Morgunblaðið - 14.01.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1979
21
Hvernig í ósköpunum eiga menn að geta hreyft sig
ef ríkið hirðir jafnóðum 80,90 eða jafnvel 105% af
tekjum þeirra? (Sjá: Svíþjóð/ skattar)
Hinn frægi bandaríski hagfræð-
ingur Milton Friedman sagði
aðspurður um þetta í sjónvarps-
viðtali, að „helzta ráðið við þessu,
og gildir alls staðar, er að auka
ráðstöfunarrétt þegnanna yfir
tekjum sínum, losa um tök ríkis-
ins. Hvernig í ósköpunum eiga
menn að geta hreyft sig ef ríkið
hirðir jafnóðum 80, 90 eða jafnvel
105% af tekjum þeirra?" Síðast
talda talan kann að virðast
ótrúleg. En þess er skammt að
minnast að hinn frægi barnabóka-
höfundur Astrid Lindgren upp-
lýsti það fyrir nokkrum árum, að
hún væri farin að greiða 102%
skatt „af“ tekjum sínum. Skattar
fara stighækkandi í Svíþjóð, Lind-
gren hafði bæði föst laun og
tekjurnar af bókum sínum og var
þá komin þar upp í skattstiganum
að tekjurnar hrukku ekki
lengur...
Milton Friedman kvað það vel
gerlegt að lækka skattana í
Svíþjóð og losa um tök ríkisins.
Tdann benti á það, að ríkið hefði
ekki alveg jafntraust tök á mál-
unum og virtist á yfirborðinu.
Svíar væru nefnilega orðnir út-
smognir í því að fara kringum lög
og reglur. Það væri vitanlega mjög
ólánlegt, þegar svo væri komið að
allur almenningur sæi sér hag í
því að brjóta lögin, en þannig færi
jafnan þegar ríkið gerðist of
aðgangshart. Kvað hann skynsam-
legra að ríkið drægi úr útgjöldum
og lækkaði skatta en bíða þess að
almenningur yrði svo útfarinn í
sakttalögunum að hann gæti
sjálfur lækkað skatta sína
óbeint...
Fyrirætlanirnar um nýju skatt-
ana sem getið var í upphafi, þ.e.
skatta á tómstundagaman og þar
fram eftir götunum hafa þegar
vakið nokkur mótmæli. Að vísu er
heldur ósennilegt, að komi til
almennrar „uppreisnar" skatt-
greiðenda eins og í Kaliforníu ekki
alls fyrir löngu. En Svíar eru
skattþreytt þjóð orðin, og það er
ekki útilokað að skattarnir á
tómstundaiðju fylli mælinn.
- HARALD
MÖLLERSTRÖM.
harðstjórn á vinnustað, ósanngirni
yfirmanna, óþægilega vinnu-
aðstöðu, kvíða um uppsögn at-
vinnu og fleira í þeim dúr. Nefndi
hann ýmsar kannanir þessu til
stuðnings, þ. á m. eins sem fram
fór í Vestur-Þýzkalandi. Þar
kvörtuðu hvorki fleiri né færri en
tvær milljónir manns um streitu
vegna óþægilegrar vinnuaðstöðu. I
annarri könnun kvartaði helming-
ur aðspurðra um óþægiindi vegna
ólánlegra vinnustellinga o.s.frv.
Nú hefur ýmislegt verið gert til
þess að bæta aðstæður á vinnu-
stöðum hér og hvar um heiminn.
Hætt er þó við því að enn verði um
sinn milljónir manna að þola
streitu af völdum þeirra atriða
sem talin voru hér að framan, eins
og bent var á á ráðstefnunni í
Genf. í fyrsta lagi háttar svo til
víða um lönd að margt er meira
.knýjandi en létta streitu af
vinnandi mönnum. Þeir hafa t.d.
alls ekki atkvæðisrétt í eigin
málum víða, En þar sem betur
gerist er líka ýmislegt í veginum:
t.a.m. munu menn fremur þola
streitu og ails kyns óþægindi við
og af vinnu en eiga á hættu
atvinnuleysi. Og þau lönd eru ekki
ýkja mörg, jafnvel ekki í Evrópu,
þar sem atvinna er almenn og
stöðug.
- IAINGUEST.
Detta gerðistflíke ....
