Morgunblaðið - 10.02.1979, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1979
Myndlist
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Lífí
leir
Nokkrir leirkerasmiðir hafa
tekið sig saman og sett upp
sýningu á sýnishorni vinnubragða
sinna í FÍM-salnum við Laugar-
nesveg. Ekki er þetta tæmandi
yfirlit um stöðu listgreinarinnar
á íslandi um þessar mundir, því
að það vantar nokkra virka leir-
kerasmiði í hópinn, m.a. Hauk
Dór og Kolbrúnu Björgólfsdóttur.
Hins vegar gefur sýningin allgóða
hugmynd um vinnubrögð flestra
sýnenda á listasviðinu og um leið
staðfestir hún á uppörvandi hátt,
að marktæk vinnubrögð á þessu
sviði eru mjög í sókn á landinu.
Til þess að fá rétta mynd af
stöðu íslenzkrar leirkerasmíði
þarf miklu umfangsmeiri sýningu
og betri húsakynni — sýningin fer
að vísu ágætlega í FIM-salnum,
en annmarkar salarins eru til
staðar og koma hér greinilega í
ljós. Þó að sýningunni sé vel og
hugvitssamlega fyrir komið, er
verzlunarbragurinn enn ríkjandi,
en kemur hér minna að sök, því að
um listiðnað er að ræða.
Það ætti að vera óþarft að tæpa
á því enn einu sinni, að leirkera-
smíð er jafn gömul menningunni,
en gjarnan má árétta það, að fáar
listgreinar hafa í jafn ríkum mæli
orðið að þola léttvæga fjölda-
framleiðslu og að fá lönd hafa
verið jafn opin fyrir 'hvers konar
skrani á þessu sviði og ísland.
Það er því mjög þarft verk að
kynna hið markverðasta, sem gert
er á þessu sviði innanlands og
slíkar sýningar þyrftu að vera
árviss viðburður eins og Haust-
sýningar myndlistarmanna. Mót-
tökur þær, sem þessi sýning hefur
fengið, staðfestir þessa skoðun.
Leirkerasmíði er í eðli sínu
skyldari skúlptúr en málverki, en
þó er það til, er nefnist „keramík-
málverk" og vinna ýmsir nútíma-
listamenn á því sviði svo og í
smeltitækni (emaleringu), bæði í
gerð risastórra veggskreytinga og
minni verka.
Flestir sýnendanna sex í
FÍM-salnum velja þá leið að beita
blandaðri tækni — aðlaga nota-
gildi hlutanna listrænum vinnu-
brögðum. Þau hafa þannig yfir
sér skreytisvip, — en vel á
minnst, alvöru skreytisvip og í
ýmsum tilvikum mjög markviss-
an og snotran fyrir augað.
Líkt og er með vefjarlistina þá
er efniviðurinn í sjálfu sér í
mörgum tilvikum hættulega fag-
ur og auðvelt að ná þokkalegum
árangri — en það er líka jafn
erfitt að ná úrskerandi árangri á
listasviðinu. Fegurstu hlutirnir,
sem undirritaður minnist að hafa
séð í leirkerasmíði, hafa þannig
verið formið eitt — en það rýrir
þó ekki gildi aragrúa annarra
aðferða.
Hlutir Elísabetar
Ilaraldsdóttur. sem nú sýnir í
fyrsta skipti hérlendis eftir langt
nám heima og erlendis, eru t.d.
formið eitt og auk þess einlitir.
Þeir hafa yfir sér fágaða og
formræna fegurð og hafa þannig
séð mikið gildi í einfaldleika
sínum. Hún kemur mest á óvart á
þessari sýningu og haslar sér
umsvifalaust völl með okkar
traustasta fagfólki á listasviðinu.
Þetta er sú hreinasta leirkera-
smíð (keramík), sem ég hef séð
hérlendis um langt skeið, og hvers
konar tilraunir til skreytinga
þessara forma mundu vísast jaðra
við guðlast. Hér staðnæmdist ég
sérstaklega við hluti eins og nr. 19
„Egglaga form“ — 20 „Kúluform"
og 24 „Kaffisett". — Það er jafnan
gleðilegt, þegar að nýr einstakl-
ingur kveður sér hljóðs á jafn
sannfærandi hátt.
