Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1979 UnglinKalandsIidið íkörfuknattleik. Fremri röð f.v.: Guðjón Þórðarson. Haukum. Pálmar Sigurðsson, Haukum. Axel Nikulásson. ÍBK. Jón Kr. Gíslason. ÍBK. Valdimar K. Guðlaugsson. Ármanni. Aftari röð f.v.: Gunnar Gunnarsson, þjálfari, Willum Þórsson. KR, Hálfdán Markússon, Haukum, Sigurður Sigurðsson. ÍBK, Valur Ingimundarson, UMFN, Viðar Vignisson, ÍBK, Sverrir Hjörleifsson, Ilaukum, Ingvar S. Jónsson. þjálfari. Unglingalandsliðið í körfuknattleik utan til keppni Þriðjudaginn 3. apríl n.k. heldur unglingalandslið KKÍ (cadettar þ.e. 17 ára og yngri) utan til keppni á 5. Evrópumóti unglinga í körfuknattleik. Keppir ísland í riðli með V.-býskalandi, Belgíu, Frakklandi. Portúgal og Wales og fer keppnin fram í Hagen V.-býskalandi dagana 4.-9. apríl. fsland hefur einu sinni áður tekið þátt í Evrópumóti Cadetta, en það var 3. Evrópumótið sem haldið var í Grikklandi 1975. 1977 varð ekki af þátttöku vegna þess að keppnisdagar voru hinir sömu og Norðurlandamótsins. Undirbúningur fyrir þetta Evrópumót hófst s.l. sumar með æfingabúðum á Laugarvatni, en reglulegar æfingar hófust í október 8,1. Eins og áður standa piltarnir sjálfir straum af kostnaði vegna fararinnar en þeim hefur verið gefinn kostur á nokkrum fjáröfiunar- leiðum. Fararstjóri í ferðinni og dómari fyrir íslands hönd á mótinu verður Kristbjörn Albertsson, alþjóðadómari. Stor verkefni hja Tyrkirnir Sundsambandinu naðu jöfnu SUNDSAMBAND íslands hefur að undanförnu skipulagt starf, verkefni og keppni erlendis fyrir besta sundfólk sitt tvö ár fram í tímann, og hyggst með því ná upp þeim „standard“ sem nauðsynlegur er fyrir sundíþrótt- ina sem keppnisiþrótt. MÓT ERLENDIS Akveðin hefur verið þátttaka í 5 mótum erlendis í sumar en það eru: Kalott sundmótið sem háð verður í Noregi dagana 21. og 22. apríl n.k. En sú keppni er sett upp fyrir nyrstu byggðir norðurland- anna svo sem N-Noreg, N-Sviþjóð, og N-Finnland og nú hefur Islandi verið boðin þátttaka í fyrsta sinni. Þá er 8-landa sundkeppni í Belgíu í lok júní og eftir hana hafa írar boðið til 4-landa keppni í Dublin í byrjun júlímánaðar. í sambandi og í tenglsum við báðar þessar keppnir hafa svo Skotar boðið íslandi þátttöku í meistara- móti sínu sem fram fer um svipað leiti eða uppúr miðjum júní og er ákveðið að þiggja það boð til að skapa sundfólkinu þann augljósa ávinning sem þetta er og þá þjálfun sem felst í þátttöku í slíku sundmóti. Norðurlandameistaramótið fer svo fram í Svíþjóð í ágústmánuði og er talið fullvíst að sent verði þangað okkar besta sundfólk. Lág- mörk hafa verið sett upp fyrir það mót sem sundfólkið hefur mögu- leika á að ná á þessu sumri. Auk alls þess er svo í bígerð að athuga möguleika á að gefa afreksfólki okkar kost á að sækja heim sundmót sem eru hér í nágrenninu, s.s. SPEEDO mótið, COCA COLA mótið og TILT mótið, því þátttaka í þessum mótum, er geysistór liður í þjálfun þess, ef það hyggst keppa að réttindum til þátttöku á næstu Olympíuleikum. TRIMMSUND í undirbúningi er nú hjá stjórn SSÍ og í samráði við Trimmnefnd ÍSÍ alsherjarskipulagning á sund- trimmi fyrir almenning í landinu. En það er staðreynd að í þeim málum má miklu meira gera en gert hefur verið til þessa. Þessi trimmherferð er í því fólgin að fólk getur í stigvaxandi mæli öðlast rétt til ákveðinna viðurkenninga fyrir sundgetu sína og ekki hvað síst fyrir ástundun sína á sundstaði landsins. En á öllum Norðurlöndunum er uppi mikil vakning í þessum efn- um og þúsundir manna iðka þar sund sér til heilsubótar, gagns og gleði. Ekki er nokkur vafi á að hér á landi er góður jarðvegur fyrir slíkt skipulag, enda hefur sýnt sig á undanförnum árum, að þegar farið hefur verið útí almennings- trimm í sundíþrótt hefur ekki staðið á að fólk hefur heilshugar tekið undir slíkt. Það er því von SSI að á sumri komanda þegar þetta fer í gang þá taki fólk fljótt við sér og hefji upp alsherjar heilsubótartrimm, sér til aukinnar ánægju. NÁMSKEIÐ O.FL. Æfingabúðir fyrir sundlandslið verður komið á í sumar svo sem tilraun hefur verið gerð áður með. Þjálfunarnámskeið í sundi og sundknattleik er nú vel á veg komið að skipuleggja í samráði við fræðslunefnd ISI og verður innan fárra daga auglýst