Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 11 ETTT VANDAMÁLA JÚGÓSLAVA: Arftaki Titos er ófundinn Dauöi Edvards Kardeljs, náins vinar og samstarfsmanns Tito forseta, sem eitt sinn var talinn líklegur arftaki hans, minnir á þá óvissutíma, sem bíða Júgóslavíu þegar gamli maðurinn kveður. Tito er á 87. aldurs- ári. Hann er eini heims- KARDELJ leiðtoginn sem hefur skipulagt og stjórnað skæru- og frelsisstríði og þjóðfélagslegir og pólitískri byltingu. Fidel Castro kemst kannski næst því að líkjast honum af núlifandi mönnum, en barátta Castros gegn gömlu stjórninni á Kúbu komst ekki í hálfkvisti við fórnir, grimmd og hetjulund barátturnar sem Tito háði gegn Þýzkalandi nazismans. Castro hefur heldur aldrei þurft að berjast fyrir sjálfstæði lands síns gagnvart Sovét- ríkjunum eins og Tito gerði þegar hann sleit sambandinu við Stalín. Sjúkur við staf Frægð og hár aldur Titos magna vandann samfara því hver taka skuli við af honum. í veizlu sem Tito hélt í fyrrasum- ar að afloknu flokksþingi gerðist atvik sem varpar ljósi á ástand- ið. Tito hafði dvalizt tvo tíma í hliðarherbergi og sent eftir fólki sem vildi tala við hann. Síðan kom hann út til þess að fara og mannfjöldinn vék til hliðar svo hann kæmist í gegn. Hann var eins hraustlegur og við mátti búast af jafngömlum manni. Síðan komu elztu og nánustu starfsmenn hans: Kardelj, sem þá var þegar vitað að þjáðist af banvænu krabbameini, og Vladimir Bakaric, króatíski kommúnistaleiðtoginn, sem gekk við staf. Hann hefur líka verið sjúkur í nokkur ár. sjálfsögðu Milovan Djilas, hinn bráðgáfaði Svartfellingur, sem dvaldist árum saman i fangelsi og býr nú í Belgrad undir ströngu eftirliti. Samvirk forysta Fyrir löngu hefur verið búið svo um hnútana, að fyrir hendi eru tvær stofnanir, sem lúta samvirkri forystu: forsætis- nefnd kommúnistaflokksins skipuð 34 mönnum og forsætis- ráðið skipað átta. En að sjálf- sögðu veit enginn hvernig þessi samvirka forysta mun reynast þegar Tito hverfur af sviðinu. Og að sjálfsögðu er það vinsæll leikur að geta sér þess til hvaða maður muni ráða lögum og lofum í Júgóslavíu eftir daga Titos. Þangað til í fyrra hefðu marg- ir Júgóslavar nefnt Stane Dolance, ritara forsætisnefnd- arinnar. Hann er spikfeitur reykingamaður og mikill vinnu- þjarkur sem var mjög áberandi á síðasta þingi flokksins. En í fyrrahaust var Branko Mikulic, allmikill harðlínumaður á júgóslavneskan mælikvarða og Bosníu róður, skipaður í forsæti á fundum forsætisnefndarinnar í eitt ár. Enginn veit hvaða áhrif þetta hefur á frama Dolanc. Miklll missir Með hliðsjón af þessari óvissu um framtíðina er hægt að skilja, hvað það var mikill missir þegar Kardelj féll frá. Yngri mennirn- ir eins og Mikulic og Dolanc geta ekki komið í staðinn fyrir mann eins og Kandelj, sem stóð við hlið Titos í blíðu og stríðu og hefði getað baðað sig í ljóman- um frá Tito ef hann hefði tekið við af honum. Kardelj var líka höfundur röksemdarfærsli nnar fyrir sjálfstæðum kommúnisma Júgóslava óháðum Rússum. Kardelj var jafnframt höfundur kenninganna um sjálfstjórn verkamanna, sem nú er orðin pólitísk heimspe'ci Júgóslava. Tito og Jovanka kona hans sem sögur segja aö hann hafi skilið viö. Því er harölega neitað í Belgrad aö Tito hafi gengið aö eiga óperu söngkonuna Gertrude Minutic sem er 51 ári yngri en hann. Báðir þessir menn og aðrir, sem eru ekki eins vel þekktir, voru 20 árum yngri en „gamli maðurinn" eins og þeir hafa alltaf kallað Tito. En kynslóð þeirra, kynslóð ungu roannanna, sem Tito notaði þegar hann barðist gegn Þjóðverjum, verður horfin eða of sjúk til að taka við af Tito þegar hann kveður sjálf- ur. Mjög hæfir menn, sem hafa starfað fyrir Tito, hafa fallið í ónáð og verið sviptir pólitískum áhrifum. Menn eins og Rankovic, yfirmaður öryggis- mála þangað til 1966, og að í bók sinni „Lýðræði og sósíalismi", ser. út kom 1977, reyndi Kardelj að sýna að Júgóslavar væru forgöngumenn þriðju leiðarinnar milli vest- ræns kapitalisma og sovézks kommúnisma. Margt var skarp- lega athugað í gagnrýni hans á bæði þessi kerfi. Hugmyndir Kardeljs voru ómissandi þáttur í baráttu Júgóslava fyrir því að halda sjálfstæði sínu gagnvart heim- um kapitalisma og kommúnisma. Það verður á sinn hátt eins erfitt að finna arftaka Kardeljs og Titos. LISTMAÐ LOSNA VIÐ FJANDMENN SÍNA: Ljónshár hefur tengt Idi Amin forseta við morð- ið á Bruce Mackenzie ofursta, nánum vini Jomo heitins Kenyatta forseta i Kenya og auðugum kaupsýslumanni, sem hafði sam- bönd um allan heim og var mikilvægur