Jónína Guðnadóttir virðist
vera á miklu breytingaskeiði, hún
á fjölbreyttasta framlagið og það
sópar af þessu framlagi hennar.
Helst ætti hún þó að vara sig á
léttfengum fingraæfingum. Vegg-
relief hennar eru mörg mjög
skemmtileg, einkum myndirnar
„Mónó“ (38) og „Hreiður" (40). Af
skálunum þótti mér nr. 46 bera af.
Gestur Þorgrímsson er mynd-
höggvarinn í hópnum, og er það
meir en auðséð, — vasi hans nr.
74 er í fullkomnu formrænu jafn-
vægi og einföld skreytingin hittir
í mark. Skúlptúr hans „Rauð
jörð“ (81) hefur yfir sér persónu-
leg einkenni.
Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna)
er án efa þekktasti og vinsælasti
þátttakandinn í þessum hópi.
Myndir hennar ganga út líkast
rjómabollum, og er það vel, því
þær eru listrænar og skemmtileg-
ar og því góð eign. Hinar þokka-
fullu línur hennar njóta sín til
fulls í mynd nr. 47, „Línur". I
sumum myndanna á sýningunni
virðist hún hugsa í málverki og
hér þótti mér myndin „Rökkur"
(72) einna áhugaverðust.
Samvinna Gests og Rúnu tekst
oft vel, t.d«jÁ vösum nr. 56 og 57, en
á stundum virðist mér árangur-
inn full dekoratívur, t.d. í mynd-
unum nr. 62, 63 og 64.
Steinunn Marteinsdóttir fer
eigin leiðir í útfærslu hluta sinna
og ferst það misjafnlega úr hendi.
Máski hefðu hlutir hennar þurft
litsterkari bakgrunn til að njóta
sín. Þóttu mér hlutir svo sem nr. 5
„Mynd“ og vasarnir nr. 7 og 8 bera
af framlagi hennar.
Guðný Magnúsdóttir á mikinn
fjölda hluta á sýningunni, en hún
virðist ómótaðri en aðrir þátttak-
endur og þyrfti nauðsynlega að
hleypa heimdraganum — nógir
eru hæfileikarnir og vinnuviljinn.
Hlutir hennar nr. 89 og 90 bera af
öllu, sem hún á á sýningunni sakir
formræns einfaldleika.
Ágallar á sýningunni í heild eru
of margir hlutir í takmörkuðu
húsnæði og þeim dreift óþarflega
mikið. Þurfa gestirnir þannig að
hlaupa fram og til baka til að gera
samanburð á verkum einstakra
þátttakenda.
Óhætt er að slá því föstu, að
þetta sé „fallegasta sýningin",
sem sett hefur verið upp í
FÍM-salnum til þessa og ættu sem
flestir að leggja leið sína þangað
fyrir sunnudagskvöld, er sýning-
unni lýkur.
Ekki varð af spjalli við
Sigurjón Fjeldsted skólastjóra
á skólaráðstefnu sjálfstæðis-
manna um helgina. en þar var
hann einn af framsögumönn-
um. Því var rennt við hjá
hnnum í Hólabrekkuskóla á
fimmtudag og rabbað við hann
milli símtala og erindisrekst-
urs af ýmsu tagi, enda þar
rekinn 1000 nemenda grunn-
skóli. Svar skólastjóra við
fyrirspurn húsvarðar um hvar
mætti láta fyrirfcrðarmikið
dót, á þá lund að þvi mætti
hrúga yfir kvöldið inn í skóla-
stjóraskrifstofuna, fæddi af sér
fyrstu spurninguna um það,
hvað um væri að vera í skólan-
um.
Það kom í ljós, að þetta kvöld
væru nemendur með opið hús í
skólanum, en það gera þeir
hálfsmánaðarlega. Þá er alltaf
yfirfullt, sagði Sigurjón, og
auðvitað verður að snúa öllu við
hér. Krakkarnir frá árinu áður
hafa líka komið og fengið að
vera með, ef þau fylgja settum
reglum. Okkur finnst hagnaður
af því að hafa samband við þau.
