Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 19 Jón Magnússon, formaður Félags ísl. stórkaupmanna: Fyrirvarar, aldeilis fyrirvarar Svo virðist nú sem óveðrinu út af skýrslu verðlagsstjóra hafi slotað í bili að minnsta kosti og viðskiptaráðherra hefur vænt- anlega fengið klapp á kinn hjá yfirboðurum sínum fyrir vel unnið starf. Það er líklega eins- dæmi að það gerist hjá lýð- frjálsri þjóð, að yfirvöld stimpli heila stétt manna þjófa og svik- ara á grundvelli skýrslu, sem þannig er unnin að engin menntastofnun hefði tekið hana til einkunnagjafar. Þess er að vænta, að menn geti nú í rólegheitum setzt niður og skoðað þetta plagg nánar. Greiiýlegt er að það hefur verið haft í fyrirrúmi að nota skýrsl- una í áróðursskyni fremur en að ljúka henni, í svo mörgum atrið- um er henni ábótavant. Ef litið er á þá fjóra liði í upphafi skýrslunnar, sem kall- aðir eru „helztu niðurstöður" sést svo ekki verður um villst hve veikur málflutningur verð- lagsstjóra er sbr. liö 1): „Niður- stöður þessarar athugunar gefa til kynna, að sú vísbending um hærra innkaupsverð til Islands en til hinna Norðurlandanna, sem fram kom í samnorrænu verðkönnuninni á s.l. ári, eigi við rök að styðjast." Hún sýnir ekkert, hún gefur til kynna að eitthvað annað sem gaf til kynna (vísbending) kunni að gefa eitt- hvað enn meira til kynna (eigi við rök að styðjast). Þetta plagg Svavars og Georgs minnir óneit- anlega á heiti ágætrar plötu Halla og Ladda (Fyrr má nú aldeilis fyrrvera) og því ekki út í hött að kalla skýrsluna „Fyrir- varar og nú aldeilis fyrirvarar". Það er hvergi að finna staðfest- ingar á nokkrum hlut, skýrslan er ein getgáta frá upphafi til enda með fyrirvara á hverri blaðsíðu og meira að segja fyrir- vara um fyrirvara. Það er vandalaust að semja skýrslu og leggja fram, þegar fyrirfram er búið að ákveða niðurstöður og jafnframt að ákveða að engin grein verði gerð fyrir því opinberlega hvernig þessar niðurstöður eru fundnar. Þetta þýðir að mönnum var leyft að hagræða sannleikanum eins og þeim þóknast til þess að út kæmi sú niðurstaða sem óskað var eftir. Höfuðgalli skýrslunnar er, að hvergi er raunverulega skýrt frá því hvernig hún er unnin. Vinnu- brögðin eru að þessu leyti hin sömu og við samnorrænu könn- unina, þar sem menn földu sig bak við trúnaðareið við verðlags- stjóra hinna Norðurlandanna. Komst verðlagsstjóri því upp með það, að bera innflytjendur þungum sökum án þess að þurfa á nokkurn hátt að gera grein fyrir sönnun sakargifta. En skoðun nú þessar órök- studdu niðurstöður og þá fimm þætti sem virðast gefa Jón Magnússon. vísbendingu um að einhvers staðar kunni að vera pottur brotinn, sem jafngildir 21,5 milljörðum króna hærra inn- kaupsverði til íslands en þurfi. Umboðslaun 5—6% Gengið er út frá að umboðs- laun séu eitthvert séríslenzkt fyrirbæri, en vitað er að þau þekkjast alls staðar í viðskiptum ekki sízt á Norðurlöndum, þó oft í formi afslátta, en hér er slíkt ekki hægt, því menn verða að borga toll af þeim afslætti sem er yfir 3% og verðlagsstjóri viðurkennir ekki hærri prósentu. Viðurkennt er að -umboðslauna- tekjur standa undir stórum hluta af dreifingarkostnaðinum hér á landi. Samkv. könnun hagdeildar Seðlabanka íslands og Félags ísl. stórkaupmanna, eru þetta um 30% hjá meðlimum F.