Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 23 Bretland: Ihaldsflokkurinn vann tvö kjördæmi London, 2. marz. Reuter ÍHALDSFLOKKURINN sigraði með töluverðum yfirburðum í tvennum aukakosningum í Mið-Bret- landi í dag. Þegar úrslit í þessum tveimur kjördæm- um, Clitheroe og Knutsford, lágu fyrir krafðist Margaret Thatcher formaður íhalds- flokksins þess umsvifa- laust að efnt yrði til al- mennra kosninga. Verkamannaflokkurinn hefur um langa hríð átt báða þingmenn þessara kjördæma. Thorneycroft lávarður, formaður þingflokks Ihaldsflokksins, tók mjög eindreg- ið undir áskorun Thatchers. Fram- bjóðandi Ihaldsflokksins, Jock Bruce Gardyne, vann í Knutsford og bætti flokkurinn þar við sig 13.5 prósent atkvæða miðað við þing- kosningarnar 1974. Hann fékk 22.086 atkvæði, en frambjóðendur Frjálslynda flokksins, Verka- mannaflokksins og smáflokka — atkvæðamagn var í þessari röð — fengu samtals aðeins 10.816 at- kvæði. I Clitheroe sigraði David Waddington úr íhaldsflokknum og fékk 22.185 atvkæði var fylgis- aukning flokksins þar um 9.5 prósent. Frambjóðendur Verka- mannaflokksins og Frjálslynda flokksins fengu samanlagt 11.927 atkvæði. Einn þingmanna Verkamanna- flokksins, Thomas Swain, beið bana í dag í umferðarslysi. Swain var einn litríkasti þingmaðurinn í röðum Verkamannaflokksins. Kosið verður um eftirmann hans innan nokkurra vikna og er talið víst að Verkamannaflokkurinn haldi sætinu. Hermannauppreisn í Austur-Uganda Nairobi, 2. marz. Reuter. SVEIT Ugandahermanna í iðnaðarbænum Tororo í Austur-Uganda nokkrum km frá landamærum Kenya hafa gert uppreisn og lagt undir sig bæinn og nágrenni hans á sama tíma og Idi Amin forseti reynir að hrinda innrás Tanzaníu- manna í suðri. barátta gegn Amin hófst. And- stæðingar stjórnarinnar hafa lagt undir sig stórt svæði í suðurhluta landsins með stuðningi frá Tanz- aníu. Skemmdarverk hafa einnig verið unnin í höfuðborginni Kamp- ala og umhverfis hana. Uganda-útvarpið hafði eftir Amin forseta að nú væri tími til kominn að greiða óvininum þung högg og stór. Hann sagði á fundi með lögregluforingjum og fanga- vörðum að reyndir fyrrverandi hermenn hefðu myndað með sér samtök í öllum héruðum og ákveð- ið að taka þátt í baráttunni gegn óvinunum. Hann kenndi útlögum og mála- liðum um ókyrrðina og minntist ekki á Tanzaníumenn sem hann hefur sakað um að gera innrás í landið. Vopnahlé S- og N- Jemens í gildi í dag Barzani Barzani er látinn WashinKton, 2. marz. AP. MUSTAFA Barzani hershöfðingi, hinn kunni leiðtogi Kúrda sem stjórnaði skærustríði í írak til að berjast fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar. er látinn. 76 ára að aldri. Barzani lézt úr lungnakrabba- meini í sjúkrahúsi í Washington í gærkvöldi. Hann hafði verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan 1976, einu ári eftir að 15 ára baráttu hans fyrir sjálfstjórn Kúrda fór út um þúfur vegna þess að aðalstuðningsmaður hans, íranskeisari, hætti stuðningi sínum við hann. Útlagar í Uganda í Nairobi sögðu frá yfirlýsingu þar sem segir að hermennirnir í Tororo og yfir- menn þeirra vilji ganga í iið með alþýðu Uganda í baráttu hennar gegn harðstjórn Amins. Þetta