Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Minning: Helgi Sveinsson íþróttakennari Faeddur 3. júlí 1918. Dáinn 24. febrúar 1979. Ég hefi sennilega sagt það áður, en ég segi það þá enn, að þegar ég kom hingað í fjörðinn til að eiga heima hér, sautján ára unglingur- inn, fannst mér ég vera að koma heim. Oft, þegar ég renni huganum til baka, furða ég mig á því hvílíkur sægur af góðu fólki bjó hér þá, og býr hér reyndar enn. Meðal þessa fólks var vinur minn Helgi Sveins- son, sem fæddist hér í Siglufirði, 3. júlí 1918, og lést 24. febrúar s.l. Foreldrar Helga voru þau hjón- in Sveinn Jónsson, trésmíðameist- ari, og kona hans Geirlaug Sigfús- dóttir. Kynni okkar Helga urðu fyrst í sambandi við íþróttir. Þessi glað- væri fríski og félagslyndi strákur var þá í fararbroddi á öllum sviðum íþrótta. í þá daga var hann venjulega nefndur Helgi á Steinaflötum, eftir býlinu, sem hann fæddist á, en þar bjuggu foreldrar hans fyrst, og er þau fluttu út í bæinn nefndu þau nýja húsið sitt þar, einnig Steinaflatir. Ég átti ekki aðeins því láni að fagna, að kynnast Helga á þessum árum, heldur einnig foreldrum hans og bræðrum tveimur, Óskari og Sigurjóni, sem var tvíburi Helga. Hlýjan, sem streymdi á móti manni á því heimili verður æ minnisstæð. Geirlaug var einstök kona, enda vissi ég ekki þá um ungan mann, sem sýndi móður sinni meiri umhyggju en Helgi. Það mátti rekja til góðs uppeldis móður, sem í senn agaði og unni. I eldhúsinu hennar átti ég góðar stundir við rabb yfir kaffibolla hjá stóru eldavélinni. Sveinn var annálaður dugnaðar og hagleiksmaður. Við bryggjú- smíði, sem þá var algeng hér, held ég að enginn hafi staðið honum á sporði, og var þó bryggjusmiðaúr- valið nóg. Húsasmiður var hann góður, enda bar húsið, sem hann byggði fjölskyldu sinni, þess glöggt vitni. Allt Steinaflatafólkið var þekkt fyrir fallegt handbragð á því, sem það vann í höndunum, og Helgi fór ekki varhluta af því. Hann var handíðakennari hér um árábil og mig grunar, að hann hafi ekki metið það starf minna en íþróttakennsluna. Þegar kynni okkar Helga hófust, var síldin í fullum gangi. Þá var margt, sem ungir menn þurftu að athuga. Þá mátti finna sterkan keim af Islendingasögunum í fari margra góðra drengja. Drengskap- ur var í hávegum hafður. Aldrei var níðst á minni máttar, samherji aldrei yfirgefinn í nauð, gamal- mennum sýnd tillitssemi, and- stæðingi virðing en eigi ótti og konum kurteisi. Þátttaka Helga í margbrotnu síldarævintýrinu var með sama glæsibrag og á íþróttasviðinu, hvort sem var á plani eða til sjós. Það lýsir Helga að töluverðu leyti, að nefna síldarskipin, sem hann var á áður en hann gerðist íþrótta- kennari: Eldborg, Grótta, Dagný. Um borð í þessum aflaskipum var einvalalið. Helgi var, auk þess að vera mjög góður sund- og knattspyrnumaður, frábær skíðamaður, þó ekki öðlað- ist hann Islandsmeistaratitla. Þar kom margt til, sem ekki varð við ráðið, og ef til vill fýsti hann ekki í slíkar vegsemdir, þó kappsfullur væri. Á íslandsmótinu 1939, á ísafirði, meiddist Hélgi alvarlega í skíða- stökki. Þeir, sem á horfðu og með fylgdust, töldu hann af. Um vorið kom hann hingað heim af sjúkra- húsinu, og mátti ekkert vinna. Um mitt sumar réði hann sig á lítinn reknetabát. Ég kom oft um borð til hans og sá, að líðanin var ekki alltaf sem skyldi, en áfram var haldið. Um