Morgunblaðið - 10.02.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
17
Veður Lissabon London Los Angeles 17 rigning 5 skýjað 15 heið8kírt
víða um heim Madríd Malaga 15 skýjaö (vantar)
Mallorca 19 alskýjað
Akureyri 1 skýjað Miami 19 heiðskírt
Amsterdam 3 skýjað Moskva -11 skýjað
Apena 15 skýjað New York 1 skýjað
Barcelona 16 alskýjað Osló 1 sólskin
Berlín 0 skýjað París 35 sólskin
Brussel 7 skýjaö Reykjavík 1 alskýjað
Chicago -10 úrkoma Rio De Janeiro 35 sólskin
Frankfurt 4 skýjað Rómaborg 13 skýjað
Genf 9 skýjaö Stokkhólmur -3 skýjaö
Helsinki - snjókoma Tel Aviv (vantar)
Jerúsaiem (vantar) Tókýó 11 heiðskírt
Jóhannesarb. 21 skýjað Vancouver -13 skýjað
Kaupmannah. 3 snjókoma Vínarborg 2 skýjað
Þetta gerdist
10. febrúar
1976 — Ford forseti fyrirskipar
rannsókn á mútum fyrirtækja
erlendis.
1973 — Kissinger kemur til
Hanoi i fyrstu heimsóknina
eftir vopnahlé.
1971 — Átök milli stjórnarher-
manna og skæruliða í Jórdaníu
— Lon Nol, þjóðhöfðingi
Kambódíu, fær heilablóðfall.
1962 — Rússar sleppa Francis
Gary Powers í skiptum fyrir
Rudolf Abel.
1960 — Krúsjeff fer í heimsókn
til Indlands, Burma og
Indónesíu.
1953 — Neguib hershöfðingi
fær alræðisvald í Egyptalandi.
1947 — Rússar gera friðar-
samning við Finna.
1943 — Áttundi her Breta sækir
að iandamærum Túnis.
1939 — Japanir taka eyna
Hainan, Kína.
1939 — Þjóðverjar sækja um
inngöngu í Þjóðabandalagið.
1878 — Tíu ára stríði á Kúbu
iýkur með E1 Zanjou-sáttmálan-
um.
1846 — Her Goughs sigrar
Síkha við Sobrahan, Indlandi.
1840 — Viktoría drottning
giftist Albert prins. — Kanada
sameinast.
1828 — Símon Bólivar fær
völdin í Kólombíu.
1811/— Rússar taka Belgrad.
1763 — Bretar fá Kanada sam-
kvæmt Parísar-friðnum.
1696 — Samsærið um að myrða
Vilhjálm af Óraníu afhjúpað.
Afmæli: Charles Lamb, brezkur
rithöfundur (1775—1834) —
Harold Macmillan, brezkur
stjórnmálaleiðtogi (1894--) —
Leontyne Price, bandarískur
sópran (1927------) — Boris
Pasternak, sovézkur rithöfund-
ur (1890—1960) — Dimmy
Durante, bandarískur gaman-
ieikari (1893--).
Andlát: Luca della Robbia,
myndhöggvari, 1482 — Alexand-
er Pushkin, rithöfundur, 1837 —
Lister lávarður, skurðlæknir,
1912 — Pius páfi XI 1939.
Innlent: Póstferðir hefjast
1872— Dómkirkjuhneysklið:
síra Ásgrímur afhrópaður 1850
— Stöðufrumvarp til fyrstu
umræðu 1870 — Söfnunarsjóður
stofnaður 1888 — d. Jón Þor-
kelsson þjóðskjalavörður 1924
— „Elliði sekkur vestur af Önd-
verðarnesi 1962 — „Hans Sif“
ferst við Rifstanga 1968 — f.
Guðm. J. Hlíðdal 1886 - Níels
P. Sigurðsson 1926.
Orð dagsins: Lygi er þrenns
konar: lygi, haugalygi og hag-
tölur — Benjamin Disraeli,
brezkur stjórnmálaleiðtogi
(1804-1881).
Carter í
lágmarki
New York, 9. febrúar. AP.
VINSÆLDIR Jimmy Carters
forseta hafa nánast aldrei verið
minni en nú vegna lélegrar
frammistöðu stjórnar hans í
kjölfar umrótsins í Iran og
misheppnaðra tilrauna til þess
að fá undirritaðan friðarsamn-
ing í Miðausturlöndum sam-
kvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar AP og NBC.
