Morgunblaðið - 21.01.1979, Page 7

Morgunblaðið - 21.01.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 7 HUG- VEKJA eftir séra Jón Auðuns í síöustu sunnudags- grein fjallaöi ég um mynd- ina af Jesú, þar sem hann sefur óttalaus og öruggur í stafni bátsins, sem berst í ofsaroki við æðandi öldur svo geigvænlegar að skip- verjar eru orðnir hræddir um bátinn úti á miðju, stóru vatni. Sálarfriður, sálarró, þegar stormur stórrar lífs- reynslu leikur um veika mannssál. Ég gat þess í örstuttu yfirliti, hvar kyn- slóöirnar hafa leitað að þessu dýra hnossi og fundið þaö. Ég minntist hugarrósemi þeirrar, sem ýmsir hafa fundið á vegum heimspekinnar. Ég minnt- ist sálarfriðarins, sem fjöldi manns hefur fundið ingu og sturlun, sem varð óhugnanlegt hlutskipti margra hinna fanganna. Þegar allt virtist vonlaust og næsti dagur myrkur og ægilegur áttu þessir menn trú og von, sem hélt þeim uppi og vakti undrun beggja, rússnesku fanga- varðanna og þýzku fang- anna. Úr reynslueldinum komu þessir menn, raunar máttfarnir og hungraðir, en andlega sterkir og óskemmdir. Og þó hafði sá Guð, sem þeir treystu og tilbáðu daglega, leitt þá út á ægilega erfiöa vegi. En þýzki guð- fræðingurinn gaf endur- minningabók sinni nafn, sem hann sótti í Jóhannesarguðspjall: „Og heimi, sem er fullur af hættum, sem geta verið sorgarefni. Hefur hann ekki af alvizku sinni valiö okkur þessa leiö vegna þess aö ella gætum við ekki lært dýrmætustu lexíurnar af lífinu og fær- um héðan eins fávís og við komum hingað? Af ferð- inni um hina óvelkomnu og erfiöu vegi hefur mann- kynið lært mest. Enginn mikilvægur sigur hefur unnizt á mannkynsins löngu leið svo aö ekki hafi áður kostað tár og fórnir. En finnum við þann frið meðan horft er á jarðneska spölinn einan og sorgin ekki skoðuð meö eilífð Guðs í huga? Friður undir— faldi öldunnar og finnur enn á leiðum hinna austrænu trúar- bragða og þeirrar dul- hyggju, sem í þeim trúkerfum er mjög ráðandi og einnig barst inn í kristindóminn, þó ekki með sama svip og hún bar og ber þar eystra, en var þó rík í hinni rómv,- kaþólsku guðrækni mið- aldanna. En hvað um kristna menn í dag, og þá í heimi mótmælenda, sem okkur stendur næst, er játum evangelísk-lúterska trú? Mér er minnisstæö ýtar- leg ritgerð, sem ég las fyrir nokkrum árum um bok, sem ég hef raunar ekki lesið sjálfur, aðeins hina ýtarlegu ritgerð. Bókin er eftir þýzkan lærdóms- mann, háskólakennara. Hann var herprestur í síðustu heimsstyrjöld, tek- inn til fanga í Tékkó- slóvakíu, þegar þýzki her- inn gafst þar upp, og fluttur í fangabúðir í Rúss- landi. Trúverðuglega en gremjulaust lýsir hann kvalalífinu í fangabúðun- um í löng fimm ár. Fjöldi fanganna gafst upp, viðnámsþróttur þeirra brast, og höf. segir, að þeir einir hafi komist nokkurn veginn óskemmdir úr þessari raun, sem voru trúaðir, kristnir menn. í stormum stórrar lífsreynslu varö- veittu þeir það sálar- öryggi, sem bjargaöi þeim frá ólýsanlegri niöurlæg- ég mun leiða þig þangað, sem þú vilt eigi“. Og mér er einnig í minni bréf, sem ég las fyrir nokkru í höfuömálgagni brezku rfkiskirkjunnar frá rússneskum baptista- presti, er segir frá ofsókn- um, vinnuþrælkun, fanga- vist árum saman og út- legðarárum í Síberíu, sem