Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 25

Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 25 I^Innri og Ytri-Njarðvík búa nú um 1850 manns, þar af um 1550 í Ytri-Njarðvík. Njarð- víkur er fyrst getið í rituðum heimildum um 1300 og er þá í eigu kirkjunnar og nefnd Kirkju-Njarðvík. Kirkja mun hafa verið reist þar um 1100. Njarðvík varð bændaeign á 15. öld og skiptist þá í fleiri býli. Þessar jarðir urðu konungseign árið 1515. Njarðvíkur voru þá í Rosmhvalaneshreppi. Frá 1596 tilheyrðu Njarðvíkur Vatsleysu- strandarhreppi, en árið 1889 var honum skipt og Njarðvíkur- hreppur stofnaður. í annálum er Njarðvíkur getið vegna mikilla fiskveiða og mikilvægis víkur- innar vegna hvalreka. Árið 1703 voru skrásettar þrjár jarðir í Njarðvík auk hjáleigna. Enn- fremur er getið um þrjár jarðir í eyði. Þá var mannfjöldi í Njarð- vík 74. Njarðvíkurhreppur eldri stóð til 1908. Það ár var verzlunarlóð Keflavíkur stækk- uð og jafnframt Keflavík sam- einuð Njarðvíkurhreppi, sem breytti við þessa viðbót um nafn og nefndist Keflavíkurhreppur. Nafni Rosmhvalaneshrepps, sem Keflavík tilheyrði þá, var jaín- framt breytt og hann nefndur Gerðahreppur. Næsta breyting á sér stað árið 1942, en þá er Keflavík breytt í tvö sveitar- félög, Keflavíkurhrepp og Njarð- víkurhrepp, vegna eindreginna óska íbúa Njarðvíkur. Þetta hélzt fram til 1976, er Njarð- víkurhreppur öðiaðist kaup- staðarréttindi. Núverandi bæjarstjóri Njarð- víkur er Albert Sanders og hefur gegnt því starfi frá 1974. Við hittum hann að máli á bæjar- skrifstofunum á Fitjum, við beygjuna frá Keflavíkurveginum upp á flugvöll, og spurðum hann fyrst hvort rígur væri milli Njarðvíkinga og Keflavíkinga, þótt byggðirnar lægju svona al- veg saman. — Íbúarígur er ekki mikill, þótt hans gæti aðeins. Skiptingin 1942 fór ákaflega vinsamlega fram og óhætt að segja að málið hafi leystst farsællega. Þetta kom til vegna þess að Njarðvíkingar töldu sig afskipta um þjónustu. Það var nokkur rígur fyrst á eftir milli íbúanna, en mjög hefur dregið úr honum. Samvinnan milli kaupstaðanna er mjög góð. íbúarnir sækja atvinnu hvorir til annarra og Njarðvíkingar verzla að mestu í Keflavík, að matvöru undanskilinni. — Hvernig er atvinnulífið í Njarðvíkunum? — Sjávarútvegur og iðnaður eru aðalatvinnuvegirnir og stærstu fyrirtækin á því sviði Sjöstjarnan og Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Fiskvinnslufyrirtæki hér eru 16 talsins, en allmörg þeirra eru nú lokuð vegna erfið- leika undanfarinna ára í fisk- vinnslu. Þá starfar mikill fjöldi fólks á Keflavíkurflugvelli, hjá varnarliðinu, Flugleiðum, verktökum og ríkinu. — Hefur flugvöllurinn mikil áhrif á atvinnulífið? — Það má segja að það skiptist í tvö horn. Þegar hin mikla vinna byrjaði á flugvellinum 1951 skapaði hún undirstöðuna undir mannfjölgun í hreppnum. Til langs tíma voru áhrif hins vegar þau, að þróun í sjávarútvegi og iðnaði hefur ekki verið eins góð og -annars staðar á landinu. Hins vegar er það ekki meginástæðan fyrir vandanum í dag, þar á aflaleysið miklu stærri hlut að máli. — Er mikil útgerð héðan? — Nei, hún er orðin sáralítil og vart hægt að tala um Njarðvíkur lengur, sem útgerðarbæ. Bátar héðan eru örfáir, en langmest af útgerðinni er frá Keflavík. Hins vegar er höfnin hér mjög mikið notuð fyrir landanir, eftir miklar endurbætur, sem gerðar hafa verið á henni á sl. 3 árum. Er hún nú mjög nothæf og öruggari en áður og flest stærri skip og bátar landa þar. Vöruflutníngar fara hins vegar að mestu leyti um Albert við Skipasmíðastöðina í Njarðvíkum sem er stór atvinnu- veitandi þar. Albert Sanders bæjarstj&ri í Njarðvikum „Höfum þungar áhyggjur af atvmnuástandimi” Séð yfir hluta byggðarinnar í