Morgunblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 23 w, 0 Þessi ungmenni urðu stigahæst ís/num Ilokkum íSkólakeppni Frjálsíþróttasambands- ins og hlutu hina fögru skildi sem þau halda á að launum. Hvert þeirra skartar einnig guiipeningum sem þau hlutu fyrir sigur í einstökum keppnisgreinum. Á myndinni eru (f.v.) Bryndís Hólm. Reykjavík, Kristín Halldórsdóttir, Norðurlandi eystra, Ármann Geirlaugsdóttir. Einarsson, Austurlandi og Aðalsteinn Eifasson, Vestfjörðum. Skólakeppni FRÍ er kjördæmakeppni úrvalsliða skólabarna í frjálsíþróttum, en keppnin var háð í Reykjavík um helgina og segir nánar frá keppninni á bls. Ljósm. Mbl. Emilía Skólamót Frjálsíþróttasambandsins: Reykvíkingar unnu eftir harða baráttu 0 Reykjavíkurliðið sem vann Skólakeppni FRÍ í frjáisíþróttum ásamt fyrirliða sínum. Á myndinni eru (f.v.) Margrét Hallgrímsdóttir, Anthonu Karl Gregory, Ágúst Halivarðsson. Sigurjón D. Karlsson, Þórður Þórðarson. Guðrún Ágústsdóttir, Bryndís Ilólm og Geirlaug Ljósm. Mbi. Emilía. ÞAÐ ríkti mikil stemmning í Laugardalshöll og Baldurshaga á laugardag þegar þar fór fram skólakeppni Frjálsíþróttasam- bands Islands, (FRÍ), í frjáls- íþróttum. Á þessu móti leiddu saman hesta sína átta ungmenni úr hverju kjördæmi landsins, fjórir piltar og fjórar telpur yngri en 14 ára. Keppnisgleðin skein úr augum þátttakenda og hjá sumum keppenda var einbeit- ingin og ósárhlífnin í keppninni ekki síðri en hjá fullorðnu og hörðnuðu keppnisfólki. Stigakeppni kjördæmanna var spennandi og skiptust nokkur kjördæmi á að halda forustu allt fram að síðustu grein. Lengi framan af voru Vestfirðingar í forystu, en lengi vel skildu aðeins 3—5 stig fyrstu fimm kjördæmin að. Reykvíkingar reyndust sterk- astir á lokasprettinum, en lið þeirra varð að hafa sig allt við, þó svo að það hafi verið talið sigur- stranglegast fyriríram. Nokkrir hinna ungu keppenda náðu athyglisverðum árangri og fram komu á mótinu fjölmargir efnilegir íþróttamenn, enda vart við öðru að búast þar sem þarna var á ferðinni úrvalið úr hverju kjördæma landsins. Athyglisverð- ustum árangri náðu þau Bryndís Hólm, Reykjavík, Aðalsteinn Elíasson, Vestfjörðum og Ármann Einarsson Austfjörðum. Þá háðu þær Jóna B. Grétarsdótt- ir, Reykjavík og Svava Grönfeldt, Vesturlandi skemmtilega keppni í spretthlaupinu, og eiga báðar áreiðanlega eftir að láta að sér kveða í frjálsíþróttakeppni því árangur þeirra var góður. Skólamót FRÍ var háð með tilstyrk Áfengisvarnarráðs, sem gaf styttu þá sem keppt var um svo og alla verðlaunapeninga, en fyrstu þrír í hverri grein hlutu verðlaunapeninga. Auk þess fengu stigahæstu einstaklingarnir í hverjum flokki veglega og snotra skildi til eignar