Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 „Maður verður ekkert var við herinn ” „VIÐ vinnum hcr á vöktum allan sólarhringinn og afííreið- um eldsneyti á allar fluKvelar, alla bfla hersins og í hús hér á Vellinum,1* sagói Garðar Jóns- son aðstoðarstöðvarstjóri á benzínstöð Olíufélagsins, „við sjáum um alla olíuafgreiðslu fyrir herinn og þrátt fyrir tíðina í vetur hefur ekki verið svo bölvað að eiga við það. því stillur hafa verið miklar þrátt fyrir leiðindafærð og oft hefur verið verra að eiga við þetta.“ „Ég er búinn að vinna hér í 26 ár, en yfirleitt eru allir hér á stöðinni búnir að vinna í 10—30 ár og hér eru liðlega 40 menn við störf með 6 olíubílstjórum sem aka olíunni í hús. Afgreiðsla bíla er hér á fullu allan daginn en mest er spanið á okkur þegar verið er að tanka litlu orrustu- flugvélarnar, því slíkt verður að gerast um leið og þær lenda. Við ökum eldsneyti á orrustuflug- vélarnar í bílum en 7000 lítrar fara á tanka hverrar vélar.“ Garðar á heima í Keflavík, en hann kvað alla starfsmenn benzínstöðvarinnar vera fjöl- skyldumenn sem ýmist ættu heima í Keflavík, Njarðvík, Vog- um eða Sandgerði. Um vinnuna inni á afmörkuðu svæði sagði hann: „Maður verður ekkert var við það þótt maður þurfi að fara um eftirlitshlið á hverjum degi og satt bezt að segja verður maður ekkert var við þennan her hér þótt sumum þyki það ef til vill kynlegt. Þó er herinn stærsti viðskiptaaðilinn, en Flugleiðir eru með veruleg við- skipti einnig. Annars hefur far- þegaflug hér um Völlinn minnk- að mjög á undanförnum árum og flugfélög sem hafa millilent hér hafa dottið út af þessari leið.“ „Menn líta á Völlinn sem stórt marg- slungið fgrirtœki” þ.e. sá með lengstan starfsaldur, því ég hóf hér störf 1945. Hjá hernum byrjaði ég 1961, en áður hafði ég unnið við benzín og olíuafgreiðslu." Guðmundur býr í Kópavogi og ekur daglega til og frá vinnu, en þeir sem búa fjarri vinnusvæð- í FJÁRMÁLADEILD Varnar- liðsins hittum við Guðmund Jónasson yfirmann launadcild- ar, en hann sér um launa- greiðslur fyrir Varnarliðið, sjíiðamál og annað skylt. Ilann greiðir nú mánaðarlega laun til liðlega 1000 íslendinga sem vinna hjá hernum og 190 Bandaríkjamanna sem eru opinberir bandarískir em- bættismenn. Á s.l. ári greiddi herinn 6 milljarða króna f laun til íslendinga á Vellinum, en þessi laun leggja bandarisk stjórnvöld inn í dollurum í Landsbankann á Keflavíkur- flugvelli, en launin eru greidd út í íslenzkum krónum. „Það er ákaflega stór hópur sem hefur unnið hér lengi," sagði Guðmundur, „en ég mun vera elzti starfsmaðurinn á Vellinum, inu fara ýmist í einkabílum eða áætlunarbílum til vinnu sinnar. „Ég held að í flestum tilfellum sé ágætis stemmning hjá fólkinu sem vinnur hér,“ sagði Guð- mundur, „það er misjafnlega ánægt eins og gengur, en yfir höfuð er það samhent og með góðan húmor. Samvinnan við Bandaríkja- menn er mjög góð, engir árekstr- ar svo ég viti til og ef eitthvað kemur upp þá er það rætt og því kippt í liðinn. Hér á Vellinum eru allar stéttir landsins við störf og þannig er þetta í rauninni bæjar- eða samfélag út af fyrir sig, en menn líta fremur á Völlinn sem eitt stórt marg- slungið fyrirtæki. Ég held að landsmenn átti sig ekki á því hve mikill fjöldi fólks er hér við störf og þessi vinna hefur gífurlega þýðingu fyrir Suðurnesin, því það eru svo margir þaðan og það er einnig áberandi að hér er margt eldra fólk við störf í þægilegri vinnu eins og t.d. í matsal þar sem meirihluti um 100 starfsmanna er miðaldra og eldra fólk en nær ekkert er af ungu fólki." „Fjölskyldufólk telur öryggið hér mikils virði” „VIÐ sjáum um að pakka og taka upp allan varning fyr- ir fólkið hér, fáum húsgögn frá öllum heimshornum og