Morgunblaðið - 10.02.1979, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 10.02.1979, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Miðherjinn sterki úr ÍS, Bjarni Gunnar Sveinsson, er ekki meðai þeirra lfí icikmanna, sem valdir hafa verið í landslið fslands í körfuholta. þrátt fyrir stórxóða leiki að undanförnu. Hér sést hann í leik get(n KR. Val landsliós- nefndar vekur furðu EINSOG fram kom hér á iþróttasíðunni í gær hefur landsliðsnefndin f körfuknattleik nú kunngert 17 manna iandslið. Hefur val þetta vakið talsverða furðu svo ekki sé íastara að orði kveðið. Þess ber þó að geta í upphafi. að seint verður vali landsliðs í körfuknattleik svo háttað að allir verði þar á eitt sáttir. í þessu tilviki virðist þó mikið vanta á að tcflt sé fram því landsliði sem sterkast geti talist. Af mönnum. sem fyllilega verðskulda sæti í þessum hópi skal fyrstan nefna Þóri Magnússon, stórskyttuna úr Val, en þrátt fyrir nokkuð misjafna leiki í vetur hefur Þórir þó þess á milli sýnt slik tilþrif. að framhjá honum verður treglega gengið. Landsliðsnefnd hefur hins vegar valið fjóra leikmenn úr 1. deildinni, en að mati undirritaðs er raunar aðeins einn þeirra, sem fyllilega verðskuldar landsliðssæti, en það er Símon Ólafsson, Fram. Eins og áður er fram komið þá meiddist Símon alvarlega í síðustu viku, og verður þar af leiðandi frá keppni. Af öðrum leikmönnum sem ekki voru valdir, en ættu fyllilega heima í þessum hópi, má nefna Garðar Jóhannsson KR, sem sýnt hefur hvern leikinn öðrum betri að undanförnu, Bjarna Gunnar. Sveinsson ÍS, sem sömuleiðis leikur nú mun betur en í upphafi Islandsmóts. Einnig má nefna þá Ríkharð Hrafnkelsson Val og Eirík Sigurðsson Þór. Sá síðarnefndi hefur átt jafna og góða leiki í vetur og þrátt fyrir augljósa annmarka á því, að Eiríkur gæti sótt æfingar, þá verður „landsliðsnefnd" eigi hún að standa undir nafni, að líta til allra landshorna. Að lokum má spyrja hvort ekki sé rétt að fylgja fordæmi annarra íþróttagreina og láta einn mann sjá um að velja landsliðið. Þeirri iandsliðsnefnd, sem nú á að vera starfandi hefur ekki orðið tíðförult á leiki úrvalsdeildar svo ekki sé minnst á veru hennar á 1. deildarleikjum. Nær hefði verið að treysta dómgreind landsliðsþjálfarans til að velja sitt landslið. GI / gíg / ÁG. Stjörnuhlaup FH-INGAR efna í dag til þriðja Stjörnuhlaups vetrarins. Ilefst hlaupið við Lækjarskólann klukkan 14. en því lýkur á sama stað eftir að hlaupararnir hafa lagt að baki svonefndan Álftaneshring, en vegalengdin í karlaflokki verður um sjö kílómetrar, en öllu skcmmri í kvennaflokki. Staðan í vetrarhlaupum víðavangshlaupara íyrir þetta hlaup er eftirfarandi (fjöldi hlaupa í svigum): Karlar: Ágúst Þorsteinsson UMSB (4) 59 stig Gunnar P. Jóakimsson, ÍR (5) 52 stig Ágúst Ásgeirsson, IR (4) 51 stig Hafsteinn Óskarsson, IR (4) 49 stig Konur: Thelma Björnsdóttir, UBK (5) 74 stig Hrönn Guðmundsdóttir, UBK (4) 56 stig Frábær varnarleikur að baki sigri Vals EINS OG fram kom í blaðinu í gær, sigruðu Valsmenn í hinu sérlega vel heppnaða hraðmóti í innanhúsknattspyrnu sem KR gekkst fyrir. Var fjöldi áhorfenda meiri heidur en gengur og gerist á 1. deildarleikjum f handbolta. eða um 5 — 600 manns, enda tóku þátt í mótinu öll þau lið sem leika munu 1 1. deiid á komandi keppnistfmabili, utan KA. í þeirra stað lék FH, sem féll úr 1, deild á sfðasta keppnistímabili. Valsmenn mættu Þrótti í úr- slitaleik mótsins og eins og skýrt var frá í gær, sigruðu þeir 2—0. Guðmundur Þorbjörnsson skoraði bæði mörk Vals, sitt í hvorum hálfleik. Varnarleikurinn var aðall Valsliðsins í mótinu, sterkur varn- arleikur og vel útfærðar skyndi- sóknir. Ingi Björn Albertsson var jafnan aftasti maður hjá Val og var markvarsla hans oft frábær. Það átti þó ekki síst við undanúr- slitaleikinn gegn Víkingi. Vals- menn höfðu þá yfir 3—0 í hálfleik og vörðu Valsmenn þá eigi færri en 3 vítaspyrnur Víkinga. í síðari hálfleik minnkuðu Vík- ingar muninn þegar Valsmenn misstu menn út af og lokastaðan varð 5—4. Var spennan mikil í lokin, því að Atli Eðvaldson skor- Ottar ÍFH ATIIYGLI vakti á hraðmótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld, að Valsmaðurinn Óttar Sveinsson lék með FII. Nokkur samskipti hafa verið milli félaganna