Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 MBL. birti í gær (bls. 17) tillögugreinar þingsályktunartil- lögu Pálma Jónssonar og 10 annarra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um stefnumörkun í málefnum landbúnaðar- ins. Þingsíðan vísar á þessar tillögur (á opnu Mbl. í gær) og kunngjörir nú greinargerð, sem tillögunni fylgdi, og hér fer á eftir orðrétt (kaflafyrirsagnir eru Mbl.). Tillögur sjálfstœðismanna: Pálmi Jónsson sveitum landsins má ekki fækka, því það er víðast hvar í lágmarki, svo byggðinni verði haldið. Fjölga þarf tækifærum til tekjuöflunar í sveitum, einkanlega meðan líklegt samdráttarskeið í búvörufram- leiðslunni varir, svo sveitirnar tærist ekki upp af fólki frekar en orðið er. Eðlilegt er að taka tillit til þess öryggis, sem búsetan veitir bæði ferðamönnum, sem oft koma misjafnlega til reika ofan af hálendinu eða af fjallvegum milli byggða, og ekki síður sjómönnum, sem lenda í sjávarháska við strendur landsins. Enn fremur verður að líta til framtíðarinnar í sambandi við búsetuna og hvaða verðmæti færu forgörðum, ef veruleg skörð mynd- uðust í byggðina, — skörð, sem þyrfti síðan að fylla aftur að einum til tveimur áratugum liðn- um, þegar þörfin fyrir vaxandi enda þótt ekki sé beint að því vikið í tillögugreininni. B) Kveðið er á um að teknir verði upp beinir samningar milli ríkis- valds og bænda. Samið verði um verð og verðtryggingu á tilteknu heildarframleiðslumagni búvara, sem verðtryggingin nær til. Hér er um nauðsynlega stefnubreytingu að ræða til þess að unnt sé að koma við meiri stjórnun á fram- leiðslumagninu en tekist hefur eftir núverandi kerfi. Þetta gerir kleift að semja til nokkurra ára í senn um framleiðslumagnið, sem er ákaflega mikilvægt, svo ráðrúm fáist til þess fyrir bændur og stofnanir landbúnaðarins að laga sig eftir þeim framleiðslumark- miðum, sem í samningunum felast. Nauðsynlegt er, að breyt- ingar á framleiðslumagninu gerist hægfara. Snöggar og hastarlegar samdráttaraðgerðir í búvörufram- leiðslunni geta haft í för með sér Framleiðslu- og markaðsmál landbimaðar Framleiðslu- og mark- aðsmál landbúnaðar Á undanförnum missirum hafa orðið miklar og vaxandi umræður um landbúnaðarmál. Ljóst er, að núverandi verðlagningar- og verð- tryggingarkerfi landbúnaðarins dugar ekki lengur og er fjær því en nokkru sinni fyrr að tryggja kjör bændastéttarinnar eða hafa nokkra stjórn á framleiðslunni. Alvarleg vandaml blasa við. Smjörbirgðir í landinu í árslok 1978 voru 1338 tn., eða sem svaraði ársneyslu á innlendum markaði. Ostabirgðir voru álíka miklar, eða 1400 tn. Erfiðleikar eru á sölu þessara vara úr landi og útflutn- ingsverð, einkum á smjöri, er mjög lágt, eða nál. 400 kr. kg. Útlit er fyrir, að framleiðendur þurfi að taka á sig halla af útflutningi vegna framleiðslu þessa verðlags- árs sem nemur 4.7 milljörðum kr. eða rúmlega 1 milljón kr. á bónda að meðaltali. Það, sem að framan er rakið, sýnir, að nauðsynlegt er að taka framleiðslu- og markaðsmál land- búnaðarins nýjum og fastari tök- um. Óhjákvæmilegt er að marka nýja stefnu. Samtök bænda og ýmsir for- ystumenn úr þeirra röðum hafa látið frá sér fara tillögur um það, hvernig bregðast megi við hluta af þessum vanda. Athyglisverðar hugmyndir hafa einnig komið fram á bændafundum um það, hvernig vænlegast væri að breyta stefnunni til langs tíma. Þessar tillögur eru auðvitað hinar mikil- vægustu. Og þó að þær séu ekki allar samhljóða, þá auðveldar sú mikla umræða, sem orðið hefur um þessar tillögur og hugmyndir, leitina að þeirri leið, sem flestir ættu að geta sameinast um. Það er á hinn bóginn til of mikils ætlast, að bændur einir leysi þessi mál. Alþingi verður að marka stefnuna og tryggja henni framgang. Tillaga sú til þingsályktunar,( sem hér er flutt, er þáttur í þeirri stefnumörkun, sem að undanförnu hefur verið unnið að af sjálf- stæðismönnum í hinum ýmsu málaflokkum. Tilgangur flutn- ingsmanna er að marka stefnu í málefnum landbúnaðarins, sem Alþingi getur vonandi tekið af- stöðu til. Tillagan er nokkuð viða- mikil, en þó er fjarri því að hún rúmi alla þætti þeirra mála, sem landbúnaðinn snerta. Meginmarkmið og grundvallaratriði Tillagan skiptist í nokkur meginmarkmið eða grundvallar- atriði annars vegar og leiðir til að ná þeim markmiðum hins vegar. Þessi grundvallaratriði eru eftir- farandi: 1. Eignarétturinn verði verndaður og sjálfseignarábúð bænda tryggð. 