Morgunblaðið - 21.01.1979, Síða 19
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979
19
um við látið. Það var orðið of
þröngt um okkur á loftinu okkar.
Við ætluðum .að flytja út á Long
Island, en enduðum í staðinn
vestur í Buffalo.
Síðan hafa þau Steinunn og
Woody verið í Buffallo og unnið að
verkefnum sínum. Linda I.
Carhcart, forstjóri
Albright-Knoxlistasafnsins segir í
kynningarbók um þau, að þar hafi
þau byrjað að setja saman segul-
böndin, sem komin voru á markað-
inn. Hún segir m.a.: „Hvor lista-
maðurinn um sig er sjálfstæður,
og hefur ákveðnar skoðanir og
viljastyrk. Samt vinna þau saman
— þróa vinnugrundvöllinn hvort
með öðru jafnt sem með nemend-
um sínum og fjölmörgum vinum
úr öðrum listgreinum, svo sem
kvikmyndum, vísindum og málinu.
Og síðar segir hún: „Þau eru
könnuðir og uppfinningamenn á
sínu sviði.“ Þau voru líklega fyrstu
umsækjendur um John Simon
Guggenheim-styrkinn, fyrir video
á árinu 1962 sérstök verðlaun, sem
veitt eru ungum stjórnendum á
fræðslumyndahátíðinni í Carlsbat.
Sumarið eftir var hann aðstoðar-
leikstjóri hjá tékkneska sjónvarp-
inu í Brno og 1964 hafði hann lokið
prófi sem framleiðandi og stjórn-
andi fræðslukvikmynda. Hann fór
til Alsír, gerði stutta fræðslumynd
og eftir að þau Steinunn giftu sig,
kom hann með henni til Islands og
gerði hér kvikmynd um sumarið.
• Yfir í
________nýja tækni__________
Woody Vasuíka var í Tékkó-
slóvakíu, þegar rússneski herinn
kom og velti Dubcheck, en slapp út
fyrir heppni á sínu tékkneska
vegabréfi, þar sem rússnesku
hermennirnir á landamærunum
gátu ekki lesið latneska stafrófið í
vegabréfinu hans og hann þóttist
vera Ameríkani. En tékknesku
starfsmennirnir sögðu ekki til
hans. Hann fór um ísland til
Bandaríkjanna, þar sem þau
Steinunn settust að í New York.
Næstu þrjú ár starfaði hann þar
sem kvikmyndagerðarmaður með
Francis Thompson og seinna fyrir
arkitektana Woos Ramirez Works
að iðnaðarsýningum á mörgum
kvikmyndatjöldum í senn o.fl.
Steinunn var fiðluleikari. — Ég
gerðist tónlistarmaður á frjálsum
markaði í New York, segir Stein-
unn. En þá þegar vissi ég að þetta
var ekki það sem mig langaði að
gera... það rann upp fyrir mér að
ég var að spila til þess eins að afla
fjár, sem ég tel ekki rétt, því að
.tónlist ætti að iðka af ástríðu og
sér til ánægju. Á meðan var
Woody að fást við tilraunir með
elektrónísk hljóð og „stroboscop-
isk“ ljós. Það kom í eðlilegu
framhaldi af starfi hans við
fjölskerma-kvikmyndirnar. 1969
tók hann að gera tilraunir með
elektrónískar myndir og hljóð með
tækjum frá Harvey Lloyds Studio.
Það telur hann að hafi verið fyrsta
reynsla hans af video, eða mynd-
segultækni. Nú var hann að
nálgast tæknihliðina á málinu.
Hann fann að þarna var miðillinn,
sem hann vildi nota.
