Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
17
afrískum tungumálum, prófessor ,
sem nú kenndi við Wisconsin-há-
skóla. Haley sótti þennan mann
heim og fékk hinar beztu viðtökur.
Eftir að hafa borið sig saman við
annan tungumálafræðing, sagði
þessi sérfræðingur, að það væri
sannfæring sín að rekja mætti
þessi orð til „Mandinka“-máls, sem
talað væri af Mandingo-þjóð-
flokknum en Haley hafði aldrei
heyrt nefndan. Þessi málfræðing-
ur taldi ekki útilokað að „ko“ gæti
t.d. átt við „kora“ sem væri
strengjahljóðfæri Mand-
ingo-manna. Um „Kamby Bol-
ongo“ var prófessorinn viss í sinni
sök, „bolongo" þýddi á máli
Mandingo-manna rennandi vatn
en gat sér til að „Kamby" gæti átt
við Gambíufljótið.
Tilviljun hagaði því svo til að
litlu síðar komst Haley í kynni við
stúdent frá Gambíu við háskóla í
New York. Ebou Manga hét sá og
hann kannaðist strax við orðin
sem Haley nefndi. Mandinska var
þó ekki mállýzka hans því að hann
var sjálfur Wolof en þekkti nokkuð
til mandinsku. Spjall þeirra leiddi
til þess að viku síðar voru þeir
komnir til Gambíu, þar sem
fjölskylda Ebou Manga tók á móti
þeim og bar Haley á örmum sér.
Allir lögðust á eitt til að aðstoða
hann við að hafa upp á þorpinu
sem forfaðir hans „Kin-tay“ var
frá, og nú heyrði Haley í fyrsta
sinn um öldungana „girots", sem
sagt var að enn mætti finna í
afskekktum þorpum og sagðir voru
eins konar gangandi söfn munn-
mælasagna. Gambíumennirnir
sögðu, að „Kin-tay“ væri líklega
skrifað „Kinte“ og það væri
velþekkt nafn í Gambíu, svo að alls
ekki væri ólíklegt að finna mætti
„girot", sem gæti eitthvað orðið að
liði.
★ Á fund öldungsins
Gambíumennirnir hétu Haley
að þeir skyldu gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að finna
slíkan sagnabrunn, og hann sneri
heim við svo búið. Hann hafði í
þessari fyrstu Afríkuferð inni
komizt að því hversu lítið hann
vissi raunverulega um þessa
heimsálfu þangað sem hann átti
sjálfur rætur sínar að rekja, svo að
hann fór að viða að sér sögubókum
um Afríku og brátt varð þetta
honum ástríða. Svo kom bréf frá
hinum gambísku vinum hans, þar
sem þeir lögðu til að hann
heimsækti þá aftur strax og hann
sæi sér fært.
Strax og Haley hafði aurað
saman fyrir farinu hélt hann á ný
til Gambíu og nú fékk hann að vita
að vinir hans höfðu haft upp á
„girot“ sem kunni mæta vel að
segja frá Kinte-ættinni. Hann átti
heima í litlu þorpi sem nefndist
Juffure og Haley varð að búa út
dálítinn leiðangur til að komast
þangað, vörubíl og jeppa, túlka og
hljóðfæraleikara, því að honum
var sagt að öldungarnir létu ekki
hugann reika nema undir hljóð-
færaslætti. Þegar loks Haley og
leiðangur hans komu á áfangastað,
þyrptust þorpsbúar í kringum
hann og störðu á hann eins og naut
á nývirki. „Þeir stara svona á þig
vegna þess að þeir hafa aldrei séð
svartan Ameríkana," sagði einn
túlkurinn honum.
