Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1979 43 Aðeins jafntefli en þó ekki heimsendir ÍSRAELSMENN gengu fagnandi af leikvelli eftir jafnteflið gegn íslendingum. eins og þeir hefðu unnið stórsigur. Kátína íslensku leikmannanna var hins vegar lítil, þeir höfðu átt í basli allan leikinn og þó að þeir ættu frekar slakan dag. má með sanni segja að ísraelsmenn hafi komið á óvart. Leikurinn endaði 21 — 21, eftir að Israelsmenn höfðu haft eitt mark yfir í leikhléi. Langt frá því að vera góð byrjun á B-keppninni hér á Spáni, en menn hafa trú á því, að leikurinn gegn Tékkum verði ámóta jafn og íslenska liðið taki þátt í keppni hinna 8-bestu, en fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitunum fer fram í Barcelona á mánudagskvöldið. Tékkar sigruðu ísraela með 8 marka mun í fyrrakvöld og mega íslendingar því tapa leiknum gegn Tékkum með 7 mörkum, en markatala ræður, ef lið eru jöfn að stigum. Eitt af því, sem brást í leiknum hjá íslendingum, var markvarslan en íslensku markverðirnir vörðu aðeins 4 skot i leiknum, Ólafur Benediktsson tvö og Jens tvö. Ólafur á sér þó nokkra afsökun, en hann hefur átt við meiðsl að stríða í baki að undanförnu og á æfingu í gærdag fékk hann knött- inn framan á fingurgóminn og varð að spelka saman á honum tvo fingur. Þá var ekki farið eftir þeim skipunum sem settar voru fram í sóknarleiknum og vörnin opnaðist allt of oft. Það er ekki heldur hægt að kenna dómurun- um um hvernig fór, því að ef nokkuð, voru þeir hliðhollir okkur íslendingum. Það er svo sem enginn heimsendir þó að aðeins hafi náðst jafntefli gegn ísraelum. Það er mjög erfitt að spila gegn slíku liði. Þar er leikgleðin allsráðandi og allir gera sitt bezta og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þeir leika hratt saman úti á vellinum og hnoðast síðan inn í • Ólafur Víkingur Jónsson skorar gegn úrvalsliðinu á dögunum. Ilann átti mjög góðan leik í Sevilla í gærkvöldi, skoraði 3 glæsimörk. Liðið sem leikur í kvöld LIÐIÐ sem leikur gegn Tékkum hefur verið valið. Þær breytingar hefur Jóhann Ingi gert. að Þorbjörn Guðmundsson kemur inn í stað nafna síns Jenssonar, Brynjar markvörður kemur í stað Jens Einarssonar og Stefán Gunnarsson kemur í stað Steindórs Gunnarssonar. Erlendur Hermannsson hvflir áfram. en hann var ekki með á móti ísraelum. Landsliðið er því skipað eftirtöldum leikmönnum fyrir leikinn við Tékka í kvöld: Stefán Gunnarsson, Jón Pétur Jónsson. Ólafur Jónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Árni Indriðason, Páll Björgvinsson. Brynjar Kvaran, Viggó Sigurðsson. Ólafur Benediktsson, Axel Axelsson og Ólafur II. Jónsson. vörnina, fá fríkast, leika sama leikinn aftur og aftur, allt þar til mark hefur verið skorað. Þá hafði liðið allt að vinna en engu að tapa og lögðu leikmennirnir allt í söl- urnar. Voru þeir orðnir svo þreyttir í leikslok, að þeir voru hættir að horfa á íslenska markið. Eins og fyrr segir, lauk leiknum 21—21, en staðan í hálfleik var 11 — 10 fyrir Israel. Gangur leiksins var í stuttu máli sá, að Axel Axelsson skoraði fyrsta markið, en ísraelsmenn jöfnuðu. ísland komst í 2—0 og 4—2, en ísrael jafnaði 4—4. Þá komust íslendingar yfir 7—4 og nú áttu menn von á því að Islend- ingar hristu ísraelana af sér. Svo fór þó ekki, jafnt var 8—8, 9—9 og 10—10 og ísraelsmenn komust yfir með síðasta marki fyrri hálfleiks, 11—10. Það kann að hafa haft áhrif á varnarleik ís- lenska liðsins í fyrri hálfleik, að Árni Indriðason meiddist á nefi um miðjan hálfleikinn og kom hann ekkert meira við sögu í leiknum. Var staðan þá 7—4. Staðan var síðan orðin 9—9 þegar hann kom aftur inn á. í síðari hálfleik komst ísrael tveimur mörkum yfir, 12—10, og síðan 14—12 en ísland jafnaði 14^-14. Aftur komst ísrael í tveggja marka forystu, 16—14, en íslendingar voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu aftur 16—16 og allt var á suðupunkti í húsinu þegar aðeins 15 mínútur voru eftir af leiknum. Síðan var jafnt í 17—17, 18—18, 19—19, en ísrael hafði til þessa verið á undan til að skora, en ísland síðan jafnað, en Ólafur Víkingur Jónssn skoraði glæsilega nítjánda mark íslands þegar 3 mínútur voru eftir. Jón Pétur Jónsson kom íslenska liðinu síðan yfir 20—19 með lúmsku undirhandarskoti þegar ein og hálf mínúta var eftir. ísraelar voru ekki lengi að jafna það, 20—20. Axel Axelsson fékk síðan knöttinn í dauðafæri þegar 40 sekúndur voru eftir og skoraði 21. mark íslands. Húsið skalf og nötraði, svo mikil var spennan, en þess má geta, að áhorfendurnir Frá Ágústi Inga Jónssyni, blaðamanni Mbl. á Spáni: voru flestir á bandi ísraelanna. Stémmningin var þó ekki eins mikil og í leiknum milli Tékkó- slóvakíu og Israels kvöldið áður, en þá voru allir áhorfendur greini- lega á bandi Israela. Sá leikur fór fram í Malaga, en í gærkvöldi var leikið í Sevilla. En íslenska liðinu tókst ekki að halda fengnu for- skoti, staðan breyttist úr 21—20 í 21—21, þegar Israelar skoruðu þegar aðeins 17 sekúndur voru til leiksloka, með uppstillingu í auka- kasti. íslenska liðið fékk knöttinn þær sekúndur sem voru eftir, en missti knöttinn og varð stöðunni því ekki hnikað jafntefli 21—21. ís'.enska liðið lék leik þennan undir getu. Axel Axelsson byrjaði mjög vel, en dalaði þegar leið á ieikinn og óttast menn að hann hafi fengið inflúenzu, sem kann að há honum enn meir síðar. Segja má að þeir hafi verið bestir hjá íslendingum í þessum leik, þeir Ólafur Jónsson Víkingur og Bjarni Guðmundsson, sem gerðu engar vitleysur, og Ólafur Jónsson gerði þrjú glæsileg mörk á síðutu 20 mínútum leiksins. Árni Indriðason kom vel frá varnar- leiknum, en þrátt fyrir að Viggó og Páll Björgvinsson hafi gert marga hluti laglega og mikið hafi á þeim mætt, fóru of margar sóknarlotur forgörðum eftir mis- tök þeirra. Markverðirnir tveir áttu dapran dag, Ólafur H. Jóns- son hefur margoft leikið betur og bróðir hans Jón Pétur lék vel þann stutta tíma sem hann fékk að vera með. Mörk íslenska liðsins skoruðu eftirtaldir: Axel Axelsson 7 (4 vítaköst), Páll Björgvinsson 4, Viggó Sigurðsson 3, Ólafur Jóns- son 3, Jón Pétur Jónssn 2, Bjarni Guðmundsson og Þorbjörn Jens- son eitt mark hvor. Islenska liðið fékk 5 vítaköst í leiknum, en Axel skaut einu í þverslá. Einum íslenskum leik- manni var vísað af leikvelli í 2 mínútur, Ólafi H. Jónssyni. Markhæstur í liði Israels var Yosefowich með 6 mörk, en hann var mjög atkvæðamikill í þessum leik, Eofman gerði 4 mörk í þessum leik, 3 þeirra úr hraðaupp- hlaupum. Bruker gerði 3 mörk. Israelar fengu eitt vítakast í leiknum og þeir fengu að