hvenær þetta fer í gang. Haft hefur verið samband við sundknattleiksmenn erlendis um möguleika á að þeir komi upp til íslands og leiðbeini sundknattleik- mönnum okkar hér heima, um nýjustu reglur í sundknattleik og komi á dómaranámskeiði í þessari vinsælu íþrótt. LANDSLIÐ ÍSLANDS í SUNDI Eftirtaldir sundmenn hafa verið valdir til sameiginlegra æfinga sem fyrsti kjarni þess hóps sem valið verður svo úr til keppni á erlendum vettvangi í sumar: Ari G. Halldórsson ÍBR, Bjarni Þ. Björnsson ÍBR, Brynjólfur Björnsson ÍBR, Hafliði Halldórs- son ÍBR, Halldór Kristiansen ÍBR, Hugi S. Harðarson HSK, Ingi Þ. Jónsson ÍA, Ingólfur Gissurarson ÍA, SigmaF Björnsson IBK, Anna F. Gunnarsdóttir ÍBR, Ólöf Sigurðardóttir HSK, Margrét M. Sigurðardóttir UMSK, Sonja Hreiðarsdóttir ÍBR, Sólveig Sverrisdóttir ÍBA Þórunn Alfreðs- dóttir ÍBR, Þóranna Héðinsdóttir ÍBR. Þá verður vakið yfir því að aðrir þeir sem í sumar ná umtalsverðum árangri nái að komast inní þennan kjarna íslenskra afreksmanna í sundi. Landsliðsnefnd r skipuð þeim Hafþóri B. Guðmundssyni sem er formaður, Ágústu Þorsteinsdóttur, Þórði Gunnarssyni og Guðmundi Þ. Harðarsyni. Sú nýbreytni var tekin upp að fulltrúi frá landslið- inu — sundmönnum — skipi einn mann í nefndina og fyrir valinu varð Bjarni Þ. Björnsson en lands- liðsfólkið kaus hann sem sinn mann í landsliðsnefnd SSÍ. FJÁRÖFLUN - BASAR O.FL. Allt þetta kostar töiuvert fé og hefur hvarvetna verið tekið mjög vel í að fjármagna þessi umsvif. Sundfólkið sjálft lætur heldur ekki sinn hlut eftir liggja og þeir sem nú hafa verið valdir til æfinga — Landsliðskjarninn — ætlar að efna til mikillar BASARSÖLU í Ármannsheimilinu við Sigtún laugardaginn 7. apríl og sem hefst þar kl. 13.00 og ætlar með henni að fjármagna Kalottkeppnina. Þarna verða til sölu á mjög vægu verði fatnaður í þúsundatali, kökur, ávextir og niðursuðuvörur í hundraðatali og eru allir hvattir til að koma þangað á laugardaginn og styrkja með því hið unga sundlandslið okkar um leið og þeir verða sér úti um eigulega muni og gómsætar kökur á gjafvirði. Þá er í undirbúningi stofnun STYRKTARSJÓÐS SSI og verður í byrjun aprílmánaðar sent út til allra velunnara sundíþróttarinnar áskorun og reglugerð um markmið þessa sjóðs. I sumar verður svo sett í gang merkjasala við öll sundmót og alla sundstaði sem eingöngu er til styrktar landsliði Islands í sundi og er ekki að efa að margir munu kaupa það merki sem boðið verður til sölu á vægu verði og þannig stuðla að eflingu sundíþróttarinn- ar sem keppnisíþrótt. Firmakeppni verður svo háð í ágústmánuði. Vestur-þýska landsliðið í knattspyrnu tapaði enn dýrmætu stigi í Evrópukeppni landsliða, er liðið lék gegn Tyrkjum í Yzmir um helgina. bað er skammt síðan Möltubúar settu knattspyrnuheiminn á annan endann með því að ná jafntefli gegn bjóðverjunum og nú léku Tyrkir sama leikinn, jafntefli varð 0—0. Þrátt fyrir að Tyrkirnir lékju á heimavelli. lögðu þeir mesta áherzlu á að fjölmenni væri fyrir í vörninni og reyndu þcir lítið að sækja. Þjóðverjarnir voru því lengst af í sókn, án þess að ógna nokkurn tímann verulega. Var leikurinn því leiðinlegur á að horfa. Ef Þjóðverjar halda uppteknum hætti í riðli sínum, sem skipa auk þeirra og Tyrkja, Malta og Wales, má segja að möguleikar Wales á því að sigra riðilinn séu miklir. Wales og Vestur-Þýskaland ciga þó eftir að leika báða innbyrðisleiki sína og ráða þeir auðvitað mestu um framvindu mála. Danir byrjaðir að sparka bolta BOLTINN er farinn að rúlla í Danmörku, en þeir eins og við hér á Fróni, leika sinn fótbolta á sumrin. Þrír leikir fóru fram um helgina í fyrstu deild og urðu úrslit sem hér segir: KB—Hvidövre 2—0 Nestved—B-1901 3—2 Slagclse—Ikast 3—1 Þetta eru fyrstu leikirnir í deildinni og því lítið um stöðu efstu og neðstu liða að segja. Heil umferð er á dagskrá um næstu helgi. Framarar urðu sigurvegarar f 1. deild Islandsmótslns f körfuknattleik og leika því í úrvalsdeild næsta vetur. Fremri röð f.v.: ómar Þráinsson, Björn Jónsson, Sigurjón Ingvarsson, John Johnson þjálfari, Þorvaldur Geirsson. Aftari röð f.v.: Björn Magnússon. Sfmon ólafsson, Flosi Sigurðsson, Þórir Einarsson og Guðbrandur Sigurðsson. (Ljósm.: ÁG)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.