Steinunn kveðst þá hafa kynnst
þessari myndsegulbandatækni,
þar sem Woody vann. — Við
vorum vön að koma þarna inn og
sitja þar bara klukkustundum
saman við að horfa á endursýning-
ar — þetta er sjálfvirkt. Það bara
heldur áfram. Maður beinir vél-
inni að sjónvarpsskerminum, setur
hana af stað og situr og horfir og
talar. Eftir nokkra stund lítur
maður upp og myndin hefur
breyst. Þá byrjuðum við að velta
fyrir okkur hvernig við gætum
haft áhrif á þetta, hvernig við
gætum stjórnað því, hvað við
ættum að gera til að breyta því —
finna lögmálin sem giltu, ef
einhver væru — hvers vegna þetta
yfirleitt gerðist svona, hver væri
ástæðan og því í ósköpunum ég
væri að stara á þetta. Það fyrsta
sem við gerðum, var að láta
myndirnar hafa áhrif á hljóðin og
öfugt. Þá uppgötvuðum við að
myndavélin var ekki nauðsynleg
— volt, raftíðni gat gert myndir,
segir Steinunn. Þá fórum við að
gamni okkar að leika með nokkurs
konar sýningar og kölluðum segul-
böndin skissur. Þau eru 3--5
mínútur að lengd og við notum þau
enn.
— Woody fór líka um þessar
mundir í Fillmore East og tók upp
Jetro Tull, Jimi Hendrix og fleiri.
Og hjá okkur var stöðugur
straumur af fólki, sem kom til að
horfa á segulböndin, segir Stein-
unn ennfremur. Ég var heima og
gerði tilraunir, þegar ég var ekki
að spila. Þegar Woody kom heim
úr vinnunni kl. 5, sagði ég kannski.
„Komdu og sjáðu, ég er með nýtt
band til að sýna þér!“ Hann fór að
öfunda mig. Og dag einn sagði
hann við heimkomuna. „Ég ætla
ekki að fara út að vinna lengur."
Fjölskylda Steinunnar ákvað að
hjálpa þeim, þ.e. foreldrar hennar
Steinunn við innivinnu.
og móðurbróðir Eggert Briem. —
Það var albesta hjálpin sem við
höfum nokkru sinni fengið. A
þessum tíma vorum við svo
þurfandi. Okkur var ljóst, að við
yrðum að hafa okkar éigin tæki.
Þar á meðal þrjár samskonar
sýningarvélar, hljóðvélar o.fl.
• Könnuðir og
uppfinningamenn
Eric Siegel hvatti þau mjög. Þau
mynduðu á árinu 1971 vinnuhóp,
sem nefndist „Perception," og
hlutu styrk frá Menningasjóði
New York ríkis. Wise hafði sett
upp fyrstu video-sýninguna á
árinu 1969 í vinnustofu sinni á
57undu götu í New York og nefndi
hana „Television as a Creative
Medium." — Hann gerði það sem
Steinunn að útbúa sýningu sína
Albríght-Knox saíninu íBufíalo.
á Machine Vision í
engum hafði fyrr dottið í hug,
segir Steinunn. Hann setti upp
video-sýningu, sem nú er fræg í
sögunni. Við sáum hana þá og
vorum mjög hrifin.Það var okkur
mikil hjálp við að átta okkur á því,
að það var ekkert „ólöglegt" við
það sem við vorum að gera. Fjöldi
fólks varð fyrir áhrifum af þessari
sýningu. Styrkinn notuðum við að
hluta til að stofna elektroniska
listamiðstöð, sem við nefndum The
Kitchen eða Eldhúsið. Woody tók
þátt í mörgum video-hátíðum,
sýningum og gerði margvíslegar
tilraunir m.a. í Witney-safninu.
Það vakti áhuga og hann hlaut
styrki. Blandað var saman alls
konar tækni og listum. Hann
starfaði líka að nokkru við sjón-
varp.
Sumarið 1972 héldu þau Stein-
unn og Woody vestur til San
Francisco og tóku mikið upp af
efni víðs vegar á heimleiðinni
hlóðu geimana á nóttunni í
módelunum, þar sem þau gistu.
Þau höfðu fengið ferðastyrki frá
lista- og sjónvarpssjóðum. Og
vorið 1973 var þeim boðið að vinna
í rannsóknastofu sjónvarpsstöðv-
arinnar fyrir rás 13 í New York. —
Við héldum að þarna hefðum við
nokkurs konar tilraunastofu, sem
við gætum notað, en útvarp gefur í
rauninni ekki slíkt svigrúm, segir
Steinunn. Um haustið vildum við
taka okkur upp. „Eldhúsið" höfð-
á árinu 1967, og þurftu þá að gera
grein fyrir umsókn sinni fyrir
framan gagnrýna nefnd, sem ekki
vissi einu sinni hvað orðið þýddi.