haustið var hann í sinni gömlu stöðu í liði K.S. á Knattspyrnumóti Norðurlands, sem vinstri bakvörður, og hratt margri sókn hinna vígreifu fram- herja K.A. og Þórs. Þarna varð ég fyrst vitni að hinni fádæma hörku Helga, hörk- unni við sjálfan sig. Veturinn eftir var hann skíða- leiðbeinandi í Hveradölum. Á Thulemótinu þá varð hann sigur- vegari í stökki og svigi, en á landsmótið á Akureyri gat hann ekki farið vegna vinnunnar. Þegar við félagarnir spurðum hvort hann hyggði ekki á þátttöku nyrðra, svaraði hann einfaldlega á þá leið, að hann væri í vinnu... Því hversu mjög sem íþróttirnar heilluðu var vinnan ekki forsómuð. Helgi fór á íþróttaskólann og útskrifaðist þaðan 1941. Ef ég man rétt kom hann beint af skólanum og um borð í Dagnýju á síld. Að vera á síld -á þessum árum, var ekkert líkt því lúxuslífi, sem það varð seinna. Að rósa þungum snurpunótabátum allan daginn, og nóttina jafnvel líka, hjá kappsfull- um' bassa, gat tekið mörinn úr mönnum, og við löndun þurfti að moka hverri pöddu með háf eða gaffli, og aka henni blessaðri í vögnum upp í þró eða kassa, — og síðan út á ný í hvelli, byrjað að kasta eftir einn til tvo tíma, og áfram þennan hring eftir hring þar til brælan tók í taumana. Þarna dugðu engir nema úrvals- menn. Helgi var einn af þeim. Veturinn 1941 — 1942 kenndi Helgi skíðaíþróttir á Austurlandi. Dvöl hans þar væri efni í heila bók, svo viðburðarík var hún. Ut í það fer ég ekki nema til að nefna enn eitt dæmið um karlmennsku og fádæma kjark Helga. Við kennslu á Norðfirði slasaðist hann enn í skíðastökki. Fóturinn brotn- aði svo, að beinin voru í kurli um mjóalegg. Læknisaðstoð va'r af skornum skammti og mislukkaðist að mestu, nema deyfilyf voru næg, og samgöngur voru sama sem engar. Þó var hann fluttur til Seyðisfjarðar. Helgi kom heim eftir langa legu, með hækju og staf. Þá þurfti hann á öllu sínu sálarþreki að halda. Margir hefðu fallið á því prófi. En Helgi rétti við. Hækjan og stafurinn fengu hvíld. Styrkurinn kom smátt og smátt í fótinn margbrotinn og styttri en hinn. Keppnisíþróttir voru að mestu úr sögunni, en nú fór Helgi að kenna hérna í Siglu- firði. Hann fór fljótlega að líta á tvíslána og svifrána, sem hann hafði kynnst fyrir stríð, undir leiðsögn meistara Björns Jónsson- ar frá Firði. Þegar Vignir Andrés- son, íþróttakennarinn góði, bauð Helga að koma með sér og úrvals fimleikaflokki K.R. í sýningarför til Englands og Norðurlanda, æfði hann af kappi aleinn hér heima, uns hann fór með K.R.-ingunum setn jafningi þeirra. Seinna kom Helgi gamla fimleikaflokknum hérna á réttan kjöl, eða rúmlega það, og undir hans stjórn varð flokkurinn landskunnur. Flokkur- inn var, á sínum tíma, besti og reyndar eini alvöru áhaldafim- leikaflokkur landsins. Þeir félagar fóru víða um land til sýninga, austur, vestur og til Vestmanna- eyja, og vöktu allstaðar hrifningu. Ég man ekki til að hafa heyrt Helga minnast á að erfiðleikar væru til að sigrast á þeim, en hann' hefði vel getað haft það fyrir mottó. Við eignuðumst saman bát. Hann var með misheppnuðu hrað- bátslagi, en það var lúkar á hon- um. Þetta var góður bátur, sem bilaði oft, svo við kynntumst hon- um vel. Á móti gekk hann eins og hvalur í ölduna, en á lensi vildi hann alltaf vera þversum. Það var ekki mikil alvara í þessari útgerð, nema þá kannske í silungsveiði í