Í.S. og ekki lægra hlutfall hjá Birgðastöð S.I.S. sbr. upplýsing- ar í skýrslum verðlagsstjóra. Milliliðir 3-4% Getur verið að íslenzk yfirvöld séu þeirrar skoðunar að innflytj- endur hér á landi séu þeir einu sem kaupa í gegnum milliliði, að öll heimsverzlunin fari fram beint nema hvað ísland varðar. óhagkvæmni 2—3% I skýrslunni segir: „Það er enginn vafi á því að á þeim mörkuðum sem samkeppnin er hörðust eru innkaupsverðin jafnan lægst“. Síðan segir: „Sér- staklega hefur borið á því að erlendir seljendur hafa lækkað verð sín verulega á þeim mörk- uðum þar sem þeir hafa átt i höggi við háþróaða innlenda framleiðslu, en verulega skortir á að við höfum upp á slíka innlenda framleiðslu að bjóða". Þessar staðreyndir er íslenzkum innflytjendum kennt um og aðr- ar álíka sem eingöngu er hægt að rekja til núverandi álagning- arkerfis. Fjármagns- kostnaður 2—3% Þá er fjármagnskostnaður áætlaður 2—3% og enn gengið út frá því að þessi kostnaður sé ekki fyrir hendi t.d. við viðskipti til Norðurlandanna og einnig segir í skýrslunni: „A undan- förnum árum hefur þeirrar al- varlegu þróunar gætt hjá inn- flutningsfyrirtækjum að eigin rekstrarfé hefur rýrnað mjög verulega. Á sama tíma hefur innlenda bankakerfið ekki haft bolmagn til að auka rekstrarlán til fyrirtækjanna. Þar til fyrir nokkrum árum gátu mörg innflutningsfyrirtæki staðgreitt erlend innkaup sín og með því móti fengið um 2,5% stað- greiðsluafslátt eða jafnvel meira, en vegna þess hve eigið rekstrarfé þeirra hefur minnkað í verðbólgu síðustu ára hafa þau í vaxandi mæli þurft að fjár- magna innkaup sín með erlend- um gjaldfresti." Vissulega orð að sönnu en hér er innflytjendum einnig kennt um og þægilega sett 2—3% í útreikninga um hærra innkaups- verð. Sérstaða 2—3% Ofan á allt eru innflytjendur gerðir ábyrgir fyrir legu lands- ins og smæð markaðarins og 2—3% í viðbót bætt í útreikn- inga um hærra innkaupsverð. Þetta eru nú áhrifaþættirnir fimm sem innflytjendur eru sakaðir um að nota til að hækka innkaupsverð til landsins urii 21,5% milljarða króna. Það hlýt- ur hvert mannsbarn að sjá í gegnum þetta sjónarspil. Stað- reyndin er nefnilegft sú að allir þættirnir finnast líka hjá ná- grannalöndum okkar, en þeir eru ekki reiknaðir með. Um þetta segir í skýrslunni: „Að vísu er vitað, að einhverjir áhrifaþátt- anna þekkjast einnig á hinum Norðurlöndunum, en í miklu minna mæli og því hefur Island algjöra sérstöðu í þeim efnurn." Ef að þetta er viðurkennt, hvernig stendur þá á því að ekki er gengið úr skugga um, í hve ríkum mæli þeir finnast annars staðar og það dregið frá? Svarið getur ekki verið annað en að þá hefði prósentutalan, sem við- skiptaráðherra vildi frá fram, lækkað svo, eða jafnvel horfið, að skýrslan hefði dottið upp fyrir. I lokaorðum verðlagsstjóra koma starfsaðferðir hans við skýrslugerðina berlegast í ljós. Hann þarf ekki að gera grein fyrir hvernig hann fann niður- stöðurnar. „Það haggar ekki meginniðurstöðum skýrslu þess- arar þó að fyrirvari finnist um nákvæmni talna og tími hafi verið skammur til skýrslugerð- ar.“ Þarna eru gallarnir viður- kenndir, en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Það má ekki taka til greina vægi áhrifa- þáttanna á hinum Norðurlönd- unum, enda hefði viðskiptaráð- herra þá ekki fengið þær niður- stöður sem hann pantaði. Hins vegar hefur verðlagsstjóri notað tækifærið og dregið aðeins í land frá samnorrænu könnuninni sem sýndu 21—27% hærra inn- kaupsverð. Nú er þetta orðið 14—19%. Á ekki þjóðin rétt á að fá að sjá sannar tölur, án fyrir- vara, þar sem opinberlega er gert grein fyrir öllum tölum, eða er hugsanlegt að þær tölur séu ekki til? A-Húnvetningar og Vestlending- ar kaupa Þröst frá Kirkjubæ Stofnverndarsjóðurinn veitir lán og styrki til kaupa á þremur stóðhestum IIROSSARÆKTARSAMBÖNDIN í Austur-Húnavatnssýslu og Vesturlandi hafa keypt stóðhest- inn Þröst 908 frá Kirkjubæ og er kaupverðið 1,5 milljónir króna. Þröstur