og allir þátttak- endur voru leystir út með sérstök- um árituðum skjölum til minning- ar um keppnina. Mótið fór vel fram undir röggri stjórn Sigurðar Helgasonar, for- manns útbreiðslunefndar Frjáls- íþróttasambandsins. Efnt var til sérstaks verðlaunahófs að Skála- felli á Hótel Esju að lokinni keppni, og þágu börnin og aðstand- endur súkkulaði og ljúffengar tertur þar. Ekki var stemmningin og kátínan síðri í verðlaunahófinu en í sjálfri keppninni. En lítum þá á úrslitin: PILTAR A-FLOKKUR: 50 m hlaup: sek. Jón L. Ríkharðss. VI. 6,9 Þórður Pálsson, Vf. 6,9 Einar Sv. Jónsson, A 7,0 Langstökk: mtr. Ármann Einarsson, A 5,50 Halldór Áskelss., Nl.e. 4,82 Antony K. Gregory, Rvk. 4,80 Hástökk: mtr. Ármann Einarsson, A 1,65 Þorbjörn Guðjónss., VI. 1,60 Þórður Þórðarss., Rvk. 1,50 Kúluvarp: mtr. Þorbjörn Guðjónss., VI. 11,46 Þórður Pálsson, Vf. 11,25 Friðgeir Halldórss., Vf. 9,61 PILTAR B-FLOKKUR: 50 m hlaup: sek. Aðalsteinn Elíass., Vf. 7,2 Sigurjón D. Karlss., Rvk. 7,4 Jón B. Guðmundss., S. 7,5 Langstökk: mtr. Aðalsteinn Elíass., Vf. 4,51 Ágúst Hallvarðss., Rvk. 4,37 Stefán Kristjánss., Rnes. 4,33 Hástökk: mtr. Sigfinnur Viggóss., A 1,45 Sigurj. D. Karlss., Rvk. 1,40 Mikael J. Traustas. Nl.e. 1,40 Kúluvarp: mtr. Ágúst Hallvarðss., Rvk. 7,36 Sigfinnur Viggóss., Al. 6,97 Haukur Vagnsson, Vf. 6,55 TELPUR A-FLOKKUR: 50 m hlaup: sek. Svava Grönfeldt, VI. 6,7 Stigahæstu einstaklingarnir: Drengir A-flokkur: Ármann Einarsson, A Drengir G-flokkur: Aðalsteinn Elíasson, Vf. Telpur A-flokkur: Bryndís Hólm, Rvk. Telpur B. flokkur: Kristín Halldórsd. Nl.e. Úrslit stigakeppninnar: 1. Reykjavík 2. Austurland 3. Vesturland 4. Vestfirðir 5. Norðurl. eystra 7. Reykjanes 6. Suðurland 8. Norðurl. vestra Jóna B. Grétarsd. Rvk. 6,7 Hrönn Guðmundsd., Rnes. 7,0 Langstökk: mtr. Bryndís Hólm, Rvk. 5,15 Svava Grönfeldt, VI. 4,92 Jóna B. Grétarsd., Rvk. 4,89 Hástökk: mtr. Bryndís Hólm, Rvk. 1,56 Ingveldur Ingibergsd., VI. 1,45 Þuríður Jónsdóttir, Nl.e. 1,45 Kúluvarp: mtr. Ylfa Einarsd., Vf. 7,58 Anna M. Arnfinnsd., A 6,90 Þuríður Jónsd., Nl.e. 5,75 TELPUR B-FLOKKUR: 50 metra hlaup: sek Geirlaug Geirlaugsd. Rvk. 7,2 Helga Magnúsd. A 7,5 Ingibjörg Ingjaldsd. VI. 7,5 Langstökk: mtr. Kristín Halldórsd. Nl.e. 4,21 Linda B. Guðmundsd. S. 3,82 Vigdís Hrafnkelsd. A 3,60 Hástökk mtr. Kristín Halldórsd. Nl.e. 1,35 Vigdís Hrafnkelsd. A 1,30 Heiða B. Sturlud. R.nes 1,25 Kúluvarp: mtr. Sigurlín Pétursd. Vf. 6,09 Guðrún Magnúsd., Nl.e. 5,91 Eydís Eyþórsd. VI. 5,70 Boðhlaup: 1. Reykjavík 2. Vesturland 3. Austurland 4. Suðurland 5. Norðurland eystra 6. Vestfirðir 7. Norðurland vestra 8. Reykjanes miMJANLS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.