Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 33

Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 33 GHG vék sérstaklega að ræðu Gils Guðmundssonar, forseta S.þ. Sagði hann framlag forseta til þessa máls bera vott um reisn og manndóm, skilningi á því, hvern veg sjálfstæðri þjóð beri að haga sér gagnvart nágranna með sæmd, og hefði framlag hans til þessa máls aukið á virðingu íslands, bæði út á við og inn á við. 111 nauðsyn hjá Færeyingum Bragi Níelsson (A) sagði m.a. að það væri ill nauðsyn hjá Fær- eyingum að semja við Efnahags- bandalag Evrópu. Það væri sið- ferðileg skylda okkar að hjálpa Færeyingum og styrkja stöðu þeirra gagnvart umheiminum. Ræðumaður fór nokkrum orðum um samskipti Færeyinga og Is- lendinga fyrr og síðar, sem hefðu aðeins verið af því góða. Hér væri um gagnkvæma samninga að ræða, sem sízt færðu Færeyingum of stóran hlut. Ekki tef ja samninga Halldór E. Sigurðsson (F) sagði hlut Framsóknarflokks í þessari umræðu lítinn af þeim ástæðum að þeir framsóknarmenn teldu ekki ástæðu til að tefja framgang samninganna með of löngum um- ræðum. Hann sagðist styðja samn- ingana. Hins vegar væri ranglega veitzt að forsætisráðherra, þó að hann hefði hagað orðum sínum af varúð í sjónvarpsviðtali frá eldri tíð. Hlutur núverandi forsætisráð- herra til landhelgismála, í þeim ríkisstjórnum, sem hann hefði átt aðild að, hefði reynzt mikill og farsæll. Það væri út af fyrir sig, þó að þeir hældu hver öðrum á sviði landhelgismála, sjálfstæðismenn og alþýðubandalagsmenn, en því mætti ekki gleyma, að Fram- sóknarflokkurinn hefði setið í öllum þeim ríkisstjórnum, sem fjallað hefðu um útfærslu land- helginnar. Höfum ekki efni á samningnum Garðar Sigurðsson (Abl) vék nokkrum orðum að ræðum þeirra, sem mælt höfðu með samningnum, og andmælti efnisatriðum í ræðum þeirra. GS andmælti staðhæfingu Gils Guðmundssonar, að ekki væri nægilega sterk rök gegn Færeyja- samningunum. Staðreyndin væri að við létum dýran auðveiddan fisk í staðinn fyrir ódýran lang- sóttan fisk. Hvorki þorsk- né loðnustofn væri lengur til skipta. Það eina sem stendur upp úr efnislega í ræðu Gils Guðmunds- sonar er það, að utanríkisráðherra hafi ekki staðið rétt að samnings- gerðinni. „Það fór þó aldrei svo,“ sagði GS, „að við gætum ekki verið sammála um eitthvert atriði, varð- andi Færeyjasamningana." Meðan við þurfum að skerða okkar eigin veiðar og meðan atvinnutækifæri í fiskiðnaði eru í hættu af þeim sökum, höfum við ekki ráð á því að hleypa öðrum á okkar fiskislóðir. Það er mergurinn málsins. Efnahagsbanda- lagið — Atlants- hafs- bandalagið Ólaíur Ragnar Grímsson (Abl) fjallaði einkum um tvö atriði. I fyrsta lagi gagnrýndi hann máls- meðferð af hálfu utanríkisráð- herra. „Ég fagna því að utanríkis- ráðherra lýsti því yfir hér í dag,“ sagði ÓRGr, „að meðferð málsins, forminu á þessari samningagerð, hafi verið ábótavant." Taldi hann nauðsynlegt að læra af þeim mis- tökum, sem gerð hefðu verið. Málið hefði hvorki verið rætt né formlega afgreitt sem slíkt í ríkis- stjórn, eða nægileg samráð höfð við þingflokka. Þá harmaði ÓRGr að afstaða ríkisstjórnar til Jan Mayen-málsins hefði ekki komið nægilega skýrt fram, eins og óskað hefði verið eftir. Þar eru aftur á ferð „hin lausu tökin," sagði hann. Hitt atriðið, sem ÓRGr gerði að umtalsefni, var þáttur Efnahags- bandalagsins í þessu máli, en það væri sá skuggi, sem þessi samningsgerð færi fram í. „Það er skortur á raunsæi að halda, að frændsemismálefni okkar við Færeyinga séu hér aðalatriði, vegna þess að í þessari samninga- gerð eru Færeyingar í raun og veru milliliður.