er fyrsta fréttin sem hefur borizt um alvarlega bardaga í Austur-Uganda síðan núverandi París, 2. marz. Reuter. Olíuframleiðsluríkin í Alþjóða orkumálastofnuninni (IEA) sam- þykktu í dag að draga úr eftir- spurn sinni á heimsmarkaði um tvær milljónir olíufata og helm- ingur sparnaðarins lendir á Bandaríkjamönnum. IEA sagði að skjótra ráðstafana væri þörf til að koma í veg fyrir að efnahagskerfið í heiminum yrði fyrir alvarlegum skakkaföllum af völdum olíuskorts og verðhækk- ana. Sparnaðurinn sem IEA ákvað samsvarar fimm af hundraði olíu- neyzlunnar og hann er nauðsyn- legur til að vega upp á móti áhrifum stöðvunar olíuframleiðsl- unnar í Iran. Formaður framkvæmdastjórn- arinnar, Niels Ersboll frá Dan- mörku, sagði að augljóst væri að heimurinn þyldi ekki þær miklu verðhækkanir sem hefðu orðið á undanförnum vikum. Síðan bylt- ingin í íran hófst hefur vantað 2,3 Bagdad, 2. marz. AP. NORÐUR- og Suður-Jemen hafa komið sér saman um vopnahlé milljónir olíufata á dag til að fullnægja eftirspurn. Fimm hinna 13 aðildarríkja Samtaka olíusöluríkja, OPEC, hafa kunngert olíuverðhækkanir síðan byltingin í íran hófst. Þegar olíuútflutningur Irans hefst á ný á mánudag er gert ráð fyrir að þrjú milljón olíuföt verði seld á dag í mesta lagi í stað fimm til sex milljóna á dögum Iranskeisara. SÆNSKI lögregluforinginn, Hans Melin, sem var handtekinn fyrir tæpum mánuði, er hann var staðinn að því að selja starfs- manni írakska sendiráðsins í Stokkhólmi upplýsingar um póli- og á það að taka gildi frá og með laugardagsmorgni, að því er fréttastofa íraks sagði frá í dag. Var tekið fram, að samkomulag hefði náðst um að hætta átökum eftir að forsetar íraks og Sýr- lands hefðu haft forystu um að koma á sáttum með aðilum. Sendimenn forsetanna hafa verið á stöðugum ferðalögum milli Sanaa, höfuðborgar Norður-Jemens, og Aden, höfuð- borgar Suður-Jemens, síðustu daga. Drógust deiluaðilar á að hverfa frá víglínunni með lið sitt og síðan yrði sérstakt samkomu- lag undirritað eftir að Araba- bandalagið hefði fjallað um nán- ari skilmála. tíska flóttamenn. er nú einnig grunaður um njósnir. Á fimmtu- dag var hann ákærður fyrir að hafa útvegað erlendu ríki afrit af leynilegri símanúmeraskrá sænsku öryggislögreglunnar. Skráin er mikilvæg öryggi Sví- þjóðar þvi að þar er að finna nöfn á lykilpersónum og hlutverkum þeirra ef til ófriðar kæmi. Ekki er vitað hvaða land hefur fengið afrit af skránni, en samkvæmt ákær- anda eru það hvorki írak né Bandaríkin sem bæði hafa fengið upplýsingar um erlenda ríkisborg- ara í Svíþjóð og sænska einstakl- inga. Skjölin fundust falin bak við bækur í sömu íbúð og Melin var handtekinn í, en það eitt að hann hefur haft þau undir höndum nægir (il að kæra hann fyrir njósnir. Dómur fyrir njósnir getur hljóðað upp á allt frá einum mánuði til sex ára. Ekki er talið að rannsókn á afbrotum lögreglufor- ingjans Ijúki fyrr en í fyrsta lagi um mánaðamótin marz-apríl. Þetta gerðist 1931 — Bandaríska þjóðþingið samþykkir að „The Star-Spangled Banner" skuli vera þjóðsöngur Bandaríkjanna. 1918 — Samningurinn í Brest-Litovsk undirritaður: vopnahlé Rússa og Miðveldanna staðfest. 