var áður í eigu Stóð- hestastöðvar Búnaðarfélags ís- lands að Litia-IIrauni en hann er 5 vetra undan Þætti 722 frá Kirkjubæ og Glóð, Kirkjubæ. Á landsmóti hestamanna f sumar á Þingvöllum varð Þröstur annar í flokki stóðhesta 5 vetra og fékk 1. verðlaun með einkunnina 8,08. Samböndin tvö, sem keyptu Þröst, fengu til þess fyrirgreiðslu hjá Stofnverndarsjóði og eru þetta þriðju stóðhestakaupin, sem sjóðurinn styrkir í vetur. Til kaupa á Þresti voru veittar 900 þúsund og þar af er helmingur styrkur. Þá veitti sjóðurinn Hrossaræktarsambandi Suður- lands 1500 þúsund til kaupa á stóðhestinum Sörla frá Stykkis- hólmi og var helmingurinn styrk- ur. Fyrr í vetur veitti sjóðurinn Hrossaræktarsambandi Skaga- fjarðar 900 þúsund krónur til kaupa á stóðhestinum Þætti frá Kirkjubæ og var helmingur þeirra upphæðar eins og í hinum tilvik- unum styrkur. Stofnverndarsjóðurinn er sem kunnugt er stofnaður skv. búfjár- ræktarlögum og er tilgangur hans að styrkja og lána hrossaræktar- samböndunum fé til kaupa á kynbótahrossum, sem annars kynnu að verða seld úr landi. Tekjur sjóðsins eru gjöld af út- flutningi á stóðhestum og hryss- um og er gjaldið 20% af útflutn- ingsverði ógeltra hesta og 10% af útflutningsverði hryssna. Gjaldið í Stofnverndarsjóðinn hefur sem kunnugt er verið mjög umdeilt og sérstaklega Hagsmunafélag hrossabænda haft ímugust á gjaldinu. Samþykkti aðalfundur félagsins í vetur að fela stjórn félagsina að stuðla að því að láta reyna á það í prófmáli fyrir dómstólunum, hvort það standist gagnvart stjórnarskrá landsins að innheimta slíkt útflutningsgjald af hryssum og stóðhestum. I Stofnverndarsjóðnum eru nú um 6 milljónir króna og eru tekjur hans mjög misjafnar milli ára en hafa yfirleitt verið á bilinu 1 til 2 milljónir króna. Hestar Umsjón* Tryggvi Gunnarsson Stóðhesturinn Þröstur 908 frá Kirkjubæ. Knapi er Þorvaldur Árnason. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Þcssi hestur hefur verið frostmerktur undir faxi og má sjá á þessum myndum hvernig merkingin skýrist sé klippt umhverfis staðinn. scm merkið er á. Maður utan til að læra merkingar á MERKINGAR á hrossum hér á landi til að tryggja öruggari ættfærslur og til að auðvelda mönnum að bera kennsl á hross hafa oft verið til umræðu á síðustu árum. Er þess skemmst að minnast að Gunnar Bjarna- son og Pétur Hjálmsson lögðu erindi um þctta efni fyrir Búnaðarþing 1978 og fylgdi tillögum þeirra ítarleg greinar- gerð. Var stjórn Búnaðar- félagsins falið af Búnaðarþingi að láta gera ýtarlega könnun á því, með hvaða móti megi ein- staklingsmerkja hross. helzt á fyrsta ári. svo að varanlegt sé og ekki til lýta. eins og ýmsar þær merkingar. sem reyndar hafa verið. í framhaldi af þessu var þeim Þorkeli Bjarnasyni, Pétri Hjálmssyni og Þorvaldi Árna- syni falið að annast þessa at- hugun. Hafa þeir sérstaklega hrossmn? íhugað hvaða aðferðir henti best til merkinga á hrossum hér og hafa þeir nú gert um það tillögu til stjórnar Búnaðarfélagsins að maður verði sendur utan til að læra aðferðir við þessar merkingar. Einkum er áhugi á að sá aðili kynni sér frost- merkingar á húð, brenni- merkingar á húð og tattover- ingu í vör. Verði valin sú leið að nota einhverja af þessum nýju að- ferðum við að merkja hross verður landinu skipt niður í svæði og fær hvert svæði sinn bókstaf og til viðbótar koma tölustafir fyrir einstök hross og fæðingarstað. Ekki hefur kerfi fyrir slíkar merkingar þó verið útfært endanlega. Nefndin hefur ekki lokið störfum og mun að sögn Þorkels Bjarnasonar halda áfram að kynna sér þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.