Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1979 31 Hagtölur mánaðarins: --A FRIÐHELGI EINKALIFSINS Breyttu þjóð- félagi fylgir breyttur skóli Sigrídur Jónsdóttir námsstjóri Arið harla Bráðabirgðatölur Þjóðhags- stofnunar benda til þess að raun- vöxtur þjóðarframleiðslunnar hafi numið 3—4% á árinu 1978 í sam- anburði við 4,8% árið 1977. Vöxtur þjóðartekna varð nokkru minni vegna áðurnefndrar rýrnunar við- skiptakjara. Einkaneyzlan er talin hafa aukist um nálægt 2% og fjármunamyndunin virðist hafa minnkað um 3—4%. Sú skuggahlið var þó á efna- hagsþróun ársins að verðbólga fór enn vaxandi frameftir árinu. Ætlað er að framfærslukostnaður hafi hækkað um 44% milli meðal- tala áranna 1977 og 1978 saman- borðið við 30% milli áranna 1976 og 1977. Tólf mánaða hækkun framfærsluvísitölunnar var í hámarki 1. ágúst 51,7% en var komin aftur niður í tæp 47% 1. nóvember s.l. Hækkun fram- færslukostnaðar á árinu var ekki nema lítið eitt minni en á verð- bólguárinu mikla 1975. Vegna mikils misræmis milli þróunar kostnaðar innanlands og í helztu viðskiptalöndum landsins var gengi krónunnar fellt tvívegis á árinu enda var samkeppnisað- stöðu atvinnuveganna hvað eftir annað ógnað vegna kostnaðar- hækkana umfram aukningu tekna af útflutningi. Laun eru talin hafa hækkað um 55% að meðaltali árið 1978 samanborið við 45% 1977 og gert er ráð fyrir að hækkun at- vinnutekna 1978 hafi verið svipuð og launa. Vegna meiri hækkunar beinna skatta en tekna má ætla að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist talsvert minna eða nálægt 50%. Um ríkisfjármálin segir að sam- kvæmt bráðabirgðayfirliti ríkis- bókhalds hafi heildartekjur ríkis- sjóðs á árinu 1978 numið 154,9 milljörðum króna og gjöld 159,9 milljörðum. Rekstrarhallinn varð því 5 milljarðar króna. Innstreymi varð á lánahreyfingum utan Seðla- bankans að fjárhæð 1,6 milljarðar þannig að greiðsluhalli ríkissjóðs varð 3,4 milljarðar. Heildar- skuldaaukning við Seðlabankann nam um 12 milljörðum króna, en Á árinu urðu framkvæmda- stjóraskipti hjá félaginu, Friðrik Sophusson lét af starfinu er hann hafði verið kjörinn á Alþingi og við tók Þórður Sverrisson viðskiptafræðingur. Á s.l. ári var haldið á vegum Stjórnunarfélagsins 21 námskeið sem yfir 500 manns sóttu og auk þess voru eins og áður sagði haldnar þrjár námsstefnur, ráðstefna um þjóðhagsleg mark- mið og afkomu Islendinga og margir fundir og námskeið fyrir utan að komandi aðila. Stjórn félagsins skipa nú: for- maður Hörður Sigurgestsson og aðrir: Ásmundur Stefánsson lektor HÍ, Björn Friðfinnsson for- stöðumaður fjármáladeildar Reykjavíkurborgar, Jakob Gísla- son f.v. Orkumálastjóri, Ólafur B. 1978 gott af þeirri fjárhæð svaraði gengis- uppfærsla gengibundinna skulda 7,5 milljörðum. Heildarskuld ríkis- sjóðs við bankann í árslok nam því um 26 milljörðum króna þar af voru 14,6 miiljarðar gengisbundin lán, 2,2 milljarðar krónulán og 9,4 milljarðar yfirdráttur á viðskipta- reikningi, en ekki hefur verið samið endanlega um meðferð yfir- dráttarins. Fjárfestinga- lánasjóðir Ný útlán fjárfestingalánasjóða samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir árið 1978 voru 30.325 milljón- ir króna. Þetta er um 44% hærri fjárhæð en á árinu 1977. Fjár- mögnun þessara útlána var með hefðbundnum hætti þannig að tæpur helmingur voru nýjar lán- tökur en rúmur helmingur fram- lög, markaðar tekjur og eigin fjármögnun sjóðanna. Ný erlend lán til fjárfestingalánasjóðanna námu um 11% af nýjum lánum en lántökur voru mestar frá lífeyris- sjóðum og lögðu þeir þannig um 20% af nýjum útlánum fjár- festingalánasjóðanna. Lífeyris- sjóðir vörðu um 32% af áætluðu ráðstöfunarfjármagni sínu í útlán til fjárfestingalánasjóða á árinu 1978 en um 25% á árinu 1977. Greiöslujöfnuður og gjaldeyrismál Bráðabirgðatölur benda til þess, að viðskiptajöfnuður hafi orðið hagstæður um nálægt 9 milljarða króna á árinu 1978 samanborið við 14 milljarða króna