En gætum auðvitað lent í vand-
ræðum með þetta, ef þau verða
of mörg. Ein bekkjardeild sér
um hvert kvöld. Krakkarnir
mega dansa í salnum og í stof-
unum er spilað og fleira þess
háttar, jafnvel komið fyrir
svampdýnum og slegist. Þetta
hefur gengið mjög vel undanfar-
in 2 ár og við höfum alveg
sloppið við áfengi. Semjum á
haustin við krakkana um að þau
taki ábyrgð á slíku, og þau vita
að þetta getur ekki gengið öðru-
vísi en að þau sjái til þess að
ekki sé áfengi. Krakkarnir sjá
alveg um kvöldið sjálf og þau
taká til eftir sig. Þegar þau
þurfa aðstoð, leita þau til yfir-
kennarans, Eðvalds Ragnars-
sonar, sem þau eru í góðu
sambandi við. Hann er í dag að
vinna með þeim að undirbún-
ingi.
— Koma þá engir kennarar?
— Jú, jú, en það þarf ekki að
biðja neinn um það. Það koma
alltaf fjölmargir kennarar. Þeir
hafa gaman af því, og þeir hafa
fundið að hagur er að því í
kennslu að vera með krökkun-
um, spila við þau og þess háttar.
Sjálfum finnst mér skólinn vera
staður, þar sem krakkarnir
mega vera, og á að nýta sem
mest. Þetta er vinnustaður
þeirra, og þar mega þau vera.
Við rekum þau til dæmis ekki út
í frímínútum. Auðvitað sér
meira á skólanum og gerist
ýmislegt við meira álag. En þó
að sjáist á og komi blettir, þá
verður maður bara að hafa opin
augu fyrir því að það hlýtur að
gerast.
Þetta leiðir talið að nýtni og
nýtingu á fjármagni, bæði í
byggingum og öðru sem skóla
viðkemur, sem Sigurjón hafði
fjallað um í erindi sínu. En skóli
Sigurjóns er einmitt einn þeirra
skóla i nýjasta hverfi borgar-
innar, þar sem börnum fjölgaði
örar en uppbyggingu skólans og
skólahúsið er ekki fullbyggt. —■
Skólar þyrftu í rauninni að vera
tilbúnir um leið og íbúar fara að
flytja í ný hverfi, segir Sigurjón.
Þarna er um annað tveggja að
velja, annað hvört að auka
fjárveitingar í nýbyggingar í
nýju hverfunum eða þá, eins og
raunar hefur verið gert, að hafa
lausar kennslustofur. Hafa laus-
ar kennslustofur til að taka
toppana, meðan nemendur eru
flestir. Kennarar hafa ekki á
móti lausum kennslustofunum,
sem eru ágætar. Þær mega
gjarnan vera fyrstu 2—3 árin ef
nauðsyn krefur, og byggja svo
skólahúsið hratt, ef ekki er hægt
að vinna upp halann sem orðinn
er. En skóli verður að vera
meðan börnin eru þarna. En til
þess þarf að vera til mikið af
lausum kennslustofum — og má
ekki skera þær við nögl.
Nýting á fjármagni því sem
til er, kemur auðvitað þarna inn
í. Hvað skólahúsið snertir, þá
Viðtal við
Sigurjón
Fjeldsted,
skólastjóra
eru byggingarnar boðnar út og
ég býst við að þannig sé verði
haldið í lágmarki. En ég efast
um að hönnunin þurfti að vera
svona dýr eða réttara sagt, að
þurfi að teikna hús, sem verða
svona dýr í byggingu. Síðan þarf
að nýta húsin betur og meira.
— Sumir skólamenn hafa
sagt að allt fjármagn fari í
byggingarnar sjálfar, og lítið sé
eftir til tækjakaupa?
