Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 Menntamálaráð: Fjárveitingin lækkaði um 4 milljónir Fjárvcitingar Menntamáiaráðs og Menningarsjóðs hafa stöðugt verið að skreppa saman hlutfalls- lega og fækka nú milli ára um fjórar milljónir króna og það þrátt fyrir þá óðaverðbólgu sem ríkti á árinu. að því er kom fram í samtali við Hrólf Halldórsson, framkvæmdastjóra ráðsins. Hrólfur sagði, að tekjur Menn- ingarsjóðs í ár væri áætlað miðagjald, sem væri áætlað á fjárlögum ársins um 26 milljónir króna en hefði verið áætlað í fyrra 25 milljónir. Þannig hefði þessi tekjustofn farið rýrnandi milli ára. Þá vakti Hrólfur athygli á því, að allt fram til ársins 1971 hefði Menningarsjóður haft tekjur af áfengissektum vegna áfengislaga- brota og ólöglega innflutts áfengis. „Lögunum var hins vegar breytt 1971, þannig að þessi tekjustofn var látinn ganga beint til ríkis- sjóðs,“ sagði Hrólfur. „Þegar hins vegar þetta frumvarp var til umfjöllunar í Alþingi sagði þáver- andi menntamálaráðherra, að í þessu frumvarpi fælist að fram- vegis skyldu tekjur af áfengislaga- brotum og upptæku áfengi renna í ríkissjóð en aftur á móti væri gert ráð fyrir því, að framvegis yrðu tekin á fjárlög fjárhæð sem væri ekki minni en sú sem menningar- sjóður ella myndi hafa haft af þessum sökum.“ Hrólfur sagði, að í framhaldi af þessu hefði fjárhæðin 1972 verið ákveðin 1360 þúsund krónur, sem síðan hefði hækkað í 2.520.000 árið eftir og í 3.320.000 árið 1974. Hins vegar hefði svo brugðið við árið eftir, að þessi upphæð hefði verið ákveðin óbreytt á fjárlögum en síðan hækkað í 4.154.000 1976, í 5.500.000 kr. árið 1977 en lækkaði síðan í 5 milljónir í fyrra og er svo algjörlega felld niður núna á þessum fjárlögum. Hrólfur sagði, að tekjustofn Menningarsjóðs núna væri sem hér segir ef hann væri sundurlið- aður: I fyrsta lagi 1.5% af verði aðgöngumiða að kvikmyndasýn- ingum, að barnasýningum undan- skildum, þá 3% af verði aðgöngu- miða að almennum dansleikjum, þar sem ekki eru vínveitingar en síðan 3% af helgargjaldi vínveit- ingahúsa og 2 kr. fyrir hvern gest sem greiðir svonefnt rúllugjald að vínveitingahúsum. Hrólfur sagði, að þrátt fyrir þá miklu verðbólgu sem ríkt hefði og allar hækkanir væru áætlaðar tekjur af þessum miðagjöldum aðeins 26 milljónir og hækkaði einungis um eina milljón króna miðað við fjárveit- inguna í fyrra. Við þetta bættist síðan, að Menningarsjóður hefði nú misst tekjur sínar af áfengis- lagabrotum og upptæku áfengi. Hrólfur minnti á, að 1972 hefði verið hægt að póstleggja lokað bréf fyrir 7 krónur en það kostaði nú 80 krónur, svo að samkvæmt því hefði fjárveitingin 1972, sem þá fékkst í stað áfengislagabrota- teknanna og var þá ákveðin 1.360.000 kr., átt að nema nú um 15 milljónum króna. Hrólfur gat þess einnig, að á fjárlögum hefði jafnan verið liður, svonefndir vísinda- og fræði- mannastyrkir, sem komið hefði í hlut Menntamálaráðs að úthluta og ætlaðir voru fyrst og fremst hinum alþýðlegu fræðimönnum okkar. Þessir styrkir hefðu verið komnir árið 1973 í 860 þúsund kr. en hins vegar hefðu þeir verið óbreyttir í 800 þúsund kr. sl. þrjú ár og styrkir þessir voru enn 800 þúsund á fjárlögum nú. Hrólfur var að því spurður hvort Menntamálaráð myndi halda áfram að veita sérstaka styrki til kvikmyndagerðar nú eftir að kominn væri upp kvikmyndasjóð- ur og kvikmyndasafn með samtals um 35 milljón króna fjárveitingu, og svaraði hann því til, að þetta mál hefði verið reifað á fyrsta fundi menntamálaráðs en engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Hins vegar væru viðhorfin vissu- lega nokkuð önnur en áður eftir að kvikmyndasjóði var komið á lagg- irnar. Kvikmyndastyrkur Mennta- málaráðs í fyrra nam 2 milljónum