Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 Björn Emilsson skrifar: ÞEIR HLÓGU LÍKA AÐ WRIGHT BRÆÐRUM Ekki alls fyrir löngu var sýnd í Laugarásbíói kvikmyndin Öfgar Ameríku. Þaö var á opinskáan hátt fjallað um ýmsar, allt aö því úrkynjaöar öfgar þeirr- ar álfu. Bandaríkja- menn hafa ætíö verið lengi aö taka nýjung- um, en um leiö og augu þeirra opnast, hreyfast þeir svo um munar. Gott dæmi er hártízk- an. Á bítlaæðisárun- um, á meðan unglingar Evrópu söfnuöu hári, notuðu ungmenni Ameríku enn hárklíst- ur. Svo hóf síöa háriö innreið sína og þegar yfir lauk, var hárprýöi þeirra „sámverja" slík, aö kynferði varö vart greint. Ýmsar, allt aö því fáaránlegar tilraunir hafa veriö geröar til aö hanna hiö fullkomna samgöngutæki. Slíkum farartækjum hampar vinur okkar Jam^ vjfi a tíðum á hvíta léreftinu. Hann á þaö til aö sitja undir stýri á Lotusnum, sem skyndilega, meö einni takkahreyfingu, breyt- ist í bát, flugvél, geim- skip eöa jafnvel kafbát. Hingaö til hafa slík farartæki ekki átt *»«- .luu i raunveruleikan- um. En alltaf eru til fullhugar sem reyna smíöi þeirra. Banda- ríkjamönnunum Henry Smolinski og Hal Blake hefur tekizt aö hanna farartæki, sem í senn er bíll og flugvél. Þeir sameinuöu Ford Pint^ uy muia af Cessnu 366 Skymaster. Hugmynd- in er ákaflega einföld. Á þaki bílsins eru þar til gerðar rennur, sem flugvélagrindin, ásamt tengibúnaöi, rennur inn í. Samsetning bíls og fluggrindar tekur um tvær mínútur aö sögn þeirra félaga. Þeir segja þetta hiö hentug- asta farartæki, gott til stuttra flugferöa, og eftir lendingu má alltaf skreppa út í sjoppu eftir hamborgara og ööru slíku. Já, viö skul- um ekki gleyma því, að líka var hlegiö aö Wright-bræðrum. í framtíöinni veröur hægt aö fá aðrar tegundir bifreiöa áfasta Cessnunni. Eins veröur undirvagn bíl- anna endurbættur meö tilliti til loftmótstööu. Haföiröu áhuga á járn- fuglinum, þá eru sölu- menn hans staösettir hjá Galpin Ford í Cali- forníu. Við skulum bara vona aö alþingis- menn okkar fái ekki fuglinn á peruna, því dýrt er drottins oröiö. Þó er iðnaöarráðherra og ráöuneyti hans undanskiliö. Flugvélar- korniö getur ekki veriö mikið dýrara en Range Roverinn. Þaö munar í mesta lagi 10 milljón- um. Þaö væri ekki dónalegt aö fá vængi á Rover dollaragríniö og sjá Grundartanga úr lofti. Svo sleppur maö- ur viö holurnar í Hval- firöinum. EFST: Á þaki Pintósins eru þar til geröar rennur, sem flugvélagrindin ásamt tengibúnaöi rennur inn i. Samsetning bíls og fluggrindar tekur aðeins um tvær mínútur. MIÐJA TIL VINSTRI: Að innan er bíllinn útbúinn öllum nauðsynlegustu flugsiglingatœkjum. Hægt er að færa stýrið fram og aftur eins og í flugvélum. Hliðarstýris-fótstigin falla niður í gólf bílsins þegar flugvélargrindin er aftengd bílnum. Eftir verður aðeins bremsa og kúpling bílsins. MIÐJA TIL HÆGRI: Hvaða ráðherra sem er gœti verið ánægöur með alla þessa orku að baki sér. Ekki sízt iðnaðarráðherra. NEÐST: Við venjuleg flugtök nægir aðeins orka hreyfils Cessnunnar, en til að stytta flugtakið má að auki nota vél Pintósins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.