Héðinsfirði. Ef ég á eftir að lenda í Himna- ríki, sem margir draga í efa, veit ég hvernig getur verið umhorfs þar. Það er eins og allt var í Héðinsfirði 9. september 1955. Hvílík dýrð! Við komum að í birtingu, í stafalogni. Sáum sólina koma upp, náttúruna vakna. I senn varð þarna allt fullt af lífi og þó svo undur kyrrt og milt, allan daginn. Helgi minntist oft þessa dags, sem einhvers hins besta, er hann hefði upplifað. Og þó fengum við engan silunginn, — urðum ekki varir. Það var ekki allt bundið við mok, hjá þessum kappsfulla veiði- manni. Á þessum árum fann ég best hvílíkur félagi Helgi var. Við vorum veiðifélagar í þorski, sil- ungi og laxi, fyrir norðan, austan, vestan og sunnan. Við slíkar aðstæður kynnast menn. Að segja, að einhver sé góður veiðifélagi, er meira hrós en margan grunar. Helgi var slíkur. Ekki er hægt að minnast Helga, nema að koma inn skíðaíþrótt og félagsmál skíðamanna, og ég veit reyndar ekki hvernig hægt er að ræða þau mál, án þess Helga beri á góma, svo virkur var hann alla tíð; og átti reyndar sæti í stjórn SKI um árabil. Félagsmál íþróttamanna hér lét hann sig miklu skipta, var í stjórn- um félaga og formaður Í.B.S. um skeið. I öllu þessu íþrótta og félags- málastarfi kynntist Helgi fjölda manns. Hann kunni á vera á mannamótum. Framkoma hans laðaði að sér fólk af öllum gerðum, og því held ég að hann hafi átt einn stærstan kunningja- og vina- hóp, sem af verðleikum einum sprettur. Helgi var veiðimaður, svo af bar, á öllum sviðum. Þó held ég hann hafi unað sér best við handfæra- veiðar. Hann og tveir aðrir kenn- arar létu smíða sér trillu og fóru á skak, og fiskuðu rétt eins og hinir. Þetta var Bára SI. 14. Svo fengu þeir sér nýja Báru, stærri og betri. Fallegasta trilla flotans, enda smíðuð af listamönnunum á Lambanesi. Á þennan bát fiskuðu þeir félag- arnir vel. Kennaratrillan varð alþekkt fyrir aflabrögð og snyrti- mennsku. Það fer oft saman. Seinustu árin átti Helgi Báruna einn, og alltaf var hún eins og ný. Ég tel mig geta sagt að Helgi hafi verið láns maður, þrátt fyrir oft sterkan mótbyr. En hans mesta lán tel ég þó vera, er hann gekk að eiga Steinunni Rögnvaldsdóttur. Á heimili þeirra var alveg einstak- lega gott að koma og allur heimilisbragur bar vott um jafn- ræði þeirra í snyrtimennsku, höfð- ingsskap og ljúfu viðmóti. Ég votta Steinunni, elskulegu dætrunum tveimur og öllum öðr- um vandamönnum Helga, mína dýpstu samúð. Við Helgi hittumst ekki oftar hérna megin móðunnar miklu, en ef til vill hittumst við í þeim Héðinsfirði, sem ég gat um áðan. Ég veit, að á slíkum stað á hann vísa vist. Máske kemst ég líka. Veri hann sæll á meðan. Bragi Magnússon. I mínum huga var Helgi Sveins- son, íþróttakennari í Siglufirði, dæmigerður fulltrúi heilbrigðis, hreysti, dugnaðar og atorku. Sú fregn kom mér í opna skjöldu, að hann væri allur, aðeins rúmlega sextugur, en kveðjustundir verða oft ekki fyrirséðar. Ég man margar ánægjulegar stundir í félagsskap hans. Ekki sízt innan íþróttafélaga í Siglu- firði, en þar var hann eldhugi, sem hvorki sparaði tíma né fyrirhöfn. Honum nægði ekki að vera í- þróttakennari beggja skólanna á staðnum, barnaskóla og gagn- fræðaskóla, vetrarlangt ár hvert, heldur annaðist hann lengst af sundkennslu á sumrum og umsjón íþróttahúss bæjarins, sem starf- rækt var sem yfirbyggð sundlaug það misseri