Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 Verðlaunaafh en din g New York gagnrýnenda Þau verðlaun bandarísk, sem listamenn er starfa við kvikmyndir telja sér hvað mestan heiður í að hljóta, eru vafalaust New York Film Critics Circle Awards — eða verðlaun samtaka kvik- myndagagnrýnenda New York borgar. En stórblöð, tímarit, útvarps- og sjón- varpsstöðvar borgarinnar hýsa einmitt virtustu gagn- rýnendur landsins. Þessi hópur, 26 manns, valdi núna á dögunum þá listamenn og verk sem að þeirra dómi hafði skarað fram úr á því herrans ári 1978. Kosningin fer þannig fram að hver og einn hefur eitt atkvæði, en ef það dugar ekki til að einhver fái hrein- an meirihluta, þarf að kjósa uppá nýtt og þá útnefnir gagnrýnandinn þrjá bestu í hverri grein. Sá besti fær þrjú stig, sá næst besti tvö, o.s.frv. í ár fór verðlaunaafhend- ingin þannig að besta mynd ársins var kjörin THE DEER HUNTER (Væntanleg mjög fljótlega í Hafnarbíó/Regn- boganum). En hún þykir fjalla á opinskáan og hrein- skilinn hátt um þau vafa- sömu áhrif sem Viet-Nam stríðið hafði á bandarískt þjóðlíf. Mikið lofuð mynd. Hlaut hún 29 stig, næst komu DAYS OF HEAVEN, með 24, AN UNMARRIED WOMAN (20), COMING HOME (15), INTERIORS (9), og WHO’LL STOP THE RAIN (8). Besta erlenda myndin var valin BREAD AND CHOCO- LATE, hlaut 35 stig, næst kom nýjasta mynd Berg- mans, AUTUM SONATA með 27. Ingrid Bergman, önnur stjarna myndarinnar var kjörin besta leikkona ársins með miklum yfirburð- um, eða 14 stigum, önnur varð Jill Clayburgh með fjögur, Jane Fonda hlaut 3 — fyrir COMING HOME. Jon Voight var kjörinn besti karlleikari ársins, einn- ig fyrir myndina COMING HOME og hlaut hann 40 stig. Næstir komu þeir Gary Busey, fyrir THE BUDDY HOLLY STORY (32), Rober DeNiro fyrir THE DEER HUNTER (19), Nino Man- fredi - BREAD AND CHOCOLATE (16), og Nick Nolte - WHO’LL STOP THE RAIN (13). Eftir margar kosningar var það loksins Terrence Malick (BADLANDS), hlaut sæmdarheitið besti leikstjóri ársins fyrir Suðurríkjadrama sitt, DAYS OF HEAVEN. Síðan komu þeir höfðingjarn- ir Paul Mazursky — AN UNMARRIED WOMAN (20), Ingmar Bergman — AUTUMN SONATA, (18), Michael Cimino — THE DEER HUNTER (17) og Betrand Blier — GET OUT YOUR HANDKERCHIEFS. Mazursky hlaut nokkra uppreisn er hann hlaut verð- laun fyrir besta handrit Þau Richard Cere og Brooke Adams í nýjustu mynd Terence Marick, DAYS OF HEAVEN. Marick varð fyrst kunnur fyrir BADLANDS. Atriði úr THE DEER HUNTER, sem kjörin var besta mynd ársins. Robert DeNiro mundar drápsvopnið. ársins, AN UNMARRIED WOMAN (30), MOVIE, MOVIE, BREAD AND CHOCOLATE og GET OUT YPRU HANDKERCHIEFS hlutu allar 21 stig; WHO’LL STOP THE RAIN (18) og INTERIORS Woody Allen kom næst með 15. Maurenn Stapleton, ein af leikkonunum í INTERIORS var kjörin besta leikkona í aukahlutverki en samsvar- andi verðlaun karlleikara hlaut Christopher Walken fyrir THE DEER HUNTER. Einn af þeim fjölmörgu sem hlutu stig í þessum flokki, var gagnrýnandinn kunni, Rex Reed (MYRA BRECKENRIDGE), en hann fór með smáhlutverk í SUP- ERMAN, hann er einnig meðlimur gagnrýnandahóps- ins. „Nú, ég