Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
19
3157 hafa kosningarétt
1 rektorsk jöri HÍ í dag
72 prófessorar eru kjörgengir, valid stendur á milli
Gudmundar K. Magnússonar og Sigurjóns Björnssonar
NEMENDUR og kennarar í Há-
skóla íslands ganga í dag að
kjörborðinu til að velja skólanum
nýjan rektor. Alls hafa 3157
manns kosningarétt og er talið að
kjörið standi eingöngu á milli
þeirra Guðmundar K. Magnús-
sonar og Sigurjóns Björnssonar.
Kjörgengir eru allir skipaðir
prófessorar Háskóla íslands. 72
talsins. Að loknu prófkjöri, sem
fram fór fyrir nokkru, er þó talið
að þeir Guðmundur og Sigurjón
komi aðeins til álita í kjörinu.
Kosningarétt hafa allir próf-
essorar, dósentar og lektorar við
Háskóla íslands og háskóla-
menntaðir starfsmenn HÍ, sem
eru fastráðnir eða settir til fulls
starfs, alis 286 manns. Allir
studentar sem skráðir voru í
Háskólann tveimur mánuðum
fyrir kjördag, þ.e. 3. febrúar eða
fyrr á háskólaárinu, samtals 2871
nemandi.
Kosningin fer fram í hátíðasal
Háskóla íslands frá klukkan 9 til
klukkan 18 í dag. Talning hefst
þegar að kjörfundi loknum og er
reiknað með að henni ljúki fyrir
klukkan 20 í kvöld. Kosning hefur
staðið yfir utan kjörfundar síð-
astliðna 10 daga fyrir þá sem
verða utanbæjar eða erlendis á
kjördag. Þátttaka í utankjörstað-
aratkvæðagreiðslunni hefur ekki
verið ýkja mikil. Ef enginn próf-
essoranna hlýtur meira en 50%
greiddra atkvæða verður kosning
að fara fram að nýju á milli þeirra
tveggja efstu innan 7 daga.
Guðmundur K. Magnússon er
tæplega 42 ára að aldri. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1957 og fil. kand.
prófi í þjóðhagfræði frá háskólan-
um í Uppsölum 1961. Fil. lic.-prófi
lauk hann þar 1965. Guðmundur
lauk fil. dr.-prófi frá Uppsalahá-
skóla 1969. Doktorsritgerð hans
bar heitið „Framleiðsla við skil-
yrði óvissu". Guðmundur kenndi
við Uppsalaháskóla frá 1962 til
1968 jafnhliða því, sem hann vann
að rannsóknum.
Árið 1968 var Guðmundur skip-
aður prófessor við Viðskiptadeild
Háskóla íslands 1968. Deildarfor-
seti þeirrar deildar var hann í 2 ár
og sat því þann tíma í Háskóla-
ráði. Árið 1973 tók Guðmundur
sæti Guðlaugs Þorvaldssonar í
samstarfsnefnd um háskólamál-
efni og á enn sæti í þeirri nefnd.
Guðmundur er stjórnarformaður
Reiknistofnunar Háskólans og
situr í svokallaðri samræmingar-
nefnd, sem m.a. reiknar út vinnu-
skyldu kennara við HÍ.
Guðmundur er kvæntur Valdísi
Árnadóttur og eiga þau fjórar
dætur.
Sigurjón Björnsson er 52 ára að
aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1949. Stundaði framhaldsnmám í
sálfræði í Frakklandi árin 1949 til
1953 og lauk þaðan iicentiats-
Guðmundur K. Magnússon
prófi. Árin 1955 til 1960 stundaði
hann framhaldsnám í Kaup-
mannahöfn í klínískri sálfræði og
sállækningum.
Hann var forstöðumaður Geð-
verndadeildar fyrir börn við
Heilsuverndarstöðina í Reykjavík
1960 til 1967. Var stundakennari
við Háskóla íslands frá 1970 og
skipaður prófessor við heimspeki-
deild 1971 og var forseti þeirrar
deildar í 2 ár. Er Félagsvísinda-
deild var stofnuð haustið 1976 var
Sigurjón skipaður deildarforseti
Sigurjón Björnsson
þar og hefur starfað sem slíkur frá
stofnun deildarinnar. Hann hefur
átt sæti í háskólaráði í á fimmta
ár og verið varaforseti háskóla-
ráðs síðastliðin 2 ár. Sigurjón
hefur setið í ýmsum nefndum á
vegum háskólans, m.a. verið for-
maður nefndar sem fjallaði um
úrbætur í málefnum læknadeildar
og setið í nefnd, sem fjallaði um
byggingamál Háskólans.
Sigurjón er kvæntur Margréti
Margeirsdóttur félagsráðgjafa og
eiga þau 4 börn.
Flaugá
sleðan-
um yfir
sex bíla
Bandaríkjamaðurinn
Scott Eilertson, sem frá
því í fyrra hefur verið í
Varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli, sýndi listir
sínar á Sandskeiði síðast-
liðinn sunnudag og stökk
þá meðal annars yfir sex
bifreiðar á vélsleða.
Talsverður áhorfenda-
fjöldi fylgdist með kapp-
anum og fannst þeim
snilli Bandaríkjamanns-
ins og áræði með ólíkind-
um. Eillertson er frá
Minnesota í Bandaríkjun-
um og hefur lengst náð
því að stökkva 28 fet á
sleða en hann hafði ekki
Eilertson kominn langleiðina yfir bflana sex á Sandskeiði á sunnudag.
(ljósmynd Mbl. Emilía).
sýnt í þrjú ár, en Lions-
klúbburinn Freyr í
Reykjavík fékk hann að
nýju til að sýna listir
sínar á sunnudaginn.
Ágóði af sýningunni renn-
ur til Björgunarsveitar-
innar Ingólfs,
Flugbjörgunarsveitarinn-
ar og Kyndils í Mosfells-
sveit. Einlertson tók einn-
ig þátt í kvartmílukeppni
og rallakstri á vélsleða og
sigraði í báðum greinun-
um.
Eilertson kampakátur eftir
stökkið góða.
Ferðamiðstöðin hf.
Aðalstrœti 9 - Símar 11255 - 12940
1 5. apríl 1 | 11- júlí I í 27. ágúst |
19. apríl 23. júlí 3. september
11. maí ! 1. ágúst 15. september
30. maí i 13. ágúst 29. september.
I 20. júní i I 22. ágúst I I
Auðvitað með
Ferðamiðstöðinni.
Ódýru orlofsferðirnar til Benidorm. Áætlaöir brottfarardagar: