Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Á skaki með Mara og Gunnari í Svanhól ÞAÐ VAR komin helgi og veðrið eins og það má vera bezt í marz. Góð veiði hafði verið hjá troll- og netabátum og ekki síður hjá handfærabátum og trillum. Á laugardag var alveg hörku veiði, svo fljótt flýgur fiskisagan. Sá guli hefur ótrúlegt aðdráttarafl og ekki spillir þegar veðrið er lagzt í góðviðri, norðan golu og sól, svo að ákveðið var að viðra sig reglulega. Ég íalaðist eftir ferð með Gunnari í Svanhól á Bárunni, en hann hafði fengið l'/2 tonn á færi daginn áður við annan mann. Hann sagðist fara upp úr kl. 07 á morgun, sunnudag, cf veður yrði gott og var ég velkominn. Jú, allt kom það heim og saman, hann ræsti á tilskildum tíma og var lagt úr höfn á áttunda tímanum, en þá voru flestar trillur farnar og að fara. Stærri handfærahátarnir farnir fyrir góðri stundu. ílt var haldið. Á Víkinni mættum við Fífli EK 54 sem var að koma fullur af loðnu á síðasta degi loðnuvertíðar. Gunnar bátseigandi hafði eitt sinn verið vélstjóri þar um borð og fékk hann því góðan morgun „honor“ út um brúargluggann á Fífli. I austri bauð sólin góðan dag, um leið og hún leit fyrir suður- hornið á Bjarnarey, nýkomin á kreik. Það er ákveðið að halda vestur fyrir Eyjar, því að þar höfðu þeir verið að fá'ann síðustu daga. Það kemur valdsmannslegt kall úr stýrishúsinu, en þar stendur bátseigandi og skipstjórinn Gunn- ar Sig. Hann rýfur morgunkyrð- ina, þegar hann skipar: Ganga frá rúllunum, og færin klár! Mari háseti og undirritaður undirháseti taka strax til að hlýða skipun kallsins. Það stendur á endum að þegar því er lokið erum við komnir á miðin. Báran gengur feiknavel, en hún hefur lítið róið til fiskjar, mest verið í skemmtisiglingu með ferðamenn og lítillega á sjóstöng. Nema nú er hlutyerki snúið við og skipið komið í alvöruna — farið að róa til fiskjar. Á miðunum eru þeir á Bensa komnir fyrir góðri stundu. Þeir eru við „Brekann" (Bræðrabrek- ann) og greinilega að slíta upp einn og einn. Já, sýnilega væna þorska. Gunnar snarast út úr húsinu, sýnilega kominn veiðihug- ur í sveininn, — „út með færin!", því hér er hann. Það stendur Mari slappar aí meðan kippt er á milli trinta. Rúllurnar gerðar klárar íyrir skakið. Og lyrr en varði var sá guli íarinn að fljúga inn fyrir borðstokkinn. Og sólin bauð gcðan daginn þegar hún skauzt undan Bjarnar- eyjarhorninu í lognkyrrum deginum. heima, hann hefur dottið á að finna hann. Kallar og syngur hástöfum, það er örugglega fullur slóði. Ég geri mig kláran með mín færi og raða á mig vélum,' þeir eru báðir komnir á rúllurnar af fullum þunga og það er sýnilega vel á, því allþungt virðist vera að draga, og það syngur í girninu, þar sem það strýkst við bátssíðuna. Ég bíð tilbúinn, og það kemur heim, þeir eru með golþorska á hverju járni. Gunnar lítur til mín og segir hastur: hentu þessu myndavéla- drasli af þér og farðu að hafa þig að færinu. Já, og það nú strax, það er nógur fiskur! Ég drattast að rúllunni, en kann nú lítið til verka. Þeir höfðu gert slóðann kláran. Ég verð að segja það með sanni, að þetta er mín fyrsta alvöru veiðiferð, þar sem ég gerist beinn þátttakandi. Oft áður hafði ég farið í ýmsa róðra, s.s. nót, síld og loðnu, línu- þorskanet og troll, en þá alltaf til að mynda, en nú var mér ekki eftirgefið að hanga ein- göngu með myndavélarnar. Nei, Gunnar krafðist þess, nú væri ekki liðið að vera að slæpast. Færið í sjó og ekkert hangs — hrópaði skipstjórinn skipandi. Ég hlýddi og reyndi að apa eftir þeim og bera mig mannalega að, og viti menn ég fékk fisk og dró með þeim um stund. Hljóp frá og myndaði, en á ýmsu gekk hjá öllum í veiðiskapnum, því slóðarn- ir voru of grannir fyrir svo stóran fisk og gráðugan, misstum við margar sökkur og hluta af slóðum og þar af leiðandi mikinn fisk og urðum fyrir miklum töfum vegna þessa. Við vorum þarna við „Brekann" nokkurn tíma, en heldur fór að tregast, svo það gafst tími til að fá sér kaffi og laga veiðarfærin. Enn frekar kippti undan, svo nú var keyrt á fullu út á Þrídranga- hraun. Þar voru flestir færabát- arnir, bæði atvinnuskakarar, svo- nefndir trillukarlar, og svo hinir sem eru aðallega við þetta um helgar og á kvöldin. Mest iðnaðar- menn, bílstjórar, verzlunarmenn, skrifstofu- og bankamenn. Þeir virtust fiska grimmt, ekki síður en hinir vönu. Á þeim bátum, sem eru við þetta að staðaldri, eru flestir með rafmagnsrúllur og þá yfirleitt tvær fyrir hvern mann, en áhugaskakararnir eru með þær handsnúnar, og er það þó nokkurt átak í svona stórum fiski. Ef hann gefur sig verulega til og er á öllum krókum (kannski 5) þá getur drátturinn orðið 50—80 kg og dregið af 30—50 faðma dýpi, en kappið í svo örum og fjörugum fiski feykir öllum slíkum hugrenn- ingum íangt á haf út. Á Þrídrangahrauni var mikið við að vera. Flestir að fá gott, en stundum stóð hann nokkuð glöggt og varð þá að kippa allþétt. Nú dagurinn leið alltof fljótt og hafði gengið á ýmsu bæði í veiði- skapnum og um borð. Við töpuðum mörgum sökkum og slóðum, brut- um eina kaffikönnu, illa gekk að lensa og við fórum heim á síðustu olíulítrunum, en ferðin var gagn- leg, fróðleg og stórskemmtileg, auk þess sem við fengum um 1300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.