Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979
25
Sýniiig Guðbergs Auðuns-
sonar í Gallerí Suðurgötu 7
Það má til sanns vegar
færa, að myndir Guðbergs
Auðunssonar, sem um
þessar mundir sýnir í sýn-
ingarsalnum að Suðurgötu
7, séu „ný bókun á gömlum
sannleika“. Að hagnýta sér
rifrildi af veggspjöldum er
sígilt myndefni og hefur
verið útfært á margan veg í
myndlist, listiðnaði og ljós-
myndun. Hér er nefnilega
um mjög myndrænt við-
fangsefni að ræða, sem
sjálfgefið var að sjónlistar-
menn uppgötvuðu fljótlega,
því að veggspjöld setja
sérstakan, mannlegan svip
á umhverfið. Eru hreint
lífsnauðsynleg til að vega
upp á móti kaldri ómannúð-
legri steinsteypu stórborg-
anna.
Fyrir utan rifrildi af
veggspjöldum leitar Guð-
bergur uppi sérstæð mynd-
ræn fyrirbæri úr umhverf-
inu svo sem nöfn myndanna
gefa greinilega til kynna:
„T á ÍR-húsinu við Tún-
götu“ (I), „Lítið m við
bílastæðið fyrir framan
sjónvarpið" ( og „9 eða lítið
g sem hangir á öskutunnu í
miðbænum.“ Þetta voru
jafnframt -þær myndir er
vöktu einna mestu athygli
mína.
Ljósmyndavélin gegnir
meginhlutverki í tilurð
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
þessara mynda ásamt
myndrænu auga fremjand-
ans og þannig séð virkar
sýningin stórum meira á
skoðandann sem ljós-
mynda- en myndlistarsýn-
ing. Hvort það sé kostur eða
galli er svo að sjálfsögðu
algjört matsatriði en ég
segi fyrir mig, að ég sakna
hér áferðar þeirrar og
efniskenndar, sem hand-
unnar myndir búa yfir.
Slíkar myndir þykir mér
safaríkari ef svo má að orði
komast og jafnframt meir í
ætt við hið upprunalega.
Ljósmyndir virka sem
spegilmynd hlutanna —
endurvörpun þeirra. Það er
t.d. eitt að verða fyrir
áhrifum af brotabroti til-
verunnar og vinna út frá
því á meira eða minna
huglægum forsendum, —
annað að endurvarpa fyrir-
bærinu af filmu eða með
„súperrealistískum" vinnu-
brögðum í málverki.
Þetta eru skemmtilegar
og mjög vel útfærðar ljós-
myndir hjá Guðbergi —
vinnubrögðin bera þess
greinilegan vott, að hér er
vandaður fagmaður á ferð.
Eins og menn vita þá er
Guðbergur auglýsinga-
hönnuður að mennt og
hann notfærir sér vissulega
óspart faglega þekkingu
sína — líkast til um of í
mörgum tilvikum. Ósjálf-
rátt fýsir mann að sjá
hraustlegri og umbúðalaus-
ari vinnubrögð frá hendi
Guðbergs og maður treystir
honum vel til árangurs á
þeim vettvangi. Væri t.d.
fróðlegt að sjá útkomuna af
samtengdum vinnubrögð-
um t.d. málverk — grafík
— ljósmynd.
Eitt er athyglisvert við
þessa sýningu og það er hve
hún er ólík öllu öðru sem
maður hefur séð á þessum
stað og sem slík hefur hún
sérstakt gildi og eykur
áfjölbreytnina.
Sýningarskrá er einföld
og vel úr garði gerð og gæti
hægast þjónað sem fyrir-
mynd og tákn sýningarsal-
arins.
Bragi Ásgeirsson.
Frá Reykjavík.
heimtu ríkis og sveitarfélags
kemur mjög illa við veika
rekstrarstöðu atvinnuvega í borg-
inni — og vegur þann veg að
atvinnuöryggi — því fleiri krónur
sem teknar eru úr launaumslögum
fólks í opinbera skattheimtu, þeim
mun færri verða eftir til frjálsrar
ráðstöfunar og framfærslu
heimila og einstaklinga. Skatt-
heimtan er því veigamikið kjara-
atriði fyrir hvern og einn, þótt
vinstri flokkar haldi því lítt á loft.
Mismunandi
álagningarreglur
Sveitarfélög beittu mjög mis-
munandi álagningu fasteigna-
gjalda 1978. Hér á höfuðborgar-
svæðinu voru gefnir afslættir frá
0,5% reglunni: 15,8% í Reykjavík,
20% í Garðabæ og Seltjarnarnesi,
25% í Hafnarfirði og Mosfells-
sveit. Kópavogur var þó aðeins
með 10% afslátt. Nú liggur nokkuð
ljóst fyrir að Reykjavík verður
ekki með neinn fasteignagjaldaaf-
slátt, Kópavogur verður líklega
með álag (10%) í stað afsláttar en
önnur sveitarfélög munu halda
afslætti áfram, frá 10% upp í 20%,
jafnvel 25%. Hér skapast strax
nokkur aðstöðumunur eftir því,
hvers konar meirihluti fer með
stjórn hvers sveitarfélags.
Svipuðu máli gegnir með
aðstöðugjöldin. Seltjarnarnes og
Mosfellssveit munu t.d. halda
sömu álagningarreglu eða hlutfalli
og þar hefur gilt allar götur frá
árinu 1973. Reykjavík mun hins
vegar hverfa að fullri aðstöðu-
gjaldaálagningu og eins Kópa-
vogur. Þetta þýðir rúmlega 30%
hærri aðstöðugjöld í vinstri
stjórnar sveitarfélögum en t.d. á
Seltjarnarnesi og í . Mosfellssveit.
