Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 15 Lýkur kandidatsprófí í viðskiptafrœði 62ja ára í HÓPI þeirra sem í dajf út- skrifast kandidatar úr viðskiptadeild Iláskóla íslands er 62ja ára gömul kona, sem fyrir rúmum fjórum árum tók sig til og hóf háskólanám. Þessi kona er Margrét Thoroddsen. dóttir Sigurðar Thoroddsens verkfræðings og Maríu konu hans. fimm barna móðir og eiginkona Einars Egilssonar fulltrúa, svo gerð sé grein fyrir Margréti að góðum og hefðbundnum fslenzkum sið. Blaðamaður Mbl. leit snöggv- ast inn til hennar í gær til að spyrja hana um tildrög þess að hún lagði ótrauð út í svo erfitt nám. og um lokaritgerð hennar. sem f jallaði um „Þróun íslenzkrar tryggingalöggjafar með sérstöku tilliti til almanna- trygginga“. — Ég lauk stúdentsprófi 1937, sagði Margrét, þegar hún var innt eftir tildrögum þess að hún hóf háskólanámið. Þá langaði mig í lögfræði. En á þeim árum þótti hálfgerður óþarfi að konur færu í framhaldsnám. Við vor- um aðeins sex stúlkur í hópi 34ra stúdenta það ár. Þrjár innrituðust í guðfræði, lögfræði og læknisfræði, en hættu allar. Mér bauðst þá vinna á bæjar- skrifstofunum, en þá þótti glæsilegt að fá slíka vinnu hjá því opinbera og það hafði úr- slitaáhrif. Ég sótti bara ásamt þremur skólasystrum heim- spekitíma um veturinn, enda var kennt í Alþingishúsinu skammt frá vinnustað og ég fékk að skreppa í tímana. En fil. cand. prófið mitt átti eftir að koma mér að gagni 36 árum síðar, þegar ég tók aftur til við nám. En þá var prófið gott og gilt, og ég gat sparað mér það nám. — Eftir þetta gifti ég mig og við eignuðumst fimm börn, hélt Margrét áfram. Ég hugsaði bara um heimilið og leiddi hugann ekkert að námi. Þegar börnin voru komin á legg, fór ég að vinna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og var þar í sex ár. Þá fór þetta að brjótast í mér öðru hverju. Meðal annars fannst mér starf mitt ekki rétt metið, af því ég hafði ekki próf. En ég starfaði sem nokkurs konar fulltrúi hjá framkvæmda- stjóra við launaútreikninga o.fl. Sérstaklega hugsaði ég um þetta, eftir að öldungadeildin var stofnuð og fullorðið fólk fór að læra aftur. Ég sagði við sjálfa mig: Kannski ég geti þetta líka. Og fór að tala um það, fyrst í gamni, við manninn minn, sem hvatti mig til að láta verða af þessu. Það gerðu börnin mín líka, þegar þau vissu um það. Ég hefði sjálfsagt ekki farið út í þetta annars. — Þá vaknaði spurningin um námsgreinina, hvort ég ætti að láta gamla drauminn um lög- fræðina rætast, eða taka viðskiptafræði. Ég hafði alltaf haft gaman af tölum og út- reikningum. — Hafðirðu verið í stærð- fræðideild í menntaskóla? — Nei, það hafði ég ekki verið. Ég byrjaði á sínum tíma í stærðfræðideild, en var þar ekki nema 3 tíma, því að allar vin- konurnar voru í máladeild og mér fannst leiðinlegt að vera þarna ein með strákunum. En það sem réð úrslitum nú, var að áætlaður tími í viðskiptafræði er ári styttri en í lögfræði. Og af því ég er orðin þetta fullorðin, finnst mér muna um það. Og ég sé ekki eftir því. Sumir álíta að viðskiptafræðin sé þurr, en það er síður en svo. Þar er ekki bara bókfærsla, heldur mikil fjöl- breytni í námsgreinum, til dæmis hagfræði, lögfræði, félagsfræði, stjórnun og mikil stærðfræði. — Reyndist stærðfræðin þá ekki erfið? — Jú, hún var erfið. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því þegar ég byrjaði. Ég hafði ekki lært neina stærðfræði nema til gagnfræðaprófs, því að engin stærðfræði var kennd í mála- deild, þegar ég var í skóla. Stærðfræðideildarstúdentar standa þarna best að vígi og síðan þeir sem nýlega hafa útskrifast úr máladeild, því nú orðið er þar nokkur stærðfræði. Það lá satt að segja við að ég gæfist upp. En endaði með því að leita til míns gamla stærð- fræðikennara, Sigurkarls Stefánssonar og fékk hjá honum Niokkra tíma og það hjálpaði mér. Þá fór þetta að ganga. Það endaði svo með því að ég valdi stærðfræði sem valgrein, tók stærðfræðilega hagfræði. — Þú hlýtur að hafa meðfædda stærðfræðihæfileika? Kenndi faðir þinn þér kannski stærðfræði, þegar þú varst lítil? — Ég var satt að segja góð í stærðfræði. Kannski er það ættgengt. Pabbi kenndi mér í gagnfræðaskóla, og það hefur kannski haft áhrif. En það gat líka verið erfitt að vera dóttir kennarans. Ég man eftir því þegar nemandi hafði verið rek- inn um sinn, og bekkurinn ákvað að „stræka". Mér fannst ég ekki geta gert verkfall hjá pabba, og vissi ekki hvort ég átti að sitja eftir ein. Það leystist þó, því að ekki var samstaða. Nokkrir sátu kyrrir, svo ég varð ekki ein. — Og hvað tókstu langan Viðtal við Margréti Thoroddsen tíma í viðskiptanámið? Var það ekki erfitt? — Ég er búin að vera rúm 4 ár. Hefði getað lokið prófi á sl. vori, en þá braut ég hægri úlnliðinn og gat ekki skrifað í marga mánuði. Þá voru prófin að byrja og ég gat ekki fengið að taka þau munnlega. Mér hefur fundist þetta ákaflega skemmti- legur tími. Auðvitað hefur það verið erfitt með köflum, ég varð fjarska leiðinleg þegar prófin nálguðust og hafði samviskubit vegna fjölskyldunnar. Ég á fimm barnabörn, sem koma í heimsókn. En Einar og dóttir mín, sem er heima, hafa verið dugleg við að gera það sem þurfti. Þau hafa líka veitt mér uppörvun, jafnvel látið mig finna að þau væru stolt af mér. Þetta hefði áreiðanlega ekki gengið, ef fjölskyldan hefði ekki verið mér svona mikill styrkur. Margrét sagðist hafa kviðið fyrir því fyrsta daginn að setjast í bekk með öllum þessum ungling'um. En strax fannst henni bót í máli, þegar hún sá þrjár konur á aldrinum 30—40 ára. Og ári eftr að hún byrjaði, hófu tvær konur um fimmtugt nám í deildinni, önnur uppörvuð af því að hún, sem var eldri, var þar fyrir — Annars þarf ég ekki að kvarta yfir unglingunum, segir hún. Unga fólkið í deildinni hefur verið mér svo gott, viljað hafa mig með — jafnvel í partýunum. Ég fór meira að segja með þeim á diskótek um daginn. Þetta er yfirleitt mjög gott og duglegt fólk og ég tek ekki undir það þegar kvartað er yfir unga fólkinu. Meðal námsfólksins eru mörg skólasystkini barna minna og kennararnir eru flestir yngri en ég. Allir voru sérlega liðlegir við mig. Sá sem útskrifar mig er bekkjarbróðir minn úr barna- skóla. Gylfi Þ. Gíslason, sem er forseti viðskiptadeildar. — Þetta hefur sem sagt verið ákaflega ánægjulegur tími, segir Margrét, þótt oft væri það erfitt. Sérstaklega í vetur, þegar ég þurfti að taka þrjú próf í