Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1979 19 Frá þingstörfum á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Ragnhildur Helgadóttir a]þm 0j* | Ljóm. Mbl. Jóhannes Tómasson 800 manns fylgdust með þingstörfum ÞINGI Norðurlandaráðs fylgir ekki svo lítið umstang og vinna þegar farið er að skyggnast bak við tjöldin. Fram hefur komið. að í ár eru milli 700 og 800 manns viðriðnir þinghaldið á einhvern hátt, þingmenn, ráðherrar, embættismenn, starfsmenn nefnda ráðsins og nærrænna stofnana. auk allra þeirra er sjá á einhvcrn hátt um þinghaldið sjálft; skipu- lagningu og stjórnun, matseld og þar fram eftir götunum. bá eru enn ótaldir fréttamenn sem hér eru staddir svo tugum skiptir um langan eða skamm- an tíma, en líklega er tala þeirra nokkuð á annað hundr- að. Þegar þing Norðurlandaráðs var haldið í Reykjavík í febrúar 1975 sóttu það rúmlega 400 manns. Talið er að fjarlægðin og kostnaðurinn við ferðina tak- marki að nokkru leyti fjölda þeirra er sækja þingið er það er haldið á íslandi, en ráðgert er að svo verði í febrúar á næsta ári, en það er jafnan haldið í febr. A síðustu árum hefur þing Norðurlandaráðs þó hlaðið nokkuð utan á sig, eins og er e.t.v. títt um opinberar sam- kundur af svipuðu tagi. Erfitt er að segja til um hversu mikið kostar að halda þing sem þetta, enda dreifist kostnaðurinn á marga aðila; Norðurlandaráð, ríkisstjórnir hinna einstöku landa og fjöl- miðla og e.t.v. fleiri. Þó má nefna að gisting á hóteli í Stokkhólmi kostar 200—300 — verða senni- lega færri í Reykjavík á næsta ári sænskar krónur, fæði í einn dag 100—200 krónur, vægt reiknað. Þingið stendur frá mánudegi til föstudags og sé gert ráð fyrir fimm dögum og 700 manns þá kostar uppihald þeirra um það bil eina og hálfa milljón sænskra króna eða yfir 100 milljónir íslenzkra króna. Þá er ótalinn símakostnaður sem er án efa töluverður, ferðakostnað- ur o.fl. sem kemur til. Enn má nefna að jafnan eru haldnar ýmsar veizlur á kvöldin. Fyrsta kvöldið buðu sendiráðin fulltrú- um sínum til kvöldverðar, næsta kvöld Stokkhólmsborg, i fram- haldi úthlutunar bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, þá bjóða flokkarnir sínu fólki eitt kvöld o.s.frv., kóngurinn býður forsætisnefndinni og utanríkis- ráðuneytið fréttamönnum. Þá kemur e.t.v. að spurning- unni um hvort þetta norræna samstarf borgar sig. Ekki skal lagður á það dómur hér, en vafalítð hafa hér verið teknar ýmsar ákvarðanir er hafa haft gildi fyrir íbúa Norðurlandanna að meira eða minna leyti. Að þessu sinni hefur mest verið talað um efnahagssamvinnu, en nefna má að einnig er unnið að ýmsum smærri málaflokkum svo sem samræmingu fargjalda járnbrauta og flugvéla, sam- ræmingu reglna um þungatak- markanir á vegum o.fl. Þá hefur verið rætt um ferju milli Noröurlandanna, sem kunnugt er, en þar má segja að Færey- ingar hafi orðið á undan og hafið samgöngur þessar áður en menn áttuðu sig á því. Aðstaða til alls þinghalds er góð hér í sænska þinghúsinu. Þetta er ný bygging sem reist var af borgaryfirvöldum í Stokkhólmi, en lánuð sænska þinginu í óákveðinn tíma meðan unnið er að endurbyggingu á gamla þinghúsinu í Gamla Stan. Yfir sjálfum þingsalnum eru áheyrendapallar þar sem frétta- menn geta fylgst með öllum þingstörfum, allir þingmenn hafa skrifstofur sínar hér í húsinu og starfslið sitt og fjöl- miðlar hafa einnig skrifstofur sínar hér. Öll þessi aðstaða kemur sér vel fyrir fundi Norðurlandaráðs, þar sem marga sali þarf fyrir hvers kyns nefndarfundi, og