Vinsældir Carters hafa
minnkað um átta af hundraði
síðan í desember og flestir
þeirra sem hafa misst álit á
forsetanum eru úr flokki
demókrata.
28% söðgu að Carter ynni gott
eða ágætt starf miðað við 36% í
desember. Lægst hefur Carter
komizt í skoðanakönnunum í
júní 1978 þegar 17% voru
ánægðir með hann og í ágúst
þegar 26% voru ánægðir með
hann, en þær niðurstöður eru
ekki verulega ólíkar niðurstöðu
könnunarinnar nú.
53% segja að hann standi sig
aðeins sæmilega og 17% að hann
standi sig illa miðað við 12% í
síðustu könnun. Tveir af hundr-
aði voru ekki vissir.
Tito skildi ekki
Belsrad, 8. febrúar. AP.
TALSMAÐUR ríkisstjórnarinnar
í Júgóslavíu vísaði fréttum sem
birst hafa í vestrænum biöðum
þess efnis að Tito Júgóslavíufor-
seti væri skilinn við konu sína og
giftur á nýjan leik alfarið á bug
og sagði þær hreinan uppspuna.
Talsmaðurinn sagði að greini-
legt væri að andstæðingar Titos
hefðu komið þessum kviksögum af
stað til þess að draga athygli fólks
frá stjórnmálastarfsemi hans og
sverta mannorð hans.
ERLENT
Ali í Stiörnubíói
STJÖRNUBÍÓ er farið að sýna
myndina Múhammeð Ali, sá
mesti, en í þeirri mynd leikur
hnefaleikakappinn heimsfrægi
sjálfan sig og fer á kostum.
I myndinni er ferill hans rakinn,
greint frá sigrum hans og ósigrum,
og síðast en ekki sízt frá orðhákn-
um, sem vakið hefur meiri aðdáun
og um leið andúð en aðrir hnefa-
leikakappar sögunnar. Auk Ali
sjálfs koma ýmsir kunnir leikarar
fram í myndinni, þar á meðal
Ernest Borgnine, sem leikur þjálf-
ara Ali og vin hans. Leikstjóri
myndarinnar er Tom Gries.
Tass ræðst
á Korchnoi
Höfðaborg. 8. febrúar. AP. Reuter.
SOVÉZKA fréttastofan Tass sakaði
í dag skákmeistarann Viktor
Korchnoi um að hafa sýnt „siðferði-
lega niðurlægingu“ með því að
samþykkja að setjast að skákborði
með „kynþáttahöturum“ í
Suður-Afríku.
Forseti suður-afríska skáksam-
handsins, Leonard Reitstein, brást
harkalega við þessum ásökunum og
benti sovézka skáksambandinu á að
gera hreint hjá sér áður en það
réðist á suður-afríska skáksam-
bandið.
Reitstein sagði að suður-afríska
skáksambandið hefði verið eitt
fyrsta íþróttafélag landsins sem
hefði bundið enda á alla kynþátta-
aðgreiningu innan vébanda sinna.
Hann sagði að samkvæmt nýjum
lögum sambandsins væri öllum
félögum þess bannað að gera sig seka
um nokkuð það sem gæti flokkazt
undir kynþáttastefnu.
„Ég held að Viktor Korchnoi hafi
sýnt siðferðilegan styrk með því að
láta sér í léttu rúmi liggja allar
árásir af pólitískum rótum með því
að fallast svo fúslega á að koma
hingað," sagði Reitstein.
Korchnoi vill ekkert um málið
segja en suður-afríska skáksam-
bandið segir að hann hafi átt von á
árás Tass þegar hann samþykkti að
koma til Suður-Afríku.
Korchnoi keppir á svokölluðu
Oude Meester móti ásamt þremur
öðrum stórmeisturum í Pretoria,
Durban, Höfðaborg og Jóhannesar-
borg. Mótið fer fram í maí. Tony
Miles frá Bretlandi og Anatoly Lein,
fyrrverandi sovézkur skákmeistari
nú búsettur í Bandaríkjunum, verða
meðal þátttakenda sem verða alls
fjórir.