1861 — Ánauð bænda afnumin í Rússlandi. 1848 — Loðvík-Filippus kemur til Englands eftir valdaafsal sitt í l’rakklandi. 1845 — Florida verður ríki í Bandaríkjunum. Afmæli: Alexander Graham Bell, bandarískur uppfinninga- maður (1847-1922). - Sir Henry Wood, brezkur hljóm- sveitarstjóri (1869—1944). Andlát: Robert Hooke, vísinda- maður, 1703. Innlent: Bein Jóns ögmunds- sonar tekin upp að nýju og dagurinn verður Jónsmessa hin fyrri 1200. — f. Jón Þorláksson 1877. — „Mars“, fyrsti togari Fiskveiðihlutafélagsins, kemur 1907. — Fangahúsið á ísafirði brennur 1923. — Ella Fitzgerald fer að lokinni heimsókn 1966. — f. Valdimar J. Eylands 1901. — Hreinn Halldórsson 1949. Orð dagsins: Frakkar eru vitr- ari en þeir sýnast og Spánverjar sýnast vitrari en þeir eru. — Francis Bacon, enskur heim- spekingur (1561—1626). Olíueftirspurn verður skert Sænskur lögreglu- maður ákærður Stokkhólmi, 2. marz. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. Luns neitar Amsterdam. 2. marz. Reuter. JOSEF Luns. framkvæmdastjóri NATO. ætlar að hitta forstöðu- mann hollenzka stríðsskjala- safnsins. prófessor Lou de Jong, fljótlega til að ræða við hann um ásakanir um að hánn hafi verið félagi í hollenzka nazistaflokkn- um fyrir síðari heimsstyrjöldina að því er skýrt var frá í dag. Dr. Luns bar í gær til baka skýrslu frá stofnuninni þar sem hann sagði að hann hefði verið félagi í hollenzku þjóðernis- jafnaðarmannahreyfingunni (NSB) á árunum 1933—1936. í yfirlýsingu frá NATO sagði að dr. Luns vildi taka skýrt fram að hann hefði aldrei verið félagi í stjórnmálaflokki á stúdentsárum sínum. Einn af leiðtogum hollenzka stjórnarflokksins sagði á þingi að dr. Luns hefði ekki verið félagi í NSB, en ættingi sem hefði verið í flokknum hefði skráð í hann aðra meðlimi Luns-fjölskyldunnar án samþykkis þeirra. Sakharov í Tashkent Moskvu 2. marz. AP. ÁREIÐANLEGAR heimildir AP-fréttastofunnar í Moskvu greindu frá því í dag. föstudag. að vísindamaðurinn og Nóbelsverð- launahafinn Andrei Sakharov hefði farið flugleiðis til Tashkent að vera viðstaddur réttarhöld yfir andófs- manni þar, Mustafa Dzhemilyov. Krím-Tatara. en rétt átti að setja yfir honum í gær. en var síðan frestað til 10. marz og er það talið í tengslum við komu Sakharovs. Dzhemilyov hefur haft uppi áróður fyrir því að Tatarar á Krímskaga, sem fluttir voru úr heimahögum að skipunum Stalíns, fái land sitt á ný. Hann er nú fyrir rétti sakaður um að hafq brotið skilmála náðunar sem ákveðin var honum til handa, með því að reyna að komast til Moskvu í sl. mánuði. Veður víða um heim Akureyri 4-10 hálfskýjað Amsterdam 7 rigning Apena . 17 sól Berlín 4 skýjað BrUssel 6 rigning Chicago 4 bjart Frankfurt 8 skýjað Genf 5 sól Helsinki 0 skýjað Hong Kong 15 akýjað Jóhannesarb. 27 skýjað Kaupmannah. 1 skýjaö Lissabon 13 sól London 9 skýjað Los Angeles 14bjart Madríd 10 sól Miami 22 skýjað Montreal 2 skýjað Moskva 4 bjart Nýja Delhi 24 skýjað New York 13 skýjað Ósló 0 skýjað París 8 rigning Reykjavík +3 skýjað Rómaborg 13 skýjað San Francisco 12 bjart Tókýó 9 bjart Toronto 2 rigning Vancouver 6 rigning Vínarborg 6 skýjaö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.