Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 GRANI GÖSLARI Já. hann er kominn fram úr og cg skal gá hvort hann sé vaknaður. Saga af vidskiptum Hann setti kúkúfuglinn öfugt, svo hann kemur á hakinu út og spyr: Hvað er klukkan! Iní bara manst það næst að horfa vel í kringum þig. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Við úrlausn frcmur auðveldrar varnarþrautar fá lesendur sér sæti í suður. Allir eru utan hættu ok vestur saf spilið. Austur S. K72 H. D8 T. 632 L. KG1082 Suður S. 43 H. ÁG10753 T. G8 L. ÁD4 Þú og félagi þinn tókuð ekki þátt í sögnum en vestur opnaði á einu hjarta, austur sagði tvö lauf og vestur stökk i þrjú grönd. Norður spilar út spaðagosa, tvistur, fjarki og vestur tekur á drottninguna. Hann spilar þá lauf- níu. Norður lætur þristinn, lágt úr boröi og ekki er seinna vænna að skipuleggja vörnina. Ertu búinn? Greinilega þarf að koma í veg fyrir, að spilarinn fái marga slagi á lauflitinn. Norður lét þristinn, sitt lægsta og á því eflaust þrjú laufspil. Og látir þú fjarkann fær vestur aðeins einn slag á lauf því með þessu rýfur þú samband hans við borðið. Norður S. G10986 H. 9 T. 10975 L. 763 COSPER //-rZ' * TyjæCOSPER. Mér þykir hann aldeilis fagna þér! Garöar Ingjaldsson, Óðinsgötu 28, kom að máli við Velvakanda og óskaði eftir að koma á framfæri frásögn af viðskiptum sínum við verzlun Þorsteins Bergmanns. Þau hjónin lögðu þar inn hlut, sem konunni hafði verið gefinn, en þau þurftu ekki á að halda. Hluturinn hafði verið keyptur þar. Fengu þau innlagsnótu að upphæð kr. 18.980. Þetta gerðist í september sl., og leið tímínn síðan án þess að þau teldu sig hafa ástæðu til að taka út vörur úr verzluninni fyrir fyrr- nefnda upphæð. „Eg kom því,“ sagði Garðar, „að máli við kaupmanninn og óskaði eftir að fá fyrrnefndan hlut aftur, þar sem ég taldi okkur hjón ekki þurfa á öðrum vörum, sem þar stóðu til boða, að halda. Var mér þá sagt, að ég gæti fengið hlutinn aftur með því að bæta við rúmum 3 þús. krónum þar sem hluturinn hefði hækkað um þá upphæð síðan við lögðum hann inn. Eg sagði að ég tæki það ekki í mál. Var mér þá bent á að leita til Neytendasam- takanna. Ég sagðist fremur kjósa að kynna málið á opinberum vett- vangi, og leita ég því til þín, Velvakandi, þar sem þú fjallar einmitt um slík mál. Mér var sagt, að ég gæti farið í sorpblöðin, það skipti engu máli. Ég sagði þá að ég myndi leita til míns blaðs, Morgunblaðsins, sem fjölskylda mín hefði keypt árum saman og ég í 30 ár. En þá var það fullyrt við mig, að ég hefði engan aðgang að Morgunblaðinu. Ég trúði því að ég gæti leitað til míns gamla blaðs og gagnrýnt þær viðtökur, eða öllu heldur þá ókurteisi, sem ég tel mig hafa orðið fyrir í þessum viðskiptum, því mig skiptir engu, hvort ég fæ þennan hlut eða annan í hans stað, en það skiptir mig máli að fólk geti talazt við og afgreitt hvert annað af sæmilegri kurteisi," sagði Garðar Ingjaldsson að lokum. • ,vErtú þessi Asgeir?“ Lesendadálkar dagblaðanna eru líkt og „bein lína“ útvarpsins, þættir, sem ég er löngu hættur að fylgjast með, af því að mig langar til að halda áfram að trúa á framtíð þjóðarinnar og eina ráðið til þess er að hlusta ekki á hana. Ég átti mér því einskis ills von, þegar hringt var í mig á laugar- dagsmorguninn og spurt: „Ertú ekki þessi Ásgeir, sem, ortir vísuna um Ljómann í Vel- vakanda. Ég er hér með aðra betri" Það kom í ljós að ástæðan til þessarar spurningar símhringj- Vestur S. ÁD5 H. K642 T. ÁKD4 L. 95 Austur S. K72 