Það var auðsótt mál að fá
öldunginn til að þylja fræði sín og
hann byrjaði að rekja sögu
Kinte-ættarinnar af mikilli ná-
kvæmni, hvernig hún hefði átt
upphaf sitt í landi, sem nefndist
Gamla Mali en ein kvísl hennar
síðan borizt til Máritaníu. Þaðan
hafði einn sonurinn, Kairaba
Kunta Kinte, haldið ferðinni
áfram til lands sem kallaðist
Gambía. Hann kom loks til Juff-
ure og gekk þar að eiga tvær
konur; átti tvo sonu með hinni
fyrri en einn með þeirri siðari, og
nefndist sá drengur Omoro. Eldri
synirnir tveir héldu á brott og
stofnuðu nýtt þorp en Omoro varð
eftir í Juffure. Hann gekk þar að
eiga Mandinka-stúlku, sem hét
Binta Kebba og á árabilinu
kringum 1750—60 gat hún honum
fjóra syni, Kunta, Lamin, Suwadu
og Madi. Öldungurinn var búinn
að þylja nær látlaust í tvær
eftir sjö vikna legu yfir rykfölln-
um pappírumað hann rakst á skjal
sem geymdi brottfarir og komur
um 30 skipa á Gambíufljóti og þar
var það svart á hvítu númer 18 á
listanum — hinn 5. júlí 1767 eða
„árið sem hermenn konungsins
ríkjanna og sem leið liggur til
Washington, þar sem hann minnt-
ist þess að hafa einu sinni haldið á
bók í þingsafninu sem nefndist
„Skipaferðir um Annapolishöfn“.
Strax og hann kom á safnið fletti
hann upp í bókinni og þar beið
staðfestingin hans — Lord Ligoni-
er hafði verið tollskoðað þar í
höfninni 29. september 1767.
Haley fór þessu næst til Annapolis
og á safni þar fann hann gamla
farmskýrslu yfir Lord Ligonier,
þar sem kom fram að skipið hafði
komið með 98 svertingja til
hafnar.
Haley var farinn að gera sér
grein fyrir að amma hans og
gömlu frænkurnar höfðu á sinn
hátt verið „girot“-ar en endanlega
staðfestingu á því fékk hann þó
þegar hann þessu næst fór að
grúska í veðbókum fyrir
Spotsylvana-hrepp í Virginíu frá
því í september 1767, því að þar
fann hann ítarlegan samning,
dagsettan 5. september 1768, þar
sem segir að John Waller og kona
hans Ann afhendi William Waller
land og gæði ásamt 240 ekra
ræktunarlandi og á annarri síðu:
„og einnig einn svartan karlþræl
að nafni Toby.“ Það stóð því allt
heima, allt var eins og gömlu
konurnar heima í Henning höfðu
lýst þessu.
Alex Haley ásamt LeVar Burton sem lék Kunta Kinte ungan aö árum.
klukkustundir þegar hann kom að
piltunum fjórum og hélt ótrauður
áfram meðan túlkurinn hafði
jafnharðan eftir honum: „Um það
leyti sem hermenn konungsins
komu, fór hinn elzti þessara
fjögurra sona frá þorpinu til að
höggva við en sást aldrei
framar ...“
Gamli girot-inn lét dæluna
ganga, en Haley sat sem bergnum-
inn. Hann sat hér inn í svörtustu
Afríku og hafði rétt í þessu fengið
að heyra aðra útgáfu af sögunni
um það hvernig forfaðir hans var
hnepptur í þrældóm, fengið stað-
festingu á ættarsögunni sem
gömlu konurnar, amma hans og
systur hennar, höfðu svo oft rifjað
upp sín á milli. Haley segir frá því
í bók sinni Ræturnar, að hann hafi
í fátinu rótað í farangri sínum
eftir minnisbók sinni, þar sem
hann hafði skrifað niður söguna
eins og hann hafði heyrt hana í
æsku og rétt túlknum. Túlkurinn
las hana greinilega þrumu lostinn,
en fór síðan að skýra út fyrir
öldungnum og öðrum þorpsbúum
hvað um var að vera. Það varð
uppnám í þorpinu, þegar fólkið
áttaði sig hvers kyns var og síðan
fagnaðarfundir, — týndi sonurinn
hafði snúið heim.
