Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
11
40 ára söngafmæli
Gudrúnar Á. Símonar
Hún syngur í Dómkirkjunni á sunnudag af því tilefni
Á þessu ári á hin þekkta
óperusöngkona, Guðrún Á.
Símonar, 40 ára söngafmæli.
Hún hóf að syngja aðeins 15
ára gömul, mest meðal vina og
kunningja. en svo heyrði
Bjarni Böðvarsson hana
syngja, og eftir það söng
Guðrún mikið með hljómsveit
hans og kom þá fyrst fram í
útvarpi 17 ára gömul Hreif hún
Reykvíkinga þá þegar með
söng sinum og var stundum
nefnd „Deanne Durbin Reykja-
víkur.“
Jafnframt hóf Guðrún að
syngja í Kirkjukór Nessóknar
undir stjórn Jóns Isleifssonar.
Þar heyrði ég hana syngja fyrst,
og ég man, að mikið var um það
rætt, hvað hljómfögur rödd
hennar nyti sín vel í því góða
sönghúsi, Háskólakapellunni.
Var og oft hrein unun að hlýða á
messuflutning þar á þessum
árum, hjá ágætum kór og einum
besta söngmanni íslenskrar
prestastéttar, sr. Jóni Thoraren-
sen.
Guðrún var aðeins tvítug að
aldri, er hún fór fyrst utan til
söngnáms, en áður hélt hún 9
einsöngstónleika hér heima, 5 í
Reykjavík, tvenna á ísafirði og
aðra tvenna á Akureyri. Tíundu
tónleikana hélt hún svo hér í
borginni með Karlakór Reykja-
víkur.
Hin unga og vinsæla reyk-
víska söngkona varð brátt með
námi og reynslu einn okkar
.bestu söngvara og hefur sett
sterkan og skemmtilegan svip á
íslenzkt sönglíf þessa fjóra ára-
tugi, og enn er söngur hennar
Guðrún Á. Símonar.
hrífandi. Guðrún hefur ekki síst
sungið kirkjulega tónlist, og nú
hafa forráðamenn
Dómkirkjunnar óskað eftir því,
að hún syngi einsöng í messunni
á morgun sunnudaginn 11.
febrúar kl. 2 e.h. Þetta verður að
sjálfsögðu aðeins örlítið
„praeludium" að miklu söngári
hjá Guðrúnu, því bæði væntum
við þess að hún muni halda
sjálfstæða tónleika, og svo tel ég
víst, að útvarp og sjónvarp
minnist þessara tímamóta á
listferli hennar.
En í messunni á morgun syng-
ur Guðrún með Dómkórnum
uppáhaldslag sitt Allsherjar
Drottinn, og sem stólvers syng-
ur hún Lascia Chio Pianga eftir
Hándel.
Eg vænti, þess, að Reyk-
víkingar fjölmenni til messunn-
ar á morgun til þess að njóta
góðrar stundar í Guðshúsi, og
þar ekki síst söngsins, og sam-
fagna Guðrúnu með hennar
gifturíka skref til íslensks tón-
listarlífs. Þórir Stephensen.
V erkalýðsskóli
Sjálfstæðis-
f lokksins hef st
þann 24. febrúar
Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að Verkalýðsskóli
Sjálfstæðisflokksins verði haldinn 24. febrúar—3. marz 1979.
Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum fræðslu um verkalýðs-
hreyfinguna uppbyggingu hennar, störf og stefnu. Ennfremur þjálfa
nemendur í að koma fyrir sig orði, taka þátt í almennum umræðum og ná
valdi á hirfum fjölbreyttu störfum í félagsmálum.
Meginþættir námsskrár verða sem hér segir:
1. Saga og hlutverk verkalýðshreyfingarinnar
Leiðbeinandi: Gunnar Helgason, forstöðumaður.
2. Kjarasamningar, fjármál og sjóðir verkalýðsfélaga.
Leiðbeinandi: Björn Þórhallsson, formaður L.t.V.
3. Fræðslustarfsemi á vegum verkalýðshreyfingarinnar.
Leiðbeinendur: Hersir Oddsson, varaform. B.S.R.B. og Magnús L.