kom allavega í veisluna," sagði þessi ágæti maður, og þótti heldur rjóður á vangann. Þögul en ekki beintþegjandaleg NÝJA BÍÓi ÞÖGUL MYND Svo sannarlega væri til- vera þeirra sem ánægju hafa af kvikmyndum, öllu grámuskulegri ef farsameist- arans Mel Brooks nyti ekki við. Stíl hans og fyndni þarf trauðla að kynna hér; maður- inn er heimsþekktur fyrir BLAZING SADDLES og YOUNG FRANKENSTEIN (Því miður fór THE PRODUCERS fyrir ofan garð og neðan hjá flestum). Bakgrunnur SILENT MOVIE er Hollywood; kvik- myndaver sem rambar á barmi gjaldþrots, og hrægammarnir, í líki auð- hringsins Engulf + Devour, eru að því komnir að svelgja það í sig. Aðeins kraftaferk fær bjargað því. Og þá kemur til skjalanna leikstjórinn Mel Funn (Mel Brooks), áður þekktur leikstjóri sem Bakkus hafði skolað niður í svaðið. Hann reynir að telja forstjóra kvikmyndaversins trú um að eina bjargráðið sé að finna í handriti sem hann hefur gert að þögulli mynd. „Ég fæ bara toppstjörnur til aðstoðar," segir hann yfir daufum eyrum hæst- ráðandans. Og það hrífur. Að venju er fáránleikinn og fíflagangurinn í fyrirrúmi, en stöku sinnum bólar . á háðskum skeytum. Rammi myndarinnar satíra á ástandið í Hollywood. Þar kæmist enginn upp með að gera þögla mynd í dag nema Brooks og kannski tveir, þrír aðrir. Meira að segja vildi Brooks ekki þiggja nein laun fyrir vinnu sína við gerð myndarinnar, né heldur tryggir kumpánar hans, þeir Feldman og Dom DeLouise., Unnu eingöngu uppá hundraðshluta af hugsanleg- um gróða myndarinnar. Erfitt er að sannfæra höfuð kvikmyndaveranna um ágæti hugmynda að kvikmynd, nema að með sé í spilinu stjarna eða stjörnur seip þeir, af húmor síns hagkerfis, nefna „bankable". Þá voma og fjölþjóðafyrirtækin og auðhringirnir yfir hinum, nú aftur, arðsælu kvikmynda- verum. Reyndar eru þau aðeins tvö sem þau hafa ekki þegar innbyrt, þ.e. Fox og Columbia. Og annaðhvort vegnar listamanninum vel — hann á sinn þátt í mynd sem hlýtur góða aðsókn — eða honum er varpað út í ystu myrkur. En allt yfirbragð SILENT MOVIE er, eins og efni standa til, hálfærður farsi, oftast drepfyndinn. Brooks og félagar eru meistarar fáranleikans, hver endaleys- an rekur aðra. Þess má geta að hjálparkokkar hans eru tveir handritahöfundar sem undanfarið hafa starfað fyrir Carol Burnett Show, og uppátæki þeirra nánast stundum geggjuð, að því að sagt er. Wilder er víðs fjarri, en þeir De Louise og Feldman eru í essinu sínu. Sem kunnugt er fengu þeir allir ruglu á því að vinna með Brooks, m.a. mikilmennsku- brjálæði sem kom fram í því að þeir töldu sig geta leik- stýrt jafnvel og hann. Þeir eru einir um þá skoðun. Wilder gafst upp eftir aðra tilraun, Feldman hálfsturlaði stjórnarlið Universal á meðan á frumraun hans sem leikstjóra stóð, og á þangað tæpast afturkvæmt þrátt fyrir þriggja mynda samning og DeLouise er ekki byrjaður á sínu stykki ennþá, þrátt fyrir langan aðdraganda. En Mel Brooks er ókrýndur konungur farsamyndanna í dag. Og svei mér þá ef hann er ekki enn betri þegar ekkert heyrist í honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.