Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 fMtogtntliIafeUt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. ó mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakíð. Stjómlaust land Sú ákvörðun þingmanna Sjálfstæðisflokksins að leggja fram þingsályktunar- tillögu um þingrof og nýjar kosningar er rökrétt fram- hald þeirra sviptinga og átaka, sem að undanförnu hafa orðið á stjórnmálasvið- inu. í fyrsta lagi liggur nú ljóst fyrir, að tveir stjórnar- flokkanna, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, hafa þver- brotiö þau fyrirheit, sem þeir gáfu fyrir kosningar um „samningana í gildi“. í öðru lagi er bersýnilegt, að stjórnarflokkunum er um megn að ná samstöðu um stefnuna í efnahagsmálum. Margra vikna og mánaða þóf um efnahagsmálin veldur því, að landið er stjórnlaust. I ráðuneytunum eru engar ákvarðanir teknar dögum og vikum saman, sem máli skipta. Stjórnkerfið er lamað vegna þess, að ríkisstjórn- inni er um megn að taka ákvarðanir og móta ákveðna stefnu. Við þessar aðstoður hlaut Sjálfstæðisflokkurinn að grípa inn í atburðarásina og leggja fram tillögu um þing- rof og nýjar kosningar. Af- staða forystumanna Sjálf- stæðisflokksins hefur ber- sýnilega verið sú frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð að eðlilegt væri, að hún fengi starfsfrið og kjós- endur fengju tækifæri til að sjá hvernig- stefna vinstri flokkanna mundi reynast í framkvæmd. Sú hefur áreið- anlega einnig verið afstaða mikils meirihluta kjósenda. En nú er svo komið, að landið er orðið stjórnlaust, sundrungin í stjórnarher- búðum magnast með hverj- um deginum sem líður, for- sætisráðherrann sviptist til eins og vindhani eftir því hvor samstarfsflokkanna hefur í mestum hótunum við hann, og hik og óákveðni einkennir allt ráðslag ráða- manna. Þess vegna verður ekki hjá því komizt, að kjós- endur grípi í raumana og kveði upp sinn dóm og taki ákvörðun, sem tryggi land- inu starfhæfa ríkisstjórn. Vafalaust mun einhver segja sem svo við fyrstu sýn, að ástæðulaust sé að leggja fram slíka tillögu þar sem hún hljóti að verða felld. Það er rangt mat á stöðunni. Þvert á móti er fyllsta ástæða til að ætla, að þessi tillaga verði samþykkt, ef eitthvað er að marka yfirlýs- ingar talsmanna flokka og einstakra þingmanna. Af hálfu Alþýðuflokksins var fyrir nokkrum dögum lagt til, að þjóðaratkvæða- greiðsla færi fram um efna- hagsfrumvarp Olafs Jóhann- essonar. Sú tillaga nýtur ekki stuðnings meirihluta Alþingis. En Alþýðuflokkur- inn nær sama markmiði með því að styðja tillögu Sjálf- stæðisflokksins um þingrof og kosningar. I þeim kosn- ingum mundu kjósendur kveða upp úrskurð sinn um efnahagsstefnu flokkanna allra, sem nú liggur fyrir svo og um efnahagsfrumýarp Ól- afs Jóhannessonar. í tillögu Sjálfstæðisflokksins felst ekki vantraust á núverandi ríkisstjórn. I henni felst ekki krafa um, að ríkisstjórnin segi af sér þegar í stað. I henni felst yfirleitt ekkert um það, hvers konar stjórn mundi taka við völdum að kosningum loknum. í henni felst það eitt, að kjósendur fái tækifæri til að höggva á þann hnút, sem nú er í stjórnmálum landsins og veldur því, að landið er stjórnlaust, ríkisstjórnin sjálf er eins og stjórnlaust rekald í ólgusjó. Þegar þetta er haft í huga verður auðvitað Ijóst, að þingmenn Alþýðuflokksins hljóta að greiða þessari til- lögu atkvæði. Geri þeir það ekki er einfaldlega ekkert að marka stóru orðin, sem þeir viðhafa nánast daglega um áhuga þeirra á að berjast við verðbólguna. Greiði þeir til- lögunni ekki atkvæði, er það vísbending um það, að Al- þýðuflokkurinn þori ekki í kosningar. Þá liggur það jafnframt ljóst fyrir hvaða flokkur það er, sem er reiðu- búinn til þess að ganga til kosninga þegar í stað og hverjir treysta sér ekki til þess. Þegar allt þetta er athug- að kemur í ljós, að fyrirfram verður að gera ráð fyrir að tillaga sjálfstæðismanna verði samþykkt. Verði það ekki er þjóðinni væntanlega ljóst, að Alþýðuflokkurinn meinar nákvæmlega ekkert með stóru orðunum. Birgir IsL Gunnarsson: Endurskoða þarf reglur um hámarks- aldur starfsmanna Á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag fluttum við borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu, þar sem hreyft var máli, sem ekki hefur verið mjög rætt opinberlega, þótt það brenni á mörgum einstaklingum. Tillaga þessi fjallaði um það vandamál, einkum hjá ríki og sveitarfélög- um, að allir starfsmenn eru skyldaðir til að hætta störfum 70 ára gamlir. Allir hætti 70 ára Nú gilda þær reglur um opin- bera starfsmenn, að þeir hafa rétt til eftirlauna, þegar þeir hafa náö 65 ára aldri. Ef menn vilja njóta eftirlauna að ein- hverju eða öllu leyti eftir 65 ára aldur, verða menn að láta af st.arfi en