hvíla utan vallar í 4 mínútur. Wadmar óræðinn AÐALFARARSTJÓRAR íslenska landsliðsins, þeir Júlíus Hafstein og Gunnar Torfason. áttu fund í gær með Kurt Wadmark, Svíanum. sem da'mdi Víkinga úr Evrópukeppni bikarhafa fyrr í vetur sem frægt er orðið. Gunnar Torfason sagði í samtali við Mbl. að ekki hefði verið um formlegan fund að ræða og mótmæli frá IISÍ hefðu ekki verið formlega lögð fram. Ilins vegar hefðu þeir mótmælt vinnubrögðum forystumanna IHF. sem tóku máliö upp á sínum tíma og sögðust efast um að þar hefði í öllu verið farið að reglum IIIF. Gunnar sagðij að um frekari opinberan mál- flutning yrði ekki að ræða HSÍ gæti ekki gert neitt meira í þessu máli, dómur væri faliinn og honum yrði ekki breytt. Og málið hefur ekki verið rætt frekar hér á Spáni, þrátt fyrir að talið var að soveski stjórnarmaðurinn í IHF ætlaði að fara fram á"það. Blaðamaður Mbl. spurði Kurt Wadmark að því að loknum leik ísraels og Tékkóslóvakíu hvað hann hefði fyrir sér í þessu máli, en Wadmark vildi sem minnst um þetta ræða. Hann gerði sér grein fyrir því, að það væru skiptar skoðanir um niðurstöðu dómsins, en þessu yrði ekki breytt. Svo mörg voru þau orð. Wadmark kvaðst að lokum vera óhress með úrslitin í leik íslands og ísraels, íslendingar hefðu verið miklu betri og hefðu verðskuldað sigur. Leikurinn gegn Tékkum yrði hins vegar mun erfiðari, því að lið þeirra væri geysisterkt. Þorbjörn G. til Svíþjóðar? SVO KANN að fara. að Vals- maðurinn sterki. Þorbjörn Guðmundsson. skrifi undir samning við sænskt 2. deildarlið. Þorbjörn sagði í spjalli við Mbl. í gærkvöldi, að hann hefði fengið tilboð sem hann ætlaði að athuga gaumgæfilega. Hann sagðist hafa mikinn áhuga á að leika handbolta í Svíþjóð, en enn sem komið væri, væri ekkert um hvað úr yrði né hvaða lið hér væri um að ræða. Sa eftir Ilinn tékkneski þjálfari Israela var alveg sérstaklega ánægður með leik sinna manna og sagði að þarna hefðu Israels- menn leikið sinn besta landsleik í handknattleik fyrr og síðar. „Nú leggjum við allt okkar traust á Tékka, að þeir vinni íslendinga stærra en þeir unnu okkur. Lið þeirra er nógu gott til þess. Þeir verða þá að yinna með fe£ 8—9 mörkum, en það nægir Israelsmönnum til að komast áfram í keppninni." Tékkinn var greinilega mjög ánægður og bætti við, að ef lið hans hefði ekki náð algerum toppleik, hefðu úrslitin farið á annan veg. Jóhann Ingi Gunnarsson sagði, að íslenska liðið hefði ekki leikið vel, varnarleikur og mark- varsla hefðu ekki komist í hálf- kvisti við það sem verið hefði fyrr í vetur, einkum í Baltíc-keppninni í Danmörku. „Við náðum góðri forystu í fyrri hálfleik, en okkur tókst ekki að hrista Israelsmennina af okkur. Það er erfitt að leika gegn slíku liði, þeir hafa allt að vinna en engu að tapa. Við ætlum að leika Píramídavörn gegn Tékkunum.“ Við fórum iila að ráði okkar í leik þessum," sagði Ólafur II. Jónsson. „Við vorum með 3 mörk yfir sem við rPisstum niður í í lok fyrri hálfleiks og ef við þéttum ekki vörnina getum við hætt að hugsa um einhvern árangur hér á Spáni. Við kvíðum ekkert fyrir leiknum gegn Tékkum, þar verður tekið vel á móti andstæðingunum og við gætum unnið þá. En við verðum að fá betri vörn og betri mark- vörslu.“ ! ! !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.