tengiliður vestrænna leyniþjónustustofnana. McKenzie beið bana ásamt tveimur samstarfsmönnum og flugmanni tveggja hreyfla flug- vélar af gerðinni Piper Aztec 23 þegar hún sprakk í loft upp yfir Ngong-hæðum í Kenya á heim- leið frá Uganda aðfaranótt 24. maí 1978. Kenyatta leit á McKenzie sem son sinn og strengdi þess heit að komast að því hvernig dauða hans bar að höndum í raun og veru, en hann lézt áður en hann gat fengið staðfestingu á grun- semdum sínum um að Amin væri viðriðinn morðið. að, en hélt þó áfram viðskiptum við Amin eða allt þangað til Amin ákvað að láta drepa hann. Sáttaferð McKenzie sagði vinum sínum að hann ætlaði að fara til Uganda til að hitta Amin að máli og reyna að jafna deilu milli ríkisstjórna Uganda og Kenya út af landakröfum Amins. Hann tók með sér -tvo nána samstarfs- menn, Keith Savage og Gavin Whitelaw, svo að tilgangurinn með ferðinni var ekki eingöngu sá að bæta samskipti ríkjanna. McKenzie og samstarfsmenn hans voru mestallan morguninn daginn sem hann var myrtur hjá Amin. Fundur þeirra virðist ekki hafa gengið vel því að heyra mátti háreysti frá skrifstofu Amins þar sem fundurinn fór fram. Eftir fundinn óku McKenzie og kl. 4 sendi hann skilaboð þess efnis, að hann gæti ekki beðið lengur, því að flugmaðurinn vildi komast fyrir myrkur til Nairobi, en það er tveggja klukkustunda flug. , Sjónarvottur segir að margir Palestínumenn hafi verið við flugvöllinn, en taldi það ekki mikilvægt þar sem 'þeir væru hversdagsleg sjón. Hann sá bil koma með stóran trékassa með gjöfina sem McKenzie beið eftir og sá að henni var komið fyrir fyrir aftan farþegana. Annar heimildarmaður (þá starfsmaður Amins) hefur síðan skýrt frá því, að gjöfin hafi verið ljónshöfuð. Nú virðist ljóst, að tímasprengjan, sem eyðilagði flugvélina, hafi verið innan í ljónshöfðinu og þetta er skýring- in á því, hvers vegna ljónshár fundust á víð og dreif í flakinu. Skýring Amins Amin kom seinna fram með Tímasprengja frá Idi Amin í ljónshöfði IDI AMIN MCKENZIE sína skýringu á málinu. Hann sagði, að ekki hefði verið hægt að koma sprengjunni fyrir í flugvél- inni á Entebbe, þar sem hún hafi verið læst og öryggisverðir á flugvellinum hafi haft gætur á henni. Hann gaf í skyn, að sprengjan hefði verið í flugvél- inni þegar hún fór frá Kenya og að þetta hefði verið verk eins af óvinum McKenzies í Kenya. Hann gaf hins vegar ekki skýringu á því, hvernig nokkur maður í Kenya hafi getað stillt sprengjuna þannig að hún spryngi þegar flugvélin væri á flugi með hliðsjón að hinni löngu og óvæntu töf á Entebbe. Ákvað Amin að myrða McKenzie til þess að refsa hon- Tímasprengja Brezkir sérfræðingar rannsök- uðu brakið og furðuðu sig mikið á ljónshári, sem fannst í því. Þó reyndist þeim auðvelt að finna tímasprengju, sem líktist þeim sem hópar palestínskra öfga- manna nota. McKenzie var Suður-Afríku- maður og barðist við góðan orðs- tír í suður-afríska flughernum og brezka flughernum í síðari heimsstyrjöldinni. Seinna sett’st hann að í Kenya og kvæntist landnemadóttur (sem hann skildi við síðar) og sneri sér að búskap. Hann vann sér traust landnem- anna í „Hvítu hálöndunum“ og varð fulltrúi þeirra á þingi 1957. Þegar Mau Mau-uppreisninni lauk á árunum eftir 1960 var hann einn sex hvítra landnema sem ákváðu að styðja stjórn- málaflokk Kenyatta, KANU. Hann varð landbúnaðarráðherra þegar Kenya hlaut sjálfstæði 1964 og gegndi embættinu til 1970 þegar hann sagði af sér af heilsufarsástæðum. Þrátt fyrir vanheilsu kom hann sér upp víðtækum samböndum í við- skiptalífinu og lagði stund á hergagnasölu og bifreiða- viðskipti. McKenzie tók áberandi þátt í árás ísraelsmanna á Ent- ebbe-flutvöll 1976 þegar 155 gísl- um flugvélarræningja var bjarg- ENTEBBE samstarfsmenn hans beint út á Entebbe-flugvöll þar sem flug- vélin beið þeirra. Klukkan var eitt. Þegar þeir voru að undirbúa brottför fyrr en ráðgert hafði verið kom sendiboði frá Amin og bað þá um að fresta brottförinni, þar sem hann ætlaði að senda þeim sérstaka gjöf. McKenzie varð reiður þegar töfin lengdist og nokkrar klukku- stundir liðu án þess að nokkuð heyrðist frá Amin. Skömmu fyrir um fyrir hlutverk hans í Ent- ebbe-aðgerðunum? Eða gerði hann það einfaldlega af því að hann reiddist honum á síðasta fundi þeirra? Ljóst er, að dauði McKenzies hafði ekki verið ráðgerður fyrir fundinn — að öðrum kosti hefði ekki komið til sú langa töf, sem varð þegar Amin vildi. senda „gjöfina" og McKenzie var að missa þolinmæðina á Ent- ebbe-flugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.