Morgunblaðið - 03.03.1979, Page 3

Morgunblaðið - 03.03.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 3 „ Varðaðstinaaméráhausírm útúr bílnum eftir 30 m fatt” Rætt við Þórð Jósepsson frá Patreksfirði sem hrapaði í Raknadalshlíð „MÉR BRÁ ofsalega og öskraði upp yfir mig þegar bfllinn fór fram af brúninni." sagði Þórður Jósepsson frá Patreksfirði í samtali við Mbl. í gærkvöldi. en Þórður hrapaði um 30 metra niður snarbratta f jallshlíö í bfl sínum í Raknadalshlíð við Patreksfjörð 18. feb. sl. „Ég var að flakka inn í fjörð í bílnum með hundinn minn og var á móts við Raknadal þegar vind- hviða feykti bílnum til á veginum út í smámöl og það skipti engum togum að bíllinn fór út af þarna og niður bakkann. Bíllinn hefur lík- lega haldist réttur mest alla leið- ina niður en hann endaði á hlið- inni niðri í fjöruborðinu. Ég var þá kominn aftur í bílinn sem var allur í maski, gjörónýtur, og ég fann strax að ég var brotinn því það var eins og hægri fóturinn á mér dinglaði við líkamann, en hins vegar varð hundinum ekkert meint af byltunni og einhvern veginn komst hann út úr bílnum um einhverja rifuna. Ég var hins vegar alveg laus í bílnum, en átti erfitt með að hreyfa mig vegna brotanna, því að ég lærbrotnaði, öklabrotnaði og rifbeinsbrotnaði, en þegar ég hafði legið í bílhræinu um eina klukku- stund og velt því fyrir mér hvernig ég kæmist út úr bílnum og á stað þar sem ég sæist frá veginum, þá ákvað ég að freista þess að skreið- ast úr bílnum. Það þlæddi stöðugt úr fætinum á mér svo það var ekki eftir neinu að bíða á meðan ég hafði þó þrótt til að gera eitthvað. Ég gat opnað afturhurðina upp í loftið og rekið hausinn þar út. Eitthvað reyndi ég að hrópa, en það þýddi ekkert, ég var ekki í sjónmáli frá veginum. Það átti hins vegar að fara að fljúga, svo að ég vissi að það yrði umferð um veginn fyrir ofan. Ég sá því ekkert annað ráð en að stinga mér á hausinn út úr bíin- um, hikaði nokkuð, enda skammt um liöið frá fallinu mikla, en lét mig síðan vaða niður í fjörugrjót- ið. Það tókst bærilega, en þá var að skríða eft.ir fjörunni og nokkr- um sinnum hvíldi ég mig. En loks kom bíll og í honum voru Magnús Guðmundsson útgerðarmaður og Guðjón Guðmundsson reddari hjá honum. Guðjón hlúði strax að mér en Magnús fór að ná í sjúkrabíl. Var síðan farið méð mig á sjúkrahúsið á Patreksfirði áður en sjúkraflugvél flutti mig í Borgar- spítalann þar sem Rögnvaldur læknir og hans lið hefur annast mig með ágætum. Þetta var óneitanlega óþægileg dvöl þarna á slysstaðnum, en hundurinn reyndi sitt til að hjálpa, því að hann hljóp frá slysstaðnum út á Patreksfjörð og aftur inn eftir en enginn gat sett hlaup hans í samhengi við að eitthvað hefði skeð, sem varla var von. Ég vil nota tækifærið til þess að þakka læknum og hjúkrunarliði fyrir aðstoðina og einnig þeim sem aðstoðuðu mig í Raknadal, lækni og sjúkraliði á Patreksfirði og flugmanninum sem flaug sjúkra- flugið.