janúar, eitt þeirra mjög þungt, og vinna að lokaritgerðinni. En það er þeim mun ánægjulegra nú, þegar það er búið. Ritgerðin fjallaði um þróun Nýútskrifaði viðskiptafræðingurinn Margrét Thoroddsen. Mynd- ina tók Ól. K. Mag. á heimili hennar í gær. almannatrygginga á íslandi, ekki satt? — Jú, ég byrja á því að rekja sögu félagsmála á Islandi, fjalla þar m.a. um tíma fátækralög- gjafar. Þróunin varð svo mjög ör, sérstaklega með almanna- iögunum 1946, þegar varð gjör- bylting í þessum málum. Ég geri samanburð við önnur lönd og mér sýnist að við stöndum nágrannalöndum okkar yfirleitt á sporði í þeim efnum. í ein- staka málum erum við þó á eftir Norðurlöndum, sérstaklega varðandi gamla fólkið. Einnig þegar um er að ræða stuðning við barnafjölskyldur í leigu- húsnæði. Að öðru leyti virðist mér við á undan, svo sem um sjúkrahjálp. Hér er sjúkrahús- lega alveg ókeypis, þar sem víða er greitt eftir efnum og ástæðum á Norðurlöndum. Eitt get ég nefnt, sem alveg vantar hér. Barnafjölskyldur fá enga hjálp við kaup á gleraugum, þar sem heyrnartæki eru aftur á móti greidd 75%. — Og hvað tekur nú við, þegar þessum áfanga er náð? Ætlarðu að hvíla þig? — Ég er búin að því, þvi við fórum út í heimsókn til tveggja barna okkar sem eru erlendis eftir að prófunum lauk í janúar, svarar Margrét. Ég veit ekki enn hvað ég geri. Vona að ég fái starf við mitt hæfi. Ég hefði haft áhuga á að starfa að tryggingamálum, sem ég hefi kynnt mér, eða við eitthvað sem kemur inn á bæði lögfræði og viðskiptafræði, því að ég tók allar valgreinar í lögfræði, sem á boðstólum voru. En atvinnu- rekendur virðast ragir við að taka fullorðið fólk í vinnu. Ég er að vísu ekki farin að reka mig á það sjálf núna. En þegar ég ætlaði út að vinna fyrst, og var þá ekki nema fimmtug, varð ég vör við þetta. Einn atvinnurek- andi sagði að h'ann þyrfti að senda í banka og hann kynni ekki við að vera að snatta svona fínni frú. Og annar spurði: Heldurðu að þú mundir kunna við þig innan um allt þetta unga fólk? Það kom ekki að sök þá, því ég fór í Heilsuverndar- stöðina í vinnu. Það er líka oft tekið fram í auglýsingum að vinnukrafturinn eigi að vera á ákveðnum aldri og þá ungur. Ég skil þetta raunar ekki því að ég hefi unnið í Sjúkrasamlaginu á sumrin, þar sem er mikið af fullorðnu fólki og sé að fullorðna fólkið er ekki síðri vinnukraftur. Núna, þegar ég er nýkomin frá prófborðinu, vona ég að gangi vel að fá starf. Mér finnst að ég ætti að geta ley.st viðfangsefnin engu síður en unga fólkið, sem var að ljúka prófi með mér. Það væri annað ef ég væri farin að ryðga í fræðunum og langt síðan ég tók próf. — Ég er mjög ánægð með að hafa náð þessum áfanga, sagði Margrét að lokum. í upphafi lá við að ég gæfist upp, og ýmsir spáðu því líka að svo færi. Það heyrði ég. En það stappaði bara í mig stálinu, þegar ég heyrði að fólk var vantrúað. _ E.Pa. NOTAÐIR BÍLAR - NOTAÐÍR BÍLAR - NOTAÐIR BÍLAR Seljum í dag mikið úrval notaðra bíla. Opið frá kl. 12.00 -17.00 Komið og gerið góð kaup. BBI3G) Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson h.f Skeifunni 17 — Sími 85100 NOTAÐIR BÍLAR - NOTAÐIR BÍLAR - NOTAÐIR BÍLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.