★ Ræturnar veröa til
A leiðinni heim til Bandaríkj-
anna ákvað Haley að skrifa bók
um þessa reynslu sína. Strax og
heim kom ákvað hann að reyna að
grafast fyrir um hvort hann gæti
fundið út með hvaða skipi Kunta
Kinte hefði verið fluttur til
„Naplis" í Bandaríkjunum, sem
Haley þóttist vita að væri
Annapolis í Maryland. I næstu
ferð til London sótti hann
Lloyds-tryggingafélagið heim og
fékk þar aðgang að öllum skjölum
varðandi skipsflutninga á þrælum
á 18. öld. Það var þó ekki fyrr en
komu“ eins og girot-inn hafði sagt,
hafði skipið Lord Ligonier, skip-
stjóri Thomas E. Davies, lagt upp
frá Gambíufljóti með Annapolis
sem áfangastað...
Haley rauk beint út á flugvöll,
tók næstu flugvél heim til Banda-
Kjúklinga-Georg
Afríkumannsins.
Tom sonur hans, afkomendur
★ Frægö, auöur
og afturkippur
Hjá Haley var þó starfið rétt að
hefjast. Hann var alls 12 ár að
viða að sér efni í bókina og skrifa
hana. En framhaldið þekkja allir.
Ræturnar hafa selzt í liðlega
milljón eintökum og Haley hlaut
Pulitzer-verðlaunin eftirsóttu fyr-
ir bókina. Höfundarrétturinn og
sala á efni bókarinnar til kvik-
myndunar fyrir sjónvarp hafa
fært höfundinum um 1,3 milljarða
króna í tekjur. Það er gizkað á að
þegar sjónvarpsmyndin Ræturnar
var sýnd í Bandaríkjunum hafi um
130 milljónir manna horft á að
minnsta kosti hluta myndaflokks-
ins en þættirnir átta voru þar
vestra sýndir kvöld eftir kvöld en
ekki einu sinni í viku, eins og
venjan er. Margir telja að sýning
ABC-sjónvarpsstöðvarinnar á
Rótunum hafi valdið mestu um að
á einu ári urðu þær breytingar í
sjónvarpsneyslu Bandaríkja-
manna að ABC varð nú sú stöðin,
sem dró til sín flesta áhorfendur
en hafði fram að því verið minnst
stöðvanna þriggja.
En frægðin er sjaldnast tekin út
með sældinni, og það hefur Alex
Haley nú mátt reyna. Nýverið varð
hann að játa fyrir rétti í heima-
landi sínu, að hann hefði gerzt
sekur um ritstuld, því að hlutar úr
skáldsögu Harold Courlander —
Afríkumaðurinn hefðu verið tekn-
ir upp óbreyttir í bók hans,
Rótunum. Haley hélt því þó fram,
að hann hefði ekki lesið Afríku-
manninn fyrr en ári eftir að
Ræturnar komu út, heldur hefði
ritstuldurinn orðið með þeim
hætti, að hann hafi haft fjölda
fólks sér til aðstoðar um efnisföng
í bók sína og það hlyti að hafa lagt
honum til þetta efni án þess að
tilgreina þessar heimildir.
I kæru sinni tilgreindi Harold
Courlander 81 málsgrein, sem
hann taldi að stolið hefði verið úr
bók sinni, og rétturinn dæmdi
Haley til að greiða honum 160
milljónir króna. Courlander hafði
hins vegar aðeins fengið um 4,5
milljónir fyrir bók sína Afríku-
maðurinn, þegar hún kom upphaf-
lega út. Annar rithöfundur kærði
Haley einnig fyrir ritstuld nýverið
en Haley vann það mál.
Haley heldur því statt og
stöðugt fram að Ræturnar séu
raunveruleg ættarsaga hans. Hins
vegar hefur bókin verið mjög
gagnrýnd, t.d. af brezkum fræði-
mönnum, sem bera brigður á
staðhæfingar Haleys um að fjöl-
skylda hans hafi átt rætur sínar
að rekja til þorpsins Juffure í
Gambíu. Stjórnvöld í Gambíu hafa
hins vegar afráðið að friðlýsa
þorpið svo að það standi um aldur
og ævi sem minnismerki um hin
merkilegu tengsl gambísku þjóðar-
innar og afkomenda þrælanna í
Bandaríkjunum.
I