“ Efnahagsbanda- lagið „er tröllið í þessum leik“. „Við skulum ekki láta frændsemis- tengsl við Færeyinga villa okkur sýn á veruleika Efnahagsbanda- lagsins, frekar en við höfum látið, Alþýðubandalagsmenn, frænd- semisröksemdir gagnvart Norð- mönnum villa okkur sýn varðandi Atlantshafsbandalagið,“ sagði ÓRGr. Steingrím- ur sýnir á Akureyri Akureyri STEINGRÍMUR Sigurðsson iist- málari opnar málverkasýningu í Gallerí Háhól á Akureyri í dag, laugardag kl. 15. Þetta' er 42. sýning Steingríms og hin fjórða á Akureyri. en hér sýndi hann síðast fyrir níu árum. Á sýningunni verða um 30 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Hún stendur að- eins í fjóra daga, og verður opin sem hér segir: Á laugardag frá kl. 15—23, á sunnudag frá kl. 14—23, á mánudag kl. 18—23 og á þriðju- dag kl. 18-23.30. - Sv.P. Blástursað- ferðin kennd á námskeiðum NÁMSKEIÐUM Reykjavíkurdeild- ar Rauða kross íslands í þessari viku lýkur í dag, laugardag. en síðasta námskeiðið hefst kl. 2 e.h. í Heilsuverndarstöðinni. Aðsókn hefur verið mjög góð og er þess vegna fyrirhugað að gefa al- menningi kost á fleiri námskeiðum í lífgunartilraunum í næstu viku á sama tíma en upplýsingar um þau eru veittar í síma 28222 á mánudag n.k. Á þessum námskeiðum er kennd blástursaðferðin, en hún hefur tví- vegis á skömmum tíma bjargað lífi ungra barna, þ.e. lífi tveggja barna sem voru nær drukknuð er bíll sem þau voru í valt í Kópavogslækinn og nú síðast lífi stúlku sem festi trefil sinn í toglyftu í Hlíðarfjalli og hafði nær kyrkzt. MMjtM Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RIKISSJOÐS ■ ■ Innlausnarverð 10. febrúar 1979 Kaup- Seölabankans Yfir- Gengi gengi m.v. 1 ars gengi pr. kr. 100.-: tímabil frá: 1968 1. flokkur 2.981.04 25/1 ‘79 2.855,21 4.4% 1968 2. flokkur 2.804.17 25/2 ‘79 2.700.42 3.8% 1969 1. flokkur 2.086.07 20/2 ‘79 2.006.26 4.0% 1970 1. flokkur 1.915.84 15/9 ‘78 1.509.83 26.9% 1970 2. flokkur 1.389.23 5/2 ‘79 1.331.38 4.3% 1971 1. flokkur 1.303.96 15/9 ‘78 1.032.28 26.3% 1972 1. flokkur 1.136.51 25/1 ‘79 1.087.25 4.5% 1972 2. flokkur 972.31 15/9 ‘78 770.03 26.2% 1973 1. flokkur A 739.11 15/9 '78 586.70 26.0% 1973 2. flokkur 681.09 25/1 ‘79 650.72 4.7% 1974 1. flokkur 473.11 1975 1. flokkur 386.81 1975 2. flokkur 295.20 1976 1. flokkur 279.99 1976 2. flokkur 226.03 1977 1. flokkur 209.93 1977 2. flokkur 175.84 1978 Lflokkur 143.81 1978 2. flokkur 113.11 VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100- 1 ár Nafnvextir: 26% 77 — 79 2 ár Nafnvextir: 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 *) Miðað er við auðseljanlega fasteign. HLUTABREF Sióvátrvaainaarfélaq íslands HF. Sölutilboð óskast í niðursuöuiðnaði Sölutilboð óskast Flugleiðir h/f Kauptilboð óskast PjéRPemncRRFCMG iflMM Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16 & Stór-útsalan 1979 m Útsölunni, sem haldin er í hinni nýju verksmiðju- byggingu okkar í Mosfellssveit, lýkur nú um helgina. Opnunartími: Laugardag kl. 10—18 Sunnudag kl. 13—18 Ath.: Kaffi og kökusala á staðnum. Enn eru til miklar birgðir af eftirfarandi: Hespulopi — Plötulopi — Lopi Light — Tröll lopi — Eingirni — Tweed hosuband — Teppaband — Endaband — Fatnaður — Hosur — Treflar — Gardínuefni — Fataefni — Áklæði. Værðarvoöir, verð frá kr. 3.000- Gólfteppi á heil herbergi og minni íbúöir. Faldaðar mottur. ^llafoss hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.