Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 48
Tillitssemi kostar ekkert orcjimTíÍjitiiíí Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skípholti 19, BIIÐIN sími 29800 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 Loðnuvertíðin hafín með 9þús. lestum Albert fyrsta skipið með loðnu til Siglufjarðar „JÚ. VERTÍÐIN IfiíKst bara ágætlcga í mi(í en ég held nú samt að það sé ástæðulaust að láta aðrar þjóðir vera að djöflast í þessu eða að minnsta kosti finnst okkur skrítið að vera að banna okkur að veiða loðnuna en leyfa svo öðrum að taka hana,“ sasði Sævar Þórarinsson, skipstjóri á Albert frá Grindavík, sem varð fyrsta loðnuskipið inn til SÍKlufjarðar í gær með afla á þessari loðnuvertíð. Albert fékk 620 tonn en alls höfðu 16 skip tilkynnt um afla á hádegi í gær, samtals um 9 þúsund tonn. Auk Alberts voru skipin þessi: Gísli Arni 600, ísleifur 450, Gullberg 560, Hrafn 630, Kap II. 630, Magnús 530, Jón Finnsson 600, Bjarni Ólafsson 850, Súlan 550, Stapavík 430, Náttfari 400, Börkur 720, Sæbjörg 510, Grindvíkingur Sjóður til styrkt- ar íþróttafélögnm í Evrópumótum BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu frá íþróttaráði Reykjavík- urborgar um stofnun sjóðs til að styrkja íþróttafélög í Reykjavík til þátttöku í Evrópumótum og sam- bærilegum mótum. Tillagan er flutt vegna þess að kostnaður einstakra félaga vegna þátttöku í Evrópumótum er orðinn mjög mikill og eru dæmi þess að lið hafi stórtapað fjárhagslega á þátttöku í slíkum mótum. Sjónvarpið í lag aftur er hlýnaði Siglufirði 13. janúar UNDANFARIÐ hefur sjónvarpið ekki sést hér á Siglufirði, en í gærkvöldi um klukkan 23 birtist myndin á ný á skjánum. Þá hafði hlýnað nokkuð í veðri og segja má að sjónvarpið hafi þiðnað, en á því hafði frosið fyrir nokkrum dögum. Afli bátanna héðan hefur verið sæmilegur undanfarið. Línubátur- inn kom t.d. í dag með 8‘A tonn og netabátarnir fengu frá 3 og upp i 6 tonn. — mj 700 og Bergur II 300. Afli þessara skipa er alls 9.080 tonn. Skipin voru á veiðum djúpt út af landinu, um 40—50 mílur norð- austur af Kolbeinsey. Sævar Þór- arinsson skipstjóri á Albert sagði í samtali við Mbl. að gott veður hefði verið á miðunum þarna í fyrrinótt, og ísinn væri nokkuð fyrir vestan þetta svæði. „Það veit enginn enn hversu mikil loðna er þarna,“ sagði Sævar, „það finnst víða svona tæringur en hvergi verulegt magn. Við fengum þenn- an afla okkar í þremur köstum, byrjuðum nokkru vestar í fyrri- nótt og fengum þar fyrst 300 tonn af heldur lélegri loðnu en það sem við fengum síðan á síðara svæðinu er stór og falleg loðna." í byrjun vertíðar Ljósm. Mbl. RAX. Samanburður á löndunum heima og erlendis: Aflaver ðmæti o g skipt a- hlutir mun meiri ytra EF BORIÐ er saman verðmæti afla, sem landað er í Bretlandi eða V-Þýzkalandi annars vegar og íslandi hins vegar. verður sá samanburður mjög í óhag löndunum hcr á landi. Fyrir 240 tonna afla hér á landi væri aflaverðmætið um 30 milljónir króna. en í Bretlandi 14.7 milljónir fyrir 110 tonna afla. Ef dæmið væri sett upp með markað í V-Þýzkalandi í huga, þá fengjust 23.5 milljónir króna fyrir 240 tonn hér á landi, en 34.4 milljónir í Þýzkalandi. Á Bretlandsmarkað er uppistað- an í afla þorskur, ýsa og koli, en karfi og ufsi á Þýzkalandsmarkað. í löndunum erlendis er notað meðalverð það sem togarar fengu í þessum löndum þrjá síðustu mán- uðina 1978, en þá voru 40 togara- landanir í Bretlandi. Áhöfn skips- ins bæri meira úr býtum með því að sigla með aflann. I Bretlandi yrðu aflahlutir 12 milljónir króna, en fyrir afla með sömu aflasam- setningu fengi áhöfnin 10.3 milljónir til skipta hér á landi. Fyrir löndum í V-Þýzkalandi yrðu aflahlutir 9.2 milljónir, en 8.1 milljón hér á landi. Reiknað er með í þessu dæmi að skuttogari af minni gerðinni gæti á 24 dögum farið í tvær veiðiferðir fyrir heimamarkað og því er rætt um 240 tonna afla hérlendis. Reikna má með að 24 daga taki að veiða 120 tonn og sigla síðan með aflann, en vegna rýrnunar er reiknað með 110 tonnum í sölum erlendis. Fyrir áhöfnina verður að reikna með minni vinnu í veiðiferð og síðan siglingu en tveimur veiðiferðum og löndunum heima á jafnlöngum tíma. Fyrir útgerðina kemur meira fé til greiðslu ýmiss kostnaðar ef siglt er og meira en helmingi meira er í þessu dæmi greitt á séreignasjóði útgerðarinnar. Með ástand og horfur fiskstofna í huga segir sig sjálft, að siglingar eru æskilegri, þar sem hvert skip er þá í styttri tíma að veiðum. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Lands- sambandi íslenzkra útvegsmanna í vikunni. Fleiri sjónarmið spila sjálfsagt inn í, t.d. atvinnuöryggi starfsfólks í fiskiðnaði í landi. Sjá blaðsiðu 26i „Betri afkoma útgerðar. meiri laun áhafnar.“ Laumufarþegarnir læstir inni og lög- regluvörður um borð PILTARNIR tvcir, sem gerðust laumufarþegar með Bakka- fossi, skipi Eimskipafélags íslands, fyrir rúmri viku, verða læstir inni í klefa um borð í skipinu mcðan það dvelur í höfn í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt skeyti frá Útlendingaef- tirlitinu f Bandarikjunum er þessa krafizt, en að auki er tilkynnt, að lögregluvörður verði settur við skipið, þannig að öruggt verði að piltarnir komist ekki í land. Allan kostnað af þessu verður Eim- skipafélagið að bera, en slepp- ur væntanlega við að greiða sekt. Bakkafoss er væntanlegur til Portsmouth á mánudag, en á síðan að halda til Algenzia á Nýfundnalandi á þriðjud.ags- kvöld. Þar fá piltarnir ekki heldur að fara í land. Bakkafoss er væntanlegur til Reykjavíkur 25. þ.m. Jón Magnússon ráðningar- stjóri EI sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sér fyndist með ólíkindum og ein- dæmum furðulegt að þessir piltar væru sveipaðir ævintýra- ljóma þar sem hér væri í raun um mjög alvarlegt brot að ræða. — Fyrir utan taugaspennu og óvissu aðstandenda hefðu þeir valdið vandalausum einstaklingum og ýmsum stofnunum miklum vandræðum. Otaldir aðilar hefðu lagt á sig erfiði og vinnu vegna stroks piltanna, sagði Jón. gildi um næstu áramót eða fljót- lega upp úr áramótunum," sagði Magnús H. Magnússon. Hugmynd um að sameina Öryggis- og Heilbrigðus- eftirlit og Brunamálastofnun „ÉG HEF hugsað mér að skipa nýjan brunamálastjóra f næstu viku en aðeins til eins árs því hugmyndin er sú að sameina Brunamálastofnunina, Öryggis- eftirlit ríkisins og Heilbrigðis- eftirlit ríkisins að einhverju eða öllu leyti,“ sagði Magnús H. Magnússon heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Með sameiningu þessara þriggja stofnana má koma við hagkvæmni og sparnaði, sem er keppikefli allra á síðustu tímum," sagði ráðherrann, „því þá geta eftirlitsmenn stofnunarinnar m.a. kannað alla þá þætti í sömu ferðinni, sem falla undir verksvið þessara þriggja stofnana í dag.“ Ráðherra sagði að nú væri nefnd að vinna að gerð frumvarps um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðvum. Væri nefndin því hlynnt að eftirlit með þessum atriðum yrði sett á eina hönd. „Ég vona að hægt verði að flytja frumvarp um þetta á því þingi sem nú situr eða í síðasta lagi næsta haust svo þessi nýskipan geti tekið Rafmagns- og hitalaust í Grindavík RAFMAGN fór af Grindavík snemma á laugardagsmorguninn og um leið bilaði túrbína í Hitaveitu Suðurnesja þannig að einnig fór hiti af bænum. Rafmagnsbilunin varð þegar lína til Grindavíkur bilaði og var verið að vinna að viðgerð um hádegisbilið. Þá var verið að reyna að koma viðgerðarmanni í Svartsengi til að kanna bilun á túrbínunni, en þungfært var í gærmorgun. Gert' var ráð fyrir að hann gæti hafið viðgerð laust eftir hádegið og að hiti myndi komast á síðdegis. Að sögn Eiríks Alexanderssonar bæjarstjóra var hiti ekki tekinn að lækka í húsum að neinu ráði um hádegið ígær, enda ekki frost.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.