Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 5 ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiöa, en vinningur er Kanaríeyjaferö Missiö ekki af giæsilegri grísaveislu á gjafveröi. Ókeypís Kanaríeyjaferð í dýrtíöinni, fyrír pann heppna. Pantið borö tímanlega hjá yfirpjóni daglega frá kl. 16.00 í síma 20221. HÖT4L /A<iA SÚLNASALUR Skóladagheimili vígt i Kópavogi Samþykktur stuðningur við íþróttasamstarf Stokkhólmi. 23. 2. frá J.T. blm. Mbl. AÐILD færeyinga að Norður- landaraðild kom til afgreiðslu á þingi þess í dag. Erlendur Péturs- son bar upp tillögu um sjálfstæða aðild Færeyinga og einnig kom fram tillaga laganefndarinnar um að ekki verði gert neitt í því máli að sinni. Báðar tillögurnar komu til atkvæða og hlaut tillaga laganefndarinnar samþykki, með yfir 40 atkvæðum en tillaga um að athuguð yrði sjálfstæð aðild Færeyinga hlaut aðeins 14 meðat- kvæði. Svava Jakobsdóttir og Einar Ágústsson voru meðal þeirra er tóku til máls við þá umræðu og sagði Svava að þegar væri rætt um aðild Færeyinga yrði einnig að huga að Grænlendingum Einar Agústsson sagðist styðja að Norðurlandaráð athugaði um sjálfstæða aðild Færeyinga og hvers konar breytingar það þyrfti að gera á reglum sínum. Að öðru leyti voru menningar- mál einkum á dagskrá Norður- landaráðs í dag en því lauk um kl. 16.30. Eiður Guðnason talaði síð- ast og bauð að 28 þing yrði haldið í Reykjavík á næsta ári og þakkaði hann um leið fyrir góða skipulagn- ingu af hálfu Svía. í samtali við Mbl. sagðist Eiður álíta að aðild Færeyinga að ráðinu kæmi fyrr eða síðar. Nú þegar Grænland hefði hlotið heimastjórn yrði áreiðanlega að athuga þau mál í stærra samhengi. Skoða yrði aðild þeirra, Grænlendinga og Álands- eyinga saman og finna lausn er allir gætu sætt sig við. Ragnar Arnalds kvaðst í samtali við Mbl. vera nokkuð hissa á losarabrag er sér fyndist einkenna þingið. Illa væri stundum mætt á fundi og skoðanaskipti virtist sér vanta, fremur væru þetta fram- söguræður, en víst væri svo að mest vinnan færi fram í hinum ýmsu nefndum. Sverrir Hermannsson sagði að- spurður að það sem einkum hefði vakið athygli sína væri sá skriður er nú væri að koma á byggða- stefnumál og að nú myndi Nor- ræni fjárfestingarbankinn leita leiða til að fjármagna aðgerðir í byggðastefnu á jaðarsvæðum Norðurlandanna. Að öðru leyti kvað Sverrir komandi kosningar í Finnlandi og Svíþjóð nokkuð hafa einkennt umræðurnar en áríðandi væri að ná meiri samstöðu um aðgerðir í efnahagsmálum. Ragnhildur Hélgadóttir sagði aðspurð að menningarmálanefnd- in hefði háldið marga fundi meðan á þinginu stóð, fyrst til að undir- búa afgreiðslu mála á þinginu sjálfu og síðar til að vinna m.a. að fjárhagsáætlun. Eftir sameigin- legan fund menntamálaráðherra hefði verið samþykkt að hækka fjárhagsáætlun um 9,5% og hefði þar verið tekið tillit til málefná svo sem samstarfs á íþróttasviði og útvegun ýmis konar efnis fyrir börn. Fyrst og fremst miðaði tillaga um fjárstuðning við íþróttastarf að því að framleiða niður ferðir í samskiptum íþrótta- fólks á íslandi, Grænlandi og Færeyjum svo og stuðning við íþróttahreyfingar fatlaðra. Varð- andi barnaefni var samþykkt að sérstök nefnd myndi fjalla um stuðning við þá er vildu koma á framfæri ýmsu barnaefni svo sem kvikmyndum, leikritum og bókum, að myndaður yrði sérstakur sjóður er hefði þetta verkefni með hönd- um. Af öðrum málefnum á menningarmálasviði sagði Ragn- hildur að samþykkt hefði veríð að undirbúning norræns húss á Álandseyjum og eins konar lýð- háskóla í Vestur-Noregi, fæðingarbyggð Ingólfs Arnars- sonar og áherzla væri lögð á ýmis konar rannsóknarstörf. Næsta stóra mál er lægi fyrir að afgreiða á þessu ári eða næsta sagði Ragn- hildur vera sjónvarpsgervihnött- inn, en þar væri m.a. eftir að athuga samstarf við þjóðir utan Norðurlandanna, en því miður væru til þær raddir er vildu einangra landið alveg. Hver fjölskylda á Vatns- leysuströnd gaf 1500 kr. í DAG kom á skrifstofu Sjálfshjargar, landssambands fatlaðra félagar úr Lions-klúbbnum Keili á Vatnsleysuströnd, og afhentu kr. 180.000.- í Sundlaugarsjóð Sjálfsbjargar, Eru þetta 1500.- frá hverri fjölskyldu i Vatnsleysustranda- hreppi. Ef slíkar safnanir færu fram í öllum sveitarfélögum og hver einstaklingur leggði fram kr. 500.- væri fjármálum framkvæmda við sundlaugina borgið. Sjálfsbjörg þakkar Lionsklúbbnum Keili, svo og öllum sem stutt hafa Sundlaugarsjóðinn, með fjárframlögum. Ráðgert er að hefja byggingu sundlaugarinnar í vor og vonandi verður fjárskortur ekki til að tefja þær framkvæmdir. GRISAVEISLA SDNNUHATIÐ Hótel Saga — Súlnasalur Sunnudagskvöld 25. febrúar Húsiö opnaö kl. 19.00. Hressing við barinn Ókeypis happdrættismiðar afhentir. SPÁNSKUR VEISLUMATUR Grísasteikur og kjúklingar meö öllu tilheyrandi. Sangria. Verö aðeins kr. 3.500.- Kór Verzlunarskóla íslands undir stjórn Jóns Cortes flytja skemmtilega söngva. FERÐAKYNNING — LITKVIKMYNDIR Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastööum Sunnu, á Kanaríeyjum, Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og einnig af skemmtiferöaskipinu FUNCHAL, sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi ferðamöguleikum sem bjóöast á þessu ári. Frá þingi Norðurlandaráðs: Sjálfstæð aðild Fær- eyinga ekki athuguð FEGURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDS Gestir kvöldsins kjósa fulltrúa í lokakeppnina um titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur 1979. DANS TIL KL. 1.00 Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríöi Siguröardóttur leika og syngja. SKÓLADAGHEIMILI, hið íyrsta íbænum, var vígt í Kópavogi í gær. Hið nýja heimili er að Dalbrekku 2. Myndin var tekin við athöfnina í gær og er það Kristján Guðmundsson félagsmálafulltrúi í Kópavogi, sem ávarpar viðstadda. Ljósm. Mbl. Kristján. GLÆSILEGT FERÐABINGÓ Vinningar 3 sólarlandaferöavinningar meö Sunnu eftir frjálsu vali. TÍSKUSÝNING Feguröardrottningar íslands 1978 og 1977, ásamt stúlkum frá Karon, sýna þaö nýjasta í kvenfatatískunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.