Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 Einsöngur EFNISSKRÁ Joh. Brahms Auf dem See (Simrock) Dein blaues Auge (Klaus Groth) Von ewiger Liebe (Wentzig) Hugo Wolf Auch kleine Dinge (Heyse- Italienisches Liederbuch) Uber Nacht (Sturm) Anakreons Grab (Goethe) Verborgenheit (Mörike Lieder nr. 12) Franz Schubert Ganymed (Goethe) An die Musik (Franz von Schober) - HLÉ - Páll ísólfsson Sáuð þið hana systur mína (Jónas Hallgrímsson) Söknuður (Tómas Guðmundsson) Bjarni Böðvarsson Snemma lóan litla í (Jónas Hallgrímsson) Sigvaldi Kaldalóns Heimir (Grimur Thomsen) Roger Quilter Fair House of Joy (Höf. ók.) Love's Philosophy (Shelley) Edvard Grieg En Svane (H. Ibsen) En Dröm (Bodenstedt) Inga María Eyjólfsdóttir hefur í nokkur ár starfað sem söngkona og aðallega flutt léttari tónlist og má í rauninni heita undarlegt, eins og söngleikir hafa verið mikið á dagskrá undanfarin ár, að Inga María skuli ekki hafa komið þar við sögu, því að ekki gæta þær, sem oft hafa verið valdar, státað af betri rödd. Undanfarin ár hefur söngkonan stundað nám og kemur nú fram sem flytjandi alvarlegrar tónlistar og má segja að í rauninni séu þessir tóleikar frumraun hennar (debut). Inga María hefur fallega rödd og ræður yfir þó nokkurri tækni, sem hún beitir, enn sem komið er, of meðvitað. Túlkun hennar var innileg en yfirdrifin t.d. varðandi jafnvægi í takti á nokkrum stöðum. Henni lætur bezt að syngja fíngerða tónlist, en nær ekki eins góðum tökum á þungbúnum lögum eins og t.d. eftir Brahms. Islensku lögin voru fallega sungin en tvö síðustu lögin En Svane og En Dröm voru oftúlkuð. Þessi hugljúfu lög má syngja blátt áfram, en sterk mótun framsetningarinnar getur borið þau ofurliði. Listamaður verður ekki eingöngu dæmdur eftir því Inga María Eyjólfsdóttir. Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON hvernig hann leysir verkefni sín, heldur og hver verkefnin eru. Nú hefur Inga María stokkað upp og valið sér erfið verkefni til flutnfngs og lofa þessir tónleikar góðu, að með auknum þroska í átökum við góða list sé von þarna í góðri söngkonu. Guðrún A. Kristinsdóttir annaðist undirleikinn og átti oft mjög góð augnablik. Jón Ásgeirsson. Frá aðalfundi Samvinnubankans, Erlendur Einarsson flytur skýrslu um starfsemi bankans. Frá aðalfundi Samvinnubankans: Heildarinnlán 10 milljarðar og útlán um 7,8 milljarðar kr. Veltuaukningm 82,2% AÐALFUNDUR Samvinnubank- ans var nýlega haldinn á Hótel Sögu og flutti formaður banka- ráðs, Erlendur Einarsson, skýrslu um starfsemi bankans á sl. ári. Rakti hann þróun efna- hags- og peningamála og sagði, að þrátt fyrir dökkar hliðar yrði árið 1978 að teljast gott ef dregin væri ályktun af þróun helztu þjóðhagsstærða, þá hefðu lífskjör almennings verið með betra móti. Lýsti hann áhyggjum yfir þeim blikum er nú væru á lofti varðandi þróun efnahagsmála og fjallaði síðan um þróun peningamála hjá innlánsstofnunum: Rekstrarskilyrði bötnuðu til muna, verulegur bati varð á lausa- fjárstöðunni og hlutfallsleg aukn- ing innlána hefur aldrei verið meiri eða um 49%. Árið 1977 var sambærileg tala 43%. Þó innláns- aukningin væri jafnmikil og raun bæri vitni stóð í járnum að innlán fylgdu þróun þjóðarframleiðslu á s.l. ári. Virtist sem hið ótrygga efnahagsástand hefði dregið úr sparifjármyndun, þótt vaxtahækk- un hefði komið til í byrjun ársins. Útlán innlánsstofnana