2. Hagkvæmni í rekstri og fjöl- breytni í framleiðslu landbún- aðarins verði aukin. 3. Bændum verði tryggð lífskjör á borð við aðra þjóðfélagsþegna. 4. Framleiðsla búvara verði a.m.k. nægileg fyrir þarfir þjóðarinnar í víðtækri merkingu. 5- Byggðakeðja sveitanna verði ekki rofin. Landið verði áfram allt í byggð. 6. Sveitafólki verði tryggð félags- leg réttindi á borð við aðra og aukið jafnræði til mennta og opinberrar þjónustu. 7. Gætt veri hófsemi í umgengni við landið og þjóðinni tryggður réttur til návistar við náttúru þess. Segja má, að sum þessi markmið séu í sjálfu sér ekki ný. En þar er þó að dómi flm. um grundvallar- atriði að ræða, sem ekki má missa sjónar á, ef landbúnaðurinn á að halda velli. Leiðirnar, sem tillagan gerir ráð fyrir að farnar séu til þess að ná þessum markmiðum, fela í sér mun meiri nýmæli. Mestu breytingarnar felast í því, að samið verði milli bænda og ríkisvaldsins um verð og verð- tryggingu á ákveðnu heildarfram- leiðslumagni á búvörum, sem byggist m.a. á hagrænu gildismati á búvöruframleiðslunni fyrir þjóð- arheildina. Einstakir töluliðir og stafliðir verða skýrðir hér á eftir. Stefnumörkun í málefnum land- búnaðarins má ekki dragast. Fleiri ár mega ekki líða án þess að ný stefna verði tekin. Slík stefnu- mörkun er enda eðlileg forsenda fyrir því, að unnt sé að skapa þann skilning sem þarf, til þess að þjóðfélagið komi til móts við bændastéttina til að leysa þann bráða vanda, sem nú er við að etja Greinargerð með tillögu til þingsályk tunar í birgða- og sölumálum bænda. Sá vandi mun ýmsum þykja auðleyst- ari, þegar í sjónmáli er nýtt skipulag, sem m.a. byggir á hag- rænum sjónarmiðum. Skýringar við einstaka töluliði tillögunnar • 1. Hér er um grundvallaratriði að ræða, sem verður að varðveita til þess að tryggja sjálfstæði bænda. Eignarréttinum þurfa bændur þó að beita af hyggindum og sanngirni, ella er vaxandi hætta á því, að hann verði skertur. • 2. Lögð er áhersla á hagkvæmni í búrekstrinum og fjölbreytni í framleiðslu og vinnslu búvara með því að skipa þessum málum á bekk grundvallarmarkmiða í landbún- aðinum. • 3. Þá viðmiðun, sem málsgrein- in felur í sér, þarf að skilgreina betur við framkvæmd þessarar stefnu. E.t.v. gæti komið til álita að miða við tekjur samkvæmt tilteknum launaflokki, en sú leið þarfnast þó umræðu og nánari athugunar. Gera verður ráð fyrir því, að vel rekið meðalbú af tiltek- inni stærð geti skilað þeim tekjum, sem þarf svo þessu marki verði náð. Þess sé gætt, að dugnaður og hagsýni fái notið sín. Ástæða er til að árétta, að ekki dugar einvörð- ungu að miða við efnaleg kjör eða tekjur, heldur einnig félagsleg kjör, eins og síðar verður að vikið. • 4. I þessari málsgrein er ekki einvörðungu átt við það, að búvöruframleiðslan verði full- nægjandi fyrir innanlandsneyslu og hagsmuni iðnaðarins, heldur verði tekið fullt tillit til beinna og óbeinna áhrifa hennar á atvinnu- skilyrði afkomumöguleika bænda og þeirra þjóðfélagshópa annarra, sem í tengslum við framleiðsluna starfa. • 5. Hér er átt við, að byggð í sveitum landsins megi ekki rask- ast í neinum verulegum atriðum frá því sem nú er. Auðvitað munu einhver býli, sem nú eru byggð, falla úr ábúð, en það má ekki hafa áhrif á heildarbúsetuna. Fólkinu í framleiöslu fer að segja til sín. • 6. I fyrri málslið þessa töluliðar er átt við atriði eins og orlofsmál og önnur félagsleg réttindi, sem þorri þjóðarinnar hefur