Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Játar að hafa banað félaga sínum með hnífi Sambýliskona hins látna einnig urskurð- uð í gæzluvarðhald — Lögreglunni gert viðvart nokkrum tím- um eftir morðið þrjátíu ok sex ára gamall Reykvíkingur, Þráinn Kristjáns- son, verkamaður, Hverfisgötu 34, viðurkenndi við yfirheyrslur og fyrir dómi í gær að hafa hanað Svavari Sigurðssyni, 56 ára göml- um, með hnffi í fyrrnefndu húsi, en þar var Svavar heitinn einnig til heimilis. Þráinn var í gær úrskurðaður í gæzluvarðhald til 1. júnf eða f 60 daga í sakadómi Reykjavíkur og jafnframt var honum gert að sæta geðrannsókn á tfmabilinu. Þá var sambýlis- kona Svavars heitins, 59 ára gömul, úrskurðuð í gæziuvarð- hald til 2. maí, eða f 31 dag. Hennar þáttur í málinu er ósann- aður, að sögn rannsóknarlögregl- unnar, en grunsemdir hafa vakn- að um að hún eigi aðild að því, en hún hefur við fyrstu yfirheyrslur þverneitað. Mjög miklir áverkar voru á líkinu þegar lögreglan var kölluð á vett- vang á sunnudagskvöldið. Voru djúp- ir og langir skurðir og stungur á kviði, síðu og hálsi og er talið að Svavar heitinn hafi látist mjög fljótlega eftir að honum voru veittir þessir miklu áverkar. Morðvopnið er beittur eldhúshnífur af nýrri gerð, langur og oddmjór og með rauðu plastskafti. Er hnífurinn í vörzlu Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem fer með rannsókn málsins. Að sögn Þóris Oddssonar vararannsóknarlög- reglustjóra er alls óljóst hver er ástæða þessa hroðalega verknaðar en Þráinn Kristjánsson mun hafa látið að því Iiggja, að það hafi verið ósk Svavars að hann yrði sviptur lífi. Mun rannsóknarlögreglan kappkosta í rannsóknum sínum að finna ástaeð- una fyrir þessu voðaverki. Þess má geta að fólkið hafi haft áfengi um hönd áður en atburðurinn varð. Lögreglunni barst tilkynning um Atburðurinn gerðist á efstu hæð hússins Hverfisgata 34, lengst til ha-gri á myndinni. íbúðinni atburðinn klukkan 21.56 á sunnu- dagskvöldið. Hins vegar er talið fullvíst að Svavari hafi verið veittir áverkarnir síðdegis sama dag eða nokkrum klukkustundum áður. Það var Þráinn sjálfur sem hringdi í vinnuveitanda sinn og tilkynnti hon- um um atburðinn um kvöldið. Vinnu- veitandinn mun ekki hafa trúað Þráni í fyrstu en þegar hann hafði aftur hringt í vinnuveitandann og ítrekað frásögn sína hafði vinnuveit- andinn samband við lögregluna. Lögreglan fór strax að Hverfisgötu 34, bakhúsi, þar sem atburðurinn varð. Fann hún Svavar liggjandi í blóði sínu á eldhúsgólfi íbúðar á 3. hæð. Hafði hann þá verið látinn í nokkrar klukkustundir að því er talið er. Engin skýring hefur heldur fengist á því hvers vegna Þráinn og sambýliskona Svavars kvöddu ekki lögreglu strax á staðinn. Þráinn og konan voru strax handtekin og flutt á brott. Svavar Sigurðsson var sem fyrr segir 56 ára gamall, fæddur 13. nóvember 1922. Hann var strætis- vagnastjóri að atvinnu. Hann lætur eftir sig uppkomin börn. Þráinn er einhleypur. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögregl- unni. Þráinn og Svavar bjuggu báðir á Hverfisgötu 34 og voru kunningjar. Flugmenn FIA boða 10 daga verkfali: Stödvar verkfallið tíu þúsund manns? FÉLAG ÍSL. atvinnuflugmanna hefur tilkynnt að samfelld vinnustöðvun verði á leiðum Flugleiða innanlands og til Norðurlandanna frá því aðfarar- nótt laugardagsins 7. aprfl og til þriðjudagsmorguns 17. aprfl. Dagana fram að helgi verða verk- föll á einstökum flugleiðum á þessum leiðum. — Við höfum gefið ríkisstjórninni frest þrisvar sinnum að beiðni þriggja ráðherra sagði Björn Guðmundsson formaður F.I.A. í samtali við Mbl. og meðan við sjáum ekki að sá frestur hafi verið notaður .grípum við til þessara aðgerða. Við teljum okkur standa í nákvæmlega sömu sporum og í janúar sl. þegar þessar aðgerðir okkar hófust og ekki bólar enn á neinni hreyfingu í þá átt að ná samningum. Þess vegna sjáum við okkur ekki annað fært en herða að og okkur finnst líka að Flugleiðir hafi ekki sýnt lit, þeir hafa boðið okkur 2 flugstjórastöður hjá Arnar- flugi, en nú er allt útlit fyrir að þær verði dregnar til baka og ekki staðið við það frekar en ýmislegt annað munnlegt eða skriflegt samkomulag sem gert hefur verið. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða kvað þessar samfelldu verkfallsaðgerðir flugmanna hafa mjög mikil áhrif nú þegar svo mikil Rádherrar líta svo á að af nám áf angahækkun- ar nái ekki til BSRB ENDANLEG gerð frumvarps Ólafs Jóhannessonar um stjórn efnahagsmála og fleira kveður á um að laun í marz skuli verða grunnlaun við gildistöku frumvarpsins sem laga. Síðan segir í frumvarpinu: „Grunnkaup þetta skal haldast óbreytt þar til um annað hefur verið samið,“ sem þýðir að umsamdar áfangahækkanir eru teknar af með frumvarpinu. Vaknar þá sú spurning. hvort samkomulag það, sem BSRB gerði við ríkisstjórnina um að það félii írá 3% áfangahækkun gegn auknum samningsrétti, sé ekki brostið, þar sem 3% verða væntanlega þegar afnumin með lögum, er allsherjaratkvæðagreiðsla BSRB fer fram í maí. Morgunblaðið spurði Kristján Thorlacíus, formann Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, um þetta atriði í gær. Hann kvað samkomulagið ekki brostið, þar sem ríkisstjórnin hefði lýst því yfir, að samkomulagið, sem ríkisstjórnin hefði gert við BSRB, stæði, þannig að atkvæðagreiðslan skæri úr um það, hvort BSRB fengi aukinn samningsrétt eða 3% áfangahækkun. Kristján sagðist í gær hafa átt viðræður við forsætisráðherra og fjármálaráðherra um þetta atriði og sögðu báðir ráðherrarnir að þessi væri skilningur þeirra. Kristján kvað þá hafa báða gefið yfirlýsingu um að 3% áfartgahækkun BSRB yrði ekki tekin af, ef samkomulagið yrði fellt. Kristján Thorlacíus kvað fulltrúa BSRB hafa farið fram á það, að orðalag frumvarpsins um þetta atriði yrði gert skýrara með breytingartillögu, en hann kvaðst ekki vita hvort slík breytingartillaga yrði flutt. Hins vegar hefði verið tekið skýrt fram af báðum ráðherrunum, að samkomulagið byggðist á því að félagar í BSRB gætu valið um 3% eða aukinn samningsrétt. „Við hefðum talið, að nauðsynlegt hefði verið að skýra þetta ákvæði laganna," sagði Kristján, „en þrátt fyrir þetta ákvæði, hafa ráðherrarnir sagt að samkomulagið stæði af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég vil leggja áherzlu á, að þá yfirlýsingu höfum við fengið í dag.“ ferðalög færu í hönd, sem jafnan væru kringum páska. Flugleiðir hafa ráðgert að fljúga 55 aukaferðir dagana 6.