríkis- stjórninni og að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa á þeim vettvangi engar sér- stakar athugasemdir gert, enda segir Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hafi gert ráð fyrir, að „a.m.k. yrði um allverulega takmörkun að ræða“. Engar athugasemdir ráðherra Alþýðubandalags í ríkis- stjórn ásamt tillögu annars fulltrúa Alþýðubandalags í utanríkisnefnd um meira aflamagn fyrir Færeyinga en samið var um, sýnir, að þeim Alþýðubandalags- mönnum, sem um þetta fjölluðu á þessum vettvangi, getur ekki komið á óvart, að þessir samningar voru gerð- ir. Af þessum málavöxtum er ljóst, að upphlaupi Lúð- víks og Ólafs Ragnars er beint, ekki að ráðherrum Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, heldur að þeim Svavari Gestssyni, Ragnari Arnalds og Hjör- leifi Guttormssyni, svo og Gils Guðmundssyni. Alþýðubandalagið er þverklofið í afstöðu til Færeyjasamninga og lík- lega eru það fleiri þingmenn Alþýðubandalagsins en ráð- herrarnir og Gils, sem hafa lagt blessun sína yfir þá. Þessi harða árás formanns Alþýðubandalagsins á ráð- herra flokksins sýnir hins vegar að ríkisstjórnarsam- starfið reynir mjög á þolrif manna í hópi kommúnista. Lúðvík Jósepsson er bersýnilega þeirrar skoðun- ar, að ráðherrar flokksins geri hverja vitleysuna á fætur annarri og tekur hvað eftir annað fram fyrir hendurnar á þeim og auðmýkir þá. Ráðherrar flokksins eru hins vegar áreiðanlega orðnir lang- þreyttir á yfirgangi Lúðvíks og auglýsingastarfsemi Ólafs Ragnars, sem mark- visst vinnur að því að láta ráðherrana hverfa í skugg- ann af sjálfum sér. Hér er því ekki um að ræða ágrein- ingsmál milli stjórnarflokk- anna. Upphlaup Lúðvíks og Ólafs Ragnars er til marks um heimilisböl innan Alþýðubandalagsins, af því tagi, sem er þyngra en tárum taki. Upphlaup Alþýðubandalags: Heimilisböl, sem er þyngra en tárum taki Reykj aví kurbréf -♦♦♦♦♦♦♦-Laugardagur 14. janúar>♦♦♦♦♦♦♦♦< Fyrstu fjárlög Íslendinga Endurreist Alþingi íslendinga, ráðgjafarþing, kom fyrst saman 1845. Það var skipað 19 þjóð- og 6 konungkjörnum fulltrúum. — Þingið sátu 12 bændur, 6 löglærðir menn, 5 prestlærðir, 1 læknir og 1 embættislaus menntamaður. Hlut- föll starfsstétta þjóðfélagsins á Alþingi hafa að sjálfsögðu breytzt í tímans rás, en vel fer á því að þekking þingmanna á hinum ýmsu þáttum þjóðarbúskaparins sé sem mest og bezt. íslendingar héldu hátíðlegt 1000 ára afmæli byggðar í landinu 1874. Það ár var þjóðinni sett ný stjórnarskrá. Árið eftir, 1875, kom fyrsta löggjafarþing þjóðarinnar, samkvæmt hinni nýju stjórnar- skrá, saman til starfa. Fyrsti forseti þess var Jón Sigurðsson, er leiddi sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Á þessu löggjafarþingi voru landinu sett fjárlög í fyrsta sinni, er giltu til tveggja ára, 1876 og 1877. Tekjuhlið þessara fyrstu fjár- laga þjóðarinnar hljóðaði upp á 580.000 krónur. í hinu fyrsta fjárlagafrumvarpi var þó aðeins gert ráð fyrir 482.000 króna tekjum. En þingið, hækkaði þessa áætlun m.a. þann veg, að tekjur af brennivíni fóru úr 78.400 krónum í 160.000 krónur. Það var hátt brennivínshlutfall. Ekki fara sög- ur af því hvort sölur hafi verið opnar á Þorláksmessu, en snemma hafa farið saman tekjuáætlanir landsfeðra og þorsti þjóðar, þó að umdeilanlegt hafi sjálfsagt verið — þá sem nú. Heildarútgjöld ríkissjóðs þessi tvö fjárlagaár námu 452.000 krón- um: æðsta stjórn 27.000.-, dóm- gæzla og lögreglustjórn 32.000.-, læknaskipan 38.000.-, póstmál 27.000.-, kirkju- og kennslumál 122.000.-, eftirlaun og styrktarfé 41.000.-, til vísindalegra og verk- þátta 10.000.-, og óviss útgjöld 10.000.-. Það vekur fyrst og fremst athygli, þegar þessi fyrstu fjárlög eru skoðuð, að tekjuafgangur þeirra er 22% heildartekna, sem þætti vel að verki staðið í dag, þegar halli á ríkisbúskapnum er allt of tíður gestur. Framlag til vísinda á þessari tíð er og íhugunarefni. Hvert væri raun- gildi þess í dag, umreiknað með hliðsjón af verðlagsbreytingum, þegar fjárlög hafa hækkað úr kr. 580.000 - í kr. 209.000.000.000.