Þetta vanalega
Önnur tilraun nokkurra sovéskra borgara til pess aö stofna óháð
verkalýðsfélag hefur nú verið kæfð í fæðingu, að pví er segir í frétt
í The Guardian. Að minnsta kosti
fimm af átta stjórnarmönnum
„Almenna verkalýðsfélagsins" sitja
Þegar bak við lás og slá. Hér er
listinn: 1) Yovgeni Nikolayev líf-
fræðingur. Úrskurðaður á geð-
veikrahæli. 2) Vladimir Skvirsky
jarðfræðíngur. Sakaður um bóka-
stuld úr bókasafni og fangelsaður í
Butyrki-fangelsinu í Moskvu. 3)
Valeria Novodvorskaya safnvörður
(hennar hefur fyrr verið getið í
Þessum dálkum). Handtekin Þann
25. nóv. síðastliöinn og send á
geðveikrahæli. Hún hefur tvívegis
verið fangelsuö áður, í annað
skiptiö fyrir að dreifa flugriti Þar
sem innrásin í Tékkóslóvakíu ’68
var fordæmd. Hefur ennfremur
Þraukaö hungurverkfall á geð-
veikraspítala í Moskvu. 4) Vladimir Borison. Handtekinn, en að
ööru leyti er fátt vitað um afdrif hans. 5) Lev Volokhonsky. Hann á
lögheimili í Leningrad, en var handtekinn í Moskvu 2. nóvember sl.
og fluttur til Leningrad á peirri forsendu, að hann hefði farið paðan
án heimildar stjórnvalda. Varöliðarnir, sem gættu hans á leiðinni
slepptu honum úr sinni vörslu þann 4. nóvember, en hann var
samstundis handtekinn að nýju og ákæröur fyrir brot á
umferðarlöggjöfinnil '
Æskan & eitrið
Hundruð púsunda barna eru eiturlyfjaneytendur og talan fer sífellt
hækkandi aö pví er segir í skýrslu sem fíkniefnadeild Sameinuðu
pjóðanna hefur tekið saman af tilefni barnaárs. í skýrlunni segir
orðrétt: „í gervallri mannkynssögunni hafa aldrei jafn mörg börn
haft nautnalyf um hönd...“ Yfir ein milljón barna býr í „gullna
príhyrningnum" svokallaöa (Burma-Thailand-Laos) par sem
mæður peirra erfiða allt að átján stundir á dag á ópíumökrunum. í
Perú, par sem liðlega hálf önnur milljón manna japlar á sex
Þúsund tonnum af blöðum kókaínjurtarinnar á ári hverju, er eitt af
hverjum fimm skólabörnum háð fíknilyfjum af einhverju tagi. Við
könnun í Þremur borgum í Colombíu komu 130.000 komungir
eiturlyfjaneytendur í leitirnar. í hinum vestræna heimi ánetjast
síðan jafnvel ófædd börn ýmiskonar fíkniefnum ef móöirin neytir
Þeirra. Eða eins og segir í fyrrgreindri skýrslu S.Þ.: „Börnin eru
ekki fyrr komin í heiminn en Þau fá að reyna Þaer skelfilegu
Þjáningar sem eiturlyfjasjúklingar mega Þola Þegar eitriö er tekið
frá Þeim.“
Góður bissnes
Nokkrir af höfuðpaurunum í Water-
gate-hneykslinu illræmda eru
orðnir vellríkir á öllu saman. Bob
Haldeman (myndin), sem var látinn
laus úr fangelsi núna um hátíðarn-
ar, er talinn hafa grætt sem svarar
160 n^illjónum króna á bók sinni um
ár sín í Hvíta húsinu. John Dean,
einn af lögfræðilegum ráðgjöfum
Nixons forseta og sá fyrsti af
trúnaöarmönnum hans sem leysti
frá skjóöunni, hafði Þegar síðast
fréttist hagnast um góöar 320
milljónir á skrifum sínum og
fyrirlestrum um Watergate-málið. Og John Ehrlichman, sem
ásamt Haldeman var nánasti samstarfsmaður Nixons, er Þegar
talinn um 130 milljónum ríkari vegna bókar sinnar: Bak við lokaðar
dyr í Washington. — Eins og oft vill verða hafa vikapiltar
forkólfanna orðið áberandi verr úti, í Þessu tilviki mennirnir sem
hleyptu öllu af stað Þegar Þeir brutust inn í Watergate. Tveir starfa
nú hjá heilbrigðiseftirlitinu og einn stundar bílasölu, og sá fjórði
vinnur fyrir sér pótt ótrúlegt sé sem — lásasmiður! Og Nixon
sjálfur? Eins og menn muna fríaðí Ford hann fyrir fullt og allt af
allri ábyrgð af Water-gate. Og aö mati Þeirra manna sem gerst
Þekkja til er forsetinn fyrrverandi búinn að öngla saman um hálfri
Þriðju billjón króna síðan hann hvarf nauðugur maður úr Hvíta
húsinul
Fuglarnir eru flognir
Eflaust fá einhverjir makleg málagjöld austur í íran fyrir að mata
krókinn í skjóli keisaravaldsins, en býsna margir munu samt
sleppa, af Þeirri einföldu ástæöu að Þeim fannst vænlegast að
forða sér Þegar fyrir áramótín og voru Þá að sjálfsögðu búnir að
koma misjafnlega fengnum auðæfum sínum úr landi. Til dæmis
upplýstu erlend blöö í byrjun desember aö írönsk stjómvöld hefðu
látið semja lista með 144 auökýfinga af bðum kynjum sem Þá voru
búnir aö koma jafnviröi hvorki meira né minna en 4.2 billjóna
dollara til geymslu erlendis. Listinn tíundaöi einungis Þá írana
sem höfðu látið yfirfæra að minnsta kosti 1.4 milljónir dollara, en
eins og heildarupphæöin sýnir voru flestir sem drjúgt stórtækari.