—17. apríl sem bætast við um 100 áætlunarferðir þessa daga. — Þetta ylli mikilli truflun hjá fleirum en Flugleiðum, sagði Sveinn, þetta er ein mesta ferða- helgi ársins og ég er smeykur um að margir, bæði einstaklingar, félög og stofnanir verði illa úti verði af þessu samfellda verkfalli. Má þar nefna fólk sem ætlað hefur milli staða, gististaði sem áætla góða nýtingu þessa daga, skíðafólk, t.d skíðavikuna á ísafirði og landsmót- ið þar. Ekki er hægt að gefa neina hugmynd um fyrir hversu miklu tjóni félagið verður, en benda má á, að jafnan hefur verið vel bókað í þessar ferðir um páskana. Samtals er sætaframboð þessa daga 7.344 sæti og það gefur því auga leið hver áhrif það hefur ef ekki tekst að halda ráðgerðri áætlun. Sama er að segja um millilandaflugið, þar er jafnan vel bókað á þessum árstíma. I dag verður ekki flogið til Egils- staða, Norðfjarðar, Kaupmanna- hafnar eða Oslóar, á miðvikudag verður ekki flogið til Vestfjarða eða Hafnar í Hornafirði eða London, á fimmtudag ekki til Norðfjarðar, Vestmannaeyja, Egilsstaða eða London og á föstudag verður ekkert flug til Norðurlands, Óslóar, Stokkhólms, Glasgow eða Kaupmannahafnar og þá um kvöldið tekur við samfellda verk- fallið sem áður er getið. Magnús H. Magnússon félags- málaráðherra kvaðst ekki geta horft upp á áhrif sem slíkt verkfall hefði í för með sér og kvaðst taka málið upp á fundi ríkisstjórnarinn- ar í dag. Var hann ekki bjartsýnn á að samkomulag næðist, en taldi að ríkisstjórnin yrði að beita sér af meiri hörku en áður, þrátt fyrir að það væri á margan hátt örðugra en áður og að engum þætti gaman að setja lög um þess konar efni ef til þess kæmi. Svavar Sigurðsson Alþýðubandalags- menn á Suðurlandi: Treysta sér ekki að ver ja ríkisstjómina SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna og Æskulýðsnefnd Al- þýðubandalagsins höfðu ákveðið fyrir nokkrum dögum að halda fundaröð víða um land í kapp- ræðuformi þar sem rætt yrði um frjálshyggju. varnarmál og efna- hagsmál, en nú hefur orðið að fresta nokkrum fundum vegna þess að alþýðubandalagsmenn treysta sér ekki að sinni til kappræðna við unga sjálfstæðis- menn og á Suðurlandi er það svo að Æskulýðsnefnd Alþýðubanda- lagsins hefur tilkynnt að þeir treysti sér ekki til kappræðu- fundar við unga sjálfstæðismenn þar sem þeir geti ekki varið aðgerðir núverandi ríkisstjórn- ar. Verður því ekki af kappræðu- íundi æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins og ungra sjálf- stæðismanna sem átti að halda á Selfossi n.k. fimmtudag en ræðu- menn þar af hálfu sjálfstæðis- manna áttu að vera Hilmar Jónasson frá Hellu, Valdimar Bragason frá Selfossi og Þor- steinn Pálsson úr Reykjavík. Synti í slorþró STARFSMAÐUR Fiskimjöls- verksntiðjunnar í Vestmannaeyj- um var hætt kominn þegar hann féll ofan í fulla slorþró í gær þar sem snigill var í gangi. Fór maðurinn, sem er á sjötugs aldri, á bólakaf og lenti í sniglinum, en gat krafsað sig upp á yfirborðið og synt í slorinu að bakkanum þar sem hann sýndi það þrekvirki að vega sig upp við erfiðar að- stæður vægast sagt slorugur upp fyrir haus. Ekki varð honum meint af. Síðasta DAS-húsið dregið út SÍÐASTA DAS-húsið sem verð- ur vinningur hjá Ilappadrætti DAS að minnsta kosti um sinn, verður dregið út ídag, en DAS hefur ákveðið að hafa ekki fieiri hús sem vinninga, heldur verða fleiri háir vinningar í stað húsverðs sem nú er komið upp í 40—50 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.