hann og trúbræður hans hafi oröiö aö þola vegna þess, að þeir boöuðu kristna trú og reyndu að halda uppi guösþjónust- um fyrir þá, sem sækja vildu. Það sem vakti mér aðdáun var, hvernig þessi prestur varðveitir umburöarlyndi, hógværð og fyrirgefningarhugarfar í öllum þessum þrenging- um. Tvær systur, sem ég þekkti vel voru aö ræða saman um konu, sem þær þekktu ungar vestur í Dölum og hafði borið ótrúlega erfiö örlög aödáanlega, og varö þá annarri þeirra af vörum vísa, um undrun sína yfir henni og öðrum: „hvað þeir gátu grátiö lágt í gaddi og krapahríðum" (Th.Th.) Menn eru margvíslegir, lífsviðhorfin eru mörg, en er hægt að taka sáttum við hin erfiðustu kjör ef haldið er þeirri gömlu hugmynd, að allar okkar raunir og óhöpp séu send af Guöi. Hitt er svo annað mál, aö hann lætur okkur fæðast inn í heim og lifa í Friður, — sálarfriöur, hver á hann? Allir þrá hann, vitandi eöa óvitandi. Hvað mun um þá mörgu sem bera þunga byrði vegna slysfara síöustu vikna á sjó og landi og lofti? Sá samúðarhugur sem til syrgjenda hefur vafalaust leitað úr öllum áttum, er fóður, en þúsundfalt betri sú trú, sem vakti öryggi og frið lausnaranum, sem ótta- laust hvíldi undir æöandi öldufaldinum þegar báts- verja alla haföi gripiö ógn og kvíði. Hann þekkti þá HÖND, sem skapað hefur sólkerfin sjálf og heldur hnattanna sveimi í fastri rás og leiðir skipverja alla heila að ódáinsströnd, þegar bátskelin brotnar í brimi og ölduróti. „Hve veik er súðin, sem oss ber um svefnþung dauðans höf“, — súðin er veik, hvort sem við siglum á landi, í lofti eöa á sjó, en höndin eilífa er sterk, sem í gegn um allar hættur, öll jarðnesk sorgarefni er aö leiða milljaröir barna sinna að markmiðum óralangt handan viö þann heim, s.em jarönesk augu greina og er fullur af hættum, fullur af lærdómsefnum, sem eilífðin ein vinnst okkur til að nema. í þeirri trú hafa langsamlega flestir menn í kristnum heimi fundið sálarfriö á leiðum þeirrar trúar, þótt margir aörir hafi leitað hans og fundið á öðrum leiöum. ISkattaþjonustan sf. AUGLYSIR Á tímum óvissu í skattamálum eru menn í vafa um réttarstöðu sína. Hvernig v»ri aö vera ávallt viss í sinni sök? Viö bjóöum einstaklingum og fyrirtækjum Skatttryggingu Tryggingin felur i ser: 1. Skattframtal 1979. 2. Skattalega ráögjöf allt áriö 1979. 3. Allt annaö sem viökemur skatti yöar á árinu 1979. Skattaþjonustan sf. Langholtsvegi 115, Reykjavík, sími 82023, Bergur Guðnason hdl. Það bezta l bærm m JÞorramaí^ór Útbúum þorramat í hverskonar veizlur og mannfagn- aöi, stóra sem smáa. KölcL bo'rð Okkar vinsælu „köldu boð“ með margskonar útfærslum, sem henta og gleðja alla viö öll tækifæri s.s. árshátíð- ar, heimaboö ofl. Einnig útbúum viö hverskonar heita rétti. JE$rm'tÁ,<s>lcCL'LLJC>S- 've'iæl'VL'r Ef um er aö ræða brúðkaups- veizlu með tertum þá fást þær hvergi betri, einnig henta okkar glæsilegu húsakynni vel fyrir slíkar veizlur. F1er~rrLÍ/ri<jci'r- 've'læl'LL'r' Nú er rétt að huga aö fermingarveislunni því ekki er ráö nema í tíma sé tekið. Útbúum að ykkar ósk allt sem til þarf. Bjóöiö 'vinum og œttingjum aöeins þaö bezta — meira getur enginn boöiö. \Z Strandgötu 1. Sími 52502 og 51810. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.