Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 52. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Prentsmiðja Mor|unblaðsins. „Hyggst mynda stjórn upp á eigin spýtur” — sagði Suarez eftir kosningasigurinn á Spáni Madrid, 2. marz. AP. Reuter. MIÐFLOKKASAMBAND Adolfo Suarezar forsætis- ráðherra bar sigur úr být- um í þingkosningunum á Spáni í gær. Flokkurinn fékk 167 af 350 sætum í þinginu og bætti við sig tveimur sætum. Suarez for- sætisráðherra sagði í dag, þegar úrslitin lágu fyrir, að hann hefði í hyggju að mynda stjórn flokks síns án stuðnings annarra flokka. Jafnaðarmannaflokkur Felipe Gonzalezar fékk 121 þingmann kjörinn og tapaði einum. Komm- únistar fengu 22 þingsæti og bættu við sig tveimur en íhaldsmenn töpuðu 7 þingsætum og fengu 9. Mjög litlar breytingar hafa því orðið frá því í kosningunum 1977. Kosningarnar nú eru hinar fyrstu sem fram hafa farið eftir að lýðræðisleg stjórnarskrá tók gildi á Spáni, en hún var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr í vet- ur. Þegar kosningaúrslit lágu fyrir sagði Gonzales leiðtogi jafnaðar- Aukin bjart- sýni i við- ræðum Cart- ers og Begins WashinKton. 2. mars AP — Reuter CARTER BandarfKjaforseti og Begin forsætisráðherra ísraels áttu með sér fundi í Washington í dag um nýjar leiðir til samkomulags í Mið- austurlandadeilunni. Ekki var látið uppi að fundunum loknum hvað leiðtogunum hefði farið í milli, en ljóst þykir að viðræðurnar voru mun vinsamlegri en búizt hafði verið við og hefur bjartsýni farið vaxandi um að grundvöllur samkomu- lags milli ísraelsmanna og Egypta sé ekki langt undan. Begin sagði við komuna til Washington í gærkvöldi, að hann myndi ekki láta þröngva sér til neins málamyndasam- komulags. Þykir andrúmsloftið á fundunum í dag stinga mjög í stúx við þessa kuldalegu yfir- lýsingu. Líkur eru taldar á því að Sadat Egyptalandsforseta verði boðið til fundar við Carter og Begin, gangi viðræður þeirra síðarnefndu að óskum. manna, að eðlilegast væri að Suarez myndaði stjórn án stuðn- ings annarra flokka. Sagði Gon- zalez að flokkur sinn hefði tapað einhverju af atkvæðum til rót- tækra vinstri sinna í Baskahéruð- unum og til klofningsflokks vinstri manna í Suður-Andalúsíu. Miðflokkasambandið fékk meirihluta þingsæta í öldunga- deildinni en hún hefur aðeins vald til að tefja Iagasetningu, en getur ekki komið í veg fyrir að lög verði sett. Við úrslit kosninganna nú eru líkur taldar hafa aukizt á því, að Spánn óski eftir aðild að Atlants- hafsbandalaginu, en flokkur Suarezar og íhaldsmenn eru því fylgjandi. Jafnaðarmenn og kommúnistar eru því hins vegar andvígir. Fréttaskýrendur telja þó að Suarez muni fyrst um sinn einbeita sér að innanlandsmálun- um á Spáni áður en hann snýr sér að aðild landsins að NATO, en hins vegar hafi hann nú tímann fyrir sér, þar sem kjörtímabilið sem nú er að hefjast sé fjögur ár. Adolfo Suarez forsætisráðherra Spánar og kona hans ganga að kjörborðinu í þingkosningunum á Spáni. Flokkur Suarezar vann ótvíræðan sigur í kosningunum. (Stmamynd AP) Jóhannes Páll páfi 2. Páfi til Pól- lands í júní Varsjá, 2. marz. Reuter — AP TILKYNNT var í Varsjá í dag að Jóhannes Páll páfi 2. kæmi í heimsókn til Póllands um hvítasunnuna og yrði í land- inu dagana 2. —10. júní. Jóhannes Páll páfi er Pólverji og var erkibiskup í Kraká þar til hann var kjörinn páfi í októbermánuði á sl. ári. Páfinn mun í ferð sinni til Póllands heimsækja Varsjá, Gniezno, Czestgchowa og Kraká. Búizt er við því að páfa verði tekið með kostum og kynjum, þegar hann kemur til heimalands síns, en hann er fyrsti