króna. Samninganefndir verzlunarmanna og vinnuveitenda á sáttafundi hjá Torfa Iljartarsyni í fyrradag. Efri myndin sýnir samninganefnd verzlunarmanna, en hin neðri samninganefnd verzlunarinnar. Kjaradeila verzlunarmanna: Samkomulag um skipan undirnefnda Rafmagnsbil- unin ekki alvarleg Húsavík 13. jan. RAFMAGNSBILUNIN við Laxá reyndist ekki eins alvarleg og sumir óttuðust í fyrstu. Bilunin varð í kapli, sem lá frá aflstöð- inni og út í spenni en ekki í spcnninum eins og sumir óttuðust fyrst. Rafmagn komst á aftur um klukkan tvö í nótt og munu þá einhverjir hafa farið að mjólka sem höfðu ekki getað komið því við á annan hátt áður því þeir biðu vegna þess að álitið var að rafmagnið kæmi á um þetta leyti. Víða var samt orðið kalt í húsum því flest eru hituð upp með annaðhvoft olíukynntum kötlum, sem ganga fyrir rafmótorum, eða með beinni rafmagnshitun. Frost hefur verið mikið hér undanfarna daga en heldur er það minna í dag en í gær. — Fréttaritari FYRSTI fundur verzlunarmanna og vinnuveitenda þeirra hjá sáttascmjara ríkisins var haldinn í fyrradag. Deiluaðilar skiptust á sjónarmiðum í málinu og rætt var um tilhiigun viðræðnanna. Sam-> komulag var um skipun undir- nefndar, 5 manna nefndar frá hvorum aðila, en á sáttafundinum í fyrradag voru fullskipaðar samninganefndir. Á fundinum lýstu vinnuveit- endur bágri afkomu verzlunarinn- ar og nýjum álögum, sem lagðar væru á verzlunina bæði af hálfu Reykjavíkurborgar og ríkisins. Reykjavíkurborg hefði stórhækk- að aðstöðugjald. Verzlunarmenn viðurkenndu erfiðleika verzlunar- innar og fleiri atvinnugreina, en neituðu harðlega að viðurkenna að þá erfiðleika ætti að brúa með launum verzlunarfólks. Eins og áður segir voru skipaðar undirnefndir. Af hálfu verzlunar- manna voru kjörnir í undirnefnd: Magnús L. Sveinsson, Björn Þórhallsson, Böðvar Pétursson, Guðmundur Gunnlaugsson og Guðfinnur Sigurvinsson. í undir- nefnd frá vinnuveitendum voru kjörnir: Bjarni Thors, Einar Árna- son, Magnús E. Finnsson, Jónas Steinarsson og Sigvaldi Þorsteins- Húsbænd- ur og hjú MISTÖK við þýðingu greinar úr timaritinu Time hafa leitt til þess að slæmar villur hafa slæðst inn í tvær fréttir í Mbl. um sjónvarps- myndaflokkinn Húsbændur og hjú. Sagt var að lokið væri gerð 8 nýrra þátta í þessum flokki en það er rangt, í greininni í Time stóð að sýna ætti í Bandaríkjunum 8 þætti úr flokknum, sem ekki hefðu verið sýndir þar áður. Þessir þættir hafa hins vegar verið sýndir í íslenzka sjónvarpinu. Vegna hinnar röngu þýðingar var spurning sú, sem lögð var fyrir Björn Baldursson dag- skrárritara Sjónvarpsins í Mbl. í gær borin fram á röngum forsend- um og verður svar Björns að skoðast i því ljósi, að honum voru ekki gefnar réttar upplýsingar. Biður Mbl. lesendur og Björn velvirðingar á þessu. Ekkert midar í sam- komulagsátt á Akranesi Félag ísL atvinnuflug- manna boðartil aðgerða — Verkfall skellur á á morgun SAMNINGAFUNDUR í kjara- deilu verkakvennadeildar Verka- lýðsfélagsins á Akranesi og bæjaryfirvalda stóð til klukkan 07.30 í gærmorgun og var nýr fundur boðaður í gær klukkan 17. Ekkert miðaði og mikið ber í milli. Vcrkfall hefur verið boðað á mánudag. Krafa Verkalýðsfélagsins er að fólk, sem vinnur sambærileg störf hjá sömu stofnun fái sömu laun, en BSRB-fólk fær hærri laun en félagar verkakvennadeildarinnar. Bjarnfríður Leósdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mikið bæri í milli. Hún kvað muninn á kaupi og réttindum fólks í verkalýðsfélögum og í störfum hjá opinberum aðilum vera gífur- legan. Hún kvað framkvæmda- stjóra sjúkrahússins á Akranesi hafa reiknað út hvað það kostaði bæjarfélagið að taka verkakonurn- ar ,inn á sambærileg kjör og BSRB-fólk hefði og munaði þar 35 til 40 milljónum króna á