“ Tilboðin opnuð í gær á Hótel Sögu. Ljósm. Kristinn Hrauneyjarfossvirkjun: Nærri fjórir milljarðar milli hæsta og lægsta tilboðs í einn verkþátt Tilboð í Hrauneyjarfossvirkjun voru opnuð í gær. að viðstöddum fulltrúa þeirra fyrirtækja sem buðu í verkið. eða öllu heldur hluta þess. Aðeins íslenska fyrirtækjasamsteypan Fossvirki og vestur-þýska fyrirtækið Strabag Bau buðu í alla þætti verksins. Hlutaðeigahdi útboð skiptist í fjóra verkhluta, og var bjóðendum frjálst að bjóða í einn eða fleiri verkhluta. Bjóðendur og tilboðsfjárhæðir voru sem hér segir, og til samanburðar eru sýndar hlutaðeigandi kostnaðaráætlanir ráðunauta Landsvirkjunar, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. og Harza Engineering Company International. Allar tölur eru án verðbóta á byggingartíma. Kostnaðaráætlun Tilboðsf járhæð. Kr. ráöunauta. Kr. — Jarðstíflur og aðveituskurður Ellert Skúlason h.f., Svavar Skúlason h.f. og Ýtutækni h.f. 2.758.605.000 4.124.000.000 Strabag Bau, V-Þýskalandi Fössvirki, sameign Istaks h.f., 6.239.579.363 Loftorku s.f., Miðfells h.f., AB Skánska Cementgjuteriet, Svíþjóð, og E. Pihl og Son AS, Danmörk 6.669.257.000 — Gröftur fyrir inntaki og flóðgáttum Ellert Skúlason h.f., Svavar Skúlason h.f. og Ýtutækni h.f. 117.275.000 221.000.000 Suðurverk s.f. Vörðufell h.f., Fossvélar h.f., 162.575.000 og Sveinbjörn Runólfsson s.f. 168.500.000 Fossvirki 275.250.000 Strabag Bau, V-Þýskalandi — Steypuframleiðsla 650.689.890 1.974.000.000 Fossvirki 2.651.250.000 Energoprojekt, Júgóslavíu Energoprojekt, Júgóslavíu 3.278.122.218 frávikstilboð 2.909.173.285 Strabag Bau, V-Þýskalandi 3.387.743.400 — Bygging stöðvarhúss Energoprojekt, Júgóslavíu 3.775.650.442 1.998.000.000 Fossvirki 4.219.275.000 Strabag Bau, V-Þýskalandi 5.046.820.706 Framkvæmdir við ofangreinda verkhiuta hefjast í vor að undanskil- inni vinnu við jarðstíflur og aðveituskurð, sem ekki verður byrjað á fyrr en á næst ári. Tilboðin verða nú könnuð nánar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að því búnu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra og skýra frá niðurstöðum í því efni. Karnival hátíb Útsýnar Hótel Söyu Súlnasal Súnnudayinn h- mar; Hver veröor valir\ Karrúva' drottn'mg Útsýnar og Wýter ókeyp's Útsýnarferö- Kl. 19.00 Húsiö opnað. Hressandi svalardrykkir og lystaukar á barnum Kl. 19.30 Kjötkveðjuhátíðin hefst stundvíslega með Brochette d’agneau grillée Careme. undir stjórn franska matreiðslu- meistarans Francois Fon’s. Matarverð aðeins kr. 3.500.- Lúðrasveit undir stjórn Lárusar Sveinssonar leik- ur Karnival lög og létta tónlist. K SKEMMTIATRIÐI: Myndasýning: Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar flitmyndir frá sólarlöndum. Jóhanna Sveinsdóttir söngkona og Jónas Þórir Þórisson fflytja iétt lög. Danssýning: Sigurvegarar á forkeppni diskó danskeppni Útsýnar og Klúbbs- ins 25.2 í hópdönsum og para- dansi sýna diskódans. BINGO 3 Útsýnarferðir Fegurðar- , samkeppni: Ljósmyndafyrirsætur Út- sýnar. Stúlkur valdar úr hópi gesta. 10 Útsýnar- ferðir í vinning. Forkeppni. Tízkusýning Módelsamtökin sýna dragtir frá Model-magasín og kjóla frá Capel! Kjör- garöi undir stforn Unnai Arngrímsdóttur. Hópferðir ÚTSÝNAR 1979 kynntar. Dans til kl. 01.00 Hin hressilega og bráðskemmtilega hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Sipurðardóttur leika fjötbreytta tónlist við allra hæfi. Allar dömur fá gjafarsýnis- horn af frönskum ilmvötnum frá „Nina Ricci“ og Nitchewo/ og fyrir herra „Gainsborough“. Allir matargestir fá Karni- val-hatta. Missið ekki af glæsilegri skemmtun og möguleikum á ókeypis Útsýnarferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.