Pólverjinn, sem situr á páfastóli. Kmverjar uitikríngia Long San —Víetnamar hafna samnmgum Bangkok, PekinK, Moskvu, 2. marz. AP, Reuter. VÍETNAMAR höfnuðu í dag með öllu tilboði kínversku stjórnar- innar um samningaviðræður milli ríkjanna um að hinda enda á stríðsástandið. sem ríkt hefur milli landanna frá því kínverskar hersveitir réðust inn í Víetnam fyrir tveimur vikum. Fréttastofa Víetnams sagði í dag. að tilboð Kínverja væri blekking ein og tiiraun til að fela þá staðreynd að Kínverjar væru nú að magna stríðið. Utanríkisráðuneytið í Hanoi tilkynnti Kínverjum í dag, að viðræður kæmu því aðeins til greina. að Kínverjar drægju þeg- ar allt lið sitt frá Víetnam án nokkurra skilyrða. Harðir bardagar geisuðu í dag nálægt borgunum Long San og Dong Dang, norðarlega í Víetnam, að því er útvarpið í Hanoi skýrði frá. Segjast Víetnamar hafa ráðizt þar á mjög öflugt lið Kínverja og noti til þess herafla sinn og skæru- liða. Kínverjar hafa ekki upplýst mikið um bardagana í dag, en talið er að þeir hafi náð á sitt vald hluta af tveimur mikilvægum þjóðveg- um skammt frá Long San, þar á meðal hluta af leiðinni frá Long San til Hanoi, 130 kílómetrum sunnar. Er talið að Kínverjar hafi nú nær umkringt Long San, en óttist umsátur leggi þeir hana alveg undir sig. Víetnamar sögðu í dag, að þeir hefðu banað 2500 kínverskum hermönnum í bardög- um um Long San undanfarna daga. Sovétmenn vöruðu Kínverja formlega við því í dag að fara með ófriði gegn Laos og hótuðu enn á ný harkalegum aðgerðum láti þeir ekki af stríðsaðgerðum í Víetnam. Callaghan í miklum vanda — eftir heimastjórnarkosningarnar í Skotlandi og Wales London. 2. marz. Reuter. AP. WALESBÚAR höfnuðu í gær með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða heimastjórnarfrumvarpi stjórnar Verkamannaflokksins, en í Skot- landi galt mjög naumur meiri- hluti þeirra. er atkvæði greiddu, jáyrði við heimastjórninni. Úrslit þessi eru túlkuð sem meiri háttar áfall fyrir stjórn Callaghans for- sætisráðherra og kann svo að fara að þau leiði til þess. að hann verði að boða til kosninga mun fyrr en ráðgert hafði verið. í öiium héruðum Wales var mikill meirihluti kjósenda and- vígur heimastjórn, sem koma átti á fót í Cardiff. Alls greiddu 975 þúsund Waleshúar atkvæði gegn heimastjórninni, en um 243 þús- und voru henni hlynntir. John Smith, sá ráðherra í brezku stjórninni. sem fer með málefni Wales, sagði að þessi úrslit hefðu endanlega kveðið niður allar hug- myndir um heimastjórn fyrir Wales og væru mikill ósigur fyrir stjórnina. Úrslitin í Skotlandi voru mjög jöfn. Meirihluti var fyrir heima- stjórn í sex héruðum af tólf og alls sögðu 1.230.937 kjósendur já við heimastjórn, en 1.153.502 sögðu nei. Þeir sem jáyrði guldu eru aðeins 33% allra kjósenda í Skot- landi, en brezka þingið hafði ákveðið að tij þess að heimastjórn næði fram að ganga, þyrftu 40% kjósenda að greiða henni atkvæði. Callaghan forsætisráðherra stendur nú frammi fyrir þeim vanda hvort hann á með einhverj- um ráðum að reyna að fá þingið í London til þess að fallast á heima- stjórn í Edinborg þrátt fyrir þéssi úrslit. Geri hann það ekki má búast við því að flokkur skozkra þjóðernissinna, sem eindregið hefur stutt heimastjórn fyrir Skota, dragi til baka stuðning sinn við stjórnina, sem þá yrði að líkindum að segja af sér og efna til nýrra þingkosninga. Ihaldsflokkurinn hefur tilkynnt að hann muni bera fram van- trauststillögu í neðri málstofunni í næstu viku og nái hún fram að ganga verður stjórn Callaghans þá þegar að fara frá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.