í heild jukust um 39.8%, samanborið við 42% árið áður. Lausafjárstaða innlánsstofnana gagnvart Seðla- banka batnaði stórlega eða um 7V4 milljarð á árinu á móti 3 milljörð- um 1977. Síðan vék Erlendur að starfsemi Samvinnubankans og kvað hann árið 1978, sem var 16. starfsár hans, á margan hátt hagstætt. Framkvæmdir hófust við byggingu húsnæðis fyrir útibúið á Vopna- firði, breytingar á húsnæði útibús- ins á Akranesi, Keflavík og Háa- leitisútibúi. Útibú bankans eru nú 11 auk tveggja umboðsskrifstofa. Þá greindi hann frá svokallaðri Spariveltu sem bankinn tók upp hinn 26. marz sem er jafngreiðslu- lánakerfi sem byggist á 3—6 mán- aða sparnaði og jafn háum lánum eða 12—36 mánaða sparnaði þar sem lánshlutfall væri heldur hærra. Fjármagnsstreymið gegnum bankann eða heildarveltan varð rúmir 228 milljarðar kr. og jókst um 82.2%. Færslu- og afgreiðslu- fjöldi nam 2001 milljón, sem er lítil aukning frá 1977. Sama þróunin virðist vera á ferðinni eins og í fyrra, að verðhækkanir á tékkheftum ásamt ströngum tékkareglum draga úr tékkafjölda. Viðskiptareikningum fjölgaði um 2615 á árinu og var tala þeirra í árslok orðin 53.427. Starfsmenn við bankastörf voru 115 í árslok og fjölgaði aðeins um einn á árinu 1978. Kristleifur Jónsson vék í stuttu máli að þróun sparifjármyndunar innlánsstofnana á liðnum árum. Taldi hann að tilkoma vaxtaauka- reikninganna 1976 hefði orðið til að hamla gegn minnkandi peningalegum sparnaði. Gera þyrfti almenningi ljósara en áður, að skattfrjáls innstæða á vaxta- aukareikningi gæti verið betri ráðstöfun á fjármagni en fast- eignakaup. Þessu næst gerði bankastjóri grein fyrir upphafi og þróun Reiknistofu bankanna. Vélræn vinnsla í gegnum Reiknistofuna hefði aukist með ári hverju og væri ekki enn séð fyrir lok þeirrar þróunar. Bankastjóri gerði síðan grein fyrir tæknivæðingu Samvinnu- bankans í gegnum árin í samstarfi við Skýrsluvéladeild Sambandsins Stykkishólmur: Áfengisvamaráðunautur heimsótti skólana StykkÍNhólmi, 2A. marz. í SEINUSTU viku voru skólarnir í Stykkishólmi heimsóttir á vegum Áfengisvarnaráðs. Rætt var við nemendur um áfengi og aðra vímugjafa og skaðsemi þeirra. Sigvaldi Ingimundarson erindreki leiðbeindi svo nemendum 7. bekkjar grunn- skólans og fékk þeim verkefni til úrslausnar. Er þetta átjándi skólinn á landinu sem er heimsóttur og fengin verkefni í hendur til úrlausnar og umhugsunar. Skólastjóri, Lúðvíg A. Halldórsson, var Sigvalda til aðstoðar, svo og aðrir kennarar, sem fögnuðu þessari heimsókn. Þess má geta að skólinn í Stykkishólmi hefir ávallt verið í tengslum við bindindisfélög, svo sem barnastúkuna og unglinga- stúkuna. Stefán Jónsson skóla- stjóri stofnaði barnastúkuna fyrir rúmum 50 árum og síðan hafa skólastjórarnir hver af öðrum, Sesselja Konráðsdóttir, Þorgeir Ibsen, Ólafur Haukur Árnason, Sigurður Helgason og Lúðvíg Halldórsson, talið það skyldu skólans að efla starfsemi stúkunnar og ekki viljað missa tengsl hennar við skólann. Þess hefir stúkan notið. Þá hafa kennarar skólans unnið ómetan- legt starf í sambandi við bindindisstarf og annað félags- líf. Þessir menn hafa allir verið sannfærðir um að unglinga- reglan ætti að vera tengd skólum landsins því að bæði læra memendur þar fundastörf og reglur og um skaðsemi áfengis og tóbaks. Margir eru þeir sem hafa talið það sér til gildis í lífinu að hafa verið í unglinga- stúku. Telja