— Reykjavíkurborg sér held
ég skólunum fyrir slíku á borð
við það sem gengur og gerist. En
ég held að mætti koma betra
skipulagi á nýtinguna á því
fjármagni, sem lagt er til. Skóli
byrjar ekki með neinum ákveðn-
um stofni kennslutækja. Maður
verður að biðja um hvað eina
sem oft er veitt en stundum
ekki. Sumir fá og aðrir ekki og
það veldur samanburði. Ég held
að betra væri að skólastjórinn
vissi hvað hann má kaupa. Að
hann megi til dæmis kaupa fyrir
ákveðna upphæð á ári eða ekk-
ert. Og ég held að koma mætti
við meiri nýtni. Til dæmis vant-
aði hér rafmagnsritvél og þar
sem ég nefndi það í annarri
stórri borgarstofnun, sem hefur
miklu meira álag á slíkum tækj-
um og þarf því að endurnýja, þá
gat ég fengið gamla ritvél, sem
ekki var hægt að nota þar
lengur, en dugar mér. Sum af
þessum tækjum eru dýr, svo sem
ljósritunartæki, sem spara
mikla vinnu við fjölritun. Tækin
sjálf eru dýr, en það má nota
venjulegan pappír, sem er ódýr:
Þá þarf ekki að skrifa á stensla
og fjölrita nema þegar dreifa á
einhverju í miklu magni, á allan
hópinn.
— En stjórnunarþátturinn?
— Skólar, hvort sem þeir eru
stórir eða smáir, hafa sama
mannafla við stjórnun, það er
skólastjóra, yfirkennara og
stúlku sem svarar í síma og
vélritar. Við erum hér með 1000
manna skóla Skólastjóri og yfir-
kennari hafa líka kennslu-
skyldu, og þannig háttar enn hjá
okkur, að við erum með 200
nemendur 9. bekkjar úti í fjöl-
brautaskóla, þar sem hvorki er
skólastjóri né yfirkennari, og
sex lausar kennslustofur. Við
hlaupum á milli. Á því verður þó
væntanlega bót á næsta ári. Én
mér finnst að skólastjóri eigi að
vera meira en skrifstofustjóri.
Hann ætti að geta skipt sér af
kennslunni, fylgst með, gripið
inn í og leiðbeint fólki. En við
höfum hreinlega ekki tíma til að
sinna kennslufræðilegum og
uppeldisfræðilegum málum
vegna skrifstofustarfa. Skrif-
stofa skóla ætti að vera sérmál,
þar sem fulltrúi skólastjóra sæi
um þetta. Þá mætti, ef vill, bæta
meiri kennslu á yfirkennara og
skólastjóra.
— Varðandi 9. bekk, þá varst
þú að velta fyrir þér hvort
heppilegra kynni að vera að
reka sérstaka skóla einvörðungu
fyrir 9. deildir, svo að náms-
framboð nemenda yrði alls stað-
ar í borginni svipað við skyldu-
námsskólana?
— Ef við hér í Hólabrekku-
skóla eigum að taka minnst 330
nemendur í 9. bekk úr öllum
þremur hverfum Breiðholts, þá
verða það 11 bekkjardeildir. Þá
tekur það svo mikla vinnu, að ég
var að velta fyrir mér hvort rétt
væri að hafa fyrir það sérstaka
skóla. Það er þó ekki það sem ég
tel æskilegast. Best er að hver
skóli hafi sinn 9. bekk. En gömlu
skólarnir voru ekki byggðir fyr-
ir það og þá verður að flytja
milli hverfa.
— Eitt enn. Þér finnst lítið
hafa orðið úr verklega náminu?
— Já, margir hafa lagt þunga
áherslu á að verklegt nám verði
aukið og sé til jafns við bóklegt.
Ég varpaði fram þeirri spurn-
ingu hvort þetta yrðu kannski
aðeins orðin tóm um ókomna
framtíð. Eða hvort ekki væri
hægt að standa betur að því.
Allt þetta tl virðist vera til þess
eins að friða fólk, sem hefur
áhuga á verklegu námi. Og ef á
að demba verklega náminu í
framhaldsskólunum sem er á
fyrstu tveimur árum, á sveitar-
félögin, þá ráða þau ekki við
þetta dýrasta nám og það er þá
til að drepa það aiveg.
- E. Pá.
Krakkarnir hafa á eigin
vegum opið hús í skólanum