Hér verður því mikill aðstöðu-
munur varðandi hvers konar
atvinnurekstur, sem aftur tengist
almennu atvinnuöryggi, eins og
rekstrarstöðu fyrirtækja er háttað
í dag.
Ekki liggur enn ljóst fyrir, hvort
horfið verður almennt að 12%
útsvari af brúttótekjum í stað
11%. Ef 12%-reglan verður
heimiluð er næsta víst, að bæði
Reykjavík og Kópavogur hverfa að
henni. Líklegt er að sveitarfélög,
sem sjálfstæðismenn stjórna hér á
höfuðborgarsvæðinu, haldi sig þá
við 10% eða 11% útsvör.
Seltjarnarnes hefur þegar gengið
frá fjárhagsáætlun með 10%
útsvörum, eins og á s.l. ári.
Allavega verða útsvör fólks, sem
býr við Nesveg, mismunandi há,
eftir því hvort það býr í þeim hluta
götunnar sem tilheyrir Reykjavík
eða Seltjarnarnesi.
Hinn nýi borgarstjórnarmeiri-
hluti er dýr á fóðrum og hefur
þegar skapað verulegan aðstöðu-
mun fólks eftir búsetu hér á
höfuðborgarsvæðinu. En skatt-
borgarinn er reynslunni ríkari.
„Skattaherópið“
Þjóðviljinn, ver til þess heilum
leiðara sl. fimmtudag að réttlæta
hærri skattheimtu, hvort heldur
sem er á sviði útsvara, aðstöðu-
gjalda eða fasteignagjalda í
Reykjavík en nágrannabyggðum.
Þetta höfuðmálgagn hækkandi
skattheimtu í þjóðfélaginu er
heldur betur í essinu sínu hvert
eitt sinn, sem greiða þarf gjald-
heimtu leið ofan í launaumslög
almennings. Að þessu sinni varð
þó lítið úr því högginu sem hátt
var til reitt, enda vígstaðan
bágborin. Það á m.a. að réttlæta
hærri gjöld í Reykjavík að þar sé
„tiltölulega miklu meira af iág-
tekjufólki og öldruðu fólki“. Þetta
er skrítin kenning í „málgagni
verkalýðshreyfingar", eins og
blaðið kallar sjálft sig! Þá er reynt
að hengja sig í það hálmstráið að
„svefnbæirnir" veiti minni þjón-
ustu en höfuðborgin og þiggi að
auki sitt hvað af henni. En hvér er
sannleikurinn í því efni?
Ýmsar þjónustustofnanir í
Reykjavík, s.s. strætisvagnar,
hitaveita og slökkvilið, selja þjón-
ustu út fyrir borgarmörkin, með
samningum sveitarfélaga á milli.
Fyrir þessa þjónustu kernur að
sjálfsögðu full greiðsla og sam-
vinnan réttlætist af gagnkvæmum
hagnaði, sem leiðir til ódýrari
rekstrar en í minni starfseining-
um. Þetta er því hæpin réttlæting
skattavaxtar í höfuðborginni.
Snýst jafnvel við ef vel er að gáð.
Enda reynir „skattaherópið“ ekki
að skýra það, hvers vegna þessi
þörf mismunandi skattheimtu
kemur fyrst fram, eftir að vinstri
meirihluti er kominn í borgar-
stjórn. Hvers vegna var haldið til
jafns við nágrannabyggðir um
afslátt af fasteignagjöldum og
aðstöðugjöldum meðan Sjálfstæð-
isflokkurinn réð ferð?
Átján hundruð
milljónir króna
Birgir ísleifur Gunnarsson, fv.
borgarstjóri, sagði m.a. við fyrstu
umræðu um fjárhagsáætlun borg-
arinnar 1979, að bæjarbúar stæðu
nú frammi fyrir tillögum um
auknar álögur sem næmu samtals
um 1800 milljónum króna, auk 320
milljóna viðbótar á íbúðaeigendur.
í stað þess að sveigja útgjöld
borgarinnar að tekjum hennar
eins og áður væri nú siglt í
stóraukna skattheimtuátt.
Hann vakti athygli á því að
hækkun fjárhagsáætlunar milli
ára næmi um 55% frá endurskoð-
aðri fjárhagsáætlun í júlí 1978 og
G2.9% frá samþykktri fjárhags-
áætlun í janúar 1978. Frá desem-
ber 1977 til desember 1978 hefði
framfærsluvísitala hækkað um
46.9% svo hér væri um verulega
meiri hækkun að ræða en sem
næmi verðlagsþróun í landinu.
Vinstri meirihlutinn ætlaði sér því
að verða frekari á fjármuni
Reykvíkinga en góðu hófi gegndi.
Birgir Isleifur vakti sérstaka
athygli á því, hvar hækkun
aðstöðugjalda kæmi þyngst niður:
þ.e. á rekstri fiskiskipa, kjötiðnaði,
matvöruverzlun, matsölum og
tryggingastarfsemi. Hún bitnaði
því þyngst á atvinnugreinum, sem
tengdar væru nauðþurftum fólks.
Hætt væri við að þessi hækkun
færi með tímanum út í verðlagið,
yki á útgjaldaþunga fólks og
verðbólguvandann.
Þrátt fvrir þessar gífurlegu
hækkanir tekjupósta væri stefnt í
stórkostlegan rekstrarhalla borg-
arsjóðs. Ekki væri reiknað -með
eðlilegum verðhækkunum í áætl-
uninni eins og áður hefði verið
gert. Þegar á heildina væri litið
væri ljóst, að hina pólitísku
forystu við gerð þessarar fjárhags-
áætlunar hefði skort.
Kosningaúrslitin frá sl. vori eru
smárn saman að birtast almenn-
ingi á skattseðlum ríkis og Reykja-
víkurborgar.