Ytri-Njarðvík. höfnina í Keflavík, en báðar hafnirnar eru undir sameiginlegri stjórn Landshafnar Keflavíkur og Njarðvíkur. — Hvernig er atvinnumálun- um háttað? — Við höfum þungar áhyggjur af atvinnuástandinu. Atvinnu- leysis er að byrja að gæta, en það hefur ekki verið mikið fram að þessu vegna mikilla framkvæmda við hitaveitu og önnur verkefni. Nú óttumst við vaxandi atvinnu- leysi vegna samdráttar við fram- kvæmdir hjá bænum og verktök- um á Keflavíkurflugvelli. Brýnasta verkefnið er að koma atvinnulífinu í fiskverkuninni á stað aftur. Við eigum hér eitt fullkomnasta frystihús á Suður- nesjum, Sjöstjörnuna, þar sem starfsemin hefur að langmestu leyti legið niðri sl. ár og sömu sögu er að segja um nokkur önnur fiskvinnslufyrirtæki. Bærinn er ekki þátttakandi í atvinnulífinu, en á hans vegum starfar nú atvinnumálanefnd, sem er að kanna ástandið og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Opinberir aðilar hafa lítið komið nálægt atvinnu- lífinu, svo talandi sé um. — Hvernig skiptist fólk í at- vinnugreinar hér? — Um 40% hafa vinnu við sjávarútveg og fiskvinnslu, 30% starfa á Keflavíkurflugvelli og önnur 30% við önnur störf, þjón- ustu, iðnað, verzlun o.s.frv. Skipa- smíðastöðin er stór vinnuveitandi og stór og fullkomin stöð. í Innri Njarðvík er ein fisk- verkunarstöð starfandi, Brynjólf- ur H/F, og er það eina atvinnu- fyrirtækið þar og hefur fram- kvæmdastjóri þess, Jón Karlsson, staðið sig mjög vel enda harðdug- legur maður. — Er mikið byggt hér? — Aukningin í íbúafjölda milli ára hefur verið 2—4% og nú eru í smíðum um 120 íbúðir í fjölbýlis- húsum, raðhúsum og einbýlishús- um. Byggðin í Innri Njarðvík er að stækka, en þar er gert ráð fyrir framtíðaríbúahverfi. Félagsleg aðstaða er hér allgóð. Grunnskóli er í Njarðvík og svo eigum við aðild að Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Um 400 börn og unglingar eru í Grunnskólanum, sem er að mestu leyti einsetinn. Þá er hér ágætis íþróttahús með sundlaug- um, sölum og búningsherbergjum. Félagsheimilið að Stapa er prýðisgott, en það leysti gamla Krossinn af hólmi. Svo er hér tónlistarskóli með um 112 nem- endum og skólastjóri Örn Óskars- son. — Hversu mikilla áhrifa gætir hér frá Keflavíkurflugvelli? — Það hefur mjög dregið úr búsetu bandarískra fjölskyldna hér eftir að Bandaríkjamenn byggðu þetta mikið innan vallar- ins. Að sjálfsögðu hefur það nokkur.áhrif er 30% vinnufærra manna og kvenna sækja vinnu á flugvallarsvæðinu. Njarðvíkur- kaupstaður fær aðstöðugjald af verktakastarfseminni á Keflavík, en það skiptist á milli aðliggjandi byggðarlaga eftir því hvar verkið er framkvæmt. Má geta þess að heildaraðstöðugjöld á fyrra ári og þá frá flugvellinum og öllum atvinnurekstri í bænum, voru áætluð um 70 milljónir króna. — Hverjar hefa helztu fram- kvæmdir verið á ykkar vegum? — Hitaveituframkvæmdirnar hefur borið hæst. Búið er að tengja öll hús í Ytri-Njarðvík og verið að vinna í Innri-Njarðvík. Þá höfum við einnig gert mikið átak í varanlegri gatnagerð og þegar fullgert 6 km. Okkar aðal- mál hefur verið að brjóta nýtt land undir nýbyggingar. — Er mikil samvinna milli Keflavíkur og Njarðvíkur? — Samvinnan er mikil og góð. Auk ýmissa samskipta okkar í milli eiga báðir kaupstaðir aðild að Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum. Sveitarfélögin öll reka sjúkrahúsið í Keflavík sam- an. Hitaveitan er sameiginlegt verkefni, Fjölbrautaskólinn. 5 sveitarfélög vinna saman að brunavörnum. 6 reka dvalarheim- ilið í Garði. Þá er sameiginlegur rekstur á heilsugæzlu og heil- brigðisfulltrúa og í undirbúningi er bygging sameiginlegrar sorp- eyðingarstöðvar, sem byrjað verð- I ur á á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.