Sveinsson, varaform. V.E.
4. Stjórnun og uppbygging verkalýðsfélaga.
Leiðbeinandi: Hilmar Jónasson, form. Rangæings, Hellu.
6. Efnahagsmál — vísitölur.
Leiðbeinendur: Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og Þráinn
Eggertsson, hagfræðingur.
7. Fjölmiðlunartækni.
Leiðbeinendur: Magnús Finnsson, blaðamaður og Markús Örn Antons-
son, ritstjóri.
8. Framkoma í sjónvarpi.
Leiðbeinandi: Hinrik Bjarnason, framkv.stj.
9. Þjálfun í ræðumennsku, fundarstjórn og fundarreglum.
Leiðbeinendur: Kristján Ottósson, form. Félags blikksmiða og Skúli
Möller, kennari.
10. Félagsmál-kjaramál.
Leiðbeinendur: Ágúst Geirsson, form. Félags ísl. símamanna,
Guðmundur H. Garðarsson, form. Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
og Pétur Sigurðsson, fyrrv. alþingismaður.
Skólinn verður helgar- og kvöldskóli frá kl. 09:00—19:00 laugardag og
sunnudag með matar- og kaffihléum, og frá kl. 20:00—23:00 mánudag,
þriðjudag og fimmtudag. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræðum og
leiðbeinendum og hringborðs- og panelumræðum.
Skólinn er opinn sjálfstæðisfólki á öllum aldri, hvort sem það er
flokksbundið eða ekki.
Það er von skólanefndar, að það sjálfstæðisfólk, sem áhuga hefur á
þátttöku í skólahaldinu, láti skrá sig sem fyrst í síma 82900 eða 82398, eða
sendi skriflega tilkynningu um þátttöku til skólanefndar, Háaleitisbraut 1,
Reykjavík.
Gunnar
Helgason
Sverrir
Garðarsson
Magnús
Finnsson
Skúli
Möller
Björn
Þúrhallsson
Hilmar
Jónasson
Markús örn
Antonsson
ÁKÚSt
Geirsson
Hersir
Oddsson
Magnús L.'
Sveinsson
Brynjúlfur
Bjarnason
Þráinn
EgKertsson
Hinrik Kristján
Bjarnason Ottússon
Guúmundur H.
Garðarsson
Pétur
Sigurússon.
M.S. félag-
ið 10 ára
KOMIÐ er , út afmælisrit
M.S.-félags íslands, sem er
styrktarfélag sjúklinga
með sjúkdóminn heila- og
mænusigg sem svo hefur
verið nefndur á íslenzku og
er einnig þekktur undir
nafninu Multiple Sclerosis.
Styrktarfélagið er 10 ára
um þessar mundir og er
afmælisins minnzt í ritinu.
Aðalhvatamaður að stofnun
félagsins var Kjartan heitinn
Guðmundsson prófessor og yfir-
læknir sem fylgdist náið með
sjúkdómnum hér á landi. I
afmælisritinu sem fyrst og
fremst er fræðslurit félagsins eru
almennar upplýsingar um sjúk-
dóminn og væntir ritstjórinn
þess að þær geti orðið sjúklingun-
um til hjálpar og leiðbeininga svo
og aðstandendum auk þess sem
þær geta komið heilbrigðisstétt-
um að gagni og öðrum er vilja
fræðast um sjúkdóminn.
Meðal þeirra er skrifa í ritið
eru Sverrir Bergmann læknir um
sjúkdóminn, Haukur Þórðarson
yfirlæknir um endurhæfingu
MS-sjúklinga, María H. Þor-
steinsdóttir skrifar um sjúkra-
þjálfun við M.S. Ásgeir B.
Ellertsson yfirlæknir skrifar um
þverlögun og iðjuþjálfararnir
Guðrún Árnadóttir og Vallery
Tennenbaum skrifa um þátt iðju-
þjálfunar í meðhöndlun
MS-sjúklinga, auk fleiri greina.
Núverandi formaður MS-félags-
ins er frú Gréta Morthens.
allra, allra síöasti dagur
— og opið til hádegis
Rýmingarsalan er í Vörumarkaönum, Ármúla SG-hijómpiötur