sendum til allra átta,“ sagði Ester Jóhannesdóttir deildarstjóri Flutninga- deildar Varnarliðsins, en í þeirri deild eru íslendingar í meirihluta, 7 talsins og 5 Bandaríkjamenn. Ester var fyrsti íslending- urinn sem beinlínis tók við starfi af Bandaríkjamanni, en hún er búin að vinna í 13 ár á Vellinum, og þar af 2 ár í deildinni. „í þessari deild voru áður aðeins Bandaríkjamenn," sagði Ester, „enda er töluð enska hér allan daginn. Við hugsum um allt sem tifheyr- ir stöðinni varðandi flutninga á húsgögnum, könnum allar skemmdir, sjá- um um bílaflutninga og ýmislegt sem varðar flutn- inga milli staða. Þetta er fjölbreytt starf og mér líkar það mjög vel. Það er gott að vinna með Ameríkönum, þægilegt fólk og svo líka mér þjónustustörf. Það iná líka segja að þetta sé margbrotið starf og annað hvert ár hef ég farið á námskeið erlendis í sambandi við breytingar í þessu starfi. Þetta er að vísu langur vinnudagur, því þar sem ég bý í Reykjavík og ek á milli daglega þá verð ég að vakna kl. 6 og heim er ég komin aftur um kl. 6 að kvöldi, en það bætir upp að á föstudögum vinnum við að- eins til kl. 1. Það er alltaf mikið að gera hjá okkur, því það er mikil hreyfing á fólki hér, menn koma og fara nær stanzlaust. Fjölskyldumenn eru hér í tvö ár a.m.k. og einhleypir í minnst 1 ár, en flestir eru með fjölskyldur sínar. Marg- ir fjölskyldumenn fá fram- lengda dvöl sína hér vegna þess að þeir telja öryggið hér mikils virði, öryggi fyrir börnin og fjölskylduna í heild og hér geta þeir einnig safnað peningum um leið og allt mannlífið fer fram á mjög afmörkuðu svæði.“ „300 í mat og þykir lítið” í MATSTOFU íslenzkra aðalverk- taka hittum við Friðrik Eiríksson yfirbryta og það var margt um manninn í mat hjá honum þegar við litum inn í hádeginu þar sem borin var á borð rjúkandi kjöt- súpa með öllu tilheyrandi. „Það koma um 300 manns dag- lega í mat um þessar mundir og þykir litið," sagði Friðrik sem hefur unnið þarna í mötuneytinu í 22 ár. „Þetta hefur gengið í bylgj- „ um öll þessi ár, en á veturna er alltaf lægð. Á sumrin getur þetta hins vegar farið upp i 800 manns. Þá er borðað á allt að 8 stöðum og við sendum.þá stúlkur með mat á hvern stað til hagræðingar ef unnið er fjarri aðalmötuneytinu. Nú er borðað hjá okkur á 4 stöðum, hér í aðalmötuneytinu, í Sandgerði, við nýja flugturninn þar sem 50—60 manns borða og á einum stað til. „Um 50% af búslóðum og bílum Varn- arliðsmanna skemmast í flutningum til Umdsins,> „ÞETTA er ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt starf sem ég inni hér af höndum enda er ég sjálfs mín herra, aðeins einn í deild- inni“, sagði Guðmundur Margeirsson í tjónadeild Varnarliðsins sem er til húsa með flutningadeildinni, sem við heimsóttum einnig. „Starfið felst í því að ég tek á móti öllum kröfum varnar- liðsmanna á hendur Varnar- liðinu vegna skemmda sem verða á búslóðum og bílum þeirra í flutningum til lands- ins. — Það er kannski nokkuð „Hef ekki lent í neinu stríði við herinn” „Hér hef ég unnið í tæp 23 ár, en ég er nú á áttugasta aldursári, fæddur 12. okt. 1899 og alinn upp á Ytri Ilrafnabjörgum í Hörðudal í Dalasýslu,“ sagði næst elzti starfsmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Finnur Þor- stcinsson, en sá sem er eldri en hann er um mánuði eldri. Finnur vinnur í viðhaldsdeild hersins. „Ég vinn almcnn verkamanna- störf og í dag vorum við til dæmis að athuga girðinguna á svæðinu og iaga til í áhaldahúsinu. Ég er búinn að vinna hér síðan 23. júlí 1956. Var áður bóndi á Ytri Hrafnabjörgum og hafði verið það frá 1929. Þar var ég með blandað bú, 6 kýr, liðlega 100 kindur og 10—12 hross. Hvernig það atvikaðist að ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.