Morgunblaðið - 21.01.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 21.01.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 15 hamskipti, blaðamaðurinn breyt- ist í fljúgandi járnkarl, sem herjar á glæpalýð og þorpara borgarinn- ar. Þannig kemst Súpermaðurinn í kast við stórþorparann Lex Luthor (Gene Haekman) og þý hans, sem hefur aðsetur sitt undir yfirborði borgarinnar og situr þar jafnan á svikráðum við borgarana. Þarna hefst hin ægilegasta barátta góðs og ills sem ekki sér fyrir endann á fremur en í raunveruleikanum. * Flókin ástamál Ástamál myndarinnar eru býsna flókin og eiginlega kapítuli út af fyrir sig. Blaðamaðurinn hægláti, hann Clark Kent, vinnur einatt með öðrum blaðamanni, ungri og aðlaðandi stúlku að nafni Lois Lane og er ekki laust við að hann elski hana í laumi, þótt hann hafi ekki uppburði í sér til að hafa sig neitt í frammi í þeim efnum. Lois Lane hefur þegar hér er komið sögu verið falið að hafa uppi á og fylgjast með þessum Súper- manni, sem sýknt og heilagt eru að berast fréttir af um alla borgina, og með harðfylgi tekst henni að ná fundum hans eða öllu heldur Súpermaðurinn verður til að bjarga lífi Lois Lane í þyrluslysj. Er skemmst frá því að segja, að Lois Lane fellur gjörsamlega fyrir Súpermanninum svo að Clark auminginn Kent kemst ekki einu sinni að í huga hennar. Súper- mann hins vegar lítur ekki við þessari blaðskellandi blaðakonu, svo að þarna er úr vöndu að ráða sem kvikmyndagerðarmennirnir eru auðvitað ekkert að draga fjöður yfir. Reyndar er gefið í skyn að þetta kunni einungis að vera látalæti hjá ofurmenninu, og eiga rætur sínar í líffræðilegri sam- setningu hans, sem er víst eitthvað öðru vísi en hjá venjulegu fólki og þess vegna einhver áhöld um að ofurmennið geti yfirleitt gagnast blaðakonunni. Þetta vandamál mun eitthvað skýrast í Súper- manni II, sem er í burðarliðnum rétt í þessu og væntanleg til sýninga einhvern tíma á næsta ári með öllum helztu sömu leikurun- um og í hinni fyrri. Svo það er bara að bíða og sjá. Þótt þetta flókna mál sé óleyst í Súpermannsmyndinni sem hér er á dagskrá, þá munu kvikmynda- gerðarmennirnir hafa greitt af stakri snilld úr öðru erfiðu vanda- máli — því hvernig átti að fá Súpermanninn til að fljúga sem eðlilegast. Kvikmyndin hefur fengið mikið lof fyrir tæknibrellur sínar á þessu sviði og þá ekki síður Christopher Reeves, sá sem leikur Súpermanninn, en hann á að hafa sýnt einstaka atorku og harðfylgi við töku þessara atriða, og slegið við öllum staðgenglum sem yfir- leitt eru notaðir í tilfellum sem þessum. Útkoman er líka sögð vera hrein listflugssýning. „Súper- maðurinn flýgur ekki aðeins betur og hraðar en nokkur fugl eða flugvél heldur hefur hann uppi slíka listflugstilburði að jafnvel örninn myndi festa sætisólarnar," segir gagnrýnandi Time. Brando. faður ofur- barnssins og leiðtogi deyjandi samfélags. Útsalan hefst á morgun Kjólar — Dragtir — Blússur — Pils. 20—80% verölækkun. Dragtin, Klapparstíg 37. Æ' Æ- Utsala — Utsala Mikil verölækkun. Glugginn Laugavegi 49. Tilkynning frá Bæjarfógetaembætt- inu í Kópavogi Frá og meö mánudeginum 22. janúar 1979 veröur þinglýsingadeild embættisins opin frá kl. 10:00—13:00, mánudaga til föstudaga. Aöeins á ofangreindum tíma veröur tekið á móti skjölum til þinglýsingar. Aö ööru leyti veröur afgreiöslutími embættisins óbreyttur. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.