aflað sér. í síðari málslið er vikið að því,. að nauðsynlegt er að auka jafnræði í viðskiptum við opinber þjónustu- fyrirtæki, bæði að því er öryggi snertir og verð þjónustunnar, enn fremur hvað aðstöðu til menntun- ar og skólamála áhrærir. Þar má t.d. benda á mikinn mismun í aðstöðu til rekstrar skóla, einkum að því er varðar upphitunarkostn- að, aðstöðu til mennta, svo sem fullorðinsfræðslu o.s.frv. • 7. Það er sameiginlegt hags- munamál allra landsmanna, að hófsemi sé gætt í umgengni við landið og að öllum sé gefinn kostur á samskiptum við það og til þess tryggð tiltekin svæði. Þó fer þetta grundvallarmarkmið hvergi betur en í stefnu um landbúnaðarmál. Leiðir til að ná settum markmiðum A) Undir þessum staflið er gert ráð fyrir því, að gerð verði úttekt á þjóðhagslegu gildi svokallaðrar umframframleiðslu í landbúnaði. Hér er átt við að „svokölluð umframframleiðsla" sé það fram- leiðslumagn, sem er umfram neyslu þjóðarinnar. Úttekt af þessu tagi hefur aldrei verið gerð, og má það merkilegt heita, jafnmikið gildi og vænta má að hún hafi í allri umræðu og ekki síst stefnumörkun í framleiðslu- málum landbúnaðarins. Þessu verki þarf því að hraða. Eðlilegt væri, að úttekt af þessu tagi, sem þarf að vera ítarleg, verði gerð með nokkurra ára millibili, t.d. 5—10 ára, enda til þess ætlast, að hún verði notuð til leiðbeiningar við stefnumörkun, sem alltaf þarf að vera í endurskoðun. Nauðsyn- legt er að jafnhliða sé gerð grein fyrir því og það metið, hvaða verðmæti mundu liggja óbætt hjá garði í ónotaðri fjárfestingu, ef „umframframleiðslan" félli niður. Auðvitað þarf að meta bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar „umframframleiðslunnar". Um leið og úttekt þessi fer fram er mikilvægt, að gerð sé heildarút- tekt á þjóðhagslegu og atvinnulegu gildi landbúnaðarframleiðslunnar, háskalegar afleiðingar, gífurlega sóun verðmæta fyrir þjóðarheild- ina, auk botnlausra erfiðleika fyrir bændur. Eðlilegt er, að veitt verði svig- rúm til nokkurrar birgðasöfnunar, en reistar skorður við óhóflegri söfnun birgða sem leitt geta til hættuástands í sölumálum bænda. Verðtryggt framleiðslumagn taki m.a. mið af hagrænu gildis- mati „umframframleiðslunnar", svo sem fjallað er um í a-lið. Er þar um að ræða nauðsynlegar leiðbeiningar fyrir samningsaðila. Ljóst er, að nú um sinn er óhjákvæmilegt að draga saman mjólkurframleiðsluna vegna markaðsástæðna. Líkur benda til þess, að svo kunni einnig að vera um sauðfjárframleiðsluna. Það er þó hvergi nærri eins víst, vegna þess að gildi hennar hefur ekki verið metið fyrir iðnaðinn, fyrir atvinnulífið að öðru leyti og fyrir atvinnu fólks allt í kringum land- ið, að ógleymdum þætti hennar til viðhalds byggðinni. Við þessum spurningum eiga að fást svör með þeirri úttekt, sem að framan er vitnað til og um er rætt í a-lið. Verðákvörðunin í samningum þessum grundvallist á því, að vel rekið meðalbú skili rauntekjum, sem keppt er að, sbr. 3 tölulið, og að dugmiklir bændur geti haft hag af atorku sinni og hagsýni. Rétt er að leggja áherslu á gildi búreikn- inga til upplýsingasöfnunar. Verð- tryggingu á ákveðnu heildarfram- leiðslumagni getur ríkisvaldið hagað nokkuð að vild sinni og eftir því sem samningar takast um. Má þar nefna t.d., að unnt er að lækka verðið með því að greiða að hluta niður frumþarfir framleiðslunnar, með niðurgreiðslum á lokastigi, eins og nú er gert, eða með því að fella slíkar greiðslur að mestu niður og greiða verðtrygginguna eftir því sem varan selst og við lokauppgjör. Þá mun þessu kerfi fylgja aukin hvatning til ríkisins til þess að fylgjast með sölumálum og markaðsmálum landbúnaðar- ins. Setja þarf ákvæði í lög, sem segja fyrir um, hvernig með skuli fara, ef samningar takast ekki, t.d. kjaradómur eða yfirnefnd af ein- hverju tagi. Ef meira er framleitt en verð- tryggðu magni nemur þurfa Fram-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.