ári. Munurinn í grunnkaupi á mánuði er 25 þúsund krónur. Bjarnfríður kvaðst velta því mjög fyrir sér, hvernig á því standi að opinberir aðilar, ríki og bær, geti samið þannig, en enginn möguleiki sé á að ná slíku samkomulagi við einkaaðila. „Er það ekki bara einkafram- takið, sem hirðir mismuninn?" spurði Bjarnfríður og kvað þetta spurningu, sem verkalýðshreyfing- in yrði að fara að velta fyrir sér. Hún kvað sömu söguna vera í ríkisverksmiðjunum, í álverinu og víðar. Alls staðar væru miklu meiri laun og fríðindi. STJÓRN Félags ísl. atvinnuflug- manna mun hafa boðað ákveðnar aðgerðir er komi til framkvæmda einhvern næstu daga og hefur stjórn Flugleiða þegar verið send tilkynning um fyrirhugaða vinnustöðvun. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér er ekki um allsherjarvinnustöðvun að ra^ia, en tímabundið verkfall sem boðað er með venjulegum 7 daga fyrirvara. Launaliður kjara- samninga F.Í.A. er laus nú þegar og aðalkjarasamningur frá 1. febrúar. Til vinnustöðvunar þessarar er boðað til að leggja áherzlu á kröfur um launajöfnun, en það er skoðun F.Í.A. að sömu laun eigi að greiða fyrir flug án tillits til tegunda véla. Þá hefur félagið ákveðnar hugmyndir um skiptingu leiða milli F.Í.A. og Félags Loft- leiðaflugmanna. Félagsfundur F.Í.A. samþykkti á fundi hinn 10. janúar sl. að heimila stjórn og trúnaðarráði félagsins að boða til aðgerða og voru þær ákveðnar á fundi sl. föstudag. Ófærð í Reykja- vík í fyrrinótt Þaklyftingin aðeins lítil- lega rædd í ríkisstjórn enn o INNLENT MIKINN skafrenning gerði í Reykjavík og nágrenni aðfarar- nótt laugardags og átti f jöldi bfla í erfiðlcikum með að komast leiðar sinnar um nóttina og fram á laugardagsmorgun. Að sögn lögreglunnar í Ar- bæjarhverfi var mikið annríki alla nóttina við að hjálpa bílstjórum sem fest höfðu bíla sína en þungfært var orðið sums staðar í hverfinu þar sem dregið hafði í skafla. Voru bílar lögreglunnar í stöðugum ferðum fólki til aðstoðar og sagði lögreglan í Reykjavík að mikið hefði verið um aðstoð við fólk á ferð í Breiðholtshverfum, Öskjuhlíð og víðar í borginni. Þá olli það erfiðleikum við snjó- ruðning á morgni laugardags að bílar höfðu víða verið skildir eftir og var í einstaka götu bíll við bíl þannig að 4 bílar á vegum lögreglunnar höfðu þann starfa í gærmorgun að fjarlægja þessa bíla. Snjóruðningurinn hófst um kl. 6 í gærmorgun og var byrjað á strætisvagnaleiðum, en sæmilega fært var orðið um borgina er leið á morguninn. SAMKVÆMT heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hefur aðeins lítillcga verið rætt um að lyfta vísitöluþakinu á fundum ríkisstjórnarinnar. Er búizt við því, að þetta mál komi á dagskrá nú á næstunni. Jafnvel á næsta ríkisstjórnarfundi, sem haldinn verður á þriðjudag. Það, sem þykir knýja á um að lyfta þakinu, er það misræmi, sem skapazt hefur eftir að þakinu var lyft af kjarasamningum borgar- starfsmanna, en við það hefur myndast mikill launamismunur milli starfsmanna Borgarspítalans og ríkisspítalanna. Ennfremur hefur komið í ljós, eins og raunar Morgunblaðið benti á rétt eftir lagasetningu ríkisstjórnarinnar í september, að iðnaðarmenn eru allir undir þakinu og fá því fullar vísitölubætur, þótt þeir séu með hærri laun en aðrir launþegar, sem búa við skerta vísitölu. Er þetta vegna uppbyggingar launa- kerfis iðnaðarmanna, sem tekur á sig ýmsar álagsprósentur. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, tók samninga- nefnd ríkisins ekki ólíklega í þaklyftingu á síðasta samninga- fundi með Bandalagi háskóla- manna síðastliðinn fimmtudag, en þaklyftingin er eitt helzta baráttu- mál BHM. Um 80% félagsmanna BHM búa við skert laun vegna vísitöluþaksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.