En 10 árum síðar hlaut Steinunn
starfslaun þaðan, til að halda
áfram vinnu sinni með myndsegul-
bönd.
Á árinu 1975 tóku leiðir að skilja
hvað áhuga og túlkun snerti. Og
þau tóku til starfa einstaklings-
bundið og sjálfstætt — þótt þau
vinni enn mikið saman. Á fyrr-
nefndri sýningu ber Steinunn
ábyrgð á því, sem nefnist Machine
Vision, en Woody því sem á ensku
nefnist Descriptions.
Þegar Steinunn b.vrjaði að vinna
sjálfstætt, lýsti hún því á þessa
leið: Ég sneri mér aftur að
svart-hvítum myndsegulböndum.
Það sem ég hafði áhuga á var tími
og rúm. Til að framkalla hreyfingu
á myndflöt eru tvær aðferðir, að
hreyfa kvikmyndavélina eða láta
eitthvað hreyfast fyrir framan
hana. Með því að koma vélinni
fyrir á hreyfanlegum mótor, gat ég
fengið endalausar hringsýningar
með aðdrætti og vindingi. Þá var
ég vön að beina annarri kvik-
myndavél að þessari o.s.frv.
Stundum varð útkoman af þessari
vinnu á segulböndum og stundum
fastamyndir. Þetta hreif mig
næstu árin. Vélin sem ég notaði
fyrst í Machine Vision kom úr
pússi Woodys, því hann er tækja-
smiðurinn. Tækin bjó hann að
mestu til sjálfur fyrir kvikmynd-
irnar sínar. Ég leik mér með þær á
minn hátt, alveg eins og ég var vön
að gera í músikinni. Ég nota
raunar líka fiðluna mína til
prófana. Á árinu 1976 fékk ég
Guggenheimstyrkinn og var boðið
að taka þátt í kvikmyndahátíðinni
í Berlín. Nú var ég farin að sýna
heilmikið mín eigin verk. Þessi
segulbönd voru ekki lengur
afrakstur Vasulkahjónanna, svo
þau voru merkt Steinu. Auk
svarthvítu Machine Vision band-
anna var ég farin að gera litabönd,
venjulega við kvikmyndavél, fram-
leiddi litaflekki og depla á heilum
flötum og videosnjó. 1977 náði ég
svo í litamyndavél. Það var eins og
að uppgötva Video aftur. Ég dróst
líka sífellt meira að tölvuframkall-
andi og tölfustýðu myndsegul-
bandi — erfitt verkefni, sem ég
ræð ekki ennþá almennilega við.
Og nú í ár, 1978, kenni ég meira en
ég hefi nokkru sinni gert. Mér
þykir ákaflega gaman að því, þó að
ég efist um gagnsemina. Við
Woody erum aftur komin í sam-
vinnu um tvö verkefni, sex sýning-
ar fyrir WNED sjónvarpið á 17.
rás í Buffalo og sýninguna í
Albright Knox-listasafninu. Mig
langar til að vekja áhuga fólks á
þessum töfraheimi. Woddy hefur á
meðan unnið að ýmsum verkefnum
á sviði kvikmynda og kyrra
mynda. 1976 hlaut hann NEA
styrk til að framleiða kvikmynda-
þætti, sem m.a. voru gerðir fyrir
video sýningu á safninu Museum
of Modern Arts og árið eftir
sjónvarps- og útvarpsverkefni.
Erfitt er að átta sig á þessari
listgrein og tilraunastarfsemi
þeirra Steinunnar og Woodys á
sviði listrænnar túlkunar, enda
notuð tæki, sem fáir kunna skil á.
— Þau hafa áhuga á töfrum og
kenningum myndsköpunar með
myndsegulbandatækni, eins og
Cathcart skrifar í bókum um þau.
(Samantekið af E. Pá.).
Steinunn með foreldrum sínum, Bjarna Guðmundssyni og
Gunnlaugu Briem sem eru látin, á gamla heimilinu í
Suðurgötu.