fréttamenn njóta góðs aðbúnaðar ekki síður, sérstakur salur er fyrir ritvélar þaðan sem einnig er hægt að fylgjast með þingstörfum af sjónvarpsskermum, símar og telex við hvert fótmál. Með allri þessari tækni ætti að vera hægt að greina frá því sem helzt gerist hér og vonandi verður það til að auka skilning og samstarf milli Norðurlandanna og til þess að metið sé norrænt samstarf þegar menn sjá hverju það getur komið til leiðar sé þannig á málum haldið. — jt. Færeyska Lögþingið: Mótmælir veitingu styrks til þýðingar á „Félaga Jesú” NEFND allra þingflokka á fær- eyska Lögþinginu hefur borið upp tillögu þess efnis að Lögþing- ið mótmæli þeirri ákvörðun Nor- ræna þýðingarsjóðsins að veita styrk til þýðingar bókarinnar „Félaga Jesús“ yfir á færeysku, segir í Dimmalætting. Nefndin var stofnuð eftir að þingmenn úr Sjálvstýrisflokkinum og Fólkaflokkinum höfðu lagt fram tillögur í málinu í Lögþing- inu í janúaf. í niðurstöðum nefnd- arinnar segir að nefndarmenn allir hafi lesið bókina. Það sé samdóma álit nefndarmanna að hún gangi í berhögg við kristin fræði og frásögn Biblíunnar af Jesú. Bókin sé því í andstöðu við hinn kristna grunn sem menning og þjóðlíf Færeyinga byggi á. Utvarpað var beint frá Lögþing- inu þegar álit nefndarinnar kom þar til umræðu. Blaðið segir enn- fremur að notkun bókarinnar „Fé- lagi Jesús" hafi verið bönnuð í færeyskum skólum. Bókin »Kammerat Jesus« Logtingið mótmælir istudninginum Nevndin, sum legtingið valdi til at við- gera uppskotini um mótmæli móti studn- ingi til týðing av bókini »Kammerat Jesus« til foroyskt, setti einmælt fram uppskot til samtykt.ar um at mótmæla studninginnm. né Wt.ingið samty ninu up|»i kr. il.OOO i 1070. Samhæri roKlurnari'r hosin l studninjíur hurturdnltin j hin 1. jtinunr 1V>79. Foroyski limurin i »Ho-l dommolsosudvul^ot fori Nordisk ministorráds stot | to til ovorsættolso udpvol- so uf nordisk nnholundslit- torutur<« or Kurston Hoy/ riiil \ov nd i Kosningar íDanmörku Frá fréttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn. RÍKISSTJÓRN sósíaldemókrata og Vinstri flokksins stendur and- spænis alvarlegustu erfiðleikum sfnum síðan hún var mynduð í ágúst 1978 og talið er liklegt að efnt verði tíl kosninga í næsta mánuði. Ráðherrar Vinstri flokksins vilja að staðið verði fast við það að halli á greiðslujöfnuði fari ekki yfir 6,5 milljarða danskra króna á þessu ári, en ráðherrar jafnaðar- manna vilja að þessi tala verði hækkuð í 7,8 milljarða danskra króna, þannig að unnt verði að fallazt á kröfur Verkalýðssam- bandsins um launahækkanir á næsta samningstímabili. Þetta gerdist 24. 1972—Norður-Víetnamar ganga af friðarfundi í París. 1966—Nkrumah forseta steypt í Ghana. 1946—Juan Peron kosinn forseti í Argentínu. 1945—Ahmed Pasha, forsætisráð- herra Egypta, myrtur. — Manila frelsuð. 1912—Árás Bandaríkjamanna á Wake-eyju. 1920—Nazistaflokkurinn stofnað- ur í Þýzkalandi. 1903—Bandaríkjamenn fá flota- stöðina í Guantanamo-flóa á Kúbu. 1891 — Kínverjar greiða Rússum skaðabætur og fá aftur Ili-dal. 1868—Málarekstur fulltrúa- deildarinnar gegn Andrew John- son forseta hefst. 1848—Loðvík Filippus Frakkakon- ungur leggur niður völd. 1839—Uruguay segir Argentínu stríð á hendur. 1826—Burma-stríðinu lýkur með Y andabu-sáttmálanum. 1825—Landganga Egj-pta í Morea, Grikklandi, hefst. 1824—Landstjórinn á Indlandi segir Burma stríð á hendur. 1819—Bandaríkjaþing staðfestir samninginn um afhendingu Flor- ida. 1656—Spánverjar segja Englend- ingum stríð á hendur. 