má öruggt að þessar heimsóknir í skólann hafi verulegt gildi. Verkefnin, sem unnið er að, eru skýr, einföld og gagnleg. Fréttaritari. og Reiknistofu bankanna. Fjar- tenging útibúa bankans gengi vel og stefnt væri að því, að henni yrði lokið ekki seinna en á árinu 1980. Kristleifur lagði síðan fram end- urskoðaða reikninga bankans og skýrði einstaka þætti þeirra. Heildarinnlán bankans námu 10 milljörðum króna og jukust um 45%. Útlán voru 7,8 milljarðar og hækkuðu um 42% og að frátöldum endurkaupum Seðlabankans var hin almenna útlánsaukning um 38%. Víxillán voru 21%, yfirdrátt- arlán 12%, almenn verðbréfalán 16%, vaxtaaukalán 26% og afurða- lán 23%. Þá var úthlutað 19 lánum í stofnlánadeild að upphæð 539 m.kr. Lausafjárstaða bankans batnaði um 601 m.kr á árinu og var innstæða hans á viðskipta- reikningi við Seðlabankann 946 m.kr, borið saman við 345 m.kr. í upphafi árs. Tekjuafgangur varð 105 m.kr. og var samþykkt á aðalfundi að greiða hluthöfum 10% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunarhlutafé en samþykkt var tillaga frá bankaráði um að á árinu 1979 yrðu gefin út jöfnunar- hlutabréf að upphæð 100 milljónir sem er 20% aukning hlutafjár. Eigið fé bankans nam í árslok 813 m.kr. Endurkjörnir í bankaráð voru þeir Erlendur Einarsson forstjóri, Hjörtur Hjartar frkvstj. og Vil- hjálmur Jónsson framkvæmda- stjóri. „Lifandi orð” ný útgáfa Nýja testamentisins KOMIN ER á markað ný útgáfa Nýja testamentisins og ber hún heitið „Lifandi orð“. Bókaútgáfan Örn og Örlygur gcfur út, en hér er um að reeða íslenzka þýðingu á bandarísku bibliuútgáfunni „Living Bible“. í frétt frá útgáfunni segir að „Lifandi orð“ sé endursögn á Nýja testamentinu þar sem reynt sé að koma boðskap þess til skila á skýran og einfaldan hátt og aðlaga því máli sem talað er í dag. Að sögn Örlygs Hálfdánarsonar til þeir finna hið lifandi orð, sem þar er að finna. Ég bið þess að sú von rætist." Bókin fæst bæði bundir. og í kiljuformi og verður hún til sölu í bókaverzlunum. Hún er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Arnarfelli. er það stefna hinna erlendu útgef- enda að nöfn þeirra er unnið hafa að þýðingum komi ekki fram í bókinni, en íslenzka þýðingin var unnin af starfshópi, eins og verið hefur um erlendar þýðingar. Með- al þeirra er í starfshópnum voru hérlendis eru sr. Karl Sigurbjörns- son, sr. Lárus Halldórsson, Friðrik Schram, dr. Eysteinn Sigurðsson og Andrés Kristjánsson. Bókin hefur verið þýdd í heild eða hlutar úr henni á yfir 100 tungumál og gefin út í öllum heimshlutum og segir í frétt útgefenda að hún hafi verið mest selda biblíuþýðingin í Bandaríkjunum tvö ár í röð. Aftan á bókarkápu ritar hr. Sigurbjörn Einarsson biskup nokkur orð þar sem hann býður bókina velkomna á markað og segir m.a.: „Þessi bók er ekki ný þýðing, heldur tilraun til þess að endursegja textann á hversdags- máli. Stuðst er við erlenda fyrir- mynd, sem hefur hlotið miklar vinsældir víða. Það er von þeirra sem að þessari útgáfu standa, að þessi búningur hins helga efnis geri mönnum auðveldara að kom- ast í snertingu við það, hjálpa þeim til að stíga fyrstu skrefin inn í auðugan heim Nýja testamentis- ins og örvi þá til þess að leita, þar orð Yy/íi testumentið endurMixt ú d«gte&i mMi „Lifandi orð“. Bókin fæst bæði bundin og í kiljuformi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.