Þannig var hershöfðingi einn nafngreindur með 17 milljóna
yfirfærslu, háttsettur lögreglumaður var hlaupínn með 19 milljónir
og fyrrum mikilsvirtur ráðherra* vafr skrifaður fyrir 40 milljónum
sem honum fannst betur geymdar í útlandinu.
Hugsanaf jötrar |
Leyfa Marx
en bannfæra
Emmanuellu
Nú er hafin í Argentínu
mikil krossferð gegn
„niðurrifsöflum" og „ósið-
legum“, nema hvorttveggja séu í
bókmenntum og listum og reyndar
hvar sem þau kunna að skjóta upp
kollinum. Hafa yfirvöld gengið
rösklega fram í baráttunni og eru
t.d. þegar búin að banna á annað
hundrað bóka. Óttast nú ýmsir að
upp sé að renna kúgunartíð meiri
en komið hefur frá því á fyrstu
stjórnarárum Peróns fyrrum ein-
valds. Hafa þó fáir orðið til að
mótmæla. Menn óttast refsingu,
annaðhvort af hendi yfirvalda
ellegar einhvers þeirra
hægrisinnuðu hryðjuverkahópa
sem vaðið hafa upp í landinu
undan farin ár og skirrast ekki við
að myrða „niðurrifsmenn" eða
„stuðningsmenn niðurrifsafla"
sem þeir kalla svo.
Þeir sem stjórna krossferðinni
gegn „niðurrifsöflunum" eru er-
lendir „sérfræðingar" af ýmsu
tagi, sem herforingjastjórn í
Argentínu hefur kvatt sér til
hjálpar við landsstjórnina. Eru
þeir búnir að koma sér kyrfilega
fyrir í kerfinu og auka völd sín
mjög, einkum í innanríkisráðu-
neytinu. En hugmyndir þess hóps
um prentfrelsi munu mjög áþekk-
ar skoðunum Frankós sáluga á
Spáni og hans manna.
Ritskoðunin í Argentínu er
dálítið tilviljanakennd og listinn
yfir bannaðar bækur hálfskrýtin
lesning. Þar eru talin nokkur
nasísk nt og önnur fjandsamleg
Gyðingum, sem öll voru bönnuð
um það leyti sem Argentínustjórn
var að reyna að sannfæra Carter
Bandaríkjaforseta um það að hún
væri alls ekki óvinveitt Gyðingum.
Þó má fá ýmis nasísk rit í
bókabúðum, þar á meðal niðrit um
Gyðinga.
Helztu kommúnísk fræðirit, þar
á meðal öll verk Marx, eru seld í
bókabúðum og ekki amast við
þeim. Yfirvöldum er verr við ýmis
önnur kommúnísk, sem snerta
ástandið í Argentínu meira og eru
„hagnýtari“ ef svo má segja. Þó
eiga vinstri menn yfirleitt í engum
vanda að útvega sér öll þau
kommúnísk rit sem þeir kunna að
þurfa; þau fást flest einhvers
staðar í Buenos Aires og fleiri
borgum. Þau ein eru bönnuð sem
borið hefur fyrir ritskoðara, oft af
hreinni tilviljun.
Flest erlend blöð og tímarit eru
leyfð. Kvikmyndaeftirlitið er aftur
á móti strangara. Ofbeldi í kvik-
myndum þykir ekki ámælisvert, en
öðru gegnir um kynlíf. Myndirnar
um Emmanuelle voru bannaðar,
og fyrrverandi ritskoðari sem
leyfði að „Síðasti tangó í París“
yrði sýndur er nú fyrir rétti
sakaður um grófa vanrækslu í
starfi.
Mörgum argentískum mennta-
mönnum þykir það lán í óláni hve
ritskoðunin er tilviljanakennd. En
þar með er líka upptalið. Það er
uggur í menntamönnum og lista-
mönnum; þeir óttast að nú eigi að
ganga milli bols og höfuðs á
„niðurrifsöflunum". Jafnvel hefur
Jorge Luis Borges, sem er frægast-
ur suðuramerískra skálda, risið
upp til andmæla: hann hefur
löngum mælt herforingastjórninni
bót og þakkað henni það að hún
bjargaði þjóðinni úr klóm Perón-
ista, en núna rétt fyrir áramótin
lýsti hann yfir því opinberlega að
hún væri búin að „ganga langt um
of á almennt frelsi" og miklu
fremur en ástandið í landinu gæti
réttlætt.
- JAMES NEILSON.
ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRA — Síðustu dagar íranskeisara eins og
skopteiknari tyrknesks blads lýsti þeim d dögunum. Keisarafrúin atyröir
hannfyrir að verajafnvel búinn að toema hðllina af þjónustufólki (Sjd: Þetta
gerðist líka).