Morgunblaðið - 10.02.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 10.02.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBROAR 1979 Einn af vinsælustu Hot Rod bílum er '34 Fordinn. Þessi hefur verið endurbyggður með 427 Chevy og tveimur fjórföldum Holley blöndungum. Að innan er bfllinn klæddur ektra leðri. '32 Ford Roadster, einn af glæsivögnum Ford, með blæjum hvað þá meir. Eigandi þessa bfls býr á Ilawaii og þarf því ekki að kvarta yfir saltaustri borgaryfirvalda. Biörn Emilsson skrifar: Fleiri ökuÞórar en vilja viöur- kenna eru ástfangnir af bílum sínum. Sennilega er ekkert elsk- að jafn innilega á jaröskorpunni og járnfákurinn, aö undanskilinni konunni. En paö er önnur saga. Margir ökupórar eyöa meira fé í að „fæöa og klæöa“ bílinn en konuna. En pað er líka önnur saga. Vinnustundir í púsunda vís fara í súginn við aö strjúka og nudda bílinn. Betur væri aö kon- an yrði pess aðnjótandi. Bifreiöin á rætur sínar aö rekja til Evrópu. „Sámur frændi“ var frekar aftarlega á merinni viö upphaf bílaaldar. Félagsleg áhrif bifreiöarinnar hafa pó hvergi gamlir Fordar veriö eins mikil og í Ameríku. Fyrstu bílar Evrópubúa voru ein- göngu eign efnafóiks. Segja má aö brautryöjendur bifreiða til almenningsnota séu peir R.E. Olds og Henry Ford. Þeim varð paö snemma Ijóst að bifreiöin yröi aö verða eign annarra en peningajöfra. Þeir hittu naglann á höfuðið og bifreiðaframleiösla til miöstéttafólks varö aö raun- veruleika. Samfara framleiöslu ódýrra bíla framleiddi Ford Lin- coln-bílana. Hann haföi keypt Lincoln-samsteypuna er hún varð gjaldprota. Lincoln-bílar eru framleiddir enn í dag. Af brautryöjendum bifreiöaiön- aöarins í Ameríku eru enn starf- andi Buick, Cadillac, Ford, Olds og Rambler. Fátt hefur haft eins mikil áhrif á framleiöslu bíla og uppgötvun Henry Fords á færibandafram- leiöslunni. Sú uppgötvun hans haföi pau áhrif, aö hægt var aö smíða fleiri og ódýrari bíla. Módel T-bíllinn, sem kynntur var árið 1908, pótti sérlega hentugur til færibandaframleiðslu. Næstu fimm árum eyddi Ford í aö lækka söluverö bílsins úr 850 dollurum í 600. Samsetningartími bílsins lækkaöi við færibandiö um 12 tíma, eða úr 13 klukkustundum í 90 mínútur. Ford framleiddi T-módelið í 15 milljónum eintaka áöur en hann hóf framleiöslu módel A bílsins áriö 1925. Fordar áranna í kringum 1930 hafa veriö ákaflega vinsælir með- al bifreiöaverndarmanna. Þeir hafa veriö geröir upp frá grunni, krómhúöaöir í hólf og gólf og málaöir í öllum regnbogans lit- um. Sumir Fordeigendur hafa kosiö að vernda bílana í sinni upprunalegu mynd. Þeir hafa eytt miklum tíma í aö smala saman gömlum varahlutum, svo allt veröi sem líkast gamla Ford- inum. Hér á síöunni gefur aö líta árangur nokkurra pessara manna. Meöalverö bílanna í dag er um 10.000 dollarar. Þeir eru ekki margir Fordarnir líkir þessum. í grunninn er hann módel A og telst snöggur í kartöfluflutningum. Þessi Ford, sem er upprunalega T módelið 1918, líkist nó einna mest almenningssímaklefa. Straumlfnulag hans er greinilega ekki miðað við 300 km hraða. Eftir 31 ár er þessi vagn enn að flytja matvörur fyrir Möggu og allar hinar. Hann er smíaður árið 1936, þegar enginn lét sér detta f hug að nota sendiferðabfla til annars en sendiferða. Endurbyggður Ford T frá árinu 1926. Eigandi John Buttera, frægur fyrir hönnun „samloku“ bfla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.