halla árið áður reiknað á sambærilegu gengi. Eftirfarandi talfa sýnir frum- drög að greiðslujöfnuði ársins 1978 og til samanburðar eru tölur árs- ins 1977 umreiknaðar til sambæri- legs gengis, þ.e. meðalviðskipta- gengis 1978. í milljörðum króna 1977 1978 Vöruskiptajöfnuður -15.3 7.8 Þjónustujöfnuður 1.2 1.2 Viðskiptajöfnuður-14.1 9.0 Fjármagnsjöfnuður 22.8 5.5 Heildargreiðslujöfnuður 8.7 14.5 Ólafsson forstjóri Miðness h.f., Óskar Gunnarsson forstjóri Osta & smjörsölunnar, Ragnar Kjartansson framkvæmdastjóri Hafskips h.f., Sigurður R. Helga- son framkvæmdastjóri Hagvangs h.f., og Steinar Berg Björnsson forstjóri Pharmaco. I framkvæmdaráð voru kjörnir: Erlendur Einarsson, Eyjólfur ís- feld Eyjólfsson, Guðmundur Einarsson, Haraldur Steinþórsson, Haukur Björnsson, Jón Sigurðs- son, Jón H. Berg, Kristján Sigur- geirsson, Otto A. Michelsen, Ragn- ar S. Halldórsson, Snorri Jónsson og Sveinn Björnsson. Gestur fundarins var Tómas Árnason fjármálaráðherra og flutti hann erindi um áhrif efna- hagsstefnu ríkisstjórna á stjórnun fyrirtækja. Ég fagna því að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur hafið umræður um skólamál og vil helst líta á þær sem opnun á umræðum um innra starf skólans. Að mínu áliti hefur þessum málaflokki verið allt of lítill gaum- ur gefinn undanfarin ár. Sem skólamaður vil ég leyfa mér að halda því fram að umræður og ályktanir um skólamál hafa oft fremur borið vitni vanþekkingu og fordómum en gagnrýnu mati byggðu á þekkingu. Mönnum hættir stundum til að líta á skólann í dag sem sams konar skóla og þeir þekktu af eigin reynslu, en gera sér oft ekki grein fyrir að með breyttu þjóðfélagi hlýtur að fylgja breyttur skóli. Með breyttum atvinnuháttum og síaukinni þátttöku kvenna í at- vinnulífinu hefur uppeldishlutverk skólanna orðið stærra en áður. Stöðugt meiri kröfur eru gerðar til skólans að hann sinni þessu hlut- verki en á móti hefur aðstaðan til þess verið lítið bætt, bæði hvað varðar skólabyggingar og aukinn starfskraft. Það er því augljóst mál að áherslu þarf og verður að leggja á aukið samstarf heimila og skóla, þeirra aðila sem sjá um uppeldi og menntun barnanna. Til skamms tíma hefur skólinn verið lokuð stofnun og oft vissu foreldrar lítið um hvað þar fór fram, nema af frásögnum barn- anna sjálfra. En á undanförnum árum hefur þetta breyst og er stöðugt að breytast. Við ýmsa skóla landsins eru þegar starfandi öflug foreldra- félög, í mörgum tilvikum sameigin- leg foreldra og kennarafélög og eflaust verða þau enn fleiri á næstu árum, enda eru ákvæði um slík félög í Grunnskólalögum. Ég tel að hér eigi skólinn að eiga frumkvæðið, enda hægara um vik en fyrir stóran foreldrahóp, sem lítt eða ekki þekkist innbyrðis. Foreldrar þurfa að vita hver mark- mið skólans eru og kynnast nýjung- um í námsefni og kennsluháttum. Kynning á þeim þáttum og öðru starfi skólans þarf að eiga sér stað á haustin er skólastarf hefst og síðan þarf stöðugt samband að vera milli kennara og foreldra barnanna á skólaárinu. Sums staðar hafa foreldrar tekið þátt í skólastarfinu með börnum sínum, t.d. farið með þeim í vett- vangsferðir, tekið þátt í skemmtun- um þeirra og jafnvel aðstoðað inni í skólastofunni. Öll þessi dæmi þekki ég af eigin reynslu og tel slíka samvinnu mjög æskilega, fyrir alla aðila, börnin, foreldrana og kennar- ana. Ég tel sjálfsagt að foreldrar fái vitneskju um þær kannanir sem fram fara í skólanum á börnum þeirra og ég efast ekki um sam- starfsvilja þeirra ef samvinnu er leytað. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRCTI • SÍMAR: 17152-17355 Sú aukna þekking sem hefur orðið undanfarin ár á þroskasálar- fræði og forsendum náms kallar á breytta kennsluhætti. Kennari þarf að vera leiðbeinandi og verkstjóri en ekki eingöngu miðlari þekking- ar. Hann þarf að sjá til þess að hver einstakur nemandi öðlist eins fjölbreytta námsreynslu og mögu- legt er. Til þess þarf kennari góða menntun og til þess þarf góð starfsskilyrði í skólanum. Víða í skólum hér á landi vinna kennarar og nemendur við geysilega erfiðar aðstæður. Enn í dag búum við víða í þéttbýli við tví- og þrísetna skóla og víða um land skortir mikið á góðan bóka- og tækjakost sem er undirstaða að fjölbreyttum vinnu- brögðum. Við verðum að stefna að því að skólarnir verði manneskjulegir, þ.e. ekki of fjölmennir og nemendur í bekk ekki yfir 24 nemendur ef koma á til móts við þær kröfur sem gerðar eru til skólans í dag. Varð- andi pólitíska innrætingu þekki ég hana ekki af eigin reynslu hvorki sem nemandi eða kennari. Það er sitthvað pólitísk innræting eða hlutlaus kynning á mismunandi sjónarmiðum, skoðunum og stefn- um. Vissulega eru áhrif kennara mikil og er það eitt af því sem gerir starfið svo vandasamt og er sjálf- sagt að foreldrar séu vakandi fyrir óheppilegum áhrifum en varist samt að dæma án þess að kynna sér málin fyrst. Sumar námsgreinar eru meira viðhorfamótandi en aðrar greinar. Hvað varðar samfélagsfræðina, sem er námsgrein í mótun og hefur eins og endurskoðun annarra greina liðið vegna fjárskorts, er hún vissulega viðhorfamótandi grein. Hún fjallar um samskipti fólks og samband þess við umhverfi sitt fyrr og nú. Þar er lögð áhersla á að örva nemendur til sjálfstæðrar hugsun- ar og þjálfa þá í að athuga sam- félagið frá öllum sjónarhornum svo að þeir geti dregið ályktanir af eigin rammleik, enda segir í grunn- skólalögunum að skólinn skuli temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum manna og umhverfi. Eitt af viðhorfamark- miðunum er að börnin geri sér grein fyrir eigin gildismati og annarra, viðurkenni ólík sjónarmið og rétt hvers manns til þess að hafa sjálfstæða skoðun. Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 24. febrúar 1979 Kaupgengi pr. kr. 100.-: 1968 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur A 2. flokkur 1. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1. flokkur 2. flokkur 1968 1969 1970 1970 1971 1972 1972 1973 1973 1974 1975 1975 1976 1976 1977 1977 1978 1978 3.028,74 2.849,04 2.119.45 1.946,49 1.411.46 1.324.82 1.154.69 987.87 750.94 691.99 480.68 393.00 299.92 284.47 229.19 212.87 178.30 145.32 114.69 Innlausnarverö Seölabankans m.v. 1 ara timabíl frá: Vfir- gengi 25/1'79 2.855,21 6,1% 25/2 ’79 2.700.42 5,5% 20/2 ’79 2.006.26 5,6% 15/9 ’78 1.509.83 28,9% 5/2 ’79 1.331.38 6.0% 15/9 ’78 1.032.28 28,3% 25/1 '79 1.087.25 6,2% 15/9 '78 770.03 28,3% 15/9 '78 586.70 28,0% 25/1 ’79 650.72 6.3% VEÐSKULDABREF: 1 ár Nafnvextir: 26% 2 ár Nafnvextir: 26% 3 ár Nafnvextir: 26% *) Miðað er við auðseljanlega fasteign. HLUTABRÉF Sjóvátryggingarfélag íslands HF. í niðursuðuiðnaði Flugleiðir h/f B — 1973 C — 1973 E — 1974 F — 1974 VEÐSKULDABRÉF: 3 ár Nafnvextir: 26% Kaupgengi pr. kr. 100- 77—79 68 — 70 62—64 Sölutilboð óskast Sölutilboð óskast Sölutilboð óskast Höfum seljendur að eftirtötdum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.- 635,41 (10% afföll) 553,71 (10% afföll) 340,00 (10% afföll) 340,00 (10% afföll) Söiugengi pr. kr. 100.- 62,00 PléRPETTinGRRP^lAO ÍSUMlDf HP. VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16 — framleiðsla jókst talsvert — atvinnuástand var gott — viðskiptajöfnuður við útlönd hag- stæður í fyrsta sinn um árabil Ef litið er á þróun mikilvægra raunstærða þjóðarbúskaparins svo sem framleiðslu. atvinnu og viðskiptajöfnuð þá verður vart önnur ályktun dregin en sú að árið 1978 hafi verið harla gott ár. Framieiðsla jókst talsvert, atvinnuástand var gott og sýndi engin merki slökunar fyrr en undir lok ársins og viðskiptajöfnuðurinn við útlönd var hagstæður í fyrsta skipti um langt árabil. Viðskiptakjör rýrnuðu að vísu ofurlítið og útlitið hefur í því efni dökknað nokkuð vegna þegar orðinna og væntanlegra olfuhækkana á heimsmarkaði, segir í nýútkomnu hcfti Ilagtalna mánaðarins fyrir febrúarmánuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.