1563—Hertoginn af Guise felldur. 1530—Clement páfi VII krýnir Orðrómur hefur verið á kreiki um að Svend Auken verkamála- ráðherra muni segja sig úr ríkis- stjórninni ef ekki verði komið til móts við kröfur verkalýðssam- bandsins með ríkisstjórnaraðgerð- um á næstu tveimur vikum. Harka mun færast í málin um helgina en þau skýrast ekki fyrr en á mánudaginn þegar ákvörðunar er að vænta. Yfirleitt telja stjórnmálamenn að eina haldgóða lausnin á vand- anum verði sú að efnt verði til þingkosninga í marzmánuði. Géra má ráð fyrir því að Anker Jörgen- sen forsætisráðherra. tilkynni þetta á þinginu. Jafnaðarmenn telja að vígstaða þeirra sé hagstæð einmitt nú. febrúar Karl V keisara (síðasta keisara- krýning páfa.). 1525—Orrustan um Pavia: Spán- verjar gersigra Frakka og Sviss- lendinga. Afmæli: Wilhelm Grimme, þýzkur höfundur (1786—1859). — George Moore, brezkur höfundur (1852-1933). Andlát: Robert Fulton, uppfinn- ingamaður, 1815. — Nikolai Lobachevsky, stærðfræðmgur, 1856. — Nikolai Bulganin, for- sætisráðherra, 1975. Innlent: Forngripasafn stofnað 1863. — f. Sveinbjörn Egilsson 1791. — Brann Skálholtsstaður 1630. — Sir Joseph Banks hvetur til innlimunar Islands 1808. — Vantraust á Björn Jónsson sam- þykkt 1911. — íhaldsflokkurinn stofnaður 1924. — Tilkynnt að „Dettifoss" hafi verið sökkt 1945. — Hafréttarráðstefnan í Genf hefst 1958. — f. Einar Arnórsson 1880. — d. Ólafur Finsen 1836. — f. Hans Schierbeck 1847. — Sigríður í Brattholti 1871. — Guðrún Á. Símonar 1924. — Gunnar Eyjólfs- son 1926. — Líkneski Ingólfs Arnarsonar afhjúpað 1924. Orð dagsins: Lærðurni skrifar vitleysu sína á betra máli en ólærður, en hún er samt vitleysa — Benjamin Franklin, bandarísk- ur stjórnmálaleiðtogi (1706-1790). Korchnoi er efstur Sao Paulo, 23. febrúar. AP. BRAZILÍUMENN sigruðu óvænt í tveimur skákum í 12. umferð þriðja alþjóðaskákmótsins í Sao Paulo í dag. Ilerman Riemsdyk sigraði Ulf Andersson frá Svíþjóð og vann þar með fyrstu skák sína á mótinu og Alexandru Segal vann Anatoly Lein frá Bandarikj- unum, en Viktor Korchnoi er efstur á mótinu. Ljubojevic frá Júgóslavíu vann Rocha frá Brazilíu, Korchnoi vann Rubens frá Brazilíu og Pann frá Argentínu gerði jafntefli við Byrd frá Bandaríkjunum. Aðrar skákir fóru í bið. Staða efstu manna á mótinu eftir 12. umferð er þessi: Korchnoi með 9% vinning, Ljubojevic 9, Stean, Gheorghiu, Andersson og Lein 7, Panno, Segal og Byrne 6 xk. Fiskviðræður án árangurs Ósló, 23. febrúar, frá fréttaritara Mbl. ENGINN árangur varð af fjórðu umferð viðræðna Norðmanna og Sovétmanna um fiskverndunar- svæði við Svalbarða, en síðustu lotu viðræðnanna er nú lokið. Það sem enn kemur í veg fyrir að samkomulag náist er að aðila greinir á um helmingalínu land- anna í Barentshafi. Samkomulag varð um að nýjar viðræður skyldu fara fram — I.aure. Veður víða um heim Akureyri -1 alskýjaö Amsterdam 3 heióskírt Apena 10 skýjaö Barcelona 13 skýjaó Berlín -2 skýjað BrUssel vantar Chicago 4 rígning Frankfurt 2 skýjaö Genf 9 snjókoma Helsínki 4 skýjaö Jerúsalem vantar Jóhannesarb. 25 ekýjað Kaupmannah. -2 Þoka Lissabon 16 hoiöskírt London 7 heiðskírt Los Angeles 16 skýjaö Madríd 10 heiðskírt Malaga 17 lóttskýjaö Mallorca 13 skýjaö Miami 25 skýjaö Moskva -2 heiöskírt New York 7 rigning Ósló —3 skýjaö Paría 5 heiðskírt Reykjavík 2 alskýjað Rio Oe Janeiro 27 skýjaö Rómaborg 13 skýjaö Stokkhólmur -2 skýjað Tel Aviv vantar Tókýó 10 rigníng Vancouver 6 skýjaö Vínarborg 2 hsíöskírt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.