nndir nllnm kringum- þegar það þarf að hætta störf- um. Hér er um vaxandi félagslegt vandamál að ræða. Tillaga okk- ar sjálfstæðismanna er flutt til að vekja athygli á þessu vanda- máli og knýja á um að það verði tekið til sérstakrar meðferðar og reynt verði að finna nýjar leiðir til lausnar á því. Meðalaldur hækkar Reglan um 70 ára aldurs- hámark opinberra starfsmann er orðin nokkuð gömul í okkar þjóðfélagi. Síðan hún var sett hefur orðið mikil breyting tii batnaðar varðandi heilsufar landsmanna og meðalaldur hef- ur hækkað. Af þessum ástæðum er full ástæða til að taka þessar reglur til endurskoðunar. þess, sem reynsla eldri starfs- manna getur oft komið að góð- um notum innan fyrirtækja eða stofnana. í Danmörku eru hins- vegar á ferðinni umræður, sem ganga í þveröfuga átt. Þar ræða menn í alvöru um að skylda menn til að hætta fyrr til að geta rýmt fyrir ungu fólki, sem gengur atvinnulaust í stórum stíl. Aðrar regl- ur í einka- fyrirtækjum Það er athyglisvert að í mörg- um einkafyrirtækjum gilda þær reglur, að engum starfsmanni er sagt upp vegna aldurs. Það kom t.d. glöggt fram á dögunum, þegar Völundur h.f. átti 75 ára afmæli, að sú regla gildir þar. stæðum er mönnum skylt að hætta störfum 70 ára. Um þá starfsmenn Reykja- víkurborgar, sem starfa skv. almennum kjarasamningum stéttarfélaga, þ.e. teljast ekki til opinberra starfsmanna, gilda ekki eins strangar reglur, enda lífeyrisréttindi þess fólks ekki nándar nærri eins góð og opin- berra starfsmanna. í raun hafa mál varðandi þá starfsmenn gengið þannig fyrir sig, að reynt hefur verið með samkomulagi að fá menn til að draga úr vinnu eða hætta eftir að þeir eru orðnir 70 ára, en við 75 ára aldur hefur mönnum verið gert skylt að hætta. Þungbært fyrir marga að hætta Enginn vafi er á því, að það er mjög þungbært fyrir marga að þurfa algjörlega að hætta störf- um við 70 ára aldur. Fyrir marga er vinnan og starfið þeirra hálfa líf og þess eru ófá dæmi að aldrað fólk missi fót- festu í lífinu, finnur ekki lengur tilgang þess og veslast upp, Annað atriði þarf mjög að taka til athugunar í þessu sam- bandi. Sem fyrr greinir eiga opinberir starfsmenn kost á því að fara á eftirlaun 65 ára, en þá er það skilyrði sett að þeir hætti alveg störfum. Mér finnst vel koma til greina að settar verði reglur, sem heimili mönnum að vinna að einhverjum hluta, þótt þeir fái eftirlaun, sem eru jú aldrei full laun, miðað við fyrra starf, heldur miðast efirlaunin við ákveðið hlutfall af fyrri launum. Slíkt hlutastarf gæti þá ýmist verið á gamla starfs- vettvangnum eða í öðrum stofn- unum. Umræður erlendis Um þetta mál hafa að undan- förnu farið fram miklar umræð- ur í ýmsum löndum. I Banda- ríkjunum eru háværar raddir uppi um það að afnema beri með öllu reglur um aldursmörk opin- berra starfsmanna. í því sam- bandi benda menn á þá sálar- kvöl og kvíða, sem því fylgi hjá fólki, þegar það sér fram á að þurfa að hætta störfum auk Sama mun vera hjá ýmsum öðrum einkafyrirtækjum og er það til fyrirmyndar. Því er þó ekki að neita að mál þetta hefur tvær hliðar. Regla þessi er upphaflega sett til þess að komast hjá því að þurfa að meta persónubundið starfs- hæfni hvers og eins, þegar árin færast yfir hann. Það er erfitt að meta slíkt og oft sársauka- fullt og því nauðsynlegt að hafa einhvern hámarksaldur, þótt hann verði hækkaður. Þá kemur það og til greina að gera það að skilyrði að menn fari úr stöðum sínum við ákveðinn aldur, en fái önnur störf í staðinn, þar sem reynsla þeirra nýtist viðkom- andi stofnun til góðs. Félagslegt réttlætismál Öll þessi atriði þarf að taka til gaumgæfilegrar athugunar, en hér er um knýjandi félagslegt réttlætismál að ræða. Það var ánægjulegt að borgarstjórn tók vel í þessa tillögu og var hún samþykkt samhíjóða. Þess er því að vænta að nýjar tillögur um þessi mál verði gerðar á þessu ári. 30% vörug jald verði f ellt niður á jurtalyfjum? FJÓRIR ráðunautar Búnaðar- félags íslands hafa skorað á Búnaðarþing að fá stjórnvöld til að aflétta því 30% vörugjaldi, sem lagt var á jurtalyf og örgresisefni til garðyrkju á síðastliðnu ári. I erindi sínu segja ráðunautarn- ir að jurtalyf og örgresisefni séu í 15% tollflokki og ofan á þá upp- hæð komi 30% vörugjald og 20% söluskattur auk farmgjalda, bankakostnaðar o.fl. og með þessu er hið erlenda verð viðkomandi vöru ætíð u.þ.b. tvöfaldað. Þetta séu í ýmsum tilvikum mjög tilfinn- anlegir kostnaðarliðir, svo sem í öllum greinum garðyrkju, þar sem þörf fyrir þessi efni sé óhjákvæmi- lega mikil. Það gildi um öll þessi efni, að þau séu mjög dýr í innkaupi en hins vegar megi ætla, að það skipti ríkissjóð ekki sköp- um, þótt vörugjald þetta sé aflagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.