ársins, en sem íþrótta- hús hitt, en þá var sérbyggt gólf sett yfir sundlaugarþróna. Hann var og forvígismaður um áhalda- leikfimi og æfði um langt árabil hóp siglfirskra íþróttamanna i þeirri grein, sem gat sér gott orð víða um land. íþróttafélögin á staðnum sóttu öll meira og minna til hans, hvert svo sem starfssvið þeirra var, enda mun hann hafa gegnt trúnaðar- og forystustörfum fyrir þau öll. Og það sem meira var: hann var lengst af starfandi íþróttamaður, ef svo má að orði komast, með þeim sem hann leið- beindi og leiddi, og þjóðkunnur bæði á sviði skíðaíþrótta og áhaldaleikfimi. Hvers konar fél- agsstörf hlóðust á hann, ekki einungis á heimavettvangi, heldur á landsvísu, á íþróttasviði. Störf hans í þágu siglfirskrar æsku og siglfirskrar íþróttahreyfingar verða aldrei metin né þökkuð sem vert væri. Ég man líka störf Helga Sveins- sonar innan Félags ungra sjálf- stæðismanna fyr á tíð, þegar við vorum báðir ungir. Ég man ára- tuga samvistir við hann í Lions- klúbbi Siglufjarðar, sem naut góðs af starfskröftum Helga, enda var hann um sinn formaður klúbbsins og síðar umdæmisstjóri annars starfsumdæmis Lionshreyfingar- innar hér á landi. — Hann var og virkur þátttakandi í bræðrafélagi frímúrara í Siglufirði og í margs konar annarri starfsemi þar á staðnum. Alls staðar var hann sami góði og ósérhlífni drengur- inn, sem hvarvetna lét gott af sér leiða og ávalt var fús að rétta öðrum hjálparhönd. Helgi heitinn Sveinsson átti til góðra að telja. Hann var fæddur 3. júlí 1918, sonur sæmdarhjónanna Geirlaugar Sigfúsdóttur og Sveins Jónssonar, smiðs, sem kennd voru við Steinafleti, og öllum eldri Siglfirðingum voru að góðu kunn Hann varð íþróttakennari af mennt og nýtti menntun sína flestum betur, í þágu sveitunga sinna. Helgi kvæntist Steinunn Rögnvaldsdóttur, sem hann mat mjög mikils, og reyndist honurr stoð og stytta í erilsömum störf- um. Þau eignuðust tvær dætur Geirlaugu, gifta Ægi Hallbjörns- syni, bifreiðasmið Reykjavík, en þau eiga tvö börn, og Guðnýju, heitbundna Andrési Stefánssyni, rafvirkja Siglufirði. Ég sendi aðstandendum Helga Sveinssonar, vinar míns, samúðar- kveðjur, heim í Siglufjörð. Ég þakka honum samfylgd og allt það, sem hann var okkur, samferðar- mönnum hans. Ég efast ekki um að hann á góða heimkomu í austr- inu eilífa — og ekki verður ama- legt að eiga vin í varpa er vegir skerast á ný. Stefán Friðbjarnarson. Við hið skyndilega fráfall okkar trygga og góða vinar Helga Sveinssonar, koma í hugan óteljandi minningar frá áratuga kynnum. Helgi var fæddur í Siglufirði 3. 7. 1918, foreldrar hans voru Geir- laug Sigfúsdóttir og Sveinn Jóns- son. Við minnumst Helga sem ungs manns heima á Steinaflötum alltaf viðbúinn að rétta móður sinni hjálparhönd á því stóra heimili. Og við minnumst þess þegar Helgi réðst í að byggja sitt myndarlega hús við Hverfisgötu, og allir vinir hans fylgdust með af miklum áhuga og kannski örlaði aðeins á smá öfund yfir framtaks- semi Helga því það var einsdæmi í Siglufirði í þá daga að ungir menn réðust í svo stórar framkvæmdir og það var stór dagur í lífi Helga þegar hann giftist eftirlifandi konu sinni, Steinunni Rögnvalds- dóttur, og flutti með henni í þeirra eigið hús. Við minnumst ótal margra hug- Ijúfra samverustunda á heimili þeirra hjóna og um áraraðir hittust kunningjarnir allir þar, til að kveðja