Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
„Upphaí þcssa leikrits er
ævintýri, „í Krukkuhorg", sem
Oddur Bjiirnsson skrifaði árið
1%9.“ saííði Þórhallur Sigurðs-
son, sem leikstýrir hinu nýja
harnaleikriti „Krukkuhorg",
en 2. sýnins á því hefst í
Þjóðleikhúsinu í dag, sunnudag
kl. 15.00. Þórhallur hefur áður
haft leikstjórn á hcndi á fjölum
leikhússins, svo og í útvarpi og
sjónvarpi.
Leikbrúður og
útfjóluhlá ljós
„Sagan var full af skemmti-
legum samtölum og persónum,
svo að ég stakk upp á því, að
skrifað væri leikrit upp úr
henni, og þá jafnframt með þá
tækni í huga, sen notuð er í
sýningunni og er allnýstárleg
hérlendis; að leika í útfjólubláu
ljósi, en leikmunir eru málaðir í
ýmsum litum, sem koma fram
við útfjólubláa lýsingu.
Ég kynntist þessari tækni
fyrst erlendis og hefur mig lengi
langað að gera tilraun með
þetta. Síðan hefur þessi tækni
verið notuð hér í Litla prinsin-
um að nokkru leyti, og einnig í
Leikbrúðulandi.
í þessu leikriti er blandað
saman brúðum og leikurum, og
eru allir á spani út sýninguna,
því leikararnir koma ýmis tfram
í venjulegu gerfi eða tala fyrir
dúkkurnar. Við höfðum afskap-
lega gaman af þessari tilraun og
vonum að svo verði um aðra.
Leikurinn gerist að mestu
neðansjávar og segir frá strák,
sem dreymir sig niður í sam-
félag fiskanna og lendir í
ýmsum ævintýrum. Ævintýrið
er upphaflega dæmisaga um
harðstjórn og órétti. Síðan
höfum við tekið inn í þetta hluti
eins og mengun og ofveiði og
sett í ævintýralegan búning, en
leikritið er samt raunverulegt
Þórhallur ásamt hluta
leikhópsins á æfingu í
Þjóðleikhúsinu.
ævintýri, þar sem fram koma
kóngur, drottning, prins og
prinsessa.
Lærdómsríkt
og skemmtilegt
samstarf
Leikurinn er að talsverðu
leyti saminn af leikhópnum,
breytt eftir því, sem æft hefur
verið og allir nýttu tækifærið
vel. Sýningin er sjónræn og
falleg, færð í mjög skrautlegan
búning, og ætlunin er, að
krakkarnir sjái að einhverju
leyti, hvernig leikhús verða til,
það er þær aðferðir, sem við
Björnsdóttir aðstoðað. Þrír
félagar Leikbrúðulands taka
éinnig þátt í sýningunni, þær
Erna Guðmarsdóttir, Helga
Steffensen og Hallveig
Thorlacius. í aðalhlutverki eru
tveir drengir úr Melaskóla,
Felix Bergsson og Astmundur
Norland. Una Collins sá um
leikmyndir, búninga og allar
teikningar, en neðansjávar fiska
og önnur kynjadýr hönnuðu
Erna Guðmarsdóttir, Bjarni
Stefánsson og Jón Benediktsson.
Tónlist er nokkur í verkinu og
er flutt af fjögurra manna
hljómsveit, en hana skipa Asdís
Valdimarsdóttir, Ólafur Flosa-
son, Hróðmar Sigurðbjörnsson
og Gunnar Rafnsson. Lögin
sömdu Hilmar Oddsson og
Hróðmar, en hann sá um
Ævintýri neðansjávar
notum við sýninguna. Til dæmis
er hljómsveitarmaður á senunni
hjá okkur en ekki falinn í
gryfjunni.
Það er skemmtilegt að byrja
barnaárið á þennan hátt og
leikhúsið hefur lagt mikið í
undirbúning að þessari sýningu.
Hugmyndin er meðal annars
tilkomin vegna þess, að íslenzk
barnaleikrit eru fá.
25 manns taka þátt í sýning-
unni. Þar af eru tíu leikarar og
níu börn úr Ballettskóla Þjóð-
leikhússins, en við samningu
dansatriða hefur Ingibjörg
Leikendur í góðum hópi
sæhesta, fiska og haf-
meyju.
útsetninguna og jafnframt á
tónlist Mozarts í verkinu.
„Samstarf var ákaflega gott,
allir hafa lagt sitt til málanna
og þetta reyndist sérstaklega
skemmtilegur tími og lærdóms-
ríkur. Oft hefur verið álitið, að
brúður væru aðeins fyrir börn,
en brúður geta verið áhrifamikl-
ar í leik, þótt lifandi persónur
séu skemmtilegri. Ég hef mik-
inn áhuga á því að kanna það
mál nánar, hvort ekki sé hægt
að nota brúður í leikstarfsemi í
framtíðinni, en hér blöndum við
þessu saman til að ná fram
ákveðnum áhrifum,“ sagði Þór-
hallur að lokum.
Sýningin hefst eins og áður
segir í dag en leikritið verður
sýnt næstu vikur á laugardögum
og sunnudögum kl. 15.00.
Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5
sími 19400
Þú sparar tugþusundir króna
ef þú lætur endurryöverja bifreiðina reglulega
ÞVOTTUR:
Að lokum er bifreiðin þritin að utan jafnt sem innan.
Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og síðan spraut-
uð með vatni, þannig að Tectyl og önnur óhreinindi
á lakki skolast burt.
1. SPRAUTUN:
Fyrst er þunnu ryðvarnarefni (Tectyl 153B) spraut-
að í öll samskeyti, brot og suður, en það hefur mjög
góða eiginleika til að smjúga inn í staði þar sem
mest hætta er á ryðskemmdum. Þetta efni er einnig
sett inn í hurðir, lokuð rúm, vélarhús o.fl.
2. SPRAUTUN:
Eftir að sprautun 1 er lokið, er sprautað þykkara
ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staði, þar sem meira
mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti.
3. SPRAUTUN:
Að lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og
á alla viðkvæma staði undir bílnum til frekari hlifðar
ryðvarnarefninu og til einangrunar.
ÞURRKUN:
Að sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni
inn í þurrkskáp, en þar er ryðvarnarefnið á bif-
reiðinni þurrkað með heitum loftblæstri.
Verklýsing á ryövörn
ÞVOTTUR:
Óhreinindi á undirvagni og annarsstaðar eru
þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem
hefur þrýsting allt að 130 kg/cm2). Kemur það í veg
fyrir að óhreinindi geti leynst í undirvagni eða hjól-
hlífum.
ÞURRKUN:
Eftir nákvæman þvott, er bifreiðinni ekið í lyftu inn í
þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft-
blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum,
sem nauðsynlegt er að framkvæma, til að ná sem
bestum árangri gegn ryði og tæringu, þ. e. að bif-
reiðin sé bæði hrein og þurr þegar ryðvarnarefni er
borið á.
BORUN:
Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr
þurrkskápnum. Síðan eru boruð 8 mm göt til að
koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá
staði, sem nauðsynlegt reynist með hliðsjón af þar
til gerðu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif-
reiða. — öllum slíkum götum, sem boruð hafa
verið, verður lokað eftir sprautun á snyrtilegan hátt
með sérstökum plasttöppum.