undan- farið. þannig skipti Ólafur Dani- valsson nýlega um félag eins og frá hefur verið skýrt, fór úr FH í Val. Er óttar nokkur sárabót fyrir missi FH. aði sigurmarkið þegar aðeins 4 sekúndur voru til leiksloka. Mörk Vals skoruðu Atli (2), Albert, Guðmundur og Ingi Björn en fyrir Víkinga svöruðu Gunnar Örn (2), Magnús Bárðarson og Heimir Karlsson. Þróttarar komu verulega á óvart í mótinu fyrir góðan leik og þeir lögðu KR-inga að velli í undanúr- slitunum. Skoruðu Þróttarar 7 mörk gegn 6. Þróttur hafði yfir, 3—1 í hálfleik og í þeim síðari sáust tölur eins og 4—1 og 6—3. KR-ingar áttu þó góðan lokasprett og minnkuðu muninn niður í eitt mark rétt fyrir leikslok. Mörk1 Þróttar í leiknum skoruðu Daði Harðarson 2, Þorgeir Þorgeirsson 2, Halldór Arason, Baldur Hannesson og Ágúst Hauksson eitt hvor. Mörk KR skoruðu Sverr- ir Herbertsson 3, Sæbjörn Guð- mundsson 2, og Elías Guðmunds- son 1 mark. Leikið var í fjórum 4-liða riðlum og urðu úrslit í riðlunum þessi: A-riðill: KR a — Fylkir 3-3 Fram — Fylkir 5—3 KR a — Fram 3—2 B-riðill: UBK — KR b 2-2 KR b — Víkingur 4—6 Víkingur — UBK 6—4 C-riðill: ÍA — Haukar 6—0 Þróttur — Haukar 5—1 Þróttur — ÍA 5—1 D-riðill: FH - ÍBK 6-2 FH - Valur 2-6 ÍBK - Valur 5-7 — gg. Stuðningsmannadeild stofnuð hjá Víkingi Handknattleiksdeild Víkings gengst fyrir stofnun stuðningsmanna- deiidar f dag kl. 14.00 í félagsheimili Vfkings. Strax eftir stofnfundinn verður svo fjölmennt á leik Víkings og ÍR sem fram fer í Laugardalshöllinni og hefst kl. 15.30. Að sögn Eysteins Helgasonar formanns handknattleiksdeildar Víkings kom í ljós mikill stuðningur við deildina í sambandi við kærumál það er deildin hefur staðið í. Þess vegna var ákveðið að stofna deild þar sem ungir og gamlir Víkingar gætu hist yfir kaffibolla með leikmönnum og þjálfara og rætt málin. Þá er ekki síður atriði að íoreldrar sem eiga börn í yngri flokkum félagsins taki þátt í starfinu á einhvern hátt. Markmiðið er að fjölga áhorfendum á leiki Víkings og stuðla á allan hátt að félagslcgri uppbyggingu í dcildinni. Það cr von stjórnar handknattleiksdcildarinnar að sem flestir sjái sér fært að koma í félagsheimilið á stofnfundinn í dag. Blak um helqina: Heldur ÍS strikinu? HELGIN er frekar róleg hjá blakfólkinu, eða aðeins 4 leikir á dagskrá, þar af aðeins tveir í 1. deild karla. Segja má að einkum einn þeirra hafi verulega þýðingu fyrir toppbaráttuna, en það er leikur UMSE og ÍS. Stúdentarnir opnuðu 1. deildina upp á gátt með sigri sínum gegn Þrótti í vikunni og sigri þeir UMSE eiga þeir enn nokkra von um titilinn. Leikir helgarinnar eru þessir: Laugardagur: Laugarvatn 1. deild karla UMFL—Mímir kl. 14.00. Glerárskóli 1. deild karla UMSE-ÍS kl. 15.00 Glerárskóli 2. deild karla KA—ÍBV kl. 16.00. Sunnudagur: íþr. húsið Akureyri 2. deild karla ÍMA—ÍBV kl. 13.00. Víðavangshlau|)in að komast á klárt NYLEGA hefur verið gengið frá endanlegri skrá yfir vetrarhlaup víðavangshlaupara. Það er víða- vangshlaupanefnd FRÍ sem hefur yfirumsjón með og raðar niður hlaupunum, en þátttaka í • Þær eru margvíslegar íþróttagreinarnar sem keppt er í. Nú tróna vetraríþróttir víða efst á lista, og þessi skemmtilega mynd sýnir okkur hvar einn vetraríþróttamaður fær flugfcrð í þotusleðakeppni sem fram fór í Austurríki nýlega. En keppni á þotusleðum er vinsæl þar í landi. Eins og sjá má á myndinni er fjöldi áhorfenda. hlaupunum veitir hlaupurunum stig í keppni um sæmdarheitið „Víðavangshlaupari íslands*4. Sex hlaup hafa farið fram þegar þetta er ritað, og alls hafa 28 karlar frá átta félögum og 12 konur frá fjórum félögum tekið þátt í hlaupunum til þessa. Vegalengdir hlaupanna hafa verið frá 5—10 kílómetrar. 24. feb.: Fióahlaup ungmennaf. Samhygðar. Illaupið hefst við Félagslund í Gaulverjabæ kl. 14. 11. marz: Víðavangshlaup ís- lands. Haldið i' Reykja- vi'k, hugsanlega á Miklatúni. 25. marz: Víðavangshlaup heims- ins, Limerick, írlandi. Þátttaka íslendinga hefur ekki verið ákveð- in, og hlaupið gefur ekki stig. 31. marz: Akureyrarhlaup, íram- kvæmt af KA. 12. apríl: Álafosshlaup, fram- kvæmt af umf. Aftur- elding, Mosfellssvcit 19. apríl: 64. víðavangshlaup ÍR 1. mai': Eyrarbakkahlaup 12. maí: Stjörnuhlaup FH, Kaplakrikavelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.