Reynt er að fá þýzkan stórmeiát-
ara til þess að taka einnig þátt í
þessu móti.
Afleiðingar vísitöluútreikninganna:
Borgarsjóður þarf að greiða
rúman milljarð kr. meo SYR
MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því
í gær, að nokkrar þjónustustofn-
anir hins opinbera hefðu fengið
heimild til þess að hækka þjón-
ustu sína, en hækkanirnar voru
allmiklu minni en stofnanirnar
höfðu óskað eftir. Þannig fékk
Póstur og sími aðeins 12% af
25%, Rafmagnsveita Reykjavíkur
aðeins 15,5% af 38%, Hitaveita
Reykjavíkur aðeins 15% af 20%,
Strætisvagnar Reykjavíkur 20%
af 50% og Landsvirkjun 12% af
35%. Morgunblaðið hafði í gær
samband við stjórnendur þessara
fyrirtækja og spurðist fyrir um
afleiðingar þessar ákvarðana
rfkisvaldsins.
Jón Skúlason póst- og síma-
málastjóri kvað sína stofnun hafa
óskað eftir þessari hækkun í
viðræðum, sem fram fóru við
fjárveitinganefnd við þriðju um-
ræðu fjárlaga, en þar hefði verið
gert ráð fyrir slíkri hækkun tvisv-
aV sinnum á árinu um 25% í hvort
skipti, 1. febrúar og 1. ágúst og eru
jöfnunargjald og frísímar þá með
talin. Hefðu samgönguráðherra,
fjármálaráðherra og formaður
fjárveitinganefndar verið sam-
jnála þessari hækkunarþörf.
Um afleiðingar þess að fyrir-
tækið fengi ekki nema 12% kvað
Jón Skúlason erfitt að fullyrða.
Fyrirtækið væri nú í taprekstri og
á undanförnum tveimur árum
kvað hann ýmislegt hafa verið
gert til sparnaðar í fyrirtækinu.
Símstöðvar hefðu verið lagðar
niður og fækkað hefði verið um
það bil um 100 ársverk. Hjá
stofnuninni ynnu um 2 þúsund
manns og væri því launakostnaður
mikill, sem stöðugt hækkaði, en
tekjurnar væru háðar gjaldskrá.
Jón Skúlason kvað ákaflega erfitt
að reka stofnun við slikar aðstæð-
ur, sérstaklega þegar gjaldskrár-
nefnd virðist ekki líta sömu aug-
um á þarfir stofnunarinnar og
sérfræðingur stofnunarinnar. I
desember fékk Póstur og sími
rekstrarfjárlán, sem lofað hafði
verið að greitt yrði í aprílmánuði
nú, en Jón sagði fyrirsjáanlegt, að
vandséð væri hvernig unnt yrði að
standa við það, ríkissjóður yrði í
því að hlaupa undir bagga.
Undanfarið hefur verið farið út
í það að taka ekki með í stofn-
gjöldum ýmislegan aukakostnað,
sem því fylgir að setja upp síma.
Hefur t.d. símtækið sjálft verið
tekið út úr og er viðskiptavinunum
nú selt tækið. Jafnframt býður
síminn fólki uppgerð tæki, notuð,
sem eru ódýrari. Með því kvað Jón
Skúlason sparast fjárfestingu, þar
sem fyrir bragðið þarf ekki eins
mikið af nýjum tækjum.
Örn Marinósson, skrifstofu-
stjóri Landsvirkjunar, kvað ekki
vera búið að reikna út, hvað þessi
heimilaða hækkun þýddi fyrir
fyrirtækið, en hann kvað það
augljóst að svo mikill niðurskurð-
ur á beiðni Landsvirkjunar, úr
35% í 12%, væri alvarlegur fyrir
það. Tölurnar töluðu sínu máli.
Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur, kvað
mismun á hækkunarbeiðni fyrir-
tækisins og heimilaðrar hækkun-
ar þýða um 250 milljónir króna
tekjutap fyrir fyrirtækið. Verður
Reykjavíkurborg nú að greiða með
fyrirtækinu rúmlega einn milljarð
króna, en á fjárhagsáætlun var
gert ráð fyrir 500 milljón króna
útgjöldum borgarsjóðs, en 250
milljónir vegna skuldahala, sem
skapazt hafði vegna tregðu á
fargjaldahækkunum. Því kvað
hann þetta vera orðna gífurlega
mikla meðgjöf. Fari Reykvíkingur
í strætisvagn greiðir hann helm-
ing fargjaldsins um leið og hann
stígur inn í vagninn, en afganginn
greiðir hann í sköttum. Fari hins
vegar utanbæjarmaður með
strætisvagni, greiðir hann aðeins
hálft fargjald. Utanbæjarmenn fá
þó launahækkun ef fargjaldið
hækkar. Eiríkur kvað keyra um
þverbak, er verðlagsyfirvöld væru
að skipta sér af fyrirtækjum í
bullandi taprekstri og kvað hann
þau ekki eiga að koma nálægt öðru
en því sem teldist okur.
Aðalsteinn Guðjonsen raf-
magnsveitustjóri kvað Rafmagns-
veitu Reykjavíkur hafa farið fram
á 22% fyrir sig, en hefði fengið
10%, en Landsvirkjun hefði fengið
12%, en af því fær Rafmagnsveit-
an 5,5% til viðbótar. Afleiðingarn-
ar sagði hann vera þær, að til
hliðar við 22% hækkunina fyrir
Rafmagnsveituna hefði verið gert
ráð fyrir lántöku, sem stillt var í
hóf og nam einni milljón dollara
eða um 320 milljónum króna. Með
því móti hefði aðeins verið unnt að
grynnka á skuldum fyrirtækisins,
en þetta þýddi að þeir neyddust til
að nota að fullu þá lántökuheimild
sem væri inni í lánsfjáráætlun eða
2 milljónir dollara eða 640
milljónir króna á núverandi gengi.
Eftir mun standa eigi að síður
fjárskortur, sem nemur 200
milljónum króna. Enn kvað hann
þó ekki hafa verið tekna ákvörðun
um seinni hluta lánsins, þannig að
í raun væri fjárskorturinn nú 520
milljónir króna.
Aðalsteinn sagði að hækkunar-
beiðninni hefði verið stillt eins
mikið í hóf og frekast hefði verið
kostúr, m.a. með því að taka
milljón dollara lán. Því væri þessi
synjun mjög sár samtímis þvi sem
verið væri að knýja í gegn hækkun
á verðjöfunargjaldi, þannig að
þetta væri nánast tilflutningur á
fé til Rafmagnsveitna ríkisins og
Orkubús Vestfjarða. í þriðja lagi
kvað hann hafa verið hafnað
tillögum um leiðréttingar á gjald-
skrá, næstsíðasta áfanga í að
móta hana eins og hún á að vera.
Voru það allt lagfæringar, sem
Aðalsteinn kvaðst telja til mikilla
bóta bæði fyrir Rafmágnsveituna
og fyrir notendur.
Þessar breytingar voru tiltölu-
leg lækkun á iðnaðartöxtum bæði
til ljósa og smærri véla, sem
jöfnuð var með svolítilli hækkun á
heimilistaxta. Þessu var hafnað
augljóslega vegna vísitölunnar.
Einnig var hafnað tillögum sem
voru til bóta, svo sem eins og að
setja lágmarksgjald á lýsingar og
smávélataxta á heimilum, þ.e.a.s. í
bílskúrum, sumarbústöðum og
hesthúsum, þar sem notkun er
mjög lítil. Þá vildu þeir lækka
iðnaðartaxta stærri fyrirtækja,
breyta hlutfalli afls og orku,
þannig að verðlauna þá, sem hafi
lengri nýtingartíma. Þetta hafi
verið lækkun til réttlætis og í
þriðja lagi var hafnað hækkun
mælaleigu, sem verið hefði úrelt.
Loks var að hækka hitunartaxta
örlítið meira en meðaltalið. Öllu
þessu var hafnað.
I Morgunblaðinu í gæt sagði
Jóhannes Zoéga, hitaveitustjóri,
að sú hækkun, sem Hitaveita
Reykjavíkur hefði fengið, 15% í
stað 20%, þýddi að fyrirtækið yrði
að draga úr framkvæmdum og
myndi það þýða að ekki yrði hægt
að byggja nægilega hratt upp
vatnsöflun og dreifingu í framtíð-
inni.
Fjárskortur Rafmagnsveitu Reykjavíkur nemur 520 milljónum kr.