H. D8 T. 632 L. KG1082 Suður S. 43 H. ÁG10753 T. G8 L. ÁD4 Vestur fær á níuna en þú tekur næsta lauf með drottningu og hefur þá væntanlega hnekkt spilinu. Er nokkuð að þessu? Nei, þú hefur gert þitt besta en vestur getur þó unnið spilið með því að taka slagi sína á tígul og spaða, „stinga þér inn“ á lauf og fá þá tvo slagi á hjarta. Og lítið er hægt að gera við slíkri spilamennsku. „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 74 Martin. Þá byrjar sama röílið upp aftur. — En hvað þá með Lydiu? spurði Susanne. — Vesiings Lydia. Við höfðum sagt það margsinnis við hana að hún ætti ekki að vera í dragsíðum náttslopp og háhæluðum morgunskóm. Hann brosti til hcnnar. — Þú verður að lofa mér að vera ekki í slíku eftir að við erum gift. — Martin, trúir þú sjálfur á að hjónaband milli okkar eigi sér einhverja framtíð. Susanne þrýsti hönd hans og óskaði af öllu hjarta að hann svaraði játandi, samtímis að innst inni fannst henni að hann ætti að segja nei. — Auðvitað trúi ég því. Hann sneri sér að henni og tók hana í fang sér og kyssti hana svo lengi að hún gleymdi um hríð öllu um pcninga og manndráp af gáleysi sem hafði kannski ekki verið af gáleysi. — Það geri ég auðvitað líka. Susanne brosti blíðlega sem þau gengu áfram eftir stígnum. — Ég á við, kannski hef ég fengið einhverjar efasemdir. Þetta hefur allt verið svo tætingslegt síðustu daga og... — Og fullkomlega óvið- komandi manneskja hefur því miður átt þátt í því, hélt Martin áfram. — Ilann var náttúriega ekki algerlega óviðkomandi. Ég held við höfum öll haft af honum einhvcr kynni. Þú og Jasper höfðuð samskipti við hann og Lýdia vissi eitthvað um hann. — Ég held ekki að óhapp Lydiu sé í neinum tengslum við lát Einars. — Hún vissi of mikið um fórnarkrukkuna, sem hann hafði búið til, sagði Susanne hljóðlega — og það sem er svo hræðilegt, að ég veit það líka. ég get bara ekki áttað mig á hvað það er. — Ilættu að hugsa um þetta, sagði Martin glaðlega. — Það er búið að eyðileggja nógu mikið með þessu öllu santan og því skyldum við ekki reyna að gleyma þvf um stund. Þau gengu þegjandi um hrfð. Susanne veitti því allt í einu eftirtekt að myrkrið var skollið á. Klukkan var ekki nema fimm síðdegis en þung og drungaleg ský voru á himnum og naktar skuggamyndir trjánna runnu saman við — Við skulum koma heim, sagði Susanne allt í einu. — Ég hef á tilfinningunni að það sé einhver sem liggur í leyni. — Hcyrðu mig nú, þú ert þó ekki hrædd í myrkrinu? Martin héit henni svo sem armslengd frá sér og hún sá ekki svip hans í dimmunni. — Jú, ég er myrkfælin og ég er hra'dd í skóginum hérna. Þú virðist búinn að gleyma þvi að hér var ég slegin í rot og það var hér sem Einar Einarsen var myrtur. — Éf það var þá ekki slys. — Martin, heldurðu enn að ég segi ósatt? Riidd Susanne var einlæg. — Segðu mér það í hreinskilni ef svo cr. — Það var vissulcga dálítið kúnstugt að koma að þér á þjóðveginum ef þú hefur verið slcgin niður, hér í grenndinni. sagði Martin. — Ég á við, hélt hann eilítið hikandi áíram — að ég eiska þig jafnmikið og fyrr — hvort sem þú keyrðir af slysni Einar Einarscn niður eða ekki, en ég myndi elska þig margalt meira ef þú værir ærleg gagnvart mér. — Ileyrðu mig nú Martin. Hvernig væri að þú reyndir að hlusta á mig. Ég er að segja heilagan sannleikann. Ég veit að ég var slegin niður. Hversu oft á ég að þurfa að endurtaka það? Ég veit ekki betur en þú hafir séð kúluna lika?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.