-? Hallarekstur ríkissjóðs — 50% hækkun fjárlaga Fjárlög liðins árs — 1978 — vóru að fjárhæð 139‘á milljarður króna — og þóttu himinhá — ekki sízt í gagnrýni Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Áður en fjár- lagaárið var hálfnað gekk þjóðin til kosninga. Ný ríkisstjórn settist á valdastóla, hvar fyrri stjórnar- andstaða skipar tvo þriðju ráð- herraembætta. Það er því fróðlegt að skoða lítilsháttar: 1) hvern veg síðari helft fjárlagaársins kom út í hennar höndum, 2) hvern veg staðið var að nýrri fjárlagagerð. Ríkisreikningur, sem endanlega mælir ríkisútgjöld hvers fjárlaga- árs, hefur gjarnan sýnt mun hærri eyðslutölur en fjárlagaheimildir hafa staðið til. Þetta hefur verið afsakað (af öllum flokkum) með verðlagsþróun, sem hér hefur verið, og á hvergi sinn líka meðal þróaðra þjóða. Sú afsökun á að vísu tátyllu í veruleikanum en stangast engu að síður á við þá staðreynd, að fjárlög eiga að vera stjórntæki, ekki aðeins í ríkis- búskapnum, heldur jafnframt við stjórnun efnahagsmála þjóðarinn- ar í heild. Fjárlög liðins árs gerðu ráð fyrir nokkrum tekju- og greiðsluaf- gangi. Niðurstöður ríkisreiknings liggja ekki fyrir enn. Sýnt þykir þó að mál hafi snúizt í veruleg útgjöld umfram tekjur. Lárus Jónsson, talsmaður minnihluta fjárveit- inganefndar við fjárlagaumræðu, telur sterkar líkur benda til um 3.500 m. kr. greiðsluhalla ríkis- sjóðs á liðnu ári, m.a. vegna bráðabirgðalaga ríkisstj órnarinn- ar á liðnu hausti. Fjárlög ársins 1978, sem fyrrverandi stjórnar- andstaða taldi alltof há, hækkuðu þó verulega í framkvæmd hennar. — Og enn hækkaði eyðslusúlan við fjárlagagerð ársins 1979, svo líkja má við þenslugos í ríkiskerfinu. Fjárlög ársins 1979 eru að fjárhæð tæpir 209 milljarðir króna. Hækk- un milli ára nemur nálægt 70.000 m. kr. eða u.þ.b. 50%. Farið fram úr verð- bólgunni Fjárlög ársins 1979 hækka því verulega meira frá fyrri fjárlögum en sem nam verðlagsþróun á liðnu ári. Þannig tókst vinstri stjórninni að fara fram úr dýrtíðardraugnum í þenslukapphlaupinu, þrátt fyrir nokkurn framkvæmdasamdrátt. Rekstrarliðir ríkisútgjalda hækk- uðu aðeins þeim mun meira. Dæmi er um að heildarútgjöld einstaks ráðuneytis hækki yfir 100% milli fjárlaga. Ríkisútgjöld 1979 stefna í 30% af þjóðartekjum, sem er 2—3% hækkun frá árunum 1976 og 1977. Þrátt fyrir þessa gífurlegu hækkun fjárlaga benda sterkar líkur til að margir gjaldaliðir séu vanáætlaðir. Talsmenn stjórnar- andstöðu benda á að niðurgreiðsl- ur séu vanáætlaðar um 2.8 milljarði króna, kaupgjaldsliðir um 1.3 milljarði, miðað við umsamdar verðbætur á laun (verði þær ekki eftir gefnar) útflutnings- bætur um 1.0 milljarð og lyfja- og sérfræðikostnaður um 1.0 milljarð. Þessar vanáætlanir benda til nokkurra milljarða halla á ríkis- sjóði 1979, til viðbótar 3.5 milljarða halla 1978, en núv. fjármálaráðherra segist stefna að hallalausum ríkisbúskap á tíma- bilinu frá valdatöku stjórnarinnar til ársloka 1979. I Skattaárið 1979 Með tekjuöflunar- og fjárlögum vinstri stjórnar nú er stefnt í hrikalegri hækkun skatta, einkum tekju- og eignaskatta, en dæmi eru um áður. Áætlaðar tekjur af þessum sköttum, miðað við fjárlög 1978, eru sem hér segir: • — Áætlaðir eigna- og tekju- skattar einstaklinga skv. fjár- lögum 1978 námu samtals 12.870 m. kr. — Skv. fjárlögum 1979 24.988 m. kr. — Hækkun 94.2%. • — Áætlaðir eigna- og tekju- skattar á félög skv. fjárlögum 1978 námu 4080 m. kr. en skv. fjárlögum 1979 10.291 m. kr. Hækkun 152.2%. I stuttu máli fela hin nýju tekj uöflunarlög ríkisstj órnarinnar í sér eftirfarandi atriði: , 1) Nýtt 50% skattþrep í skattstiga einstaklinga, eftir að tiltekinni tekjufjárhæð er náð. 2) Tekjuskattur félaga hækkar úr 53% í 65%. 3) Eignaskattur einstaklinga hækkar um 50%, félaga um 100%. 4) 2% nýbyggingargjald á mann- virki önnur en íbúðarhús (nýr skattur). 5) Verðstuðulfyrning er felld nið- ur, flýtifyrning takmörkuð við 2%. 6) 1.4% sérstakur eignaskattur á fasteigriamat verzlunar- og skrifstofuhúsnæðis (nýr skattur). 7) Vörugjald hækkar úr 16% í 18% (áður hafði ríkisstjórnin hækkað vörugjald á tilteknar vörutegundir í 30%). Hin nýja skattastefna kemur afar illa við veika rekstrarstöðu atvinnuvega, enda aukast álögur á þá um allt að 6 milljörðum krória. Rekstraröryggi atvinnu- vega og atvinnuöryggi almennings eru tvær hliðar á sama hlutnum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.