gamalt ár og heilsa nýju. Helgi og Steinunn eignuðust tvær dætur, Geirlaugu og Guðnýju, og voru þær sólargeislar hans, og litlu dótturdæturnar, Klöru og Helgu, umvafðr hann af sinni einstöku hjartahlýju. Heimilið og vinnan var honum allt, hann vann ötullega og heils- hugar að íþrótta- og félagsmalum í Siglufirði. Við sem flutt erum að heiman, og höfum heimsótt Siglufjörð árlega, munum sárt sakna þess, að sjá ekki vin okkar Helga lengur og við færum Siglfirðingum öllum samúðarkveðju við fráfall þessa ágæta drengs. Elsku Steinunn, við sendum þér og dætrunum okkar innilegustu samúðarkveðjur, og við þökkum forsjóninni af alhug fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar við ykkur í öll þessi ár. Einnig sendum við Sillu, Septimu og öllum öðrum ættingjum og vinum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Deyr fé deyja frændr deyr sjálfr et sama en orðstír deyr aldregi hveims sér góðan getr Magga og Jónas. Það er á brattann að sækja fyrir nútímabarn að ætla að minnast Helga Sveinssonar, en stutt er á milli lífs og dauða, og eitt sinn skal hver deyja. Lögmál lífsins breyt- ast ekki neitt og við verðum að lúta þeim, svo miskunnarlaus sem þau eru stundum. Helgi Kristinn Sveinsson hét hann og var fæddur á Steinaflöt- um í Siglufirði 3. júlí, 1918, sonur hjónanna Sveins Jónssonar bygg- ingarmeistara og konu hans Geir- laugar Sigfúsdóttur. Eru þau bæði látin fyrir mörgum árum. Systkini Helga sem upp komust voru Rann- veig (d. 1938), Óskar (d. 1960), Sigurjón (d. 1972) en hann var tviburi Helga og Silla sem er elst og lifir hún systkinahópinn. Einn- ig ólu Sveinn og Geirlaug upp Emelíu dótturdóttur sína. Helgi sleit barnsskónum hér í Siglufirði og var oft gaman að hlusta á Helga lýsa lífinu í firðinum þá. Sandkassar og róluvellir þess tíma voru óspillt Hólsáin, hálffull af fiski, engjarnar og fjöllin í kring- um Steinaflatir. Það er sennilegt að þetta umhverfi hafi byggt upp í Helga þann óskapa kraft sem einkenndi allt hans líf og entist honum nánast til æviloka. Þegar skólagöngu hér lauk fór Helgi í Reykholtsskóla og þaðan í íþrótta- kennaraskólann sem hann braut- skrifaðist úr 1941. Þann 24. marz 1951 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Steinunni Rögnvaldsdóttur. Varð þeim 2ja barna auðið: Geirlaugar (f. 1951), gift Ægi Hallbjörnssyni, og Guðnýjar (f. 1961), heitb. Andrési Stefánssyni. Árið 1944 réðst Helgi íþrótta- kennari að skólunum hér í Siglu- firði og starfaði hann við það nær óslitið til dauðadags. Þeir sem ekki hrifust af hressileika Helga í leikfimitímunum fyrstu ár sín í barnaskólanum, það voru sann- kölluð dauðyfli. Og þegar hópurinn gekk í takt í gamla leikfimisalnum og Helgi söng með sinni eftir- minnilegu raust „Öxar við ána“. Það þurfi ekki að biðja guttana að taka undir, og allir vildu blístra eins og Helgi, mikið var reynt. Það var eftir því tekið hve Helgi var einkar fljótur og laginn við að koma nemendum sínum á flot í sundlauginni, því þar sem annars- staðar sem Helgi var þýddi ekkert hags. Var sundkunnáttu sigl- firskra ungmenna viðbrugðið og eiga margir líf sitt því að launa. I mörg ár tók Helgi þátt í og þjálfaði sýningaflokk í áhaldaleik- fimi sem fór vítt um og sýndi við þann orðstír að fáir munu betrum- bæta. Sjálfsagt mætti skrifa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.